Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 29
Umræða 29Helgarblað 8.–11. maí 2015 Myndin Réttarhöldin hálfnuð Þriggja vikna réttarhöld í Héraðsdómi Reykjavíkur, yfir níu starfsmönnum Kaupþings, eru nú ríflega hálfnuð. Sakborningarnir hafa lokið skýrslutökum og vitnaleiðslur hófust á fimmtudag. Meira en fimmtíu vitni eru á vitnalistanum. mynd SigtRygguR ARi En dag einn gerðist kraftaverk Elva dögg gunnarsdóttir leitar að verndarenglinum sínum. - DV Hún átti að færa bílinn þegar einhver kæmi Jón gunnar Benjamínsson gómaði konu sem lagði í stæði fyrir fatlaða. - DV Veðrið er búið að vera erfitt fyrir sálartetrið Sigurður Þ. Ragnarsson segir sumarið á næsta leiti. - DV J ón Kalman Stefánsson er góð- ur rithöfundur. Þess vegna staðnæmdist ég við grein sem hann skrifaði í vefritið Kjarn- ann í vikunni og að sjálfsögðu dró það ekki úr áhuga mínum þegar ég sá að umfjöllunarefnið var það sem rithöfundurinn kallar „Ögmund- ar-syndromið“. Þetta er heiti á þeirri kenningu sem öldruð frænka Jóns hefur sett fram um að það sem úr- skeiðis hafi farið hjá vinstri mönnum á Íslandi á undanförnum árum og þá sérstaklega á síðasta kjörtímabili sé Ögmundi Jónassyni að kenna. „Ögmundar-syndromið“ Gefum rithöfundinum orðið: „Öldruð frænka mín, staðföst vinstrimanneskja til 60 ára, fullyrðir að Ögmundur Jón- asson, þingmaður Vinstri grænna, sé guðfaðir sitjandi ríkisstjórnar. Er það ekki heldur ósanngjörn fullyrðing; að sú ríkisstjórn sem virðist hafa sett misskiptingu og ósætti á oddinn, sitji í skjóli Ögmundar sem ötullega berst fyrir þeim sem minna mega sín? … Sjálfstæðisflokkurinn getur þakk- að vinstriöflunum fyrir að hafa í ára- tugi verið yfirburðaflokkur hér á landi; það er ekki styrkur flokksins sem hef- ur gert hann að leiðandi afli, held- ur sundrung vinstri afla. Og þar erum við komin að Ögmundi, og fullyrðingu frænku minnar. Ríkisstjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna komst til valda á einum erfiðasta tíma í sögu ís- lenska lýðveldisins, og hún ætlaði sér svo stóra hluti að henni gat varla ann- að en mistekist … Hægri menn gátu hallað sér áhyggjulaust aftur og fylgst með því hvernig innri deilur og sól- óspil einstakra þingmanna og ráð- herra, reif stjórnarsamstarfið í sundur. Þá talaði frænka mín mest og harð- ast um Ögmund. Þennan greinda hæfileikamann, með hjartað á réttum stað, en hagar sér eins og þrjóskt barn sem rýkur í fýlu ef hann fær ekki sínu framgengt. Hans sannfæring ofar öllu. Getum við kannski farið að tala um Ögmundar-syndromið? Og að í því liggi ógæfa vinstri og jafnaðarmanna?” Samræmt göngulag Síðan talar rithöfundurinn um nauðsyn þess að menn gangi í takt, myndi breiðfylkingu á borð við R- listann sem væri laus við Ögmund- ar-syndromið enda stríði það gegn samvinnu og samábyrgð. Þetta var nokkurn veginn inntakið. Ég skal játa að hálf dapurleg þótti mér þessi lesning þótt ég væri þakklátur fræn- kunni fyrir að ætla mér að hafa hjart- að á réttum stað. Það er þó nokkurs virði. Fróðlegt hefði hins vegar verið að fá nánari útleggingar frænkunn- ar á því hvað nákvæmlega það væri sem ég hefði eyðilagt, voru það ósk- ir mínar um að fram færi þjóðarat- kvæðagreiðsla um framhald ESB- umsóknar fyrir kjörtímalok; var það gagnrýni á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og niðurskurðinn í hans anda, neitun Núbó um að kaupa Grímsstaði á Fjöll- um, andstaða við Vaðlaheiðargöng eða einkaframkvæmd fangelsisins á Hólmsheiði? Varla var það afstaðan til Icesave-samninganna eða afsögn mín úr embætti vegna þess máls því færa má rök fyrir því að afsögnin hafi bjarg- að stjórninni frá falli því þar stóð valið á milli afsagnar eða þagnar. Og þegja vildi ég ekki. Að kunna að þegja og hlýða Getur verið að þetta sé einmitt mergurinn málsins, það sem kallað er eftir, að kunna að þegja og hlýða? Getur verið að prúðmannleg þögn og fylgispekt við valdið í „flokkn- um“ hverju sinni eigi að vera æðsta dyggð stjórnmálanna? Er það þetta sem aðdáendur hinnar öldnu frænku Jóns Kalmans Stefánssonar hríf- ast svo mjög af? Þeir mega margir hverjir vart vatni halda, og fara þar fremst, þeir hinir sömu og gæta þess að halda til haga kenningum um illa villiketti í stjórnarmeirihluta síðasta kjörtímabils. En hversu útbreidd er þessi hugsun á vinstri væng stjórn- málanna? Getur það virkilega verið að menn þar á bæjum telji það vera vinstri pólitík til framdráttar að þegja um umdeild mál á borð við þau sem að framan eru nefnd? Þöggunin gerði flokkinn sálarlausan Þögnin eða eindrægnin eins og þöggunin stundum er kölluð, var höfuðkrafan í Verkamannaflokkn- um breska í stjórnartíð Tony Blairs. Flokkurinn valtaði yfir allt sem kalla má vinstri pólitík, vel meðvitaður um að hinir óánægðu komust ekkert ann- að, áttu ekki í önnur pólitísk hús að venda í bresku tveggja flokka kerfi og voru jafnan útmálaðir sem óvinir ef þeir dirfðust að hreyfa málefnalegri gagnrýni frá vinstri. Lengi vel vegn- aði Verkamannaflokknum vel með vaxandi „eindrægni“ en smám saman þornaði flokkurinn upp og gaf nán- ast vinstri pólitík upp á bátinn í sókn sinni eftir völdum. Nú er hann að reyna að endurheimta glataða sálu sína. Barátta fyrir félagshyggju og gegn auðhyggju hefur verið mínar ær og kýr í nokkra áratugi. Alla tíð hef ég talað fyrir samvinnu félagslega sinn- aðs fólks. Það hefur ekki komið í veg fyrir að ég gagnrýndi stefnu sem mér hefur þótt vera frjálshyggjusinnuð þótt yfirlýstir vinstri menn hafi bor- ið hana fram. Það gerði ég stundum gagnvart R-listanum á sinni tíð og vísa ég þar til dæmis í fyrirkomulag kjara- mála, grimma einkavæðingu á stund- um og stefnu í húsnæðismálum. Ekki voru allir sáttir við að gagnrýni frá vinstri væri viðruð. Gott ef ekki voru einhverjar gamlar frænkur líka á kreiki þá. Það sem vel var gert Frænkan góða hans Jóns Kalmans staðnæmist við ágreiningsefni inn- an síðustu ríkisstjórnar. Að mínu mati væri um auðugri og skemmtilegri garð að gresja ef skyggnst væri eft- ir því sem jákvætt var gert. Í mínum huga voru stigin mörg mikilvæg fram- faraskref á síðasta kjörtímabili, ekki síst á sviði mannréttinda, í skattamál- um í átt til jöfnuðar, á sviði umhverfis- mála og hvað varðar lýðræðisþróun. Og í stjórnarandstöðu í löngum að- draganda hrunsins náðum við vinstri menn líka fram ýmsum mikilvægum áherslubreytingum í pólitíkinni. Ég treysti Jóni Kalman til að gauka þessu að sinni góðu frænku og jafnframt reyni hann að leiða henni og vinum sínum fyrir sjónir að góður vinstri sinnaður málstaður þolir opna um- ræðu og gagnrýni. Ef hann gerir það ekki þá er eitthvað mikið að. n Frænkan Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Kjallari „Ég treysti Jóni Kalmani til að gauka þessu að sinni góðu frænku og jafnframt reyni hann að leiða henni og vinum sínum fyrir sjón- ir að góður vinstri sinnað- ur málstaður þolir opna umræðu og gagnrýni. mynd SigtRygguR ARi JóhAnnSSon Mest lesið á DV.is 1 Heimili í rúst eftir kynlífsorgíu: Hjón leigðu húsið sitt á Airbnb Hjónin Mark og Star King leigðu heimili sitt til fjögurra fullorðinna einstaklinga yfir eina helgi í gegnum Aribnb. Fólkið reyndist frekar undirförult, en það hélt hundrað manna kynlífsorgíu á heimili King-hjónanna. Bar heimilið þess sannarlega merki; það voru líkamsvessar, smokkar, nærföt, rusl og glerbrot um allt hús. Lesið: 55.744 2 Gómaðar í stæði fyrir fatlaða: Heyrðu skýringarnar „Þetta er fyrir utan Rekstrarvörur og þegar ég kem þarna að þá er þessum bíl lagt fallega í stæði fyrir fatlaða en það voru þær ekki,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson sem greip til þess ráðs að leggja bifreið sinni fyrir aftan bifreið kvennanna og þannig loka þær inni í bílastæðinu. Hann tók samskiptin svo upp á myndband. Lesið: 47.306 3 Formaður VG á fyrsta farrými Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, flaug á fyrsta farrými heim til Íslands í síðasta mánuði en eftir því sem DV kemst næst var ferðin greidd af stjórnmálaflokknum. Það vakti athygli flugfarþega að Katrín sat á fyrsta far- rými eða því sem heitir „Saga Class“. Lesið: 27.497 4 Eftirlýstur af Interpol: Sendi Gísla Pálma pakka frá Taílandi Gunnar Þór Grétarsson er eftirlýstur vegna gruns um aðild að smygli á fjórum kílóum af amfetamíni. Hann sendi rapparanum Gísla Pálma boli frá Taílandi. Lesið: 27.253 5 Kennari rekinn fyrir að leika í klámmynd Tékknesk kona sem starfaði sem kennari í bænum Ceska Lipa í Tékklandi missti nýverið starf sitt eftir að upp komst að hún hefði leikið í klámmynd sem fór á netið. Lesið: 25.806
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.