Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 34
Helgarblað 8.–11. maí 201534 Fólk Viðtal aftur, en börnin og barnabörnin fimm hafa haldið henni á Íslandi. Hún vill vera nálægt þeim og til staðar ef eitt- hvað kemur upp á. Nú eru hins vegar báðir synir hennar að flytja til Sví- þjóðar svo það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Með ríka réttlætiskennd Nína telur það hafa gert henni gott að alast upp yngst í níu systkina hópi. „Það er örugglega þess vegna sem ég er með svona sterka rödd og vil láta taka eftir mér. Ég er alltaf óhrædd að tala við fólk. En þó að ég sé óhrædd við að opna á mér kjaftinn þá vil ég samt helst hafa alla góða. Mér finnst það mikilvægt. Ég er yfirleitt geðgóð og létt í skapi en fólk valtar ekkert yfir mig eða mína. Og ef ég verð reið þá er mér yfirleitt skítsama um stað og stund,“ segir Nína sem einnig hefur tilhneigingu til að reyna að stilla til friðar ef hún verður vitni að deilum. Hún segist hafa mjög ríka réttlætis- kennd sem hún erfði frá báðum for- eldrum sínum. Sem barni var henni kennt að vera góð við minni máttar og að allir ættu sinni tilverurétt, hvar sem þeir stæðu í þjóðfélaginu. „Ég stend upp og segi eitthvað frekar en að sleppa því. Það skiptir mig engu máli þó að ég sé sett út í horn fyrir vik- ið. Ég gæti ekki lifað með því að hafa ekki staðið upp fyrir minni máttar ef ég yrði vitni að því að brotið væri á einhverjum.“ Glímir við matarfíkn Nína segist hafa átt góða æsku á Skaganum. Hún átti auðvelt með að standa uppi í hárinu á hverjum þeim sem reyndi að stríða henni. Sem kom stundum fyrir. Hún svaraði einfaldlega fyrir sig og kaffærði jafn- vel strákana í snjónum ef þess þurfti. Hún segir að einelti hafi viðgengist í grunnskólum á Akranesi á fyrri tíð, og systkini hennar hafi lent í því. En nú sé markvisst tekið á slíkum málum, sem henni finnst frábært. „En það er auðvitað aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir þetta. Frekar en að ætla sér að hafa vímuefnalaust Ísland.“ Við leiðumst út í umræðu um fíknisjúkdóma og Nína viðurkenn- ir fyrir blaðamanni að hún sé matar- fíkill. Segist reyndar ekki hafa feng- ið formlega greiningu, en þess þurfi ekki, enda fari fíknin ekki á milli mála. „Ég er fegin að það er bara matur- inn og að ég er farin að ná tökum á vandanum. Ég er þó ekki meðlimur í neinum samtökum eða slíkt. Þegar ég byrjaði að vinna hérna fyrir fimm árum þá var ég 113 kíló, en er núna 96. Ég eyði ekki tíma mínum í að vera á fullu í ræktinni, ég hef stigana hérna og nota þá. Svo fór ég að horfa í kring- um mig, á það hvernig fólk borðar. Og í staðinn fyrir að fara tvær ferð- ir og troða í mig, þá fer ég einu sinni. Borða kannski eina skál af grænmeti og aðra af grjónagraut og slátri. Ég verð reyndar að passa mig á sykrinum því ég er með sykursýki 2, en ég er ekki alltaf nógu dugleg við það. Ef ég stend mig á daginn þá leyfi ég mér oft að fá eitthvað gott á kvöldin,“ seg- ir Nína hreinskilin. Að fá sér eitthvað gott þýðir þó ekki endilega að fá sér nammi, enda hefur hún lært að meta að fá sér hollara millimál. Nær að stýra reiðinni „Það sem ég er að gera skilar smám saman árangri. Það hefur líka hjálpað mér mjög mikið að hlusta á XA-Radíó.“ En þar er um að ræða útvarpsstöð fyrir óvirka alkóhólista sem deila gjarnan sögum sínum með hlustendum. „Þetta róar mig þegar það er pirringur í mér. Ég gat alveg verið brjálaða kerlingin í horninu þegar ég var að vinna. En þar kom útvarpið mér til bjargar og ég áttaði mig á því að ég gat valið að vera pirruð eða ekki. Ég hef svo gaman af lífsreynslu- og ævisögum og þykir gott að hlusta á fólk segja sögurnar sínar. Oft hef ég líka hugs- að með mér hvað ég sé að væla, þegar þetta fólk gerir það ekki. Ég er mjög ánægð með árangurinn sem þetta hefur skilað,“ segir hún. Nína átti í raun við reiðistjórn- unarvandamál að stríða sem hún hefur smám saman verið að ná tökum á samhliða matarfíkninni. „Þau skipti sem ég er virkilega reið eru færri og færri. Ég hef líka alltaf verið frekar fljótfær en það hefur dregið úr því samhliða. Eyddi öllu í mat og nammi Nína hefur verið of þung frá því hún var unglingur og fór sjálf að vinna sér inn pening sem hún gat eytt í það sem hún vildi. „Þegar ég fór að fá pening fyrir að passa, notaði ég hann til að kaupa mér góðan mat og nammi. Vinir mínir söfnuðu alltaf í ferðasjóð en hann hvarf strax hjá mér, í nammi, ávaxtasafa og fleira. Og ef ég fór í veislur þá reyndi ég alltaf að borða eins mikið og ég gat.“ Í gegnum tíðina hefur hún oft reynt að létta sig og fór til að mynda á Danska kúrinn þegar hann var hvað vinsælastur á Íslandi. Hún seg- ist hafa lært mikið af kúrnum þó að hún hafi þyngst aftur þegar hún hætti á honum. Hún hefur í raun aldrei verið þyngri en á þeim tíma, eða rúm 117 kíló, enda missti hún sig alveg í óhollustunni eftir að kúrnum sleppti. Nína er ekki nema 165 senti- metrar á hæð svo þyngdin var ansi mikil. „Það var vendipunkturinn. Ég sagði hingað og ekki lengra. Ég er ekkert feimin við að segja fólki hvað ég er þung. Mér er skítsama,“ segir hún ákveðin. „Auðvitað er ég ekkert að fara niður í 65 kíló strax. Það þýð- ir ekkert að hugsa þannig. Maður á frekar að hugsa með sér að mað- ur ætli að breyta einhverju hjá sjálf- um sér og standa við það. En maður má ekki ætla sér of mikið, frekar að breyta einhverju sem maður ræður við og gera það í litlum skrefum.“ Kann vel við líkamlega vinnu Í ágúst verða fimm ár frá því Nína hóf störf hjá HB Granda, en hún seg- ir líkamlega vinnu alltaf hafa hent- að sér vel. Hún greindist hins vegar með vefjagigt fyrir nokkrum árum og finnur að hún er ekki tvítug lengur. Stundum er hún það slæm af verkj- um á nóttunni að hún neyðist til að tilkynna veikindi daginn eftir, vegna svefnleysis. „Það getur verið hættu- legt að vera þreyttur og ekki með athyglina í lagi hérna í vinnunni. Það er meiri hætta á að maður slasi sjálf- an sig og aðra,“ útskýrir hún. Nína hafði verið undir miklu álagi þegar hún fór fyrst að finna fyrir einkennum vefjagigtar, þá ný- byrjuð að vinna hjá HB Granda. Meðal áfalla sem hún varð fyrir á skömmum tíma, var að missa móð- ur sína og tengdamóður. En slík áföll geta komið vefjagigt af stað. Breytt mataræði hefur hins vegar haft góð áhrif á vefjagigtina og það er lengra milli verkja en áður. Síðustu mánuði hefur hún því verið nokkuð góð þó að kuldinn geti haft slæm áhrif Með 206 þúsund útborgað „Þrátt fyrir vefjagigtina uni ég mér alltaf best í vélasalnum. Þar stend ég og er á hreyfingu. Fiskarnir sem eru of stórir til að passa vélarnar – þá þarf að handflaka – og það finnst mér langskemmtilegast. Ég hef metnað til að skila mínu starfi vel. Ég var mikil kennarasleikja í skóla og gjörn á að sýna kennaranum hvað ég væri dugleg. Það er svolítið þannig hérna líka. En flestir sem vinna hérna gera sitt besta, og eins og ég kom inn á áður, þá finnst okkur það ekki metið að verðleikum. Að vinna fulla vinnu, taka á sig yfirvinnu, vinnutarnir – allt upp í tólf tíma vaktir – og það kem- ur ekkert í staðinn. Svo þeim mun meira sem maður vinnur, fer meira í skatt. Að lokum er það nefnilega það sem maður hefur á milli handanna, sem skiptir máli,“ segir Nína sem fær um 206 þúsund krónur útborgaðar, fyrir fulla vinnu. Svo þjálfar hún börn og unglinga í keilu þrjú kvöld í viku, en hún og maðurinn hennar opnuðu keilusal á Akranesi þegar þau kom heim frá Svíþjóð. Hann byrjaði að æfa keilu úti, dró Nínu með sér í sportið og á endanum var öll fjölskyldan komin á kaf í keilu. „Keilan er okkar önn- ur vinna, og yfirleitt er um sjálf- boðavinnu að ræða. Við prófuðum að greiða okkur laun í upphafi, en það gekk ekki upp.“ Nína segir keilu- starfið mjög öflugt á Akranesi og að yfirleitt komist einhverjir úr þeirra hópi í landsliðið. Þá fái þau oft til sín börn sem eru félagslega illa stödd og keilan hefur gert þeim gott. „Það gef- ur okkur líka mikið að sjá þennan ár- angur,“ bætir hún við. Alltaf rautt Verkalýðs-Nína hefur tekið þátt í verkalýðsbaráttunni frá því hún man eftir sér. Hún dróst inn í Al- þýðubandalagið í gegnum fjölskyldu sína, en stefna þeirra samrýmdist ekki bara hennar hugmyndafræði, heldur var mikið sungið í þeim fé- lagsskap, og það heillaði Nínu. „Ég byrjaði að vinna í Rein, húsnæði Al- þýðubandalagsins hérna á Akranesi, og var í æskulýðsnefndinni. Þannig að rautt hefur það verið alla tíð,“ segir þessi skelegga fiskverkakona að lokum. n Baráttukona Nína hefur ríka réttlætis- kennd og lætur ekki valta yfir sig og sína. „Ég gat alveg verið brjálaða kerlingin í horn- inu þegar ég var að vinna Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma) Láttu þér líða vel meccaspa.is Opnunartími Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00 Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00 Tökum vel á móti hópum af öllum stærðum, einnig utan hefðbundins opnunartíma. Dekur í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.