Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Page 28
8 Hátíðarmatur - Kynningarblað Helgarblað 18–21. desember 2015
Hefðbundinn og framandi
jólamatur í sömu ferð
Nettó: Allt frá tvíreyktu hangikjöti til dádýralunda
J
ólasalan hér er gríðarleg og
hún er alltaf að aukast,“ seg-
ir Geir Magnússon, verslunar-
stjóri hjá Nettó á Grandanum.
Geysilega fjölbreytt úrval er að
finna af hágæða jólamat í verslun-
um Nettó og margir viðskiptavinir
sameina þar hið hefðbundnasta í ís-
lenskum jólamat og framandi krás-
ir þar sem það síðarnefnda fær oft
að njóta sín í jólaboðunum á meðan
hryggurinn og hangikjötið eru gjarn-
an á borðum á aðfangadagskvöld.
Við erum með mat frá helstu birgj-
um landsins og það er feikilega mik-
il sala hjá okkur í hamborgarhrygg
og hangikjöti, en tvíreykt hangilæri
er mjög vinsælt núna,“ segir Geir. En
margs konar innfluttur hátíðarmatur
hefur líka slegið í gegn í verslunum
Nettó fyrir þessi jól:
„Við erum til dæmis með
kengúru-fillet, dádýra-fillet, nauta-
lundir og hreindýralundir frá Nýja-
Sjálandi. Síðan erum við til dæmis
með gæsir og andabringur. Að mínu
mati skarar Nettó fram úr öðrum
lágvöruverðsverslunum hvað úrval
snertir. Við erum auk þess með mjög
gott verð á jólamatnum,“ segir Geir
enn fremur.
Í eftirréttum nýta viðskiptavin-
ir Nettó sér margir mikið úrval af ís í
verslununum en einnig hefur danski
eftirrétturinn Risalamande slegið í
gegn, en það er hrísgrjónabúðingur
með þeyttum rjóma og vanillu.
Nettó-verslanirnar vítt og breitt
um landið eru opnar til kl. 22 fram
að jólum en tvær þeirra eru auk þess
með sólarhringsopnun, en það eru
Nettó á Grandanum og í Mjódd. n