Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 18
2 Veitingar - Kynningarblað Vikublað 22.–24. september 2015 Texasborgarar við Grandagarð M atreiðslumeistarinn Magnús Ingi Magnússon hefur í nógu að snúast úti á Granda við að metta svanga maga, en þar rekur hann tvö veitingahús með afar ólíku sniði; annars vegar fiskveitinga- húsið Sjávarbarinn og hins vegar hamborgarastaðinn Texasborgara. Magnús hefur komið víða við á ferli sínum sem veitingamaður og það eru fáir veitingamenn sem geta stát- að af eldri kennitölu en hans sem hefur verið sú sama frá árinu 1988. Ferskir sjávarréttir Á hinu örlaga- ríka ári 2007 fann Magnús húsnæði úti á Granda og ákvað að stofna þar nýtt veitingahús. „Ég opnaði fisk- veitingastað alveg eins og ég vildi hafa hann,“ segir Magn- ús sem opnaði þar hinn landsþekkta veitingastað Sjáv- arbarinn. Sjávar- barinn er líflegur og heimilislegur sjávarréttastaður þar sem íslenskir fiskréttir eru í önd- vegi. Staðurinn varð fljótt gífurlegra vinsæll. „Þetta varð miklu vinsælla en ég bjóst við, sérstaklega hjá erlendum ferðamönnum sem sækja mikið í íslenska fiskinn.“ Frá upphafi hefur aðalsmerki Sjávarbarsins ver- ið ferskar fiskvörur, enda fiskmark- aðurinn aðeins spölkorn frá. „Við flökum fiskinn sjálf og göngum frá honum fyrir eldamennskuna,“ út- skýrir Magnús. „Það er yfirleitt mest að gera á sumrin, svo róast aðeins í október, en um miðjan nóvember fer allt af stað aftur með jólaveislunum,“ segir Magnús. Skatan hans Magnúsar hefur orðið alveg sérstaklega vinsæl í gegnum árin, en hann verkar skötuna sjálfur. Að sögn Magnúsar er alltaf líf og fjör í hádeginu þegar svangt fólk sem vinnur í grenndinni fjölmenn- ir á staðinn. Á hlaðborðinu er úrval heitra og kaldra fiskrétta og hægt að ganga að fiskibollum og plokkfiski vísum, auk þess sem alltaf er einn kjötréttur í boði ásamt fersku græn- meti og öðru meðlæti. Á kvöldin er andrúmsloftið afslappaðra og tilval- ið að gæða sér á t.d. hvítlauksristuð- um humri, sjávarréttapönnu með ferskasta fiski dagsins ásamt skelfiski eða matarmikilli fiskisúpu. Og að sjálfsögðu er boðið upp á hákarl og brennivínssnafs. n " " Klipptu miðann út og taktu hann með þér Klipptu miðann út og taktu hann með þér Innborgun að verðmæti 1.500 króna fyrir Sjávarréttapönnu, úrval af besta sjávarfanginu okkar og skelfisk. Gildir til 25.10. 2015. 2 FYRIR 1 af Texas-ostborgara með frönskum. Aðeins 1.290 kr. fyrir tvo. Gildir til 25.10. 2015. Sjávarréttur Ljúffenga sjávar- réttapanna, en hér til hliðar er hægt að klippa út 1.500 króna inneign í slíka pönnu. T exasborgarar er hamborgara- staður með klassísku „am- erísku“ sniði. Þar eru bornir fram stórir 140 gramma hamborgarar í sérbök- uðu brauði með sósu, jöklasalati, tómötum og rauðlauk. „Mig langaði til að breyta til og opna allt öðruvísi stað en Sjávar- barinn. Ég ákvað því að opna hamborgarastað,“ segir Magnús. „Ég fæ mikið af vinnu- hópum í hádeginu, iðnað- armenn og skrifstofufólk, og það eru alltaf einhverjir sem vilja alls ekki fisk. Þá geta þeir farið yfir á Texas- borgara. Svo eru aðrir sem vilja alls ekki hamborgara heldur bara fisk, og þá geta þeir hoppað yfir á Sjávarbar- inn. Þannig hafa staðirnir stutt hvor annan þó að þarna sé alveg hvor sín línan í matargerð. Stundum er mjög mikið að gera á Texasborgurum og svo öfugt.“ Á Texasborgurum er kjötið hakkað á staðnum og hamborgararnir útbún- ir þannig að þeir fái rétta bragðið og áferð. Texas-ostborgarinn er langvin- sælasti hamborgarinn á matseðlin- um, en þarna er einnig boðið upp á grænmetisborgara og lúxusborgara með beikoni og béarnaise. Svo koma reglulega hamborgarar á matseðilinn sem tengjast árstíðinni hverju sinni, t.d. lambaborgari á vorin og hrein- dýraborgari á haustin. Lifandi hafnarmenning Þegar Magnús Ingi hóf veitinga- rekstur við Grandagarð var hann sá eini sem var þar með opið veitinga- hús á kvöldin. Margt hefur þó breyst úti á Granda á síðustu árum og nú fjölgar veitingahúsunum stöðugt á þessu svæði. „Ég fagna hverjum nýj- um stað sem er opnaður hér,“ segir Magnús. „Staðirnir styðja hver ann- an, og allir staðirnir hafa sína sér- stöðu. Þetta svæði er alltaf að verða betra og betra. Hér er einnig mikið af flottum söfnum, eins og Hvalasafnið, Sjóminjasafnið, og Sögusafnið, sem draga til sín mikið af fólki og það skilar sér til okkar. Þetta er mjög skemmtileg þróun. Við erum hægt og rólega að ná upp svipaðri menningu eins og er að finna á Íslandsbryggju í Kaupmanna- höfn og öðrum skandinavískum hafnarborgum. Það eru stöðugt fleiri sem vilja hefja rekstur úti á Granda. Aðgengið hingað úr miðbænum er sömuleiðis alltaf batna, t.d. með skemmtilegum gönguleiðum í gegn- um hafnarsvæðið. Þetta verður bara betra og betra.“ Allar frekari upplýsingar um matseðla og opnunartíma má finna á vefsíðunum texasborgarar.is og sjav- arbarinn.is. n Ferskir sjávarréttir Gegn verð- hækkunum Þrátt fyrir að margir birgjar hafi hækkað verðið hjá sér talsvert á undanförnum árum hefur verðið á veisluþjónustu Magnúsar, Mínir menn, haldist óbreytt í mörg ár. Og það stendur alls ekki til að hækka það. Það er þeirra framlag til að halda verðbólgu í skefjum svo að lánin okkar allra haldi ekki enda- laust áfram að hækka. Klassíska hlaðborðið okkar kostar 1.990 kr. á mann og verðið á öðrum hlað- borðum og veislumat er í sama dúr. Skoðaðu matseðlana á vefn- um þeirra, minirmenn.is. Ekta „amerískir“ hamborgarar Matreiðslumeistari Magnús Ingi Magnússon, eigandi Sjávarbarsins og Texasborgara, með girni- lega sjávarréttapönnu. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon amerískur Yfirbragðið er amerískt í Texasborgurum. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon Texasborgari Ekta amerískur hamborgari úr sérhökkuðu nautakjöti ásamt frönskum og sósu. Heimilislegur sjávarréttastaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.