Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 18.–21. desember 201510 Fréttir
„Ég er einfaldlega fátækur“
Á
stæðan fyrir því að ég kem
hingað er sú að ég á ekki
fyrir mat,“ segir Svanur, full
orðinn maður sem blaða
maður hitti þar sem hann
gæddi sér á jógúrt með blönduð
um ávöxtum á Kaffistofu Samhjálp
ar í Guðrúnartúni í Reykjavík. Tveir
sessunautar hans tóku undir með
honum. Mennirnir eiga það sam
eiginlegt að vera öryrkjar og líkt
og raunin er hjá þúsundum öðr
um Íslendingum í sömu sporum,
þá hrekkur örorkulífeyrir þeirra
skammt.
Klukkan er tæplega hálf ellefu á
miðvikudagsmorgni þegar blaða
maður og ljósmyndari DV heim
sækja Kaffistofu Samhjálpar. Kaffi
stofan hafði opnað dyr sínar
klukkan 10 fyrir þeim sem minnst
mega sín í íslensku samfélagi. Fólki
sem á ekki fyrir mat og reiðir sig
nær alfarið á velvild góðgerðasam
taka varðandi matargjafir. Fólk sem
á ekki í önnur hús að vernda og á líf
sitt undir því að starfsemi sem þessi
haldi dyrum sínum opnum. Þegar
blaðamann og ljósmyndara bar að
garði sitja þar inni nokkrir einstak
lingar og fleiri streyma að. Ganga í
halarófu í hálkunni inn Guðrúnar
túnið í átt að portinu þar sem Kaffi
stofan stendur og tekur á móti hin
um þreyttu og svöngu. Á borðum
er veglegur morgunverður í boði
fyrir gesti. Brauð, jógúrt, kaffi, app
elsínusafi, bakkelsi og allt milli
himins og jarðar þekur veitinga
borðið. Það er ljóst að margir þarna
hafa beðið eftir því að geta fengið
sér að borða. Klukkan er að ganga
ellefu og þetta líklega fyrsta máltíð
in hjá ansi mörgum.
Felur neyðina fyrir fjölskyldunni
Blaðamaður og ljósmyndari gefa sig
á tal við starfsfólk Kaffistofunnar og
fá góðfúslegt leyfi til að verja þar smá
tíma og spjalla við fólk. Innan tíð
ar eru blaðamaður og ljósmyndari
sestir til borðs með þremur fasta
gestum. Auk Svans er þar hinn 79 ára
gamli Hálfdán Daði og maður sem
biðst undan því að koma fram und
ir nafni og mynd. Hann vill ekki aug
lýsa þá stöðu sem hann er í.
„Dóttir mín og tengdasonur vita
ekki að ég kem hingað. Eða mín fyrr
verandi og aðrir,“ segir maðurinn
sem við skulum kalla Valgeir. Hann
býr líkt og hinir í félagslegu leigu
húsnæði. Hans íbúð er í Kópavogi.
62 fermetra íbúð auk geymslu, sem
kostar hann rúmar 59 þúsund krón
ur á mánuði eftir húsaleigubætur
sem eru í kringum 22 þúsund krón
ur. Hann þarf sökum örorku sinnar
að hafa afnot af bíl sem hann greiðir
af, auk greiðslu trygginga og annarra
hefðbundinna útgjalda.
„Maður fer spart með en bæturnar
eru ekki meiri en það að það er bara
klippt á mann. Síðan á nú að koma til
9,7 prósenta hækkun 1. janúar. Hvort
það nái kannski 11 þúsund krónum
eftir skatt. Það er nú öll hækkunin
og ekkert aftur í tímann,“ segir Val
geir sem kveðst hafa tæpar 190 þús
und krónur, með lífeyrissjóði, í tekjur
á mánuði. Lítið stendur eftir að hans
sögn, þegar allt er greitt.
Hálfdán kveðst fá um 174 þúsund
krónur á mánuði. „Þá á eftir að borga
skatt. Þess vegna erum við að borða
hérna. Því við eigum ekki fyrir mat.
Það er svo einfalt.“ Hálfdán hefur
verið öryrki lengi, eða síðan hann
lenti í bílslysi við brú á Þambár
völlum á Vestfjörðum. Hann missti
stjórn á bifreið sinni í lausamöl og
ók bílnum á brúarriðið sem gekk inn
í bílinn og lenti í kvið hans og nára.
„Bíllinn hékk á brúarriðinu, og þegar
ég leit niður sá ég átta metra fall nið
ur,“ segir Hálfdán þegar hann rifjar
upp slysið. Hann komst við illan leik
út úr bílnum, og fékk aðstoð frá fólki
sem kom á slysstað.
Leigir lítið herbergi
Svanur hefur verið öryrki í rúm 15 ár
eða allt síðan hann féll aftur fyrir sig
ofan í djúpan skurð og lenti illilega á
grjóti með þeim afleiðingum að hann
slasaðist alvarlega. „Hryggjarliðirnir
fóru inn og skemmdust mikið og ég
hef átt við þetta síðan.“
Hann segir að það séu fyrst og
fremst fjárhagsástæður sem búi að
baki því að hann leiti á Kaffistofu
Samhjálpar. „Ég hef mína örorku, en
síðan leigi ég 15 fermetra herbergi
á 40 þúsund krónur á mánuði. Það
er um fjórðungur af því sem ég hef í
tekjur en ég er með um 160–170 þús
und krónur á mánuði. Ég hef síðan
afnot af bíl sem Tryggingastofnun út
vegaði mér, en það eru ýmsar skuld
ir sem þarf að borga. Þetta hrekkur
ekki langt.“
Hann kveðst koma í mat á Kaffi
stofunni af illri nauðsyn.
„Ef ég ætti að kaupa mér í matinn
í hvert skipti, fyrir hverja máltíð, þá
hefði ég ekki efni á því.“
Aðspurður kveðst hann hafa
komið á Kaffistofuna nánast upp á
dag síðan hann flutti á höfuðborgar
svæðið fyrir rúmu ári.
Ekkert blússandi góðæri hér
Á þessum tímapunkti hefur fjölgað
talsvert í hópi gesta á Kaffistofunni og
þykir blaðamanni margt um mann
inn. Fastagestirnir fullyrða þó að
þetta sé rólegur morgun og fáir þarna
þennan daginn. Einn starfsmaðurinn
n Ekkert „blússandi góðæri“ í „félagsmiðstöð fátæka mannsins“ n DV ræddi við nokkra fastagesti Kaffistofu Samhjálpar
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
„Dóttir mín og
tengdasonur vita
ekki að ég kem hingað.
Eða mín fyrrverandi og
aðrir.
Hér er gott að vera Svanur
og Hálfdán segja ástæðuna
fyrir því að þeir komi til að
borða á Kaffistofu Samhjálpar
einfalda. Þeir eiga ekki fyrir
mat. Örorkubæturnar dugi
ansi skammt til að lifa af
mánuðinn. Mynd Sigtryggur Ari
Láttu þér ekki vera kalt
Sími 555 3100 www.donna.is
hitarar og ofanar
Olíufylltir ofnar 7 og 9
þilja 1500W og 2000 W
Keramik hitarar
með hringdreifingu
á hita
Hitablásarar
í úrvali
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf