Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Síða 18
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
18 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Helgarblað 18.–21. desember 2015
Ég hef hatað jólin
síðan þetta byrjaði
Ég á nóg eftirÉg ætlaði alltaf að verða
listamaður
Fólkið sem gat ekki
Jenný Björk Jensdóttir getur ekki haldið gleðileg jól vegna bræðra í neyslu. – DV Jakob Jakobsson veitingamaður átti aðra drauma þegar hann var ungur. – DV Katrín Ómarsdóttir knattspyrnukona stendur á krossgötum. – DV
Á
rið er 2013. Raunveruleg vinna
við áætlun um losun fjár
magnshafta er ekki hafin og alls
óvíst er hvernig muni takast að
koma fram með lausn gagnvart inn
lendum eignum gömlu bankanna
sem gætu að óbreyttu sett hagkerfið á
hliðina ef þær yrðu greiddar út til er
lendra kröfuhafa. Óskuldsettur gjald
eyrisforði Seðlabankans er neikvæður
sem nemur um hundrað milljörðum
króna þrátt fyrir að hrein gjaldeyris
sköpun þjóðarbúsins hafi verið hátt
í 400 milljarðar frá árinu 2009. Frekar
en að sá gjaldeyrir hafi verið nýttur til
að styrkja forða Seðlabankans, eins
og vonir og væntingar voru um sam
kvæmt efnahagsáætlun Alþjóðagjald
eyrissjóðsins, hefur hann runnið til
erlendra aðila, að stærstum hluta
kröfuhafa Landsbankans.
Förum tvö ár fram í tímann.
Gríðarlegt innflæði gjaldeyris, sem
stafar að mestu vegna uppgangs í
ferðaþjónustu, hefur loksins gert
Seðlabankanum kleift að sópa til sín
gjaldeyri að fjárhæð um 300 milljarðar
á síðustu tveimur árum. Óskuldsettur
gjaldeyrisforði bankans er því orðinn
um 200 milljarðar og þrátt fyrir þessi
stórfelldu gjaldeyriskaup hefur gengi
krónunnar engu að síður verið að
styrkjast. Í stað þess að gengið sé á
gjaldeyrisforðann samtímis skulda
skilum föllnu bankanna þá mun hann
þvert á móti stækka um 40 milljarða
í tengslum við stöðug leikaskilyrði
sem slitabúin hafa gengist undir. Er
lend skuldastaða þjóðarbúsins er
jafnframt orðin ein sú hagfelldasta
í Evrópu. Erfitt er því að ímynda sér
betri aðstæður – núna þegar fyrir ligg
ur að búið er að eyða öllum greiðslu
jafnaðarvanda vegna slita búanna
sem hafa framselt eignir upp á 400
milljarða til stjórnvalda fyrir ekki neitt
– að lyfta höftum af íslenskum heimil
um og fyrirtækjum.
Þessi umfangsmikla gjaldeyris
söfnun Seðlabankans undanfarin
misseri fór vitaskuld ekki framhjá
kröfuhöfum gömlu bankanna sem
töldu að vandinn sem stafaði af slita
búunum væri smám saman að leysast
– með öðrum orðum að ekkert rétt
lætti lengur að þeir þyrftu að gefa eftir
nánast allar krónueignir sínar. Sök
um bættrar stöðu þjóðarbúsins væri
hægt að losa þær út að stórum hluta
í gegnum gjaldeyrisforða Seðlabank
ans og mikinn viðskiptaafgang Ís
lands. Þau „tilboð“ sem kröfuhafar og
fulltrúar þeirra komu áleiðis til stjórn
valda á fyrri hluta ársins endurspegl
uðu þá afstöðu. Sem betur fer var ekki
fallist á þau – slíkt hefði þýtt umtals
vert lakari niðurstöðu fyrir þjóðar
búið – enda þótt sumir háttsettir
embættismenn hafi stundum verið
reiðubúnir að kasta frá sér samnings
stöðunni og samþykkja slík „gylli
boð“. Þar skipti lykilmáli að staðið
var við þau meginviðmið sem lágu
að baki stöðugleikaskilyrðunum og
stöðugleikaskattinum í stað þess að
reiða sig á greiðslujafnaðargreiningu
Seðlabankans sem er ávallt háð um
talsverðri óvissu.
Stundum eru mál einfaldlega
þannig vaxin að ætla mætti að niður
staðan sé með slíkum ólíkindum
fyrir þjóðarbúið að um hana ætti að
geta náðst nánast órofa samstaða.
Svo hefur þó af einhverjum ástæðum
ekki verið í þessu tilfelli – og ýmsir
stigið fram og gagnrýnt niðurstöðuna
í uppgjöri slitabúanna byggt á mál
flutningi sem stenst ekki nokkra ein
ustu skoðun. Þannig hafa þeir stjórn
málamenn sem höfðu sjálfir hvorki
kjark né getu til að að leysa málið
gengið hvað lengst í að halda því
núna fram að verið sé að veita kröfu
höfum „afslátt“ þegar raunveruleik
inn er sá að þeir gefa eftir eignir upp
á mörg hundruð milljarða til að kom
ast undan höftum. Sama fólk hafði
hins vegar engar áhyggjur af neinum
afsláttum þegar leið þeirra einskorð
aðist við það eitt að fara bónleiðina
til Evrópska seðlabankans og slá þar
risalán í evrum til að hleypa krónu
eignum erlendra kröfuhafa úr landi.
Bullið er stundum yfirgengilegt. n
Rauð spjöld á Alþingi?
Þingfundir síðustu daga hafa
verið með slíkum ósköpum að
reyndustu þjóðmálaspekingar
hafa haft á orði að þeir hafi
beinlínis fundið fyrir líkamleg
um óþægindum við að fylgjast
með þeim. Ásakanir um svikna
samninga, brigsl um ölvun í
þingsal, kvartanir vegna bjöllu
sláttar forseta, allt þetta hefur
flogið í þingsal. Einhverjir hafa á
orði að hér gæti komið að gagni
kerfi gulra og rauðra spjalda,
líkt og tíðkast í knattspyrnu. Þeir
hinir sömu gera að tillögu sinni
að í þingsköp verði teknar upp
reglur sem tíðkast meðal annars
á breska þinginu og felast í því
að forseti þings geti vísað þing
mönnum sem ekki kunna að
haga sér úr þingsal.
„Made in China“
Á Facebook segir frá því að Óli
ver Tumi Auðunsson, dóttursonur
Guðna Ágústssonar, hafi farið
með tíu ára jafnöldrum sínum
á Þjóðminjasafnið og þar var
krökkunum boðið að máta bún
inga frá því í fornöld. Þau fóru í
búninga og máttu spyrja safn
vörðinn spurninga. Óliver Tumi
rétti upp hönd og spurði: „Ég er
kominn í skikkju frá sturlunga
öldinni, segðu mér af hverju er
hún merkt í hálsmálið með Made
in China?“
Hrannar lítur til
Bessastaða
Þeim fjölgar óðum sem lýsa yfir
áhuga á því að flytja til Bessa
staða. Hrannar Pétursson er þar
nýjasta nafnið en áður hafa Stef
án Jón Hafstein, Þorgrímur Þráins
son og Halla Tómasdóttir gefið
greinilega til kynna að þeim
hugnist vel að verða forseti. Ýmsir
hafa haft á orði að enginn geti
unnið Ólaf Ragnar ákveði hann að
bjóða sig fram eitt kjörtímabil í
viðbót. Enginn þeirra sem þegar
hafa lýst yfir áhuga á forsetafram
boði er talinn líklegur til sérstakra
afreka. Staða Ólafs Ragnars er því
enn gríðarlega sterk.
Fjármálaráðherra opnar sig
Þ
að var sérkennilegt and
rúmsloft á Alþingi í vikunni,
bæði utandyra og innan
dyra og ekki síst þegar þetta
tvennt var skoðað heildstætt,
í einni sviðsmynd eins og í tísku er
að tala þessa dagana. Innandyra fór
fram umræða um fjárlög sem stjórn
armeirihlutanum þótti dragast um
of á langinn. Skýringin var tvíþætt:
Stjórnar andstöðu var neitað um
breyttar áherslur í fjárlagafrumvarp
inu, einkum varðandi tvennt, fjársvelti
opinberrar heilbrigðisþjónustu og
síðan varðandi rýran hlut öryrkja og
aldraðra. Aðrir þættir komu einnig við
sögu, og ber þar hátt aðför ríkisstjórn
arinnar að Ríkisútvarpinu.
Þá vilja allir verða öryrkjar!
Á meðan þessu fór fram innandyra,
efndu öryrkjar til mótmæla utandyra.
Út til þeirra barst ómurinn af orðræðu
þingsalarins: Öryrkjar mættu ekki
undir neinum kringumstæðum kom
ast með tærnar þar sem fólk á vinnu
markaði hefði hælana, þá skapaðist
sú hætta að allir vildu verða öryrkjar!
Fólki sem er bundið við hjólastól eða
háð einhvers konar fötlun, var ekki
skemmt. Ungum karlmönnum sem
hrekjast af vinnumarkaði og lenda
í þunglyndi fjölgar í röðum öryrkja,
var þrumað úr ræðustól, þeir þurfa að
komast í vinnu sem gefur meira af sér
en örorkubætur.
Vinnumarkaðurinn
horfi inn á við
Allt er þetta gamalkunnugt og nálgun
in alltaf jafn röng. Það gleymist nefni
lega nú sem stundum fyrr að spyrja
hvers vegna fólk hrekst af vinnumark
aði og hvers vegna þunglyndi heltek
ur það. Gæti það verið vegna þess að
vinnumarkaðurinn er grimmúðlegri
en hann var fyrr á tíð – og horfi ég þar
nokkuð langt aftur í tímann. Því sam
fara markaðsvæðingu hugarfarsins
undir aldarlok og fram á þennan dag
hefur það orðið reglan fremur en
undantekningin að spara og skera við
nögl í lægri hluta launapíramídans og
ef einhvers staðar í hópi starfsmanna
er að finna veikleika þá er viðkom
andi bolað út. Síðan vill það stundum
gleymast að fólk verður öryrkjar vegna
þess að það lendir í slysum eða líkam
inn gefur sig af öðrum ástæðum.
Vilja greiða götu braskara að
heilbrigðisþjónustunni
Við öllu þessu eru til ráð. Við búum
við góða stoð og endurhæfingu inn
an heilbrigðiskerfisins. Það hefur hins
vegar átt í vök að verjast hin síðari ár
og þarf þar að snúa vörn í sókn, efla
þarf endurhæfinguna og víkka hana
út. Grensásdeild og Reykjalundur
hafa þannig sætt niðurskurði og sama
gildir um heilsugæsluna. Framlagið
til heilbrigðisþjónustu var sem áður
segir mjög til umræðu í tengslum
við fjárlögin og þá einnig tilraunir til
að einkavæða hana sem er sérstakt
áhugamál núverandi ríkisstjórnar en
Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum
sætt færis að koma fjármálabröskur
um þarna að borði.
Verktaka til að veikja
kjör og réttarstöðu
Mikilvægt er að aðilar vinnumark
aðar beini sjónum sínum inn á við á
fyrirbyggjandi hátt: Virki samstöðuna
gegn undirverktöku sem vegur að
kjörum og réttindum – þar heyrast
vissulega góðir tónar frá mörg
um verkalýðsfélögum – og gegn
einkavæðingu og harðræði peninga
hyggjunnar. Þar liggur undirrótin að
því að fólk er hrakið af vinnumark
aði og út í svartnætti þunglyndis og
óhamingju. Vandinn er ekki sá að eft
irsóknarvert þyki að vera án vinnu og
niðri við gólflistann í kjörum hvort
sem er á örorkubótum eða lægstu
töxtum. Eflaust eru til einhverjir
einstaklingar sem eru þannig þenkj
andi að þeim þyki eftirsóknarvert að
vera án atvinnu ef þeim er gert gerlegt
að draga fram lífið með öðrum hætti.
Ég held hins vegar að sú formúla eigi
fremur við um gullgreifa þessa heims,
sem hafa viðurværi af því að sjá sjóði
sína gildna og vaxa í sjálfvirkum gull
gerðarvélum en um hina sem engar
slíkar vélar hafa til ráðstöfunar en vilja
engu að síður lífa góðu lífi í starfi sem
veitir lífsfyllingu og með tekjur sem
veita aðgang að ýmsu áhugaverðu í
lífinu.
Öryrkjar vilja gott líf
Í slíkum heimi vilja öryrkjar einnig
búa. Þeir benda réttilega á að fötlun
þeirra sé iðulega ekki aðeins þung
byrði að bera sálarlega heldur sé hún
einnig kostnaðarsöm. Þess vegna
mætti færa fyrir því rök að fötluðum
manni þurfi að tryggja umframkjör á
við þann sem er fullhraustur. Öryrkjar
sætta sig ekki við það að skrimta. Að
sjálfsögðu vilja þeir lífsfyllingu eins
og allir aðrir á nákvæmlega sama
hátt, ferðast, fara í bíó og leikhús, geta
keypt blöð og tímarit, eignast bíl, gef
ið gjafir og svo framvegis. Lífið snýst
um meira en að geta eldað sér hafra
graut.
Efnahagslífið á uppleið
Allt þetta og margt fleira hygg ég að
hafi verið til umræðu í kalsaveðrinu
á Austurvelli í vikunni. Í þinghúsinu
var ekki bara rætt um framangreinda
þætti heldur einnig hitt, hvernig efna
hagslífið hefði tekið við sér að nýju eftir
samdrátt eftirhrunsáranna. Stjórnar
meirihlutinn var sæll og sáttur enda
fengið klapp á kollinn frá baklandi
sínu, stórútgerðinni sem fengið hef
ur niðurfellingu á sköttum og skyld
um sem nema milljörðum og hátekju
fólkinu sem fengið hefur niðurfellingu
á auðlegðarskattinum. Svo er meira í
vændum: Að eignast bankana að
nýju, komast yfir arðinn af ÁTVR og
síðast en ekki síst, að fá að græða á
heilbrigðisþjónustu landsmanna.
Svo sæll hvíldi stjórnarmeirihlutinn
í faðmi auðlegðarÍslands, að hann
kunni ekki alveg á sviðsmyndina við
Austurvöll í vikunni þar sem mætt var
reitt fólk og óánægt.
Hvers vegna er fólk að kvarta?
Það var á þessum punkti sem Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra
opnaði sig í míkrófón Alþingis. Hann
var ósáttur við hve langan tíma
umræðan hafði tekið og það sem
meira var, hann botnaði ekkert í því
hverju óánægjan sætti. Hvers vegna
verið væri að karpa og rífast. „Hér er
allt á uppleið,“ sagði Bjarni Benedikts
son, fjármálaráðherra og formaður
Sjálfstæðis flokksins. Hvers vegna
eyða tíma í „rifrildi um það að við
eigum að skipta einhvern veginn öðru
vísi?“ Það er von að spurt sé. n
„Öryrkjar sætta sig
ekki við það að
skrimta. Að sjálfsögðu
vilja þeir lífsfyllingu eins
og allir aðrir á nákvæm-
lega sama hátt.
Ögmundur Jónasson
þingmaður Vinstri grænna
Kjallari
Mynd SiGTRyGGuR ARi
Leiðari
Hörður Ægisson
hordur@dv.is