Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 8
8 Fréttir T ryggingastofnun hafði sam- band við þá sem hugsanlega áttu rétt á afturvirkum bóta- greiðslum frá stofnuninni eftir að álit umboðsmanns um málið lá fyrir. Álit umboðsmanns Alþingis var að synjun Tryggingastofnun- ar í kvörtun sem umboðsmanni barst væri óréttmæt. DV fjallaði fyrir skemmstu efnislega um umrætt álit umboðsmanns. Taldi umboðsmað- ur að Tryggingastofnun ríkisins gæti ekki með löglegum hætti synjað fólki um örorkubætur aftur í tímann á grundvelli þess að slíkar bætur væri aðeins hægt að greiða ef fyrir lægju sérstakar ástæður. Tryggingastofnun og úr- skurðarnefnd almannatrygginga (ÚRAL) hafa fengið nokkur mál til afgreiðslu þar sem fjallað er um aft- urvirkni bóta en heimilt er að greiða þær allt að tvö ár aftur í tímann, en það er lengri tími en tíðkast víða í ná- grannalöndum. Meginstefnan er og hefur verið sú að örorkubætur séu greiddar frá því að viðurkennt læknisfræðilegt álit og úrskurðir liggi fyrir. Tryggingastofn- un hafði á hinn bóginn vísað til þess að „sérstakar ástæður“ þyrftu að liggja fyrir til þess að tryggja einstak- lingi afturvirkar bætur. TR breytti afgreiðslu mála Sigríður Lillý Baldursdóttir, for- stjóri Tryggingastofnunar, segir að í framhaldi af birtingu álits umboðs- manns fyrr í vetur hafi verið send út fréttatilkynning þar sem hvatt var til þess að þau sem teldu að á þeim hefði verið brotið með því að binda hann „sérstökum aðstæðum“ hefðu samband við stofnunina. „Jafn- framt var sent bréf til allra þeirra sem hafði í sambærilegum málum verið synjað að hluta eða öllu leyti um afturvirkar greiðslur með vísan til „sérstakra aðstæðna“. Þau sem ekki brugðust við því bréfi fengu ít- rekunarbréf. Umrædd aðgerð leiddi til breyttra ákvarðana og afgreiðslna í einhverjum tilvikum. Unnið var að leiðréttingarferlinu í samráði við hagsmunasamtök öryrkja og vel- ferðarráðuneytið.“ Sigríður Lillý segir að enn frem- ur hafi verið gerðar umtalsverð- ar breytingar á umsóknareyðu- blaði vegna örorku og tengdra greiðslna, í samráði við fulltrúa Ör- yrkjabandalagsins og Þroskahjálpar meðal annars til þess að vekja bet- ur athygli á réttinum til afturvirkra bótagreiðslna. Óháðir úrskurðir greiða leiðina Sigríður Lillý bendir á að afturvirkar greiðslur örorkulífeyris – en upp- hæðirnar geta verið umtalsverðar – ráðist einungis af því hvort öllum skilyrðum örorkumats hafi verið full- nægt en ekki af neinu öðru eins og sérstökum aðstæðum eða ástæðum. Sigríður Lillý segir jafnframt að vegna gagnrýni sem Trygginga- stofnun sætti vegna málsins verði að halda því til haga að í stöku tilvikum geti afturvirkar greiðslur rýrt réttindi til bóta langt umfram afturvirku greiðsluna. „Hlutverk Trygginga- stofnunar er að tryggja rétta fram- kvæmd laganna og ákvarða um greiðslur til okkar skjólstæðinga eins og þar er kveðið á um. Engin tvö mál eru algerlega eins í alla staði og því er ætíð um einhver álitamál að ræða. Því er mikilvægt að borg- ararnir eigi kost á að kæra afgreiðslu sinna mála til óháðs aðila í stjórn- kerfinu og þannig hefur það verið frá því að úrskurðarnefnd um almanna- tryggingar tók til starfa árið 1999.“ n Helgarblað 8.–11. maí 2015 Komdu til oKKar ...Eða leigðu lyftu og gErðu við bílinn sjálf/ur auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562 Við gerum Við bílinn faglegar Viðgerðir Óvissu um afturvirkar greiðslur eytt Jóhann Hauksson johannh@dv.is Tryggingastofnun breytti afgreiðslu mála í kjölfar álits umboðsmanns Málinu kippt í lag Tryggingastofnun brást hratt við og hafði samband við alla sem mögulega áttu rétt á afturvirkum bótum, segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri stofnunarinnar. Mynd SLB„Umrædd aðgerð leiddi til breyttra ákvarðana og afgreiðslna í einhverjum tilvikum U ng kona á rauðum bíl, mögu- lega með sítt krullað hár, kom stelpu til bjargar árið 1990 í Lálandi í Fossvoginum, rétt hjá Fossvogsskóla. Konan stöðv- aði bíl sinn og greip inn í þegar tveir ungir drengir voru að berja 11 ára gamla stúlku. Þessi stúlka er í dag 36 ára og heitir Elva Dögg Gunnarsdótt- ir. Konan sem aðstoðaði hana var líklega í kringum tvítugt en þar sem Elva var aðeins 11 ára þegar þetta gerðist þá gæti hún verið eldri. „Árið 1990 var ég 11 ára og á hverj- um degi á leiðinni heim úr skólanum var ég barin og niðurlægð af tveim- ur drengjum sem voru árinu eldri en ég. Ég var stöðugt hrædd, reyndi að finna mér aðrar leiðir heim úr skól- anum en oftast tókst þeim að finna mig og láta mig hafa það óþvegið,“ segir Elva Dögg sem þurfti að þola alvarlegt einelti á yngri árum. Elva Dögg segir að það hafi verið mikill snjór í Fossvoginum á þessum tíma og að strákarnir tveir hafi verið að kaffæra hana og var hún farin að óttast um líf sitt á tímabili. „Allt í einu sé ég hvar bíl er ekið upp að okkur og út úr honum stígur ung stelpa eða kona. Ég geri mér litla grein fyrir hversu gömul hún var en mig langar að segja að hún hafi verið einhvers staðar í kringum tvítugt. Mig rámar í sítt krullað hár en það get- ur vel verið rangt. Þessi stelpa byrj- ar að öskra á strákana og segja þeim að hætta að berja mig. Enn þann dag í dag hugsa ég um þessa ungu konu sem verndarengilinn minn og mig langar að finna hana. Þannig að ef þú ert þarna úti og kannast við lýsingar á aðstæðum, viltu þá hafa samband við mig. Þetta gerðist í Lálandi í Foss- voginum, rétt hjá Fossvogsskóla,“ segir Elva Dögg. n atli@dv.is „Hún stöðvaði eineltið þennan dag“ Elva Dögg leitar að konu sem stöðvaði ofbeldisverk Elva Dögg Gunnarsdóttir Leitar að verndarenglinum sínum. Grænar áherslur á Grundartanga Fulltrúar sveitarstjórnar Hval- fjarðarsveitar og hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. hafa undirritað samkomulag sem felur annars vegar í sér stefnuyfirlýsingu um „grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frá- gang lóða á Grundartanga“ og hins vegar skýr ákvæði um sam- eiginleg markmið, samstarf og verkaskiptingu á athafna- og hafnarsvæðinu á Grundartanga. Þetta kemur fram á vefsíðu Hvalfjarðarsveitar. Í samkomu- laginu er meðal annars kveðið á um að við úthlutun lóða á skilgreindum iðnaðarsvæðum „verði gerðar ríkar kröfur til þess að starfsemi nýrra fyrirtækja hafi í för með sér lágmarksum- hverfisáhrif“ og að starfsemin sé þar með ekki háð mati á um- hverfisáhrifum. Nýir bílar fyrir 60 milljónir Umhverfis- og skipulagssvið hefur fengið afhenta fimm nýja stóra flokkabíla til reksturs og umhirðu borgarlandsins. Bílarnir, sem eru af gerðinni IVECO, voru keyptir hjá Kraft- vélum ehf. að undangengnu útboði Reykjavíkurborgar. Heildarverð þeirra með búnaði er tæpar 60 milljónir. „Með tilkomu þessara bíla verða miklar breytingar á vinnuaðstöðu starfsmanna hverfastöðvanna sem starfa á þessum bílum,“ segir Hjalti J. Guðmundsson, stjórnandi skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins. Nýju bílarnir eru öflugri og tæknilega betur búnir en fyrir- rennarar þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.