Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 11
Helgarblað 8.–11. maí 2015 Fréttir 11 10 lengstu undirskriftalistarnir 3 Vildu verja landið Ár: 1974 Vefsíða: Engin Skorað á: Alþingi Undirskriftir: 55.522 Nánar: Lengi vel var þetta mesta þátttaka í undir- skriftasöfnun á Íslandi, eða þangað til undirskriftunum gegn Icesave-samningnum var safnað saman. Mark- miðið með söfnuninni Varið land var að sýna stuðning við veru varnarliðsins á Íslandi. Vinstristjórnin 1971–1974 hafði sett það í stjórnarsáttmála að herinn skyldi fara í áföngum og orti Þórarinn Eldjárn um þetta ljóðið Við stöndum hér með stjarfa hönd á pung. Ólíklegt var samt talið að herinn færi því ekki var meirihluti fyrir því í þinginu. Undir- skriftasöfnunin olli miklum deilum í landinu og urðu mikil málaferli. Framhaldið: Varnarliðið var áfram á landinu og fór ekki héðan fyrr en árið 2006 eftir 55 ára dvöl. 4 Viðræður við ESB haldi áfram Ár: 2014 Vefsíða: Thjod.is Skorað á: Alþingi Undirskriftir: 53.551 Nánar: Þeir sem stóðu að undirskriftasöfnuninni hvöttu Alþingi til að leggja til hliðar tillögu til þings- ályktunar um að dregin yrði til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og að boðað yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Framhaldið: Þingsályktunartillagan var ekki dregin til baka. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra afhenti ráðamönnum ESB bréf í mars síðastliðnum þar sem hann tilkynnti að ríkisstjórn Íslands ætli ekki að taka upp aðildarviðræður við ESB á nýjan leik og því eigi að taka Ísland af lista yfir umsóknarríki. Þessu var mótmælt harðlega í samfélaginu, meðal annars fyrir utan Alþingi þar sem þúsundir manna söfnuðust saman. 5 Magma kaupi ekki HS Orku Ár: 2011 Vefsíða: Orkuaudlindir.is Skorað á: Alþingi Undirskriftir: 47.000 Nánar: Björk Guðmunds- dóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir og Jón Þórisson settu af stað undirskriftasöfnun sem miðaði að því að vinna gegn samningi um sölu HS Orku, þriðja stærsta orkufyrirtækis landsins, til Magma Energy Sweden AB, dótturfyrirtækis kanadíska jarðhitafyrirtækisins Magma Energy Corp. Óskað var eftir því að þjóðarat- kvæðagreiðsla færi fram um eignarhald á auðlindum Íslands. Framhaldið: Magma keypti 98,5% hlut í HS Orku og seldi svo 25% til Jarðvarma slhf., sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða, fyrir rúma átta milljarða króna. Magma Energy Corp. yfirtók fyrirtækið Plutonic Power Corporation og þau sameinuðust í Alterra Power Corp. Engin þjóðarat- kvæðagreiðsla fór því fram. 6 Gegn vegatollum Ár: 2011 Vefsíða: Fib.is Skorað á: Alþingi Undirskriftir: 41.525 Nánar: Félag íslenskra biðfreiðaeigenda hvatti almenning til að taka þátt í undirskriftasöfnun á vefsíðu sinni þar sem mótmælt var hugmyndum stjórnvalda um vegatolla í ofanálag við „ofurháa eldsneytis- og bif- reiðaskatta“. Félagið sagði þetta gjörbreytingu á grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og allra landsmanna. Framhaldið: Hugmyndin um vegatollana varð ekki að veruleika en síðar á sama ári nefndu Samtök atvinnulífsins vegatollana sem mögulega fram- tíðarlausn. Lítil umræða hefur verið um vegatolla undanfarin ár. Helst hafa þeir verið nefndir í tengslum við hugsanlega lagningu nýrrar Sundabrautar. 7 Burt með verðtrygginguna Ár: 2011 Vefsíða: Heimilin.is Skorað á: Alþingi Undirskriftir: 37.743 Nánar: Hagsmunasamtök heimilanna stóðu fyrir undirskriftasöfnun um afnám verðtryggingar- innar og „stökkbreyttra“ lána, enda mörg heimili í illa stödd eftir bankahrunið. Yfirskrift hennar var: „Í nafni almanna- hagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verð- tryggingar.“ Framhaldið: Verðtryggingin var ekki afnumin en árið 2013 var tilkynnt um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Hægt var að samþykkja leiðréttinguna á síðasta ári og í byrjun þessa árs og fyrir þá einstaklinga hefur hún þegar tekið gildi. Reiknað er með að afnám verð- tryggingar á nýjum neytendalánum hefjist í síðasta lagi á næsta ári. 8 Á móti Icesave III Ár: 2011 Vefsíða: Kjosum.is Undirskriftir: 37.000 Skorað á: Forseta Nánar: Samninganefnd undir forystu bandaríska lögmannsins Lee Buchheit lagði fram nýjan Icesave-samning sem þótti mun betri en sá síðasti. Alþingi samþykkti samninginn. Ný undirskriftasöfnun var hafin, enda var víðtæk óánægja með Icesave-málið í samfélaginu. Framhaldið: Forsetinn neitaði í annað sinn að samþykkja samninginn og vísaði honum einnig í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar höfnuðu samningnum um 60% þeirra sem greiddu atkvæði. Eftirlitsstofnun EFTA brást við með því að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum vegna meintra brota Íslands. Dómur féll 2013 og var Íslands sýknað af öllum liðum málsins. 9 Vildu óbreytt veiðigjald Ár: 2013 Vefsíða: Petitions24.com Skorað á: Forseta Undirskriftir: 34.882 Nánar: Ísak Jónsson og Agnar Kristján Þorsteinsson stóðu fyrir undirskriftasöfnun um óbreytt veiðigjald. Hvöttu þeir Ólaf Ragnar til að undirrita ekki lagafrumvarp Alþingis um breytingar á lögum þar sem skilgreind voru þau gjöld sem útgerðinni ber að greiða fyrir afnot af fiskaveiðiauðlind okkar. Í staðinn var forsetinn hvattur til að vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Framhaldið: Þrátt fyrir undirskrift- irnar samþykkti forseti Íslands lögin. Veiðigjöld eiga að lækka um 1,8 millj- arða króna á þessu ári. 10 Vildu ekki EES Ár: 1991 Vefsíða: Engin Undirskriftir: 34.738 Skorað á: Forseta Íslands Nánar: Áhugahópurinn Þjóðaratkvæði um EES-málið hóf undirskriftasöfn- un til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópska efna- hagssvæðinu. Meðal annars óttuðust menn afleiðingar aukins viðskipta- frelsis. Skorað var á Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta Íslands, að leggja málið fyrir dóm þjóðarinnar. Framhaldið: Vigdís samþykkti lögin og fóru þau því ekki í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Síðar sagðist hún hafa íhugað að segja af sér vegna staðfestingarinnar. Núna deila menn með reglulegu millibili um það hvort Ísland eigi að ganga í ESB eða ekki. Ein af mótrökunum þar eru þau sömu og andstæðingar EES-samningsins höfðu uppi, eða að samningurinn feli í sér framsal á sjálfstæði þjóðarinnar, sem sé ekki ásættanlegt. stórum málum n Flestir hafa krafist þess að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni„Hann er algjörlega óútreiknanlegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.