Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 58
Helgarblað 8.–11. maí 2015 Stingur á kýlum kynjamisréttis Amy Schumer er mögulega fyndnasta kona í heimi G amanleikkonan Amy Schumer er að taka banda- rískt þjóðfélag með trompi þessa dagana. Amy er eld- skörp og hæfileikarík og er ein örfárra kvenna sem virðast hafa brotið glerþak hinnar karllægu gamanþáttamenningar í heima- landi sínu með þáttunum Inside Amy Schumer. Það sætir nefni- lega tíðindum að ung kona, sem er ekki einu sinni staðalfögur og notar kannski föt númer 6, fái slíkt rými í fjölmiðlum, og það í grínþáttum. Amy er mikill femínisti og óhrædd við að nota kolsvartan og hárbeittan húmor til að benda á kynjahallann í ameríska skemmtanabransanum, og heiminum raunar yfir höfuð. Samt ekki eins og Spaugstofan Þættirnir hennar Amy, sem sýndir eru á stöðinni Comedy Central, eru með hefðbundnu grínsniði, sam- ansettir af stuttum atriðum sem fjalla um allt milli himins og jarð- ar. Svona eins og Spaugstofan … eða kannski aðeins öðruvísi samt (!). Þriðja þáttaröðin er nú í gangi, en efnið er að mestu aðgengilegt á Youtube, flestum sem ég þekki til ómældrar ánægju. Nokkur atriði eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér, þar á með- al eru fjöldamorðingjagleraugun (Serial Killer Glasses), síðasti ríð- ingadagurinn (Last F**kable Day), þriðja stefnumótið (Third Date) og atriðið um hótelið þar sem allt vatn í krönunum kemur úr tærum gull- fiskatjörnum þar sem tveir svanir eru að njóta ásta í fyrsta sinn (Pretenti- ous Hotel). Svo er sama hvaða spjall- þátt hún heiðrar með nærveru sinni, alls staðar veltur fólk um af hlátri og hamingju. Amy er kannski fyndnasta kona í heimi um þessar mundir. 12 reiðir menn Nýjasti þáttur Amy var dálítið óvenjulegur. Í honum var aðeins eitt atriði, endurgerð af kvikmynd Sid- ney Lumet, 12 Angry Men frá 1957. Í myndinni segir frá 12 karlmönn- um sem sitja saman í kviðdómi og hafa það verkefni að komast að ein- róma niðurstöðu í morðmáli. Í út- gáfu Amy sitja 12 stútungskarlar, all- ir frægir leikarar, saman í herbergi, og eiga að skera úr um hvort Amy sé nógu kynþokkafull fyrir sjónvarp. Í upphafi er aðeins einn karlanna á þeirri skoðun en smám saman snú- ast fleiri og fleiri á sveif með honum. Jeff Goldblum er formaður kvið- dómsins, og fleiri karlkyns kanónur eiga þarna stórkostlega spretti. Í at- riðinu, sem er tæplega 20 mínútna langt, er stungið á hverju kynjamis- réttiskýlinu eftir öðru. Horfið á það! Lítum okkur nær Þó svo að grínið sé allsráðandi hjá Amy nær hún hvað eftir annað að rassskella kvikmynda- og sjónvarps- iðnaðinn sem ennþá í dag, árið 2015, hampar konum aðallega fyrir lík- amsburði, hrukkuleysi og smekk- legan klæðnað. Amy er í Ameríku, en mér finnst full ástæða til að við lítum okkur nær og skoðum hvernig kynjahallanum er háttað í íslensku skjáefni. Spaug- stofan, Hraðfréttir, Svínasúpan, Fóst- bræður, Steindinn okkar, Fangavakt- in, Næturvaktin, Dagvaktin og nú síðast Drekasvæðið – sjáið þið eitt- hvert mynstur hér? n Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Sunnudagur 10. maí 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Kioka (52:78) 07.08 Ljónið Urri (35:52) 07.18 Kalli og Lóla (8:26) 07.30 Lundaklettur (6:39) 07.37 Sara og önd (3:40) 07.44 Róbert bangsi (17:26) 07.54 Vinabær Danna tígurs 08.05 Hæ Sámur (6:52) 08.12 Elías (6:52) 08.23 Sigga Liggalá (6:52) 08.36 Kúlugúbbarnir (2:26) 09.00 Disneystundin (18:52) 09.01 Finnbogi og Felix 09.23 Sígildar teiknimyndir 09.30 Fínni kostur (17:20) 09.52 Millý spyr (13:78) 09.59 Unnar og vinur (23:26) 10.25 Bækur og staðir (Sauðlauksdalur) e 10.30 Alla leið (4:5) e 11.35 Eðlisávísun kattarins (Horizon: Secret Life of the Cat) e 12.30 Útúrdúr (8:10) e 13.15 Matador (8:24) e 14.25 Kiljan e 15.05 Litla Parísareldhúsið e 15.35 Handboltalið Íslands 15.50 Úrslitakeppni kvenna í handbolta 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 Ævintýri Berta og Árna (25:52) 18.00 Stundin okkar (4:28) e 18.25 Kökur kóngsríkisins (11:12) (Kongerigets kager) 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir (41) 19.35 Veðurfréttir 19.40 Ferðastiklur (2:8) (Reykjanesskagi) Lára Ómarsdóttir ferðast ásamt föður sínum Ómari Ragnarssyni um landið. 20.25 Öldin hennar (19:52) 20.30 Ljósmóðirin (2:8) (Call The Midwife) Breskur myndaflokkur um unga ljósmóður í fá- tækrahverfi í austurborg London árið 1957. 21.25 Baráttan um þungavatnið (1:6) 8,6 (Kampen om tungt- vannet) Norsk spennu- þáttaröð um kjarnorku- vopnaáætlun Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og skemmdarverk á þungvatnsbirgðum Norðmanna til að koma í veg fyrir að Hitler tækjust áform sín. Aðalhlutverk: Andreas Döhler, Robert Hunger-Bühler og Marc Benjamin Puch. Atriði í þáttunum er ekki við hæfi ungra barna. 22.20 Kjúklingur með plómum 7,1 (Poulet aux prunes) Frönsk mynd með kaldhæðn- um húmor og listrænu yfirbragði. Einstök fiðla fiðlusnillings eyðileggst og hann sér enga ástæðu til að dvelja lengur í þessu jarðneska lífi. Hann ákveður að leggjast til hvílu og bíða dauða síns en þess í stað fer hugurinn á undarlegt ferðalag. Aðalhlut- verk: Mathieu Amalric, Edouard Baer og Maria de Medeiros. Leikstjórar: Vincent Paronnaud og Marjane Satrapi. 23.50 Síðasta helgin (3:3) (Last Weekend) e 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07:10 Spænski boltinn 14/15 (Barcelona - Real Sociedad) 08:50 RN-Löwen - Flens- burg) 10:10 Füchse Berlín - Mag- deburg 11:30 Formúla 1 2015 - Spánn B 14:30 NBA Playoff Games (Memphis - Golden State: Leikur 3) 16:20 Þýski handboltinn 2014/15 (Úrslitaleikur) 17:45 Sevilla - Fiorentina 19:30 NBA Playoff Games (Chicago - Cleveland: Leikur 4) 22:30 NBA (Open Court 405: New York Basketball) 23:20 UFC Live Events 2015 (UFC Fight Night: Miocic vs. Hunt) 09:00 Everton - Sunder- land 10:40 Crystal Palace - Man. Utd. 12:20 Man. City - QPR B 14:50 Chelsea - Liverpool B 17:00 Messan 18:00 Man. City - QPR 19:40 Chelsea - Liverpool 21:20 Messan 22:20 Stoke - Tottenham 00:00 Aston Villa - West Ham 18:00 Friends (23:24) 18:25 Modern Family (18:24) 18:50 New Girl (9:24) 19:15 The Big Bang Theory 19:40 Gulli byggir (4:8) 20:20 Without a Trace (11:24) Önnur þáttaröð þessa vinsælu glæpa- þátta sem fjallar um sérstaka deild innan FBI sem rannsakar manns- hvörf með Anthony LaPaglia í aðalhlutverki. 21:05 Hreinn Skjöldur (5:7) Íslenskur gamanþáttur með Steinda, Sögu Garðars og Pétri Jóhanni í aðalhlutverkum. 21:30 The Secret Circle 22:15 Rita (4:8) 23:00 Covert Affairs (5:16) 23:45 Gulli byggir (4:8) 00:10 Without a Trace (11:24) 00:55 Hreinn Skjöldur (5:7) Íslenskur gamanþáttur með Steinda, Sögu Garðars og Pétri Jóhanni í aðalhlutverkum. 01:20 The Secret Circle (17:22) Bandarísk þáttaröð um unglings- stúlku sem flytur til smábæjar í Washington og er tekin inn í leynifé- lag unglinga sem búa öll yfir óvenjulegum hæfileikum. 02:05 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 08:05 Moulin Rouge 10:15 You've Got Mail 12:15 My Cousin Vinny 14:15 James Dean 15:50 Moulin Rouge 18:00 You've Got Mail 20:00 My Cousin Vinny 22:00 The Monuments Men 00:00 Movie 43 01:35 Super 03:10 The Monuments Men 17:35 The Amazing Race 18:20 One Born Every Minute UK (8:14) 19:10 Hot in Cleveland 19:35 Last Man Standing 19:55 Bob's Burgers (20:22) 20:20 Amercian Dad (11:18) 20:40 Cleveland Show 4 21:10 The Bill Engvall Show 21:35 Saving Grace (16:19) 22:20 The League (11:13) 22:45 The Finder (10:13) 23:30 Bob's Burgers (20:22) 23:55 Amercian Dad (11:18) 00:20 Cleveland Show 4, 00:45 The Bill Engvall Show (5:10) 01:10 Saving Grace (16:19) 01:55 The League (11:13) 02:20 The Finder (10:13) 03:05 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:50 The Talk 12:30 The Talk 13:10 Dr. Phil 13:50 Dr. Phil 14:30 Dr. Phil 15:10 Cheers (12:25) 15:35 The Biggest Loser (7:27) Skemmtilegir þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. Í þessari þáttaröð einbeita þjálfarar sér hins vegar ekki einungis að keppendum, heldur heilu og hálfu bæjarfé- lögum sem keppendur koma frá. Nú skuli fleiri fá að vera með! 16:25 The Biggest Loser (8:27) 17:15 My Kitchen Rules 18:00 Parks & Recreation 18:25 The Office (7:27) Níunda þáttaröðin, og jafnframt sú síðasta, af bandarísku grínþáttun- um The Office. 18:45 Top Gear (7:7) 19:45 Gordon Ramsay Ultimate Home Cooking (8:20) Gætir þú hugsað þér betri matreiðslukennara en sjálfan Gordon Ramsay? Meistarakokkurinn tekur þig í kennslustund og hjálpar þér að öðlast raunverulegt sjálfs- traust í eldhúsinu. 20:15 Scorpion (17:22) Sérvitur snillingur, Walter O‘Brien, setur saman teymi með öðrum yfirburðasnill- ingum sem hafa hvert sitt sérsvið. Hópurinn vinnur fyrir bandarísk yfirvöld og leysir óvenju flóknar ógnanir sem er ekki á færi annarra sérfræðinga að takast á við. 21:00 Law & Order (14:23) 21:45 Allegiance (12:13) Bandarískur spennu- þáttur frá höfundi og framleiðanda The Adju- stment Bureau. Alex O'Connor er ungur nýliði í bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, og hans fyrsta stóra verkefni er að rannsaka rússneska njósnara sem hafa farið huldu höfði í Bandaríkj- unum um langt skeið. Það sem Alex veit ekki er að það er hans eigin fjölskylda sem hann er að eltast við. 22:30 Penny Dreadful (2:8) Sálfræðiþriller sem gerist á Viktor- íutímabilinu í London þar sem gamalkunnar hryllingspersónur eins og Dr. Frankenstein, Dorian Gray og Dracula öðlast nýtt líf í þessum þrælspennandi þáttum. 23:15 The Walking Dead (2:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Banda- ríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utan- frá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. Svo virðist sem ekki séu allir óhultir innan veggja fangelsins þótt rammgert sé. 00:05 Hawaii Five-0 (22:25) 00:50 CSI: Cyber (7:13) 01:35 Law & Order (14:23) 02:20 Allegiance (12:13) 03:05 Penny Dreadful (2:8) 03:50 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Stumparnir 07:25 Doddi litli og Eyrna- stór 07:35 Elías 07:45 Skoppa og Skrítla enn út um hvippinn og hvappinn 08:00 Algjör Sveppi 08:05 Latibær 08:30 Zigby 08:40 Víkingurinn Vic 08:50 Grallararnir 09:10 Villingarnir 09:35 Kalli kanína og félagar 09:40 Scooby-Doo! Leyni- félagið 10:05 Tommi og Jenni 10:25 Ninja-skjaldbökurnar 11:10 Young Justice 11:35 iCarly (24:45) 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 Dulda Ísland (1:8) 14:35 Vice special: Killing Cancer 15:15 Fókus (12:12) 15:40 Sælkeraheimsreisa um Reykjavík (4:8) 16:10 How I Met Your Mother (12:24) 16:30 Matargleði Evu (8:12) 16:55 60 mínútur (31:53) 17:40 Eyjan (33:35) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Sportpakkinn (89:100) 19:15 Sjálfstætt fólk (25:25) 19:50 Hið blómlega bú 3 20:15 Britain's Got Talent (4:18) Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. 21:20 Mad Men 8,7 (12:14) Sjöunda þáttaröðin þar sem fylgst er með daglegum störfum og einkalífi auglýsingapé- sans Dons Drapers og kollega hans í hinum litríka auglýsingageira á Madison Avenue í New York. Samkeppnin er hörð og óvægin, stíllinn settur ofar öllu og yfir- borðsmennskan alger. Dagdrykkja var hluti af vinnunni og reykingar nauðsynlegur fylgifiskur sannrar karlmennsku. 22:10 Better Call Saul 9,1 (8:10) Glæný og fersk þáttaröð um Saul Goodman sem er best þekktur sem lögfræðingur Walter White í þáttaröðinni Breaking Bad. Í þessum þáttum fáum við að kynnast betur Saul, uppvexti hans og hvaða aðstæður urðu til þess að hann endaði sem verjandi glæpamanna eins og Walters. 23:05 60 mínútur (32:53) Vandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reynd- ustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk. 23:50 Eyjan (33:35) 00:35 Daily Show: Global Edition (15:41) 01:00 Game Of Thrones 01:55 Backstrom (8:13) 02:40 Vice (8:14) 03:10 One Fine Day 04:55 Mad Men (12:14) Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Helgarpistill dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið S tórmeistarinn Henrik Danielsen hefur átt ansi gott skákár. Á Reykjavíkur- skákmótinu lagði hann að velli einn sterkasta skákmann heims, Tékkann Dav- id Navara, og það með svörtu mönnunum. Um svipað leyti kom út bók hans um Polar Bear System sem er byrjanakerfi sem Henrik hefur þróað og teflt mikið með góðum ár- angri. Skákstíll Henriks er að nokkru leyti töluvert frábrugðinn skákstíl hins týpiska stórmeistara. Hann veltir helstu leiðum lítið fyrir sér og fer yfirleitt ótroðnar slóðir í byrj- anakerfum sem hann kann gríðar- lega vel á. Nokkuð praktísk nálgun ef svo má segja. Um liðna helgi tók Henrik þátt í Kaupmannahafnar- áskoruninni sem er skákmót sem er teflt á færri dögum en flest mót. Ár- angur Henriks á mótinu var glæsi- legur; 5 sigrar og 4 jafntefli jafngilti árangri upp á 2599 skákstig og sig- ur í mótinu. Má því með sanni segja að Henrik sé til alls líklegur í Lands- liðsflokknum sem hefst í Hörpu 14. maí. Hann hefur einu sinni orðið Ís- landsmeistari, á Bolungarvík fyrir nokkrum árum. Talandi um Lands- liðsflokk, þá er hann sá sterkasti frá upphafi! Alls tefla átta stórmeistarar í flokknum, sjö hafa orðið Íslands- meistarar og allir tólf keppendur hafa teflt með landsliði Íslands á einhverjum tímapunkti! Landsmótið í skólaskák fór fram um sl. helgi á Selfossi. Vignir Vatn- ar Stefánsson var langstigahæstur í yngri flokki. Enda fór hann með öruggan sigur af hólmi, 10v. af 11 mögulegum. Í eldri flokki voru margir ungir sterkir skákmenn sem sýnir þá breidd sem einkennir kynslóðina fædda í kringum alda- mótin. Fór svo að Björn Hólm Birk- isson vann glæsilegan sigur og hafði hann reyndar tryggt sér sig- ur fyrir síðustu umferðina. Björn hefur verið í gríðarlegri framför síðasta árið og verður spennandi að fylgjast með honum komandi misseri. n Henrik sigrar í Köben! 58 Menning Sjónvarp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.