Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 31
Menning 23Vikublað 22.–24. september 2015 HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002 Vönduð lesgleraugu frá 3.900 kr. um fannst hann ábyrgðarlaus en aðrir benda á að hann hafi bjargað mannslífum þegar illa var komið. Í staðinn er fókusinn á gönguforingj- ann Jason Clarke sem verður píslar- vottur en ber eigi að síður ábyrgð á því að klöngrast þetta með mönn- um í misjöfnu ásigkomulagi. Þegar upp er staðið er þetta ævintýramynd af gamla skólan- um þar sem menn gera það sem menn verða að gera. Og þrátt fyr- ir allar stjörnurnar er það fjallið sjálft sem er í aðalhlutverki og er það vel. Óveðrið kemst óneitanlega til skila og er íslenskur leikstjóri er vel til verksins fallinn, við vitum jú öll hvernig er að fá haglél í and- litið, jafnvel þau okkar sem yfirgefa helst ekki 101. Everest skipar sér því í fremstu röð fjallgöngumynda, ásamt Touching the Void og Eiger Sanction eftir Eastwood. Og samt hlýtur maður að spyrja sig hversu nauðsynlegt það er að klöngrast upp á fjall þetta sem hægt og rólega er að verða fjöldatúrisma að bráð eins og myndin drepur á, og það þótt enn fleiri hafi látist þar undanfarin ár. Er ekki bara ágætt að Balti er búinn að gera þetta fyr- ir okkur? n Á ystu nöf Stjörnum prýdd fjallaferð Baltasars á Everest er ævintýramynd af gamla skólanum. Listamennirnir fengu ekki greitt fyrir Kynleika n Engar reglur um greiðslur við skulum greiða listamönnum fyrir að sýna, en líka hjá listamönnunum sjálfum. Því þeir þurfa líka að breyta sínu viðhorfi og taka ekki þátt nema þeir fái greitt,“ segir Jóna Hlín Hall- dórsdóttir, formaður SÍM. Engar reglur eru um að mynd- listarmenn fái greitt fyrir sína vinnu ef þeir sýna á opinberum söfnum á borð við Listasafn Reykjavíkur eða Listasafn Íslands, óháð því hvort um einkasýningu eða samsýningu er að ræða. „Fyrir ári síðan fórum við í samstarf við safnstjóra flestra safna á Íslandi og við höfum verið að vinna að launasamningi fyrir listamenn sem sýna í listasöfnum og menn- ingarstofnunum sem eru rekin af ríki eða sveitarfélögum,“ segir Jóna Hlín. Samningurinn er unninn upp úr svipuðum samningum sem hafa verið gerðir í Svíþjóð og Kanada. Jóna telur að slíkur samningur muni einnig ná yfir sýningar í öðrum menningarstofnunum en söfnum, til að mynda bókasöfnum og opinber- um byggingum á borð við Ráðhúsið. „Ánægt að fá að sýna verkin“ Ásdís Spanó myndlistarmaður er verkefnastjóri starfshópsins sem vinnur að launasamningi fyrir lista- menn en stefnt er á að samningurinn verði lagðar fram í nóvember. „Í dag erum við að vinna að samn- ingi í samvinnu við listasöfnin sem að bæði félagar SÍM og söfnin geta samþykkt, næstu skref er síðan að kynna hann fyrir ráðuneytunum, borg og sveitarfélögunum. Þetta er ákveðinn rammasamningur sem við erum að vinna að og gæti hvert safn litið til hans við gerð eigin samninga,“ segir Ásdís. „Hér er yfirleitt ekki gert ráð fyrir því að myndlistarmenn fái greitt fyr- ir að sýna verkin sín. Söfnin hafa oft greitt einhverja upphæð en það er mjög óreglulegt og ekki hægt að gera ráð fyrir því. Oft er samið um að við- komandi safn kaupi verk eftir lista- manninn. Um þetta hafa ekki verið neinar reglur og hefur því bara ver- ið samningsatriði hverju sinni. Það er oft þessi hugsun að fólk sé bara ánægt að fá að sýna verkin sín. Það þætti hins vegar fráleitt að það væri fenginn leikstjóri til að leikstýra leik- riti en fengi ekkert greitt fyrir af því að hann ætti bara að vera sáttur við að fá að leikstýra og sýna verk sitt í leik- húsi,“ segir Ásdís. n Ásdís Spanó Verkefnastjóri starfs- hóps sem vinnur að launasamningi fyrir listamenn. Í tilefni af sýningunni Heimurinn án okkar, sem stendur nú yfir í Hafnarborg, verður efnt til mál- þings í safninu fimmtudaginn 24. september klukkan 20. Þar munu fræðimenn úr ólíkum greinum ræða viðfangsefni sýningarinnar. Á sýn- ingunni Heimurinn án okkar eru leiddir saman listamenn af ólíkum kynslóðum en sem afhjúpa á sinn hátt víddir alheimsins. Þátttakendur málþingsins eru dr. Benedikt Hjartarson, prófessor í almennri bók- menntafræði við Háskóla Ís- lands, Gunn- ar J. Árnason listheimspek- ingur og Sævar Helgi Bragason, verkefnisstjóri vísindamiðlunar hjá verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Ís- lands. Einnig munu sýningarstjór- ar sýningarinnar, Aldís Arnardóttir listfræðingur og Aðalheiður Val- geirsdóttir, listfræðingur og mynd- listarmaður, segja stuttlega frá sýn- ingarhugmyndinni. n Ræða heiminn án okkar Þverfaglegt málþing í Hafnarborg á fimmtudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.