Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 22
22 Fréttir Erlent Helgarblað 8.–11. maí 2015 Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942 Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar moppur og klúta í þrifin. UNGER gluggaþvottavörur, allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum gólfþvottavélum Tilboð fyrir hótel og gistiheimili í apríl/maí! Senda börnin loksins heim n Barnahermenn í Mið-Afríkulýðveldinu fá að fara heim til sín n 6.000–10.000 L eiðtogar vopnaðra hópa og skæruliðahreyfinga í Mið-Afr- íkulýðveldinu hafa samþykkt að sleppa öllum börnum sem tengd eru hópunum og hætta að skrá börn sem nýliða í herdeild- ir sínar tafarlaust. Þeir samþykkja einnig að hætta að liðsöfnun barna. Ástandið í Mið-Afríkulýðveldinu hef- ur verið óstöðugt í nokkur ár og of- beldið mikið. Mannúðarmál eru fyrir vikið í miklum ólestri, öryggi borgar- anna, einkum barna, er ótryggt. Um 6.000-10.000 börn eru nú tengd vopnuðum sveitum, að mati UNICEF. Börnin eru hermenn en eru einnig misnotuð og beitt kyn- ferðislegu ofbeldi. Þeim er með- al annars gert að starfa sem sendi- sveinar og við eldamennsku. Algengt er að ungar stúlkur séu neyddar í kynlífsþrælkun en drengir séu gerðir út sem barnahermenn. Mið-Afríku- lýðveldið er eitt af ólýðræðislegustu ríkjum heims og í fyrra féllu yfir 5.000 manns í átökum hópa þrátt fyrir veru alþjóðaherliðs í landinu. Framfaraskref „Þetta er stórt framfararskref varð- andi vernd barna í þessu ríki,“ seg- ir Mohamed Malick Fall, talsmaður hjá UNICEF á svæðinu. „Mið-Afríku- lýðveldið hefur verið einn hættuleg- asti staðurinn í heiminum fyrir börn og er UNICEF mjög mikið í mun að aðstoða stjórnvöld þar við að koma börnunum heim til fjölskyldna sinna.“ Í fyrra tryggði UNICEF heim- komu 2.800 barna og árið áður sendu vopnaðar sveitir 500 börn heim. Þessi samningur á að tryggja heimkomu allra barnahermanna. Reyna að koma á friði Samningurinn var undirritaður á dögunum, en frá 4.–11. maí stendur yfir sáttafundur í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins. Þar á að reyna að koma á friði í ríkinu. Leidd- ir voru saman ríkisstjórnarmeðlim- ir, stjórnmálamenn, góðgerðasam- tök, trúarleiðtogar og málsmetandi menn í samfélaginu. Þá voru einnig leiddir saman leiðtogar vopnaðra sveita. Í kjölfar undirritunar yfirlýsingar- innar á að hrinda úr vör áætlun sem felur í sér nánari útlistun hvað varð- ar heimkomu barnanna. Markmið- ið er að aðstoða börnin við að kom- ast heim, aðlagast aðstæðum á ný og er UNICEF, sem fyrr segir, umhugað að tryggja að börnin geti sameinast fjölskyldum sínum. Börnin hafa ver- ið mislengi í burtu og hafa flest upp- lifað skelfilega hluti, orðið vitni að ofbeldi og orðið fyrir því sjálf. Þau þurfa mikla umönnun, vernd og að- stoð við heimkomuna og slíkt hið sama má segja um fjölskyldur þeirra. Leiðtogar vopnaðra sveita þurfa einnig að veita UNICEF óheftan að- gang að landsvæðum sínum svo hægt sé að finna börnin, átta sig á fjölda þeirra og tryggja öryggi þeirra þangað til þau snúa heim. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Þetta er stórt framfaraskref varðandi vernd barna í þessu ríki Friðargæsla Myndin var tekin af ljósmyndara Reuters í Mið-Afr- íkulýðveldinu. Hún sýnir börn fylgjast með hermanni frá herliði Evrópusam- bandsins sem var við friðargæslu í ríkinu. Ók vísvitandi á Breskur karlmaður, Ian Walters, hefur verið dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína með því að keyra viljandi út af hraðbraut í mars í fyrra. Bifreiðin hafnaði á trjám. Eiginkonan lést á sjúkrahúsi tveimur dögum eftir atvikið en Walters slasaðist alvarlega. Í ljós hefur komið að eiginkonan fór í bílferðinni örlagaríku fram á skilnað, en þau munu hafa verið á leið í helgarleyfi í þeirri viðleitni að lappa upp á sambandið. Maðurinn kvaðst fyrir dómi ekkert muna eftir slysinu. Fegurðar- drottningar í bobba Í fyrra neyddist Ungfrú Simba- bve til að gefa frá sér fegurðar- titilinn eftir að gamlar nektarmynd- ir af henni birtust á netinu. í ár er sama uppi á teningnum og hefur komið nýkrýndri Ungfrú Simbabve í bobba. Skipuleggj- endur keppninnar í Afríkurík- inu hafa gefið það út að þeir séu að rannsaka myndir sem birst hafa af hinni 25 ára gömlu Emily Kachote sem krýnd var Ungfrú Simbabve fyrir tveimur vikum síðan. Nektarmyndirn- ar fóru í dreifingu á netinu og ef þær reynast ófalsaðar verð- ur Kachote svipt titlinum og þátttökuréttinum í alheimsfeg- urðarkeppninni síðar á þessu ári. Kachote hefur gefið í skyn að myndirnar hafi hugsan- lega verið teknar af manni sem hún átti stefnumót við fyrir löngu síðan. Áfengis hafi verið neytt og atburðarás fylgt í kjöl- farið sem hún hafi ekki getað spornað við. Viðurkennir þátt í offjölgun fanga Bill Clinton samþykkti „þriggja afbrota“-lögin árið 1994 B ill Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, segir að of mikil áhersla sé lögð á að fangelsa þá sem brjóta af sér í Banda- ríkjunum. Hann viðurkenndi í viðtali við CNN að hluti af ástæðunni fyrir því hversu margir eru dæmdir í fangelsi sé „þriggja afbrota“-lögin sem hann samþykkti árið 1994. Í þeim felst að sá sem gerist sekur um ofbeldisbrot eftir að hafa áður verið dæmdur fyr- ir tvö afbrot, þar á meðal brot tengd eiturlyfjum, á yfir höfði sér lífstíðar- dóm. „Vandamálið er að lögin voru alltof yfirgripsmikil og það var of mörgum stungið í fangelsi,“ sagði Clinton. „Á endanum, með því að dæma svo marga í fangelsi, voru ekki til nægir peningar til að mennta þá, undirbúa þá fyrir ný störf og auka lík- urnar á því að þeir gætu átt betra líf þegar þeir losnuðu úr fangelsi.“ Ummæli Clintons koma í kjöl- far mikilla mótmæla í borginni Baltimore eftir að ungur, þeldökk- ur maður lést í haldi lögreglunnar. Einnig er liðin vika síðan kona Clint- ons, forsetaframbjóðandinn Hillary, hélt ræðu þar sem hún sagði of mikla áherslu lagða á að koma brotamönn- um á bak við lás og slá. n freyr@dv.is Clinton-hjónin Telja að of margir séu dæmdir í fangelsi í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.