Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 30
22 Menning Vikublað 22.–24. september 2015 Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A A llt frá því þrívíddin komst aftur í tísku með Avatar höf- um við séð marga heima og geima spretta fram úr hvíta tjaldinu. En loksins er sjón- um beint að okkar plánetu, og hlýt- ur hæsta fjall jarðar að teljast með helstu undrum hennar. Fyrsta Hollywood-stórmynd Baltasars var Contraband sem gerist í öll þröng- um rýmum, en honum tekst ekki síður vel að fanga landslagið hér. Svo mikilfenglegt er sjónarspilið að það að fylgjast með mönnum komast á toppinn er eitt og sér að- göngumiðans virði – og því stærra sem sýningartjaldið er því betra. Margar stórstjörnur fylgja með í kaupunum, í hvert sinn sem ein- hver hringir heim svarar heims- þekkt leikkona símanum. Þó að hér sé um sanna sögu að ræða finnst manni persónurnar samt minna helst til mikið á Hollywood-karakt- era og stjörnurnar því helst þjóna þeim tilgangi að við getum þekkt hina úlpuklæddu fjallgöngumenn í sundur. Ekki tekst fyllilega, þrátt fyrir heiðarlega tilraun, að útskýra hvers vegna þessu fólki er svona mikið í mun að ganga á Everest. Handritshöfundinum Beaufoy tókst betur upp með persónusköp- unina í myndinni 127 Hours, sem sagði einnig sanna sögu af manni sem fer sér að voða með príli. Ingvar E. Sigurðsson er hér, eins og í kafbátamyndinni K-19, í hlut- verki Rússa sem bjargar deginum í skugga frægari leikara, og hefði að ósekju mátt gera meira úr hlutverki hans. Viðbrögð fyrirmyndarinnar Boukreevs eru og umdeild, sum- Að príla eða deyja Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Everest IMDb 8,3 RottenTomatoes 90% Metacritic 72 Leikstjóri: Baltasar Kormákur Aðalhlutverk: Jason Clarke, Jake Gyllen- haal og Emily Watson Handrit: William Nicholson og Simon Beaufoy 121 mínúta „Svo mikilfenglegt er sjónarspilið að það að fylgjast með mönnum komast á topp- inn er eitt og sér að- göngumiðans virði – og því stærra sem sýningar- tjaldið er því betra. Listamennirnir fengu ekki greitt fyrir Kynleika n Þörf á vitundarvakningu bæði í samfélaginu og meðal listamanna, segir formaður SÍM L istamenn sem tóku þátt í sýn- ingunni Kynleikar sem nú fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur fengu ekkert greitt fyrir fram- lag sitt til sýningarinnar en sýningin hafði áður fengið styrk úr hátíðarsjóði borgarinnar vegna 100 ára kosningaafmælis kvenna. Gekk illa að safna hversdagssögum Markmiðið með sýningunni Af- rekskonur er að fjalla um fjölbreytt afrek kvenna og gera framlagi þeirra til samfélagsins skil í tilefni af hund- rað ára kosningaafmæli kvenna. Sýn- ingin átti upphaflega að byggjast á hversdagssögum sem sendar væru inn í gegnum vefsvæði sýningarinn- ar. Þegar illa gekk að koma síðunni í gang og fáar sögur bárust var með- al annars gripið til þess ráðs að nýta aðrar lista- og fræðslusýningar sem höfðu fengið styrk úr kosningaaf- mælissjóði borgarinnar til að fylla Ráðhúsið. Þetta eru sýningar úr ýmsum stofnunum og byggjast flestar á sögu- legum fróðleik á upplýsingaspjöld- um en aðrar innihalda ný lista- verk sem takast á við femínisma og stöðu kynjanna í samtímanum. Upp- setning á Afrekskonum auk þeirr- ar viðburðardagskrár sem fylgir sýn- ingunni kostaði 6,5 milljónir króna en ekki fást upplýsingar um einstaka útgjaldaliði sýningarinnar. Hefðu fengið greitt Ein af þeim sýningum sem sett var upp í Ráðhúsinu sem hluti af Af- rekskonum var nútímalistasýningin Kynleikar sem hafði upphaflega verið sett upp í listamannarekna sýningar- rýminu Ekkisens í ágúst. Fjórtán listamenn tóku þátt í sýningunni auk sýningarstjóranna tveggja, Heiðrún- ar Viktorsdóttur og Sigríðar Þóru Óð- insdóttur. Áður en sýningin var opnuð í Ekkisens þann 22. ágúst hlaut sýn- ingin þrjátíu þúsund króna styrk úr hátíðarsjóði borgarinnar til uppsetn- ingarinnar. Sá styrkur var nýttur til að mæta kostnaði við auglýsingar og aðföng – en ekkert til að greiða lista- mönnunum. Reglur um viðburði tengda afmælishátíðinni kváðu á um að þær gerðu þá aðgengilega öll- um, en ekkert hjólastólaaðgengi er í Ekkisens svo ákveðið var að færa Kynleika í Ráðhúsið. Borgin greiddi flutningskostnaðinn. Rakel Sævarsdóttir, sýningarstjóri Afrekskvenna, segir að allir sýningar- stjórar minni sýninganna hafi fengið borgað fyrir þá vinnu sem þeir hafi innt af hendi, en þar sem kostnað- ur við sýningarnar hafi þegar verið greiddur úr hátíðarsjóði borgarinn- ar hafi ekki verið skoðað hvort allir sem komu að upprunalegri uppsetn- ingu hafi fengið greitt. Sýningarstjór- ar Kynleika hafi ekki farið fram á nein laun til listamanna fyrir sitt framlag til sýningarinnar. Ef það hefði verið gert hefðu listamennirnir „auðvitað fengið greitt“, segir Rakel. Kynleikar vakti umtalsverða athygli og deilur eftir að starfsmenn hússins slökktu ítrekað á ögrandi myndbandsverkum sem sett höfðu verið upp í matsal Ráðhússins. Upp- lifðu einhverjir starfsmenn mynd- bandsverkin sem kynferðislega áreitni og var ákveðið að hafa slökkt á þeim þar til að matartíma starfs- manna lyki daglega. Rakel segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun að setja þessa tilteknu sýningu upp í matsalnum, enda eigi nútímalist að vera ögrandi auk þess sem rýmið hafi hentað best fyrir sýninguna. „En okk- ur finnst það ótrúlega leiðinlegt ef einhverjum leið illa,“ segir Rakel. Við borgum myndlistarmönnum! Sú hefð að listamönnum sé ekki greitt fyrir framlag sitt til verkefna – á meðan aðrir þátttakendur fá greitt fyrir vinnu sína – hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og hef- ur Samband íslenskra myndlistar- manna (SÍM) beint sjónum að opin- berum stofnunum sem ættu að setja gott fordæmi í málinu. SÍM mun standa fyrir herferð sem hefst í nóv- ember undir yfirskriftinni „Við borg- um myndlistarmönnum!“ „Herferðin er bæði hugsuð sem vitundarvakning í samfélaginu, að Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Herferðin er bæði hugsuð sem vit- undarvakning í samfé- laginu, að við skulum greiða listamönnum fyrir að sýna, en líka hjá lista- mönnunum sjálfum. Því þeir þurfa líka að breyta sínu viðhorfi og taka ekki þátt nema þeir fái greitt Formaður SÍM Jóna Hlín Halldórsdóttir. MynD JuLÍA RunóLFS Kynleikar Listamennirnir sem unnu myndbandsverk fyrir sýninguna Kynleikar fengu ekkert greitt fyrir vinnu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.