Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Side 22
Helgarblað 18–21. desember 20152 Hátíðarmatur - Kynningarblað Kjötið frá Stjörnugrís skorar hátt í bragðkönnunum Hamborgarhryggurinn vinsæll á jólaborðum landsmanna H amborgarhryggur frá Stjörnugrís er ómissandi á jólaborði margra enda eru kjötvörur fyrirtækis- ins rómaðar fyrir gæði og frábært bragð. Í bragðkönnun DV fyrir skömmu átti Stjörnugrís tvo af fjórum bestu hryggjunum. Þennan árangur þakkar fyrirtækið sínum frábæru fagmönnum og nýjustu og fullkomnustu reykofnum sem völ er á. Stjörnugrís býður einungis upp á ferskt íslenskt svínakjöt, beint frá bónda, og kappkostar að bjóða afurð sem stenst ýtrustu kröfur neytenda og er framleidd á Íslandi. Sagan Stjörnugrís er að grunni til fjöl- skyldufyrirtæki en upphafið að svínabúskap fjölskyldunnar má rekja aftur til ársins 1935 þegar fyrstu gylturnar voru keyptar. Þær voru fjórar að tölu en eru 1.500 í dag þegar þriðja kynslóðin er tekin við rekstrinum. Þessi búskapur var upphaflega í Eskihlíð við Miklatorg (þar sem nú er Konukot) í rúm 25 ár en þá var búið flutt að Lundi í Kópavogi. Svo liðu 30 ár og enn var búið flutt um set og nú að Vallá á Kjalarnesi. Stjörnugrís rekur einnig svínabú í Saltvík á Kjalarnesi, Melum í Mela- sveit, Sléttabóli á Skeiðum og að Bjarnarstöðum í Grímsnesi. Fullkomið sláturhús er nú í Saltvík og nýjasta viðbótin er kjöt- vinnsla, sem nýlega tók til starfa í byrjun þessa árs í nýju 2.500 fer- metra húsnæði. Þetta þýðir að kjötið er eins ferskt og framast má vera beint í vinnslu og þaðan í dreifingu. Sem sagt beint frá bónda. Hreinleiki Óhætt er að segja að neytendur hafi tekið vel á móti framleiðslu- vörum frá Stjörnugrís enda vel til vandað, frábært ferskt hráefni, fullkomnustu vélar sem völ er á og síðast en ekki síst góðir fagmenn og starfsfólk, sem er einstaklega áhugasamt um að gera vel. Skinka og beikon Vinnsla á áleggskinku, beikoni og fleiri kjötvörum af því tagi er til- tölulega nýlega hafin hjá Stjörnu- grís. Skinkan hefur 98% kjötinni- hald og inniheldur engin aukaefni. Hefur hún fengið afbragðsgóðar móttökur hjá almenningi og það sama má segja um hrápylsur, pepperóní og salamí. Síðast en ekki síst er beikonið frá Stjörnugrís afar vinsælt. Neytendur geta alltaf gengið að því vísu að kjötið frá Stjörnugrís er íslenskt. n Mynd Heida HB Myndir Sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.