Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2015, Side 39
Menning 31Helgarblað 18.–21. desember 2015
Í námunda við dauðann
A
lina Margolis-Edelman
fæddist í Póllandi og var
barn þegar seinni heims-
styrjöldin skall á. Þar sem
hún var gyðingur var hún
færð ásamt hundruðum þúsunda
annarra í gettóið í Varsjá. Bókin Uns
yfir lýkur fjallar um þessa reynslu
hennar og kom fyrst út árið 1994.
Bókin er skrifuð í látlausum stíl og
skiptist í fremur stutta kafla þar sem
Alina bregður upp áhrifamiklum
svipmyndum úr æsku sinni. Faðir
Alinu var tekinn til fanga af Þjóðverj-
um. Hún sá föður sinn í síðasta sinn
þegar hún fékk leyfi til að heimsækja
hann. Hann lifði í von um að sér yrði
sleppt og spurði hvort ekki væri verið
að vinna að því að bjarga sér. Dóttir
hans svipti hann allri von þegar hún
sagði: „En það er ekkert hægt að
gera.“ Hún sá föður sinn aldrei aftur.
Frásögninni lýkur á þessum orðum
Alinu: „Og það sem eftir var ævinnar
sat ég uppi með orðin: „En það er
ekkert hægt að gera.“
Alina lýsir aðstæðum fólks sem
býr við hörmungar stríðsins í skítugu
gettói þar sem ekki var neitt til neins
og fólk hrundi niður. Frásögn af
ungum manni sem sendir vikulega
stúlkunni sem hann elskar dýrlegan
blómvönd er ljósgeisli í myrkri frá-
sögn. En að lokum fer sú saga ekki
vel, því miður. Enn er dapurlegri er
frásögnin af Fredziu, tólf ára gam-
alli hjúkrunarkonu í gettóinu, sem
faldi sig ekki þegar þörf var á. Ung
hetja sem Alina reisir minnisvarða
í bók sinni. Önnur stúlka birtist les-
andanum ljóslifandi en það er Klara
sem Alina segir vera ljótasta barn
sem hún hafi séð. Klara var öðruvísi
en hin börnin og alltaf með bók við
hönd. Lýsingin á því þegar hún sér
Klöru í síðasta sinn er átakanleg en
þar heldur Klara fast um ódauðlegt
skáldverk.
Það sem gerir bókina svo áhrifa-
mikla eru hinar minnisstæðu
lýsingar á manneskjum sem lifa í
námunda við dauðann. Þeir heppnu
hafa sigur, hinir lúta í lægra haldi,
yfir leitt á afar dapurlegan hátt.
Jafn góð og bókin er þá má að því
finna að Alina lýkur ekki alltaf öllum
sögum sem hún segir og frásögnin
hefði á köflum mátt vera mun ítar-
legri. Það breytir þó engu um það
að bók hennar er afar áhrifamikil og
verulega minnisstæð.
Markus Meckl skrifar inngang
að verkinu og gerir grein fyrir þeirri
merkilegu manneskju sem Alina
Margolis-Edilman var. n
Uns yfir lýkur
Höfundur: Alina Margolis-Edelman
Þýðandi: Jón Bjarni Atlason
Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag
216 blaðsíður
Bækur
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Georg og magnaða
mixtúran
Höfundur: Roald Dahl
Þýðandi: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir
Útgefandi: Bókaútgáfan Kver
106 blaðsíður
Bækur
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Eftirlýstur
Höfundur: William Browder
Útgefandi: Bókafélagið
358 blaðsíður
Bækur
Jón Steinar Gunnlaugsson
skrifar
„Það sem gerir
bókina svo
áhrifamikla eru hinar
minnis stæðu lýsingar á
manneskjum sem lifa í
námunda við dauðann.
Barist fyrir hugsjónum
B
ókin Eftirlýstur, er eftir
Bandaríkjamanninn
William Browder. Þar er
sögð afar merkileg saga af
fjárfestingastarfsemi höf-
undarins í Rússlandi fyrir og fyrst
eftir síðustu aldamót, allt þar til
honum útvísað frá landinu á ár-
inu 2005. Hann átti þar fé í fjár-
festingarsjóðum sem var afrakstur
af vel heppnaðri fjárfestingarstarf-
semi árin á undan. Nú var hann
fallinn í ónáð hjá Pútín forseta og
því úthýst úr landinu. Browder
lánaðist að koma fjármunum sín-
um og nánustu samstarfsmönnum
úr landi.
Þegar hann gerði sjóði sína upp
fyrir brottflutning þeirra leiddi það
til greiðslu skatta í ríkissjóð Rúss-
lands samtals um 230 milljónir
dollara. Lögfræðingurinn Sergei
Magnitskí, 35 ára gamall, sem
unnið hafði fyrir Browder í Rúss-
landi, komst að því að rússnesk-
ir embættismenn höfðu náð að
falsa kröfu í nafni fyrirtækisins um
endurgreiðslu fyrrgreindra skatta
úr ríkissjóði og fengu þá greidda
um hæl.
Sergei kærði þetta athæfi til
rússneskra yfirvalda og gaf sak-
fellandi vitnisburð um athæfi
þessara afbrotamanna. Við því
var brugðist með því að handtaka
Sergei í nóvember 2008 og halda
honum föngnum við þröngan
kost í rússneskum fangelsum. Til-
gangurinn var að fá hann til að
falla frá framburði sínum um af-
brot hinna rússnesku embættis-
manna. Báru þær tilraunir engan
árangur þó að níðst væri á Sergei
í fangelsisvistinni, hann pyntað-
ur og honum neitað um alla lækn-
ishjálp. Fór svo að hann andaðist
fársjúkur innan múranna 16. nóv-
ember 2009.
Frá þessum tíma hefur Bill
Browder helgað líf sitt baráttunni
fyrir því að draga morðingja Serge-
is til ábyrgðar fyrir ódæðið. Hef-
ur bandaríska þingið fyrir hans
tilverknað sett lög, „The Magnit-
sky Act“, sem kváðu á um að nafn-
greindir rússneskir þátttakendur
í ódæðinu fengju ekki að koma til
Bandaríkjanna og heldur ekki að
höndla þar með fé sitt. Browder
vinnur nú að því að fá sambæri-
legar lagareglur lögfestar í Vestur-
Evrópu.
Bók Browders segir frá þessum
atburðum úr samtímanum. Hún
hefur að geyma dramatíska frá-
sögn sem jafnast á við bestu
spennusögur. Bók sína helgar
Browder minningunni um hinn
hugrakka lögfræðing sem frem-
ur vildi láta lífið en að lúta vilja
spilltra ódæðismanna.
Allir sem kveðast hafa áhuga
á baráttu manna fyrir réttlæti og
hugsjónum gegn misbeitingu rík-
isvalds ættu að lesa þessa bók.
Hún er kannski helst til þess fallin
að kenna okkur hversu gjöfult það
getur orðið fyrir lífsandann að vera
fús til að standa við og berjast fyrir
hugsjónum um réttlæti og heiðar-
leika. n
„Allir sem kveðast
hafa áhuga á
baráttu manna fyrir rétt-
læti og hugsjónum gegn
misbeitingu ríkisvalds
ættu að lesa þessa bók.
Andstyggileg
amma
Það er ætíð gleðilegt að fá bók
eftir Roald Dahl í íslenskri þýð-
ingu. Georg og magnaða mixtúr-
an er hressi-
leg bók og að
ýmsu leyti
dæmigerð
fyrir höfund-
inn, en eins
og í mörg-
um bóka
hans eru þar
átök milli
barns og
fullorðinn-
ar mann-
eskju. Georg er átta ára og býr
með foreldrum sínum og ömmu
á bóndabæ. Amman er hrein
andstyggð sem gerir barnabarni
sínu lífið leitt. Georg ákveður að
búa til töframixtúru til að lækna
ömmuna en afleiðingarnar eru
ekki eins og hann bjóst við.
Amma bókarinnar er sannar-
lega ekki sú skilningsríka og vitra
amma sem rithöfundar og lesend-
ur halda jafnan upp á. Þessi amma
minnir mest á norn og innrætið
er eftir því. Georg litli er einn og
óvaldaður í baráttu við andstyggi-
lega og illa innrætta manneskju.
Uppskriftin að töframixtúr-
unni er heillandi og ógnvekjandi
í senn og eftirleikurinn ævintýra-
legur. Endalokin koma á óvart og
viðbrögð persóna bókarinnar við
örlögum ömmunnar eru bæði
óvænt og fyndin.
Bókin einkennist af frásagnar-
gleði og hæfileika höfundar til að
skapa sannfærandi og ógnvekj-
andi umhverfi þar sem alls kyns
furðulegir hlutir gerast. Kald-
hæðnislegur húmor gerir að verk-
um að fullorðnir ættu engu síður
en börn að geta notið lestursins.
Það er ekki hægt að fá nóg af Roald
Dahl. Og teikningar Quentin Blake
eru bráðskemmtilegar.
Kveikt í ferða-
draumum
Fræðslubækurnar hjá Sögum
eru helst ætlaðar börnum og
unglingum, en fullorðnir geta haft
gaman af að
fletta þeim líka.
Þetta á ekki síst
við um bókina
um Undur ver-
aldar. Undrin eru
flest fyrirsjáan-
leg, allt frá Kína-
múrnum og yfir
í Eiffelturninn, en önnur koma á
óvart, svo sem virkið í Alhambra
og hæsti turn heims í Dúbaí. Stutt-
lega er sagt frá sögu hvers þeirra og
skemmtilegum fróðleiksmolum um
persónur, þjóðsögur eða bíómyndir
skellt með. Þeim klukkutíma sem
fer í lestur bókarinnar er ágætlega
varið á meðan maður veltir fyrir sér
því sem maður á eftir að sjá.
30 Undur Veraldar
Höfundur: Helgi Hrafn Guðmundsson
Útgefandi: Sögur
63 blaðsíður
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Bækur
F
élag starfsfólks bóka-
verslana veitti sín árlegu bók-
menntaverðlaun í Kiljunni á
miðviku dag. Verðlaunin hafa
verið veitt frá árinu 2000.
Eftirfarandi bækur lentu í efstu
sætunum. n
Íslenskar barnabækur:
1-2 Koparborgin - Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
1-2 Mamma klikk - Gunnar Helgason
3 Þín eigin goðsaga - Ævar Þór Benediktsson
Þýddar barnabækur:
1 Strákurinn í kjólnum - David Walliams
2 Mómó - Michael Ende
3 Grimmi tannlæknirinn - David Walliams
Íslenskar ungmennabækur:
1 Skuggasaga: Arftakinn - Ragnheiður Eyjólfsdóttir
2 Vetrarfrí - Hildur Knútsdóttir
3 Drauga-Dísa - Gunnar Theodór Eggertsson
Þýddar ungmennabækur:
1 Þegar þú vaknar - Franziska Moll
2 Violet og Finch - Jennifer Niven
3 Hvít sem mjöll - Salla Simukka
Handbækur/fræðibækur:
1 Stríðsárin 1938–1945 - Páll Baldvin Baldvinsson
2 Þær ruddu brautina - Kolbrún S. Ingólfsdóttir
3 Gleðilegt uppeldi - Góðir foreldrar - Margrét Pála
Ólafsdóttir
Besta ævisagan:
1 Munaðarleysinginn - Sigmundur Ernir Rúnarsson
2-3 Nína - Hrafnhildur Schram
2-3 Svo tjöllum við okkur í rallið - Guðmundur Andri
Thorsson
Besta ljóðabókin:
1 Frelsi - Linda Vilhjálmsdóttir
2 Stormviðvörun - Kristín Svava Tómasdóttir
3-4 Gráspörvar og ígulker - Sjón
3-4 Öskraðu gat á myrkrið - Bubbi Morthens
Besta þýdda skáldsagan:
1 Spámennirnir í Botnleysu-firði - Kim Leine
2 Grimmsævintýri: fyrir unga og gamla - Philip Pullman
3 Flugnagildran - Fredrik Sjöberg
Besta íslenska skáldsagan:
1 Stóri skjálfti - Auður Jónsdóttir
2 Dimma - Ragnar Jónasson
3 Sogið - Yrsa Sigurðardóttir
Bóksalar velja bestu bækurnar
Auður Jónsdóttir á bestu íslensku skáldsöguna að mati starfsfólks bókaverslana
Verðlaunuð
Stóri skjálfti eftir
Auði Jónsdóttur
var valin besta
íslenska skáldsagan
í ár af starfsfólki
bókaverslana.
Mynd SiGtryGGur Ari