Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 36
Helgarblað 8.–11. maí 201536 Fólk Viðtal É g hef alltaf verið svolítill trúð­ ur þótt ég hafi aðeins róast þegar ég komst á unglingsald­ ur. Ég var alltaf syngjandi og var farin að semja lög aðeins 11 ára. Mamma segir að ég hafi verið góður krakki en ég held að hún sé að hlífa mér, því ég held að ég hafi ver­ ið dálítið erfið. Ég vildi hafa athygl­ ina og ég held að bræður mínir hafi ekki enn jafnað sig,“ segir leikkonan, fyrirsætan, söngkonan og dansarinn Halla Vilhjálmsdóttir sem býr og starfar í London. Halla, sem er ný­ gift, starfar sem fyrirsæta, leikur aðal­ hlutverk í væntanlegri kvikmynd og á von á sínu fyrsta barni. Þar fyrir utan er hún í krefjandi MBA­mastersnámi við Oxford­háskóla. Það er því í nógu að snúast. Heilluð af Shakespeare Halla fæddist árið 1982 og ólst upp í miðborg Reykjavíkur í hópi þriggja systkina. Pabbi hennar, Vilhjálmur Guðjónsson, er tónlistarmaður en mamma hennar, Louisa Einarsdóttir, starfar hjá Icelandair. „Pabbi er mjög aktífur og ég er mjög lík honum. Í mömmu rennur hins vegar ekki blóð­ ið. Það var gott að alast upp í 101 en mér líður vel í borgum. Annars á ég svo yndislega foreldra. Við systkinin hefðum getað alist upp hvar sem er og það hefði alltaf verið gaman,“ segir Halla, sem gekk í Vesturbæjarskóla og útskrifaðist svo úr Kvennaskólan­ um í Reykjavík eftir þriggja ára nám. „Ég var staðráðin í að fara út að læra leiklist og var heilluð af Englandi út af Shakespeare. Mér hefur alltaf fundist ákveðinn sjarmi yfir enskum leikrit­ um og skáldum og af því að mennta­ skólanám á Englandi tekur aðeins tvö ár tók ég Kvennó á ofurhraða. Ég vildi ekki vera tveimur árum eldri en hinir nemendurnir. Ég vildi falla sem mest inn og gera hlutina eftir bestu getu.“ Kynntust fyrir tilviljun Eiginmaður Höllu heitir Harry Koppel en hjónin létu pússa sig saman í des­ ember í fyrra í Bogatá í Kólumbíu. Parið ætlaði að halda litla og fallega athöfn en þegar upp var staðið var útkoman 200 manna veisla þar sem faðir brúðarinnar spilaði á saxófón og Halla flutti þrjú frumsamin lög handa sínum heittelskaða. Harry er fæddur í Kólumbíu en alinn upp að mestum hluta í London. „Við kynntumst í London fyrir algjöra tilviljun en við áttum bæði vini frá Ís­ landi sem voru að koma að heim­ sækja okkur. Þessir vinir hittust í flugvélinni og enduðu á því að deila leigubíl inn í London. Þegar þau áttu flug heim ákváðu þau að deila aftur leigubíl. Þá hittumst við öll fjögur og pöntuðum okkur drykki en leigubíll­ inn kom of snemma og vinir okkar ákváðu að drífa sig upp á völl. Okkur fannst asnalegt að skilja við ósnerta drykkina og enduðum á því að eiga mjög áhugaverðar samræður í nokkra klukkutíma. Og höfum verið saman síðan. Harry starfar í banka í því sem snýr að skuldum ríkisstjórna. Þetta eru mjög áhugaverð verkefni og hann ferðast mikið vegna vinnunnar. Þetta er mjög klár strákur,“ segir hún og bætir við að það hafi aðallega verið þrennt við eiginmanninn sem heill­ aði hana. „Í fyrsta lagi hvað hann er svakalega klár og í öðru lagi hvað hann er fyndinn og í þriðja lagi hvað hann er ofsalega góður strákur sem er með hjartað á réttum stað. Þess­ ir þrír þættir eru ekki umsemjanlegir hjá mér og hann hafði þá alla, í stór­ um skömmtum.“ Bónorð og Whoopy Halla segir bónorðið hafa verið eftirminnilegt. „Hann vildi koma mér á óvart og mig grunaði ekkert þótt hann hefði gengið með hringinn í vasanum í marga mánuði. Nokkrum sinnum hafði hann ætlað að biðja mín en ég einhvern veginn eyðilagt það, alveg óvart. Til dæmis þegar við fórum til Íslands í afmæli til pabba, þá ætlaði hann að biðja mín uppi á Esjunni. Þegar við erum að ganga upp á Esjuna spyr hann mig hvort ég ætli að syngja í afmælinu. Ég segi nei, alls ekki, því ég vilji ekki skyggja á pabba. Þar með skellti hann hringnum aftur í vasann. Svo kom að því að hann sagði mér að hann þyrfti að fara í vinnuferð og spurði hvort ég vildi ekki koma með þar sem þetta væri einn af mín­ um uppáhaldsstöðum. Ég sagði jú endilega, en hann vildi ekki segja mér hvert ferðinni væri heitið, vildi hafa það „surprise“. Hins vegar sagðist hann þurfa að vinna mikið í þessari ferð en mér var svo sem sama þar sem ég ætlaði þá bara að skoða mig um í borginni. Svo komst ég að því að ferðin var einmitt á afmælisdeginum okkar sem hann þóttist ekkert hafa vitað um. Við fór­ um til Istanbúl en mig hafði einmitt langað að koma þangað og svo bað hann mín við Bosporus­sund sem skilur að Asíu og Evrópu. Þetta var mjög táknrænt, undir fallegum boga við brúna. Ég kveikti ekki á neinu og var að þykjast vera Whoopy Goldberg og hætti því ekki þótt hann bæði mig um það. Vesalings maðurinn var að reyna að skapa rómantískt andrúms­ loft. Þetta var síðan engin vinnuferð, hann hafði bara búið það til. Þetta var trúlofunarferð og við vörðum nokkrum dögum í að skoða borgina og ræða um brúðkaupið. Þetta var mjög rómantískt og fallegt. Hann stóð sig vel, karlinn, og bað mín meira að segja á íslensku.“ Loksins tilbúin Halla segist ekki hafa verið tilbúin í alvarlegt samband fyrr en eftir þrí­ tugt. „Þá var ég loksins til í að finna rétta manninn til að deila með lífinu. Ég held að þetta sé mikil spurning um rétta tímasetningu og svo finnur mað­ ur hvort þetta er rétt. Fyrir mig skiptir stuðningur maka miklu máli og Harry er alltaf fyrstur til að ýta mér af stað í að láta draumana rætast. Í okkar sam­ bandi er ekkert nema stuðningur og ást í báðar áttir og þá ganga hlutirn­ ir upp. Við erum ótrúlega góð saman og erum bestu vinir. Það er svo gam­ an að vera samferða manneskju sem hefur áhuga á sömu hlutunum en getur samt kennt manni eitthvað nýtt. Þótt við séum svipuð á margan hátt komum við úr ólíkum heimum. Okk­ ur leiðist aldrei og við höfum lært að treysta hvort öðru, sér í lagi í gegn­ um fjallgöngur. Við klifum til dæmis hæsta tindinn á Suðurskautslandinu en það var rosaleg ferð.” Fljótlega eftir brúðkaupið varð Halla óvænt ófrísk. „Ég er að verða mamma,“ segir hún og eftirvæntingin leynir sér ekki. „Við eigum von á lítilli stelpu 2. október sem við höfum þegar ákveðið að verði skírð í höfuðið á mömmu. Mamma heitir svo heppi­ legu nafni – Louisa – sem er alþjóð­ legt, fallegt og kvenlegt. Sjálf heiti ég eftir ömmu minni svo það hentar vel að hún fái nafn ömmu sinnar. Ég hef verið hraust á meðgöngunni og hef gaman af því að breytast í laginu. Stelpan er líka alltaf á fullu. Það má líklega segja að hún sé dálítið lík mömmu sinni; alltaf í fimleikum.“ Elskar Ísland Eftir útskrift úr Guildford School of Acting árið 2004 starfaði Halla fyrir ITV og BBC um tíma en kom svo heim og fór í Þjóðleikhúsið, lék í Áramótaskaupinu, kvikmyndinni Astrópíu og varð þáttastjórnandi ís­ lenska X­Factors meðal annars. En þar sem hún var með umboðsmann ytra ákvað hún að halda aftur til Bret­ lands. „Ég hef alltaf verið fiðrildi og hef alltaf viljað búa í útlöndum. Ég sakna samt alltaf fólksins míns. Það hræðir mig að stofna fjölskyldu hér án þess að hafa fjölskyldunetið en fjölskyldan mín er á Íslandi og hans í Kólumbíu. Mamma mun þó koma fyrst eftir fæðinguna og kenna mér aðeins á móðurhlutverkið. Einhverra hluta vegna hefur Harry alltaf ver­ ið heillaður af Íslandi. Hann hafði meira að segja ferðast um landið einn á bíl þegar hann var yngri. Ég grínast stundum með það að hann hafi ver­ ið að bíða eftir því að eignast íslenska eiginkonu. Hann vill ólmur flytja til Íslands og skoðar reglulega fasteigna­ auglýsingarnar og lætur sig dreyma um lítið hús við sjóinn. Ég er alltaf til í að kíkja heim og íhuga alltaf vel öll þau verkefni heima sem mér bjóð­ ast. Ég elska Ísland en er alveg eins til í að fara eitthvað annað. Ef Harry fengi spennandi atvinnutækifæri er­ lendis þá væri ég opin fyrir að skoða það og sjá hvaða möguleika ég hefði á þeim slóðum. Enda er heimilið þar sem hjartað er.“ Laus við áhyggjur Hún segir að X­Factor­ævintýrið hafi verið skemmtileg áskorun. „En um leið mjög erfið. Það er ekki einfalt að vera maður sjálfur undir leikstjórn. Það var mjög skrítin en góð reynsla og eitthvað sem ég væri til í að reyna aftur,“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf verið laus við áhyggjur af frammistöðu sinni. „Ef ég klúðra þá bara klúðra ég. Það er enginn að fara að deyja þótt ég detti á sviðinu eða segi eitthvað vitlaust. Maður myndi bara reyna að bæta úr slíku eftir bestu getu og vona það besta. Og eins ef einhverjum finnst að ég ætti að gera hlutina öðruvísi þá er bara fínt að fólk sé með mismunandi skoðanir. Annars hefur mér alltaf fundist mik­ ilvægt að vera góð fyrirmynd. Ég hef alltaf sett mér þá kröfu. Mér finnst skipta máli að fólk í áberandi stöðu axli ábyrgð, reyni að láta gott af sér leiða og breyta rétt. Það er svo mikið klúður þegar fólk fer að hafa neikvæð áhrif.“ Illa borgað leikhús Upp á síðkastið hefur Halla mest unnið sem fyrirsæta. „Ég hef bara ekki haft efni á því að vera í leikhúsunum. Það er illa borgað og samningar til svo langs tíma að maður getur ekki gert neitt annað á meðan. Fyrirsætu­ störf, auglýsingar og sjónvarpsverk­ efni eru mun betur borguð þótt þau séu á niðurleið líka. Þetta er leiðinleg þróun,“ segir hún en bætir svo við að það sé einnig önnur ástæða fyrir því að hún sé ekki að leitast eftir því að vinna í leikhúsum. „Ég er gift kona og get ekki verið í burtu öll kvöld og all­ ar helgar. Því tímabili er lokið hjá mér. „Ég er að verða mamma“ Leikkonan, söngkonan, fyrirsætan og dansarinn Halla Vilhjálmsdóttir stendur á tímamótum. Halla býr í London, er nýgift og á von á sínu fyrsta barni. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Höllu um ástina, ferilinn, kjaftasögurnar, þroskann, draumana, dótturina sem hún ber undir belti og krefjandi námið, en Halla er í MBA-námi við Oxford-háskóla. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Ófrísk í námi Halla er í MBA-námi við Oxford-háskóla. „Þá var ég loksins til í að finna rétta manninn til að deila með lífinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.