Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 8.–11. maí 201524 Skrýtið R ússneski skurðlæknirinn Leonid Rogozov var á veg- um stjórnvalda í 12 manna hópi sem fór í leiðangur á Suðurskautslandið snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Tilgangurinn var að reisa búðir. Rogozov, þá 27 ára, veiktist heiftarlega í ferðinni og eigin sjúk- dómsgreining sagði þessum unga skurðlækni að hann þyrfti í skurð- aðgerð, enda með slæmt botn- langakast. Þar sem hann var eini læknirinn í leiðangrinum rann það upp fyrir Rogozov að hann þyrfti að framkvæma aðgerðina sjálfur. Engin hjálp á leiðinni „Þetta var aðgerð sem hann hafði margsinnis gert áður og heima fyrir hefði þetta ekki verið neitt vandamál,“ hefur BBC eftir Vladis- lav, syni Rogozovs. Hópurinn lauk verkefninu í ferbrúar 1961 og kom sér þá fyrir á svæðinu til að bíða af sér ískaldan veturinn. Í apríl varð Rogozov orðinn illa veikur og í lífs- hættu. Siglingin frá Rússlandi til Suðurskautslandsins hafði tekið 36 daga og skipið var ekki væntanlegt fyrr en árið eftir. Engar flugsam- göngur voru í boði vegna veður- aðstæðna og skyggnis. „Hann stóð frammi fyrir erfiðu vali. Að bíða eft- ir hjálp – sem ekki var á leiðinni – eða reyna að skera sjálfan sig upp.“ Rogozov hríðversnaði á með- an hann velti möguleikunum fyrir sér. Ljóst var að hann yrði að opna sig og ná görnunum út, til að geta athafnað sig. Við þessar vanga- veltur bættust áhyggjur af pólitísk- um toga. Ef fréttist af andláti leið- angursmanns, í miðju köldu stríði, hefði getað farið svo að stuðning- ur við leiðangra á borð við þennan myndi þverra heima fyrir. Í stuttu máli varð leiðangursstjórinn að fá samþykki heima fyrir, fyrir því að framkvæma mætti aðgerðina. „Ég var líka hræddur“ Verkirnir versnuðu dag frá degi. „Ég svaf ekkert í nótt. Verkirnir eru óbærilegir. Í sálu minni geisar óveður, sem í hvín eins og hund- rað sjakölum,“ skrifaði Rogozov í dagbók sína á sínum tíma. „Það eru enn engin augljós merki um að botnlanginn sé að springa en yfir mig hellist vond tilfinning. Nú er nóg komið. Ég verð að gera það eina mögulega í stöðunni – að skera sjálfan mig upp. Það er eigin- lega ómögulegt en ég get ekki bara gefist upp.“ Rogozov undirbjó félaga sína gaumgæfilega fyrir aðgerðina og sagði þeim í smáatriðum hvernig þeir ættu að bregðast við ólíkum aðstæðum sem upp gætu komið, til dæmis ef hann missti meðvitund eða ef það liði yfir einhvern. Deyfi- lyf voru af mjög skornum skammti auk þess sem hugsun Rogozovs varð að vera skýr. „Aumingja fé- lagar mínir,“ skrifaði Rogozov í dag- bókina. „Þarna stóðu þeir náfölir – hvítari en slopparnir sem þeir voru klæddir í.“ Síðar skrifaði hann: „Ég var líka hræddur. En þegar ég sprautaði í mig deyfilyfinu komst ekkert annað að en aðgerðin sjálf. Ég veitti engu öðru athygli.“ Tveggja tíma aðgerð Upphaflega ætlaði Rogozov að nota spegil til að sjá til en öfugt sjónarhornið truflaði hann of mik- ið. Hann framkvæmdi aðgerðina hanskalaus en þegar hann var að vinna að erfiðasta hlutanum missti hann næstum því meðvitund og óttaðist að hann hefði það ekki af. „Það blæddi frekar mikið en ég gaf mér góðan tíma. Ég skemmdi botn- ristilinn þegar ég gerði skurðinn og þurfti að sauma hann saman,“ skrifaði Rogozov. Hann varð sífellt máttfarnari og svimaði. Á fjögurra til fimm mínútuna fresti tók hann sér 20 til 25 sekúndna hlé. „Þarna er hann loksins, helvítis botnlanginn,“ sagði Rogozov þegar hann sá hann. Hann var með svartan blett á end- anum sem þýddi að ef hann hefði beðið lengur hefði hann getað sprungið fyrirvaralaust. „Hjartað fór að slá hægar og hendurnar voru eins og úr gúmmíi. Ég sá fyrir mér að þetta myndi enda illa. Og ég sem átti bara eftir að fjarlægja botnlang- ann.“ En hann brást ekki. Eftir tveggja tíma aðgerð hafði Rogozov tekist að ganga frá öllu saman. Hann leið- beindi félögum sínum í smáatrið- um hvernig þeir ættu að þrífa verk- færin og ganga frá eftir aðgerðina. Að því loknu tók hann sýkla- og svefnlyf. Sovéska skurðlækninum hafði tekist að framkvæma skurð- aðgerð á sjálfum sér, nánast án deyfingar. Að tveimur vikum liðn- um hafði hann náð sér að fullu. „Hann bjargaði sjálfum sér og fékk annað tækifæri til að lifa,“ segir Vladislav, sonur hans, við BBC. Flugvélin bilaði Heimferðin dróst vegna erfiðra veður- skilyrða. Skipið sem átti að sækja þá komst ekki á áfangastað vegna hafíss. Rogozov barðist við nístandi heim- þrá. Hann var fastur á stað þar sem hann hafði gengið í gegnum óbæri- legan sársauka, og verið nær dauða en lífi. Hann þráði að komast burt og heim til Rússlands. Að lokum, vorið 1962, nokkru síðar en til stóð, var leið- angurinn sóttur á litlum eins hreyfils flugvélum. Ekki vildi betur til en svo að ein flugvélin bilaði og var hárs- breidd frá því að farast. Betur fór þó en á horfðist og mönnunum var fagn- að sem þjóðhetjum við heimkom- una. Aðeins 18 dögum fyrir aðgerðina tókst Sovétmönnum að senda fyrsta manninn, Yuri Gagarin, út í geim. Sögurnar tvær voru óspart notaðar af sovésku áróðursmaskínunni og afrek þeirra tveggja, Rogozovs og Gagarins, voru oft borin saman. „Þær áttu sterk- an samhljóm vegna þess að þeir voru jafn gamlir, 27 ára. Þeir voru báðir af verkamannaættum og gerðu báðir nokkuð sem enginn hafði áður gert. Þeir voru þjóðhetjur,“ segir Vladis- lav. n „Hjartað fór að slá hægar og hend- urnar voru eins og úr gúmmíi. n Leonid Rogozov fékk botnlangakast á Suðurskautslandinu n Sá fram á að deyja Skar Sig Sjálfur upp Í miðri aðgerð. Rogozov var nálægt því að lognast út af. „Ég var líka hræddur Kominn heim Manninum var fagnað sem þjóðhetju við heimkomuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.