Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 14
Helgarblað 8.–11. maí 201514 Fréttir Fæst í Lyfjum & Heilsu Austurveri og í Kringlunni og á heimkaup.is Dreymir þig um að grennast? DRAUMAR GETA RÆST MEÐ LYTESS ÞRÍÞÆTT ÁHRIF: - Grennir - Stinnir - Minnkar appelsínuhúð Sleep & Slim kvartbuxurnar minnka ummál þitt á 10 nóttum Eigendur Fjarðalax vilja meiri afslátt n Ekki búið að skrifa undir samkomulag vegna hópuppsagna n Hlutafé aukið E igendur Fjarðalax fara fram á að bæjaryfirvöld í Vesturbyggð aðstoði fiskeldisfyrirtækið við að ná fram hagræðingu í rekstri vinnsluhúss þess á Pat- reksfirði og útiloka ekki að þeir fari fram á frekari ívilnanir eins og afslátt af hafnargjöldum. Fjarðalax sagði öll- um fjórtán starfsmönnum vinnslu- hússins upp í mars síðastliðnum en hópuppsögnin var dregin til baka í byrjun apríl eftir að fyrirtækið komst að samkomulagi við sveitarfélagið um að leitað yrði leiða til að tryggja varan- lega starfsemi í húsinu. Samkomulag- ið hefur ekki enn verið undirritað. „Það er nú bara hálfgerður trassa- skapur enda nóg að gera hjá öllum. Það hefur í sjálfu sér ekki verið samið um eitt eða neitt en við höfum oft gagnrýnt skattlagningu á greinina á ýmsum stigum og þá ekki bara á sveit- arstjórnarstiginu heldur líka af hálfu ríkisvaldsins. Það er ekkert breytt í því enn sem komið er en skattlagn- ingin er ekki forsenda fyrir samkomu- laginu,“ segir Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda eldisfyrirtækisins. Afsláttur af aflagjaldi Einar segir Fjarðalax hafa óskað eftir því að bæjaryfirvöld aðstoði fyrirtæk- ið við að ná fram kostnaðarlækkun á Patreksfirði. Meðal annars sé horft til þess hvort hægt sé að koma á sam- starfi við önnur fyrirtæki á svæðinu um slátrun og fullvinnslu eldisafurð- anna. „Eftir að hafa átt samtal við full- trúa sveitarstjórnar Vesturbyggðar var ákveðið að vinna með þeim að því að tryggja að vinnsla afurða yrði áfram í sveitarfélaginu og fulltrúar þess ætla að aðstoða okkur svo aðstaðan og kostnaður vegna verkefnisins verði hagfelld fyrir Fjarðalax. Við erum ekki búin að ná þeirri kostnaðarlækkun fram sem við teljum okkur þurfa að ná en það er von okkar að það muni tak- ast á næstu vikum og mánuðum,“ seg- ir Einar. Hópuppsögnin í mars kom íbúum Vesturbyggðar á óvart og bæjarstjór- inn Ásthildur Sturludóttir sagði hana mikið reiðarslag fyrir bæjarfélagið. Ásthildur segir unnið að því að tryggja áframhaldandi starfsemi í vinnslu- húsi Fjarðalax á Patreksfirði. Aðspurð segir hún að fiskeldisfyrirtæki innan sveitarfélagsins fái afslátt af afla- og vörugjöldum. „Samkvæmt gjaldskrá hafnar Vest- urbyggðar greiðir fyrirtækið 0,6 pró- sent af söluverðmæti afurða. Eldis- fiskur ber 50 prósenta lægra aflagjald en bolfiskurinn en hafnarstjórn ákvað hér fyrir ári síðan að bjóða tímabund- inn aukaafslátt til eldisfyrirtækja á meðan þau væru að koma undir sig fótunum,“ segir Ásthildur og bætir við að önnur fyrirtæki greiði 1,6 prósent af aflaverðmæti. „Síðan fá eldisfyrirtæki 50 pró- senta afslátt af vörugjöldum vegna fóðurs. Allt fóðrið kemur hins vegar landleiðina þannig að í þeim tilvikum er ekki um háar upphæðir að ræða.“ Eiga 95% í félaginu Fjarðalax rekur að auki laxeldisstöðvar á Patreksfirði, Tálknafirði og Arnarfirði. Fyrirtækið var rekið með 326 milljóna króna hagnaði árið 2013 en ársreikn- ingi síðasta árs hefur ekki verið skil- að inn til ársreikningaskrár Ríkisskatt- stjóra. Hlutafé Fjarðalax var aukið um tæpar 2,6 milljónir króna að nafnvirði á genginu 450 á hluthafafundi félags- ins í febrúar síðastliðnum. Greitt var fyrir nýja hlutaféð með skuldajöfn- un en stærsti hluthafi Fjarðalax, Fiski- sund ehf., átti þá 1,17 milljarða króna kröfu á hendur félaginu. Fiskisund á nú 95 prósenta hlut í Fjarðalaxi en átti 58,7 prósent í árs- lok 2013. Einkahlutafélagið er í eigu Einars, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, fjárfestis og fyrrverandi stjórnarfor- manns Fjármálaeftirlitsins (FME), og Kára Þórs Guðjónssonar. Þau störf- uðu öll saman í fyrirtækjaráðgjöf Ís- landsbanka, áður Glitnis, en hættu hjá bankanum á árunum 2009 og 2011. Halla var skipuð stjórnarfor- maður FME í desember 2013 og gegndi stöðunni til ársloka 2014. Morgunblaðið hafði þá greint frá því að hún hefði hagnast um 830 millj- ónir króna þegar gengið var frá sölu á olíufélaginu Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn í lok árs 2013, á sama tíma og hún tók sæti sem stjórnarformaður FME. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins átti félag Höllu 22 prósenta eignarhlut í eignarhalds- félaginu Heddu og Einar Örn og Kári Þór einnig 22 prósent hvor í félaginu. Hedda átti 66 prósenta hlut í P/F Magn og 25 prósent í Skeljungi. Daginn eftir að fréttin birtist til- kynnti Halla að hún ætlaði að hætta sem formaður FME þegar skipun hennar rynni út í lok síðasta árs. Hafn- aði hún alfarið að hafa átt hlut í Skelj- ungi. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Bæjarstjóri Vesturbyggðar Ásthildur Sturludóttir segir unnið að því að tryggja áfram- haldandi starfsemi í vinnsluhúsi Fjarðalax. Framkvæmdastjórinn Einar Örn Ólafsson segir Fjarðalax hafa óskað eftir aðstoð bæjaryfirvalda við að ná fram kostnaðarlækkun í tengslum við rekstur vinnsluhússins á Patreksfirði. Patreksfjörður Fjarðalax sagði öllum fjórtán starfsmönnum vinnsluhúss fyrirtækisins á Patreksfirði upp í mars síðastliðnum en hópuppsögnin var dregin til baka í byrjun apríl. Mynd SiGtryGGur Ari JóHAnnSSon Fæstir eiga gæludýr Tæplega fjörutíu prósent Ís- lendinga eiga gæludýr og skipt- ist það gott sem jafnt milli þess að eiga hunda og ketti. Þeir sem eiga ketti eru líklegri til að styðja ekki ríkisstjórnina en hunda- eigendur eru frekar hliðhollir henni. Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 21. apríl 2015 af MMR og var heildarfjöldi svar- enda 1.001 einstaklingur, 18 ára og eldri. Önnur algeng gæludýr á heimilum á Íslandi voru fiskar (4%), fuglar (4%) og nagdýr (2%). Í heild reyndust þó gælu- dýr vera á minnihluta heimila á Íslandi – en 61% aðspurðra sögðu að ekki væri gæludýr á þeirra heimili. Hundar voru algengari á heimilum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, en 23% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni greindu frá því að það væri hundur á heimil- inu, borið saman við 18% þeirra sem búsett voru á höfuðborgar- svæðinu. Þeir sem studdu ríkisstjórn- ina voru líklegri til að búa á heimili með hundi (28%) en þeir sem ekki studdu ríkisstjórnina (17%). Aftur á móti voru þeir sem ekki studdu ríkisstjórnina líklegri til að búa á heimili með ketti (19%) en þeir sem studdu ríkisstjórnina (13%). Framsóknarmenn eru hefð- bundnari í vali á gæludýrum en stuðningsfólk annarra flokka en aðeins hundar og kettir reynd- ust vera á heimilum þeirra. Mótmæla sérreglum L andsbankinn og Arion banki leggjast eindregið gegn því að smærri fjármálafyrir- tækjum verði veitt sér- stök heimild til að greiða hlutfallslega hærri bónusa til starfsmanna heldur en stóru bönkunum. Þetta kemur fram í um- sögnum bankanna til efna- hags- og viðskiptanefnd- ar vegna frumvarps sem nefndin hefur til umræðu um viðamiklar breytingar á lögum um fjármálafyr- irtæki. Í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir því að kaupaukagreiðslur til starfs- manna fjármálastofnana haldist óbreyttar – að hámarki 25% af árslaun- um – frá því sem verið hefur síðustu ár. Eins og greint hefur verið frá í DV þá telur Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, hins vegar rök hníga að því að smærri félög fái að greiða hærri kaupauka. Í umsögn Arion banka, sem er undirrituð af Höskuldi Ólafs- syni bankastjóra, er bent á að smærri fjármálafyrirtæki hafi nú þegar í gegnum eignarhald á félögunum möguleika til að bjóða starfsmönnum auknar greiðslur í formi arðgreiðslna. Þekkt sé að slíkt er gert og virðast þær greiðslur „falla utan nú- gildandi reglna um kaupauka“. Fram kemur í umsögninni að dæmi séu um að starfsfólk hætti störf- um hjá stóru bönkunum þar sem slík kjör minni fjármálafyrirtækja hafa ráðið úrslitum. „Verði þessi munur að veruleika getur slíkt inngrip löggjaf- ans í starfsemi fjármálafyrirtækja haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á starfsemi á fjármálamarkaði og öryggi hans.“ n „Ófyrirsjáanlegar afleiðingar“ fyrir fjármálamarkaði Höskuldur ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.