Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Side 25
Helgarblað 18–21. desember 2015 Kynningarblað - Hátíðarmatur 5 Sælkerabúðin Bitruhálsi er með glæsilegt úrval fyrir jólin E in stærsta ostabúð landsins er Sælkerabúðin Bitruhálsi. Jón Óskar Karlsson, rekstrar­ stjóri Sælkerabúðarinnar, nefnir að þetta sé tiltölulega nýleg verslun í húsnæðinu þar sem Ostabúðin Bitruhálsi var áður stað­ sett. „Við stækkuðum búðina tölu­ vert í fyrra og bjóðum nú einnig upp á kjötvörur á góðu verði,“ segir Jón Óskar. Mikið úrval fyrir jólin Áherslurnar fyrir jólin eru margs konar: „Við bjóðum upp á glæsilegt úrval af ostum, íslenskum sem er­ lendum, á góðu verði. Hjá okkur fást einnig ostar sem alla jafna eru ekki í boði á Íslandi,“ segir Jón. Hann segir þau einnig bjóða upp á íslenskan lax, gott úrval af súkkulaði og konfekti svo dæmi séu nefnd. „Við flytjum inn spænska hrá­ skinku, chorizo­pylsur og salami sem er mjög vinsæl vara hjá okk­ ur. Auk þess erum við með villi­ bráð á borð við hreindýr, reyktar og grafnar gæsabringur, innflutt dádýr og pate. Þar af leiðandi er úr nægu að velja hjá okkur. Við erum með hefð­ bundinn jólamat eins og jólaskinku, hamborgarhrygg, Bayonne­ skinku og hangikjöt,“ og nefnir hann þar sérstaklega kalkúnabringurnar í salvíusmjörinu sem hafa notið mik­ illa vinsælda undanfarin ár. Ekki má gleyma kryddinu, olíunum, kaffinu og öllu hinu gúmmilaðinu sem við erum með,“ segir Jón. Gjafabréf og gjafakörfur Jón Óskar segir Sælkerabúðina bjóða upp á gjafakörfur af öllum stærðum og gerðum, sem kosta frá 3.000 kr. og upp úr. „Þetta er gríðarlega vinsæl vara og seljum við mörg þúsund sælkera­ körfur á hverju ári, sérstaklega á að­ ventunni. Körfurnar henta vel til gjafa við öll tækifæri og eiga vel við, sama hvert tilefnið er hverju sinni, en þær eru bæði í sellófan­pökkuð­ um bastkörfum og svo í snyrtilegum gjafaöskjum,“ segir Jón. „Viðskipta­ vinir okkar geta líka keypt gjafabréf ef þeir kjósa svo. Það er mikið lagt í gjafabréfin og er hönnun þeirra mjög glæsileg,“ segir Jón Óskar. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.