Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Side 9
Fréttir 9Helgarblað 18.–21. desember 2015
„Milljarðamæringurinn“ sem
ætlar að breyta heiminum
n Rafrettur og fæðubótarefni
Snöggur Daníel var fljótur til að auglýsa umfjöllun Ísþjóðarinnar um sig á Facebook. Hann
upplýsir að markmið hans sé að texta þáttinn á ensku.
vera heiðarleg þá hef ég svar við
þessari spurningu en ég vil helst
ekki tjá mig um málið.“
Fæðubótarefni, rafrettur og
eldhúsáhöld
Eftirgrennslan DV leiddi í ljós að
Daníel á hlut í tveimur breskum
fyrir tækjum, AZ Natural Supple
ments Limited og Liquipal Lim
ited, ásamt breskum viðskipta
félögum sínum. Ef leitað er eftir
fyrirtækjunum á Amazon má sjá að
á bak við vörumerkið AZ Natural
Supple ments eru nokkrar tegundir
af ýmiss konar fæðubótarefnum,
til dæmis Raspberry Ketones (sem
er virka efnið í rifsberjum) og
kókosolíuhylki. Á bak við Liquipal
eru rafsígarettur og ýmiss kon
ar fylgihlutir en þess má geta að
pakki frá Liquipal er söluhæstur
í tilteknum vöruflokki á Amazon.
Fyrirtækin hafa ekki skilað inn
rekstrarupplýsingum í Bretlandi og
því er ekki hægt að fullyrða hvernig
reksturinn gengur.
Óvirkt símanúmer
og ruslpóstsíða
Ef fæðubótarefnin sem AZ Natural
Supplements selur eru skoðuð nán
ar kemur ýmislegt miður traust
vekjandi í ljós. Á vörum fyrirtækis
ins er til dæmis mismunandi hvaða
heimilisfang er gefið upp, ýmist er
fyrirtækið sagt staðsett í Houston í
Bandaríkjunum eða í London.
Á vörum fyrirtækisins er gefin
upp samnefnd heimasíða en ef
hún er heimsótt þá flyst viðkom
andi yfir á rússneska ruslpóstsíðu.
Sama símanúmerið er gefið upp,
hvort sem skrifstofur fyrirtækisins
eru sagðar vera í Bandaríkjunum
eða Bretland, en númerið er óvirkt.
Sama leynd hvílir yfir fyrirtæk
inu Liquipal Limited. Á heimasíðu
fyrirtækisins eru engar upplýsingar
gefnar um hverjir standa á bak við
fyrirtækið. Eina sem gefið er upp er
eitt tölvupóstfang og heimilisfang
í London, það sama og AZ Natural
Supplements er skráð á. Ef flett er
upp lista yfir fyrirtæki sem skráð eru
á þetta heimilisfang finnst AZ Natural
Supplements Limited en Liquipal
Limited er hvergi að sjá. Ekkert síma
númer er að finna en fólki er vísað á
Facebooksíðu fyrirtækisins. Sú síða
er að mestu óvirk fyrir utan nokkra
viðskiptavini sem hafa látið í ljós
slæmra reynslu sína af fyrirtækinu.
Hörð gagnrýni á RÚV
Umfjöllun RÚV um Daníel Auðuns
son vakti hörð viðbrögð víða á sam
félagsmiðlum og töldu sumir óverj
andi að lagt væri út í dýra þáttagerð
um einstakling þar sem vafi og
dulúð virðist ríkja um viðskipta
hætti hans. Í þættinum færði Daníel
engar sönnur á meint viðskiptaveldi
sitt fyrir utan að gefa þáttarstjórn
anda færi á að ræða við tvo starfs
menn fyrirtækisins sem fóru
fögrum orðum um Íslendinginn.
Gagnrýnendur höfðu á orði að slík
umfjöllun á RÚV ýtti undir trú
verðugleika hans sem myndi nýt
ast honum til þess að markaðssetja
námskeiðin sem hann stendur fyr
ir ásamt viðskiptafélaga sínum,
Ryan Ciasson. DV hafði samband
við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur,
þáttastjórnanda Ísþjóðarinnar, en
hún sagðist ekki ætla að tjá sig um
þessa gagnrýni. Þátturinn yrði ein
faldlega að tala sínu máli.
„Dulbúnar kynningarsíður“
Stundin fór ofan í saumana á starf
seminni í apríl síðastliðnum og
kom meðal annars fram í umfjöllun
blaðsins að sé leitað að nafni Dan
íels á netinu, eða einu af hans sölu
kerfum, eFormula Evolution, blasi
við löng slóð af misjafnlega dul
búnum kynningarsíðum. Síðurnar
beri einkenni þess að vera vefsíðu
útgáfa af ruslpósti eða „spam“. Má
þar meðal annars nefna ýmsa aug
ljósa gervigagnrýni á eFormula
Evolution sem hefst á orðum eins
og „ekki kaupa“ eða „svik“ en áður
en langt er um liðið er viðkomandi
hvattur til að kaupa vöruna.
Ekki náðist í Daníel við vinnslu
fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir. n
Lóðinni skilað og
álvinnslan flutt
n Kratus keypti Al álvinnslu n Bundu vonir við áform um álver í Helguvík
F
yrrverandi eigendur Als ál
vinnslu hf. skiluðu í vikunni
lóð sem iðnfyrirtækinu var
úthlutað undir verksmiðju
í Helguvík. Álvinnslan var
seld í lok síðasta árs til eina keppi
nautarins og stendur til að flytja
starfsemina alfarið upp á Grundar
tanga. Lóðin átti að fara undir ný
byggingu álvinnslunnar og von
ir bundnar við áform Norður áls
um álver í Helguvík sem hafa ekki
gengið eftir.
„Þetta ætti ekki að koma nein
um á óvart en það ekki búið að
byggja neitt á lóðinni eða undirbúa
hana fyrir framkvæmdir en hug
myndin var sú að hún væri þarna
til staðar ef Norðurál hefði komið,“
segir Halldór Jónsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Als.
Kaupa gjall, selja ál
Reykjaneshöfn, sem á lóðirnar á
iðnaðarsvæðinu í Helguvík, sam
þykkti á þriðjudag að falla frá út
hlutun á Berghólabraut 19 til ál
vinnslunnar. Fyrirtækið, sem er
nú í eigu Kratus ehf., fékk upphaf
lega aðra lóð í Helguvík árið 2002
en hefur alla tíð rekið starfsemi
sína í húsnæði Síldarvinnslunnar
á iðnaðarsvæðinu. Þar hituðu
starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækis
ins álgjall, sem myndaðist á yfir
borði kerja í álverum Rio Tinto
Alcan í Straumsvík og Norðuráls
á Grundartanga, í sérstökum ofni
og helltu hreinsuðu álinu í mót.
Málmurinn var svo seldur álverun
um tveimur.
„Starfsemin kemur til með að
flytjast upp á Grundartanga og
framleiðsla okkar aukast samhliða
því,“ segir Matthías Matthíasson,
framkvæmdastjóri Kratus og Als
álvinnslu.
Völdu Helguvík
Kratus er í eigu Stefáns Arnars
Þórissonar, Eyþórs Arnalds, fyrr
verandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðis
flokks í Árborg, og Arthurs Garðars
Guðmundssonar. Þeir eru einnig
hluthafar í GMR Endurvinnslunni
ehf. á Grundartanga sem endur
vinnur brotamálma og þá aðal
lega stál sem fellur til við rekstur
álvera hér á landi. Aðspurður hvort
eigendur Kratus sé að horfa til
stækkunar á húsnæði fyrirtækisins
á Grundartanga svarar Matthías að
svo geti farið.
„Já, hugsanlega en það er ótengt
kaupunum á Al álvinnslu,“ segir
Matthías.
Halldór Jónsson keypti 10%
hlut í Al álvinnslu í ágúst 2012 af
Landsbankanum. Hluturinn var
áður í eigu Sparisjóðs Keflavíkur,
SpKef, en Landsbankinn tók sjóð
inn yfir í mars 2011. Um 20 hluthaf
ar voru í eigendahópi álvinnslunn
ar þangað til í fyrra og þar á meðal
Eignarhaldsfélag Suðurnesja, Ný
sköpunarsjóður atvinnulífsins og
Síldarvinnslan í Neskaupstað.
Stjórnendur Reykjanesbæjar
tóku að sér að kynna fyrirtækið
fyrir fjárfestum á svæðinu í byrjun
aldarinnar. Í frétt Morgunblaðsins
þann 12. desember 2002 sagði að
ákvörðun þeirra um að setja hlutafé
inn í það hefði, ásamt aðstöðunni í
Helguvík, verið lykilinn að fram
leiðslunni var valinn samastaður
þar. Árni Sigfús son, þá nýráðinn
bæjarstjóri Reykjanesbæjar, neitar
í fréttinni að fjölskyldutengsl hafi
átt þátt í ákvörðun forsvarsmanna
Als um að velja Helguvík. Þorsteinn
Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköp
unarmiðstöðvar Íslands og bróðir
Árna, stofnaði álvinnsluna og var í
eigendahópi fyrirtækisins. n
haraldur@dv.is
Helguvík Alur álvinnsla
rak starfsemi í húsnæði
Síldarvinnslunnar á iðnað-
arsvæðinu frá árinu 2003.
MynD SigtRygguR ARi
„Starfsemin kemur
til með að flytjast
upp á Grundartanga.
Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
gæði – þekking – þjónusta
Umhverfisvænir pokar
sem brotna niður í umhverf inu
Nánari upplýsingar á www.pmt.is
eða í síma 567 8888
• Umhverf isvænu plastpokarnir f rá PMT eru ekki maíspokar
• Þe ir eru með skaðlaust d2w íblöndunarefni
• d2w breyt ir plastpokunum að líf tíma
þe irra loknum svo að þe ir samlagist
nát túrunni á sama hát t og laufblað
Við bjóðum uppá alls kyns gerðir af
umhverfisvænum plastpokum. Íslensk plastfyrirtæki
sem vilja gerast umhverfisvænni geta jafnframt
fengið hjá okkur íblöndunarefni.
Pokar í
s töðluðum stærðum
eða
séráprentaðir