Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 2
Helgarblað 8.–11. maí 20152 Fréttir Lífrænt Valið besta heilsuefnið Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni, Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup. www.thebeautyshortlist.com Best Health Supplement - Overall Wellbeing Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt, fegrar og frískar húðina Bætir meltingu, gerir líkamann basískan, kemur á réttu pH gildi Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku, einbeitingu og vellíðan Spirulina, Chlorella & Barleygrass Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru, eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu. Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks upptaka og nýting á næringarefnum. 120 hylki. É g fór þangað í fyrsta skipti í janúar og var í þrjár vikur í fríi. Það gaf mér mjög mikið og ég heillaðist af Borongan,“ segir Ingvar Jónsson, verslun- arstjóri 66°Norður í Faxafeni. Hann undirbýr um þessar mundir happ- drætti og sölu happdrættismiða en ágóðinn af sölu þeirra verður notað- ur til að koma upp íþróttaaðstöðu; badminton- , tennis- og sparkvelli auk skólahreystibrautar fyrir börn, í borginni Borongan á Samar-eyju á Filippseyjum. Einnig er í bígerð að byggja innanhúsaðstöðu þegar fram líða stundir. Ekkert skipulagt íþróttasvæði Eiginkona Ingvars, Dia Marie Labro, er frá Filippseyjum, nánar tiltekið frá Borongan og heimsóttu þau fjöl- skyldu hennar fyrr á árinu. „Ég féll alveg fyrir þessum bæ og fólkinu þarna. Ég er mikill íþrótta- áhugamaður og þegar ég leit í kring- um mig tók ég eftir því að það var ekkert íþróttasvæði á vegum bæj- arins og engin viðunandi aðstaða fyrir íþróttaiðkun. Það voru körfu- boltakörfur hér og þar á götunni, en ekkert skipulagt íþróttasvæði,“ seg- ir hann. Þá fékk hann þá hugmynd að standa fyrir uppbyggingu á slíku svæði fyrir börn. „Ég hugsaði með mér að ég vildi gera eitthvað fyrir krakkana þarna,“ segir hann og bætir við að hann hefði gjarnan viljað geta gefið af sér á með- an hann var á Filippseyjum og velt þessu mikið fyrir sér. „Mig langar til að byggja upp leiksvæði þarna. Þetta er sextíu þúsund manna borg og þar af eru um sautján þúsund börn.“ Stofnaði styrktarsjóð Bróðir Diu Marie er arkitekt og hefur aðstoðað Ingvar við að teikna upp svæðið. „Ég nefndi þetta við fjöl- skyldu konunnar minnar og aðra og það voru allir sammála um að þetta væri verðugt verkefni til að ráðast í,“ segir hann. Úr varð að stofna styrktar- sjóð, safna íþróttafötum í samstarfi við íþróttafélög og fjárframlögum og leggjast svo í uppbyggingu á svæði í febrúar á næsta ári. Fyrsta skrefið er happdrættið og þeir sem Ingvar hefur leitað til hafa tekið honum vel og honum hefur fyrir vikið tekist að safna mörgum vinningum, alls 82 og er byrjaður að selja miðana. „Ég ætla að nota allt þetta ár til að safna fyrir þessu og verð með fleiri uppákomur í ár,“ segir Ingv- ar, en þar á meðal eru fyrirhugaðir styrktartónleikar. „Ég vil gera þetta hægt og rólega og vanda til verka. Draumurinn er að ná að safna vel fyrir þessu svo hægt sé að klára þetta. Viðbrögðin hafa verið alveg frábær,“ segir hann og bætir því við að vonandi hafist þetta með aðstoð frá góðu fólki. Féll kylliflatur Hann hefur einnig komið upp heimasíðu, ssb.mozello.com, en þar má finna nánari upplýsingar um styrktarsjóðinn og nálgast happ- drættismiða. „Ég féll kylliflatur fyrir Borongan og held að fleiri Ís- lendingar hefðu gott af því að taka sér smá frí, fara þangað til að slaka á og njóta þess að vera til,“ segir hann og segist hafa verið endurnærður þegar hann sneri aftur til Íslands. n Byggir upp íþróttasvæði fyrir börn á Filippseyjum Ingvar Jónsson og Dia Marie Labro stefna á að setja upp skólahreystisbraut í Borongan Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Ég hugsaði með mér að ég vildi gera eitthvað fyrir krakkana þarna. Breytti öllu Ferðin til Borongan breytti lífi Ingvars, sem vill láta gott af sér leiða þar í staðinn. F imm Vestmannaeyingar hafa skorað á innanríkisráðherra, þingmenn Suðurlands og bæjar stjórn Vestmannaeyja að taka mark á varnaðarorðum reyndra skipstjórnarmanna sem telja að gera þurfi miklar úrbætur á aðkom- unni að Landeyjahöfn. Segja þeir jafnframt að fátt hafi staðist sem sérfræðingar Vega- gerðarinnar hafi látið frá sér fara varðandi höfnina. „Það er ósk okkar að ráðamenn þessarar þjóðar fari að hlusta á raddir Eyjamanna sjálfra og hætti að taka mark á fólki sem löngu er búið að sanna getuleysi sitt í þessu máli,“ skrifa þeir. Í áskoruninni, sem birtist á vef- síðunni eyjar.net, leggja fimm- menningarnir til að leitað verði til hlutlausra, erlendra sérfræðinga til að taka verkið út og koma með til- lögur að raunhæfum lausnum. Stutt er síðan Herjólfur gat siglt frá Landeyjahöfn í fyrsta sinn í 158 daga. Hafði þessi bið mikil áhrif á ferðamannaiðnaðinn í Vestmanna- eyjum. n freyr@dv.is Vilja fá erlenda sérfræðinga Skora á innanríkisráðherra vegna Landeyjahafnar Herjólfur Herjólfur er nýbyrjaður að sigla frá Landeyjahöfn eftir langt hlé. Ánægð með engan náttúrupassa Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir ánægju sinni með að ráð- herra ferðamála hafi ákveðið að draga hugmyndir um nátt- úrupassa til baka. Á vefsíðu samtakanna, saf.is, segir að eftir standi hins vegar það brýna verkefni að byggja upp við fjölsótta ferðamannastaði. Merkar náttúruperlur séu komn- ar að þolmörkum og því ljóst að aðgerða sé þörf. „SAF taka heilshugar undir tillögu ráðherra ferðamála þess efnis að uppbyggingin verði fjármögnuð í gegnum fjárlög. Slíkt fyrirkomulag er í samræmi við þá umsögn sem samtökin sendu frá sér í tengslum við frumvarp um náttúrupassa,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar. Áskriftar- klúbbur DV Áskrifendur DV fá nú með blað- inu sent skírteini í Áskriftarklúbb DV. Gegn framvísun kortsins býðst áskrifendum DV afsláttur og fríðindi sem auglýst eru mánaðarlega. Kortið gildir út árið en netáskrifendur fá skírteinið sent heim bréfleiðis. Að þessu sinni fá áskrifendur senda fimm þúsund króna inn- eign í mat og drykk á Argentína steikhús. Ávísunin gildir alla mið- vikudaga og fimmtudaga í maí, þegar keypt er fyrir tíu þúsund krónur eða meira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.