Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 8.–11. maí 201510 Fréttir U ndirskriftalistar eru vopn sem sífellt oftar er notað í íslensku samfélagi til að hafa áhrif á ráðamenn við ákvarðanir í veigamiklum málum. Hjálpar þar vafalítið til- koma netsins, en einnig aukinn vilji almennings til að knýja fram breytingar eftir að bankahrunið varð árið 2008. „Vegna þess að það eru engar formlegar rökreglur um að hægt sé að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi þá eru svona undir- skriftasafnanir, miðað við núver- andi stjórnskipan, fyrst og fremst viljayfirlýsingar sem viðkomandi ráðamenn ákveða hvort þeir taka eitthvert mark á eða ekki,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, spurður út í áhrif undirskriftasafnana. Frá lýðveldsstofnun hefur forseti Íslands þrívegis synjað lögum stað- festingar eftir að þrýst hafði ver- ið á hann með undirskriftalistum. Fyrst fjölmiðlalögunum árið 2004 og síðan Icesave-lögum í tvígang árin 2010 og 2011. Þjóðaratkvæða- greiðsla fór fram um þau tvö síðar- nefndu. Breyttist með Ólafi Ragnari Ólafur segir að almennt séð hafi undirskriftalistar fyrstu áratugina verið tæki sem almenningur hafði til að vekja athygli á skoðunum sín- um og að þeir hafi virkað eins og þrýstihópar eða félagshópar í sam- félaginu. „Þetta var bara ein að- ferð til að láta í ljós skoðun og þá hafði það áhrif inn í umræðu. En hins vegar hefur þetta fengið svo- lítið annað vægi eftir að synjun- arvaldi forsetans var beitt í fyrsta sinn,“ segir Ólafur. „Hann [ Ólafur Ragnar Grímsson] fer að tala um að það sé sjálfsagður hlutur að beita synjunar valdinu. Það eru engar almennar reglur um hvenær hann synjar, heldur hefur hann reynt að rökstyðja það sérstaklega í hvert skipti og sumir hafa gagn- rýnt að þar reki sig svolítið hvað á annars horn.“ Yfir þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir nýjasta undir- skriftalistann á vefsíðunni thjodar- eign.is. Þar er deilt á frumvarp sjávar útvegsráðherra um makríl kvóta og skorað á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæða- greiðslu hverj- um þeim lögum sem Alþingi sam- þykkir þar sem fiskveiðiauðlind- um er ráðstafað til lengri tíma en eins árs. Þegar forsetinn synjaði lögum um fjölmiðlafrumvarpið staðfestingar árið 2004 skrifuðu tæplega 32 þúsund manns undir áskorun til hans um að vísa því til þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurður hvort forsetinn muni vísa markílfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu seg- ir Ólafur ómögulegt að segja til um það. „Hann er algjörlega óútreiknanlegur. Ég treysti mér ekki til að giska á það.“ n 10 lengstu undirskriftalistarnir n Íslendingar hafa reynt að hafa áhrif í Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Það eru engar almennar reglur um hvenær hann synjar, held- ur hefur hann reynt að rökstyðja það sérstaklega í hvert skipti og sumir hafa gagnrýnt að þar reki sig svolítið hvað á annars horn. 1 Flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Ár: 2013 Vefsíða: Lending.is Skorað á: Reykja­ víkurborg og Alþingi Undirskriftir: 69.802 Nánar: Hinn 8. júlí 2013 var stofnað félagið Hjartað í Vatnsmýrinni í þeim tilgangi að tryggja landsmönnum óskertar flugsamgöngur í Vatns­ mýrinni. Hafin var undirskriftasöfnun þar sem lagst var gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni. Framhaldið: Enn er óvissa um hvort flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni. Nýlega sögðust tæp 78% Íslendinga vera því andvíg að neyðarbraut verði lokað á Reykjavíkurflugvelli. Beðið er álits flugvallarnefndar, undir stjórn Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi ráðherra, sem á að móta framtíðar­ tillögur um flugvöllinn. 2 Á móti Icesave II Ár: 2009–2010 Vefsíða: Indefence.is Skorað á: Forseta Íslands Undirskriftir: 56.089 Nánar: Talsmenn samtakanna InDefence hvöttu forseta Íslands til að samþykkja ekki Icesave­samning númer tvö. Áskorunin hljóðaði svo: „Ég skora á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja nýjum Icesave­lög­ um staðfestingar. Ég tel að það sé sanngjörn krafa að sú efnahagslega byrði sem ríkisábyrgðin leggur á íslenskan almenning og framtíðar­ kynslóðir þessa lands, verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Framhaldið: Ólafur Ragnar Grímsson vísaði málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, þeirri fyrstu í sögu lýðveldisins eftir að forseti beitti málskotsrétti. Vísaði hann m.a. til þess hversu mörgum undirskriftum var safnað. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni höfnuðu yfir 93% þeirra sem mættu á kjörstað samningnum. stórum málum n Flestir hafa krafist þess að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Ólafur Ragnar Grímsson Hefur þrívegs synjað lögum frá Alþingi staðfestingar. MyNd SiGtRyGGUR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.