Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Síða 58
Helgarblað 8.–11. maí 2015 Stingur á kýlum kynjamisréttis Amy Schumer er mögulega fyndnasta kona í heimi G amanleikkonan Amy Schumer er að taka banda- rískt þjóðfélag með trompi þessa dagana. Amy er eld- skörp og hæfileikarík og er ein örfárra kvenna sem virðast hafa brotið glerþak hinnar karllægu gamanþáttamenningar í heima- landi sínu með þáttunum Inside Amy Schumer. Það sætir nefni- lega tíðindum að ung kona, sem er ekki einu sinni staðalfögur og notar kannski föt númer 6, fái slíkt rými í fjölmiðlum, og það í grínþáttum. Amy er mikill femínisti og óhrædd við að nota kolsvartan og hárbeittan húmor til að benda á kynjahallann í ameríska skemmtanabransanum, og heiminum raunar yfir höfuð. Samt ekki eins og Spaugstofan Þættirnir hennar Amy, sem sýndir eru á stöðinni Comedy Central, eru með hefðbundnu grínsniði, sam- ansettir af stuttum atriðum sem fjalla um allt milli himins og jarð- ar. Svona eins og Spaugstofan … eða kannski aðeins öðruvísi samt (!). Þriðja þáttaröðin er nú í gangi, en efnið er að mestu aðgengilegt á Youtube, flestum sem ég þekki til ómældrar ánægju. Nokkur atriði eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér, þar á með- al eru fjöldamorðingjagleraugun (Serial Killer Glasses), síðasti ríð- ingadagurinn (Last F**kable Day), þriðja stefnumótið (Third Date) og atriðið um hótelið þar sem allt vatn í krönunum kemur úr tærum gull- fiskatjörnum þar sem tveir svanir eru að njóta ásta í fyrsta sinn (Pretenti- ous Hotel). Svo er sama hvaða spjall- þátt hún heiðrar með nærveru sinni, alls staðar veltur fólk um af hlátri og hamingju. Amy er kannski fyndnasta kona í heimi um þessar mundir. 12 reiðir menn Nýjasti þáttur Amy var dálítið óvenjulegur. Í honum var aðeins eitt atriði, endurgerð af kvikmynd Sid- ney Lumet, 12 Angry Men frá 1957. Í myndinni segir frá 12 karlmönn- um sem sitja saman í kviðdómi og hafa það verkefni að komast að ein- róma niðurstöðu í morðmáli. Í út- gáfu Amy sitja 12 stútungskarlar, all- ir frægir leikarar, saman í herbergi, og eiga að skera úr um hvort Amy sé nógu kynþokkafull fyrir sjónvarp. Í upphafi er aðeins einn karlanna á þeirri skoðun en smám saman snú- ast fleiri og fleiri á sveif með honum. Jeff Goldblum er formaður kvið- dómsins, og fleiri karlkyns kanónur eiga þarna stórkostlega spretti. Í at- riðinu, sem er tæplega 20 mínútna langt, er stungið á hverju kynjamis- réttiskýlinu eftir öðru. Horfið á það! Lítum okkur nær Þó svo að grínið sé allsráðandi hjá Amy nær hún hvað eftir annað að rassskella kvikmynda- og sjónvarps- iðnaðinn sem ennþá í dag, árið 2015, hampar konum aðallega fyrir lík- amsburði, hrukkuleysi og smekk- legan klæðnað. Amy er í Ameríku, en mér finnst full ástæða til að við lítum okkur nær og skoðum hvernig kynjahallanum er háttað í íslensku skjáefni. Spaug- stofan, Hraðfréttir, Svínasúpan, Fóst- bræður, Steindinn okkar, Fangavakt- in, Næturvaktin, Dagvaktin og nú síðast Drekasvæðið – sjáið þið eitt- hvert mynstur hér? n Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Sunnudagur 10. maí 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Kioka (52:78) 07.08 Ljónið Urri (35:52) 07.18 Kalli og Lóla (8:26) 07.30 Lundaklettur (6:39) 07.37 Sara og önd (3:40) 07.44 Róbert bangsi (17:26) 07.54 Vinabær Danna tígurs 08.05 Hæ Sámur (6:52) 08.12 Elías (6:52) 08.23 Sigga Liggalá (6:52) 08.36 Kúlugúbbarnir (2:26) 09.00 Disneystundin (18:52) 09.01 Finnbogi og Felix 09.23 Sígildar teiknimyndir 09.30 Fínni kostur (17:20) 09.52 Millý spyr (13:78) 09.59 Unnar og vinur (23:26) 10.25 Bækur og staðir (Sauðlauksdalur) e 10.30 Alla leið (4:5) e 11.35 Eðlisávísun kattarins (Horizon: Secret Life of the Cat) e 12.30 Útúrdúr (8:10) e 13.15 Matador (8:24) e 14.25 Kiljan e 15.05 Litla Parísareldhúsið e 15.35 Handboltalið Íslands 15.50 Úrslitakeppni kvenna í handbolta 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 Ævintýri Berta og Árna (25:52) 18.00 Stundin okkar (4:28) e 18.25 Kökur kóngsríkisins (11:12) (Kongerigets kager) 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir (41) 19.35 Veðurfréttir 19.40 Ferðastiklur (2:8) (Reykjanesskagi) Lára Ómarsdóttir ferðast ásamt föður sínum Ómari Ragnarssyni um landið. 20.25 Öldin hennar (19:52) 20.30 Ljósmóðirin (2:8) (Call The Midwife) Breskur myndaflokkur um unga ljósmóður í fá- tækrahverfi í austurborg London árið 1957. 21.25 Baráttan um þungavatnið (1:6) 8,6 (Kampen om tungt- vannet) Norsk spennu- þáttaröð um kjarnorku- vopnaáætlun Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og skemmdarverk á þungvatnsbirgðum Norðmanna til að koma í veg fyrir að Hitler tækjust áform sín. Aðalhlutverk: Andreas Döhler, Robert Hunger-Bühler og Marc Benjamin Puch. Atriði í þáttunum er ekki við hæfi ungra barna. 22.20 Kjúklingur með plómum 7,1 (Poulet aux prunes) Frönsk mynd með kaldhæðn- um húmor og listrænu yfirbragði. Einstök fiðla fiðlusnillings eyðileggst og hann sér enga ástæðu til að dvelja lengur í þessu jarðneska lífi. Hann ákveður að leggjast til hvílu og bíða dauða síns en þess í stað fer hugurinn á undarlegt ferðalag. Aðalhlut- verk: Mathieu Amalric, Edouard Baer og Maria de Medeiros. Leikstjórar: Vincent Paronnaud og Marjane Satrapi. 23.50 Síðasta helgin (3:3) (Last Weekend) e 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 07:10 Spænski boltinn 14/15 (Barcelona - Real Sociedad) 08:50 RN-Löwen - Flens- burg) 10:10 Füchse Berlín - Mag- deburg 11:30 Formúla 1 2015 - Spánn B 14:30 NBA Playoff Games (Memphis - Golden State: Leikur 3) 16:20 Þýski handboltinn 2014/15 (Úrslitaleikur) 17:45 Sevilla - Fiorentina 19:30 NBA Playoff Games (Chicago - Cleveland: Leikur 4) 22:30 NBA (Open Court 405: New York Basketball) 23:20 UFC Live Events 2015 (UFC Fight Night: Miocic vs. Hunt) 09:00 Everton - Sunder- land 10:40 Crystal Palace - Man. Utd. 12:20 Man. City - QPR B 14:50 Chelsea - Liverpool B 17:00 Messan 18:00 Man. City - QPR 19:40 Chelsea - Liverpool 21:20 Messan 22:20 Stoke - Tottenham 00:00 Aston Villa - West Ham 18:00 Friends (23:24) 18:25 Modern Family (18:24) 18:50 New Girl (9:24) 19:15 The Big Bang Theory 19:40 Gulli byggir (4:8) 20:20 Without a Trace (11:24) Önnur þáttaröð þessa vinsælu glæpa- þátta sem fjallar um sérstaka deild innan FBI sem rannsakar manns- hvörf með Anthony LaPaglia í aðalhlutverki. 21:05 Hreinn Skjöldur (5:7) Íslenskur gamanþáttur með Steinda, Sögu Garðars og Pétri Jóhanni í aðalhlutverkum. 21:30 The Secret Circle 22:15 Rita (4:8) 23:00 Covert Affairs (5:16) 23:45 Gulli byggir (4:8) 00:10 Without a Trace (11:24) 00:55 Hreinn Skjöldur (5:7) Íslenskur gamanþáttur með Steinda, Sögu Garðars og Pétri Jóhanni í aðalhlutverkum. 01:20 The Secret Circle (17:22) Bandarísk þáttaröð um unglings- stúlku sem flytur til smábæjar í Washington og er tekin inn í leynifé- lag unglinga sem búa öll yfir óvenjulegum hæfileikum. 02:05 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 08:05 Moulin Rouge 10:15 You've Got Mail 12:15 My Cousin Vinny 14:15 James Dean 15:50 Moulin Rouge 18:00 You've Got Mail 20:00 My Cousin Vinny 22:00 The Monuments Men 00:00 Movie 43 01:35 Super 03:10 The Monuments Men 17:35 The Amazing Race 18:20 One Born Every Minute UK (8:14) 19:10 Hot in Cleveland 19:35 Last Man Standing 19:55 Bob's Burgers (20:22) 20:20 Amercian Dad (11:18) 20:40 Cleveland Show 4 21:10 The Bill Engvall Show 21:35 Saving Grace (16:19) 22:20 The League (11:13) 22:45 The Finder (10:13) 23:30 Bob's Burgers (20:22) 23:55 Amercian Dad (11:18) 00:20 Cleveland Show 4, 00:45 The Bill Engvall Show (5:10) 01:10 Saving Grace (16:19) 01:55 The League (11:13) 02:20 The Finder (10:13) 03:05 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:50 The Talk 12:30 The Talk 13:10 Dr. Phil 13:50 Dr. Phil 14:30 Dr. Phil 15:10 Cheers (12:25) 15:35 The Biggest Loser (7:27) Skemmtilegir þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. Í þessari þáttaröð einbeita þjálfarar sér hins vegar ekki einungis að keppendum, heldur heilu og hálfu bæjarfé- lögum sem keppendur koma frá. Nú skuli fleiri fá að vera með! 16:25 The Biggest Loser (8:27) 17:15 My Kitchen Rules 18:00 Parks & Recreation 18:25 The Office (7:27) Níunda þáttaröðin, og jafnframt sú síðasta, af bandarísku grínþáttun- um The Office. 18:45 Top Gear (7:7) 19:45 Gordon Ramsay Ultimate Home Cooking (8:20) Gætir þú hugsað þér betri matreiðslukennara en sjálfan Gordon Ramsay? Meistarakokkurinn tekur þig í kennslustund og hjálpar þér að öðlast raunverulegt sjálfs- traust í eldhúsinu. 20:15 Scorpion (17:22) Sérvitur snillingur, Walter O‘Brien, setur saman teymi með öðrum yfirburðasnill- ingum sem hafa hvert sitt sérsvið. Hópurinn vinnur fyrir bandarísk yfirvöld og leysir óvenju flóknar ógnanir sem er ekki á færi annarra sérfræðinga að takast á við. 21:00 Law & Order (14:23) 21:45 Allegiance (12:13) Bandarískur spennu- þáttur frá höfundi og framleiðanda The Adju- stment Bureau. Alex O'Connor er ungur nýliði í bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, og hans fyrsta stóra verkefni er að rannsaka rússneska njósnara sem hafa farið huldu höfði í Bandaríkj- unum um langt skeið. Það sem Alex veit ekki er að það er hans eigin fjölskylda sem hann er að eltast við. 22:30 Penny Dreadful (2:8) Sálfræðiþriller sem gerist á Viktor- íutímabilinu í London þar sem gamalkunnar hryllingspersónur eins og Dr. Frankenstein, Dorian Gray og Dracula öðlast nýtt líf í þessum þrælspennandi þáttum. 23:15 The Walking Dead (2:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Banda- ríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utan- frá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. Svo virðist sem ekki séu allir óhultir innan veggja fangelsins þótt rammgert sé. 00:05 Hawaii Five-0 (22:25) 00:50 CSI: Cyber (7:13) 01:35 Law & Order (14:23) 02:20 Allegiance (12:13) 03:05 Penny Dreadful (2:8) 03:50 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Stumparnir 07:25 Doddi litli og Eyrna- stór 07:35 Elías 07:45 Skoppa og Skrítla enn út um hvippinn og hvappinn 08:00 Algjör Sveppi 08:05 Latibær 08:30 Zigby 08:40 Víkingurinn Vic 08:50 Grallararnir 09:10 Villingarnir 09:35 Kalli kanína og félagar 09:40 Scooby-Doo! Leyni- félagið 10:05 Tommi og Jenni 10:25 Ninja-skjaldbökurnar 11:10 Young Justice 11:35 iCarly (24:45) 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 Dulda Ísland (1:8) 14:35 Vice special: Killing Cancer 15:15 Fókus (12:12) 15:40 Sælkeraheimsreisa um Reykjavík (4:8) 16:10 How I Met Your Mother (12:24) 16:30 Matargleði Evu (8:12) 16:55 60 mínútur (31:53) 17:40 Eyjan (33:35) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Sportpakkinn (89:100) 19:15 Sjálfstætt fólk (25:25) 19:50 Hið blómlega bú 3 20:15 Britain's Got Talent (4:18) Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. 21:20 Mad Men 8,7 (12:14) Sjöunda þáttaröðin þar sem fylgst er með daglegum störfum og einkalífi auglýsingapé- sans Dons Drapers og kollega hans í hinum litríka auglýsingageira á Madison Avenue í New York. Samkeppnin er hörð og óvægin, stíllinn settur ofar öllu og yfir- borðsmennskan alger. Dagdrykkja var hluti af vinnunni og reykingar nauðsynlegur fylgifiskur sannrar karlmennsku. 22:10 Better Call Saul 9,1 (8:10) Glæný og fersk þáttaröð um Saul Goodman sem er best þekktur sem lögfræðingur Walter White í þáttaröðinni Breaking Bad. Í þessum þáttum fáum við að kynnast betur Saul, uppvexti hans og hvaða aðstæður urðu til þess að hann endaði sem verjandi glæpamanna eins og Walters. 23:05 60 mínútur (32:53) Vandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reynd- ustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk. 23:50 Eyjan (33:35) 00:35 Daily Show: Global Edition (15:41) 01:00 Game Of Thrones 01:55 Backstrom (8:13) 02:40 Vice (8:14) 03:10 One Fine Day 04:55 Mad Men (12:14) Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Helgarpistill dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið S tórmeistarinn Henrik Danielsen hefur átt ansi gott skákár. Á Reykjavíkur- skákmótinu lagði hann að velli einn sterkasta skákmann heims, Tékkann Dav- id Navara, og það með svörtu mönnunum. Um svipað leyti kom út bók hans um Polar Bear System sem er byrjanakerfi sem Henrik hefur þróað og teflt mikið með góðum ár- angri. Skákstíll Henriks er að nokkru leyti töluvert frábrugðinn skákstíl hins týpiska stórmeistara. Hann veltir helstu leiðum lítið fyrir sér og fer yfirleitt ótroðnar slóðir í byrj- anakerfum sem hann kann gríðar- lega vel á. Nokkuð praktísk nálgun ef svo má segja. Um liðna helgi tók Henrik þátt í Kaupmannahafnar- áskoruninni sem er skákmót sem er teflt á færri dögum en flest mót. Ár- angur Henriks á mótinu var glæsi- legur; 5 sigrar og 4 jafntefli jafngilti árangri upp á 2599 skákstig og sig- ur í mótinu. Má því með sanni segja að Henrik sé til alls líklegur í Lands- liðsflokknum sem hefst í Hörpu 14. maí. Hann hefur einu sinni orðið Ís- landsmeistari, á Bolungarvík fyrir nokkrum árum. Talandi um Lands- liðsflokk, þá er hann sá sterkasti frá upphafi! Alls tefla átta stórmeistarar í flokknum, sjö hafa orðið Íslands- meistarar og allir tólf keppendur hafa teflt með landsliði Íslands á einhverjum tímapunkti! Landsmótið í skólaskák fór fram um sl. helgi á Selfossi. Vignir Vatn- ar Stefánsson var langstigahæstur í yngri flokki. Enda fór hann með öruggan sigur af hólmi, 10v. af 11 mögulegum. Í eldri flokki voru margir ungir sterkir skákmenn sem sýnir þá breidd sem einkennir kynslóðina fædda í kringum alda- mótin. Fór svo að Björn Hólm Birk- isson vann glæsilegan sigur og hafði hann reyndar tryggt sér sig- ur fyrir síðustu umferðina. Björn hefur verið í gríðarlegri framför síðasta árið og verður spennandi að fylgjast með honum komandi misseri. n Henrik sigrar í Köben! 58 Menning Sjónvarp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.