Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Page 6
Helgarblað 18.–21. desember 20156 Fréttir
H
ann var rólegur hann Dag
bjartur Lárus Herbertsson,
þegar DV hafði samband við
hann, en kona hans, Kristín
Harðardóttir, fæddi litla stúlku
heima um klukkan níu á fimmtu
dagsmorgun.
„Maður var kannski ekki smeyk
ur, en þetta var dálítið óvænt,“ svarar
Dagbjartur spurður hvort hann hafi
orðið óttasleginn þegar þau áttuðu
sig á því að móðirin kæmist ekki upp
á spítala til að fæða barnið. Þau eiga
þrjú börn fyrir, og öll komu þau á ör
skömmum tíma að sögn föðurins.
Dagbjartur segist því vera orðinn
ýmsu vanur.
Dagbjartur segir Kristínu hafa
fengið hríðir upp úr klukkan fimm
um nóttina. Það var þó ekki fyrr en
á níunda tímanum sem þau ákváðu
að fara upp á spítala. Dagbjartur
hringdi í Neyðarlínuna sem sendi
sjúkrabíl á vettvang. Um leið og
sjúkraflutningamennirnir komu inn
byrjaði fæðingin.
„Þetta hefur ekki tekið nema
um fimm mínútur,“ segir hann, en
móður og barni heilsast vel. n
valur@dv.is
Fæðingin tók fimm mínútur
Lítilli telpu lá mikið á í heiminn – eins og systkinum hennar
Nett og fín Faðir stúlkunnar var pollróleg-
ur þegar DV hafði samband við hann.
Slitabúin greiða út nærri
þúsund milljarða til kröfuhafa
n Biðin loks á enda hjá almennum kröfuhöfum n Forgangskröfuhafar LBI fá að fullu greitt á nýju ári
S
litabú gömlu bankanna
munu greiða út samtals
nærri þúsund milljarða
króna til kröfuhafa sinna
núna fyrir og eftir jól. Þannig
mun slitastjórn Glitnis strax í dag,
föstudag, inna af hendi um 515 millj
arða greiðslu í erlendum gjaldeyri til
kröfuhafa sinna eftir að hafa fengið í
vikunni undanþágu frá Seðlabanka
Íslands frá fjármagnshöftum. Þetta
er í fyrsta skipti sem almennir kröfu
hafar fá greitt út úr slitabúunum eftir
að föllnu bankarnir voru settir í slita
meðferð í apríl 2009.
Greiðsla Glitnis til kröfuhafa
kemur í kjölfar þess að Héraðsdóm
ur Reykjavíkur staðfesti nauðasamn
ingsfrumvarp slitabúsins 7. desem
ber síðastliðinn. Héraðsdómur gerði
slíkt hið sama í tilfelli Kaupþings
fyrr í þessari viku en nauðasamn
ingsfrumvarp gamla Landsbankans
(LBI) var hins tekið fyrir dómstóla
síðasta þriðjudag. Gert er ráð fyrir
því að nauðasamningur LBI verði í
kjölfarið staðfestur af héraðsdómi á
milli jóla og áramóta.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kaupþingi munu útgreiðslur til al
mennra kröfuhafa hefjast „eins fljótt
og mögulegt er eftir gildistökudag“
nauðasamnings. Áætlað er að fyrsta
greiðsla í erlendum gjaldeyri til kröf
uhafa nemi að jafnvirði 243,5 millj
örðum króna en áður en hægt er að
inna hana af hendi þarf Seðlabank
inn að veita Kaupþingi undanþágu
frá höftum. Langsamlega stærsti
kröfuhafi Kaupþings er Deutsche
Bank Trust Company Americas en
þar á eftir koma skúffufélög í Lúxem
borg í eigu bandarísku vogunarsjóð
anna Abrams Capital og York Capi
tal. Eignasafn Seðlabanka Íslands er
fjórði stærsti kröfuhafi Kaupþings og
mun fá um 14 milljarða í gjaldeyri í
sinn hlut við fyrstu greiðslu Kaup
þings til kröfuhafa.
Tímamótagreiðsla á nýju ári
Slitastjórn LBI hyggst greiða út til
kröfuhafa „fljótlega í byrjun næsta
árs“ en þar verður aftur á móti um að
ræða greiðslu til forgangskröfuhafa
að fjárhæð 211 milljarðar króna. Sú
greiðsla mun marka talsverð tíma
mót þar sem forgangskröfuhafar
munu þá hafa fengið allar kröfur sín
ar greiddar að fullu en uppgjör þeirra
stafar sem kunnugt er frá innstæðum
sem Landsbanki Íslands safnaði í
útibúum sínum í Amsterdam og
London undir vörumerkinu Icesave í
aðdraganda bankahrunsins.
Þær eignir sem verða til skiptanna
fyrir almenna kröfuhafa – þegar búið
verður að greiða út til forgangskröfu
hafa og inna af hendi stöðug
leikaframlag til stjórnvalda – mun
nema um 230 milljörðum króna. Þar
munar mestu um 150 milljarða skuld
Landsbankans við LBI í erlendri
mynt og lán til erlendra fyrirtækja að
fjárhæð um 46 milljarða. Langstærstu
almennu kröfuhafar LBI eru ACMO
S.a.r.l., skúffufélag í Lúxemborg,
og Deutsche Bank Trust Company
Americas en samtals eiga þessi félög
um 34% allra krafna á hendur LBI.
Burlington Loan Management, írskt
skúffufélag á vegum bandaríska vog
unarsjóðsins Davidson Kempner, er
þriðji stærsti kröfuhafi LBI. Áætlaðar
heimtur almennra kröfuhafa LBI eru
14,38% af nafnvirði.
Veðmálið misheppnaðist
Fram kemur í skýringarriti til kröfu
hafa Glitnis um nauðasamnings
frumvarpið að áætluð fyrsta greiðsla
í erlendum gjaldeyri til kröfuhafa
verði um 515 milljarðar, að stærstum
hluta í evrum og Bandaríkjadölum.
Þá segir að áætlaðar heimtur al
mennra kröfuhafa, þegar gert er ráð
fyrir 8% ávöxtunarkröfu á þær eign
ir sem verða í félaginu eftir nauða
samning, séu liðlega 30% af nafn
virði. Ljóst er að þeir vogunarsjóðir
sem hófu að kaupa upp mikið magn
krafna á Glitni eftir árið 2010 – en
þá voru kröfurnar byrjaðar að ganga
kaupum og sölum á því gangverði
– eru í fæstum tilfellum að hagnast
mikið á fjárfestingu sinni.
Stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis
er sem kunnugt er Burlington
Loan Management. Aðrir helstu
kröfuhafar Glitnis, eins og DV hefur
áður greint frá, eru meðal annars
bandarísku vogunarsjóðirnir Solus
Alternative Asset Management,
Silver Point og Nomura Corporate
Funding Americas.
Í kjölfar staðfestingar nauða
samnings munu öll slitabúin gefa út
skuldabréf, og nýja hluti í endurreistu
eignarhaldsfélagi, sem kröfuhafar fá
afhent í hlutfalli við fjárhæð krafna
þeirra. Stjórn félaganna mun hafa um
sjón með þeim eignum sem enn á eftir
að selja og umbreyta þeim í reiðu
fé á komandi misserum og árum. Á
meðal þeirra sem gert er ráð fyrir að
muni eiga sæti í fimm manna stjórn
Kaupþings eru Óttar Pálsson, hæsta
réttarlögmaður hjá LOGOS og einn
helsti ráðgjafi kröfuhafa gömlu bank
anna, og Jóhannes Rúnar Jóhannsson,
formaður slitastjórnar Kaupþings.
Enginn Íslendingur verður í þriggja
manna stjórn Glitnis en ekki liggja
fyrir tilnefningar að stjórnarmönnum
hjá LBI. Gert er ráð fyrir að öll félögin
verði með lögfesti á Íslandi. n
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Glitnir
515 milljarðar
Kaupþing
243 milljarðar
LBI
211 milljarðar
Fyrsta greiðslan
Slitastjórn Glitnis ríður á
vaðið og greiðir út hundruð
milljarða til almennra kröfu-
hafa í dag, föstudag.
FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ
ekki gera upp a mil li,
al lir eiga skilid Baby Foot!
,
F Æ S T Í V E R S L U N U M U M L A N D A L L T
FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ
ekki gera upp a mil li,
al lir eiga skilid Baby Foot!
,
F Æ S T Í V E R S L U N U M U M L A N D A L L T
FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ
ekki gera upp a mil li,
al lir eiga skilid Baby Foot!
,
F Æ S T Í V E R S L U N U M U M L A N D A L L T
FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ
ekki gera upp a mil li,
al lir eiga skilid Baby Foot!
,
F Æ S T Í V E R S L U N U M U M L A N D A L L T
FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ
F Æ S T Í V E R S L U N U M U M L A N D A L L T
FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ
F Æ S T Í V E R S L U N U M U M L A N D A L L T