Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2015, Blaðsíða 26
18 Lífsstíll Vikublað 22.–24. september 2015 rekkjan.is S í m i: 567 4 8 4 0 • Fu n a h ö fð i 1 • 110 R v k . b i l o@b i l o. i s • w w w. b i l o. i s Skoðaðu heimasíðuna okkar ww w. bi lo .is Ef þú er t í b ílahugleiðingum? ... með okkur! FRÁ KR. 48.900 Einfalt og hollt n Heilsusamlegir kjúklingaréttir með indversku og mexíkósku ívafi E ins og ég hef áður tekið fram á síðu Ræktardurgsins, er ég mikill áhugamaður einfaldrar eldamennsku og mér finnst ótrúlega gaman að holl- ustuvæða uppskriftir og aðlaga þær mínum lífsstíl. Ég elda venjulega fyrir mig eina, og finnst langhentugast að réttirnir séu einfaldir og auðveldir. Ég veit ekki hversu oft ég hef rekið augun í ótrúlega girnilegar uppskriftir að dýrindis rétt- um í blöðum, sem fara aldrei í fram- kvæmd þar sem það tekur í kringum tvær klukkustundir að gera réttinn til- búinn á borðið. Þegar ég kem heim á kvöldin eftir að hafa farið út úr húsi klukkan sex um morguninn, er ég ekki alveg til búin í eitthvað flókið. Ég elda því gjarnan kjúkling og hýðishrísgrjón, sem ég á tilbúið í ísskápnum til þess að nota í ýmsa góða rétti. Ég hef í gegnum tíðina deilt með lesendum Ræktardurgsins góðum ráðum varðandi eldamennsku ásamt því að taka fyrir hvernig ég undirbý matinn minn fyrir vikuna. Þær grein- ar má allar finna á dv.is undir lífsstíll. Ef þú hefur ekki lesið þær nú þegar, mæli ég endilega með þeim ef þig vantar góð ráð við eldamennskuna og skipulag. Það er annars orðið ansi langt síð- an ég hef deilt með ykkur uppskrift og fannst mér tími til kominn að bæta úr því. Ég er mjög hrifin af bragð- miklum mat og standa þar réttir með mexíkósku og austurlensku ívafi mik- ið upp úr. Þessir tveir eiga einmitt ræt- ur sínar að rekja þangað og eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. Njótið vel. Þangað til næst, Ale Ræktardurgur n Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com Burritoskál Skammtur fyrir einn Þessi réttur er einstaklega bragðgóður og hægt að gera á fleiri en einn veg, sem sagt með öðru innihaldi. Skálin er mjög sniðugur kostur fyrir þá sem kunna ekki við brauðmeti þar sem rétturinn er í raun það sama og færi inn í burrito, án vefjunnar. Kosturinn við réttinn er að þú getur hrært innihaldinu saman og geymt í nest- isboxi í ísskáp. Þannig að hægt er að gera hann tilbúinn daginn áður og gera fleiri en einn skammt í einu. Það sem þú þarft: n 1 fullelduð kjúklingabringa n 80–100 g soðin hýðishrísgrjón n 2 msk. salsasósa n 1 tsk. 5% sýrður rjómi n Lúka af niðurskornum kúrbít (zucchini) n Lúka af niðurskorinni rauðri papriku n 1 msk. rauðlaukur n Lúka af niðurskornum tómötum n Icebergsalat eftir smekk n Salt, pipar og malaður chilipipar e. smekk Aðferð: Ég sker kjúklingabringuna niður í bita og blanda saman við hýðisgrjónin í skál. Því næst hræri ég sósuna og sýrða rjómann við grjónin og kjúklinginn. Eftir að ég hef hært það vel saman, bæti ég öllu grænmetinu við eftir smekk og krydda vel. Því næst set ég skálina í örbylgjuofn og hita í um tvær og hálfa mínútu. Þá er rétturinn tilbúinn, en það má þess vegna sleppa því að hita hann upp og borða hann kaldan. Indverskur Ræktardurgs-kjúklingur Skammtur fyrir einn Ég fór í mat til vinkonu minnar um daginn og fékk þennan yndislega indverska kjúklingarétt hjá henni, sem heillaði mig upp úr skónum. Ég er nefni- lega mjög mikið fyrir indverskan mat og borða hann gjarnan með naan-brauði. Brauðið er þó eitthvað sem ég kýs að hafa spari og slíka rétti líka, vegna þess að grunnurinn í mörgum indverskum réttum er rjómi. Ég gat ekki hætt að hugsa um þenn- an rétt, þannig að ég tók málin í mínar hendur og ákvað að hollustuvæða hann. Það sem þú þarft: n 1 óelduð kjúklingabringa n 2 lúkur niðurskorið grænmeti (ég notaði rauðlauk, papriku og kúrbít) Marinering: n 2 msk. tómatsósa n 1 kúfuð tsk. af 5% sýrðum rjóma n Salt og pipar eftir smekk n Hálf teskeið karrí Til hliðar: n 100 g soðin hýðisgrjón n Hálfur avókadó Aðferð: Ég byrjaði á því að gera marineringuna tilbúna. Hrærði saman tómatsósuna og sýrða rjómann og kryddaði með salti og pipar og bætti svo karríinu við. Það má þess vegna setja meira eða minna af því, allt eftir smekk. Því næst setti ég kjúklinginn á pönnu sem ég hafði úðað með fituminni eldunarúða og steikti í um tvær mínútur áður en ég bætti marineringunni við. Þegar kjúklingurinn var að verða tilbúinn, bætti ég grænmetinu við á pönnuna til þess að það fengi smá bragð af mariner- ingunni. Kjúklinginn og grænmetið setti ég svo á disk með hrísgrjónunum og avókadóinu og borðaði með bestu lyst. Rétturinn var engu síðri svona hollustuvæddur og hef ég gert hann oftar en einu sinni síðan þá. Indverskt Fljótlegur og einfaldur kjúklingaréttur. Einfalt og gott Burritoskál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.