Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Page 2
Vikublað 7.–9. júlí 20152 Fréttir
Smart föt
fyrir smart konur
Sjáðu
úrvalið á
tiskuhus.is
Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464
Stærðir 38-54
The New Yorker á hálendisvaktinni
n Hálendisvakt björgunarsveita er hafin n Fjórir hópar sendir upp á hálendið
H
álendisvakt björgunar
sveita er hafin og héldu
fjórir hópar til fjalla á síð
ustu dögum.
Samhliða því ætla sjálf
boðaliðar Slysavarnafélagsins
Landsbjargar að standa vaktina á
mörgum viðkomustöðum ferða
manna víða um landið; Reykjavík,
Akureyri og Egilsstöðum þar á með
al. Spjallað verður við ferðalanga og
þeim afhent fræðsluefni frá Neyðar
línu, Sjóvá og Safetravel. Börnum
verður boðið að fá sér sæti á fjór
hjólum svo foreldrar geti smellt af
þeim myndum.
„Það eru tíu ár síðan við byrj
uðum að fara með hópa frá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg upp
á hálendið og núna verðum við með
búðir á þremur stöðum: Fjallabaki
við Landmannalaugar, Skálan
um Dreka við Öskju og Nýjadal við
Sprengisand,“ segir Smári Sigurðs
son, formaður Landsbjargar.
Aðstæður á hálendi og til fjalla
eru óvenjulegar þetta sumarið og
jafnvel hættulegar. Þekking á að
stæðum, reynsla og góð ferðahegð
un er því mikilvæg en útköll björg
unarsveita hafa sjaldan verið fleiri
en undanfarnar vikur.
Aðalmarkmiðið með Hálendis
vaktinni er að vekja athygli á
nauðsyn öruggrar ferðahegðunar og
sérstökum aðstæðum á hálendinu.
Hafa forðað fjölmörgum
óhöppum
Smári segir hlutverk hópanna fyrst
og fremst að veita upplýsingar og
fræðslu til að forða ferðamönnum
frá óhöppum og slysum og vera við
búnir ef í nauðirnar rekur. Mark
miðið sé því tvíþætt.
„Ég get með sanni sagt að við
höfum forðað mörgum frá óhöpp
um og slysum. Ferðamönnum hef
ur fjölgað á þessum stöðum enda
þekkja þeir ekki alveg kenjar ís
lenskrar náttúru.“
Smári bætir því við að aðstæður
á hálendinu séu öðruvísi en venju
lega á þessum tíma. Það sé vegna
óvenjumikils snjós, drullu og polla.
„Það líður ekki sá dagur að björg
unarsveitir séu ekki kallaðar út ein
hvers staðar á landinu.“
Sjórinn óvenju mikill og svæði
lokuð
„Ég er í húsi. Við erum að græja
okkur,“ segir Guðrún Katrín Jó
hannsdóttir, sem er meðal björg
unarmanna fyrsta hópsins sem
stendur Hálendisvaktina og er á leið
á Fjallabak við Landamannalaugar.
Hún segir snjóinn mikinn á
hálendinu og ekki sé búið að opna
ýmis svæði hálendisins vegna þessa.
„Venjulega komast hóparnir al
veg upp á hálendi, svæðið enda
stórt, og skiptist bæði í Fjallabak
nyrðra og syðra, en nú er í raun bara
búið að opna Landmannalaugar og
upp í Veiðivötn. Þetta verður því
óvenjuleg gæsla að því leytinu til
að fólk verður minna á ferðinni en
áður.“ Mæða muni meira á sveitun
um Hellu og Hvolsvelli ef eitthvað
gerist suður af Fjallabaki. Ekki sé
hægt að komast þangað nema með
sleða.
„Hins vegar er gríðarlegur daga
munur á snjónum. Þannig að þetta
breytist líklega eitthvað,“ segir Guð
rún Katrín.
The New Yorker fylgist með
Venjulega eru hóparnir einung
is skipaðir fullgildum björgunar
mönnum en í þetta skiptið slást
Birna Guðmundsdóttir
birna@dv.is
„Margir ferðamenn
verða líklega ör-
magna vegna þess og við
erum meðvituð um það.
Smári segir mikilvægt að menn
séu upplýstir Óvenju mikill snjór er á
hálendinu þetta sumarið.
Hálendisvaktin við störf Hjálpar mörgum ferðamönnum á hálendinu.
Hlaupa í spari-
fötum í sjóinn
P
ólar er matar og menn
ingarhátíð þar sem rík
áhersla er lögð á sjálfbærni
og nærumhverfi,“ segir
Katrín Helena Jónsdóttir, einn að
standenda Pólarhátíðarinnar, sem
haldin verður dagana 7.–12. júlí
næstkomandi á Stöðvarfirði, Aust
fjörðum.
Katrín segir að í samstarfi við
fjölbreyttan hóp fólks verði boð
ið upp á litríka dagskrá á Pólar sem
samanstandi af námskeiðum, mat
argerð, morgunjóga, hljómsveitum,
bryggjuballi, sýningum og öðru.
„Meðal þeirra sem spila á hátíð
inni eru Teitur Magnússon, Prins
Póló og Markús and The Diversion
Sessions.
Pólarhátíðin byggist á hug
myndinni um hæfileikasamfélag
ið þar sem við hvetjum fólk til að
leggja sitt af mörkum með hæfileik
um sínum og þátttöku,“ segir Katrín.
Peningar leiki eins lítið hlutverk og
mögulegt er en ekkert kostar inn á
hátíðina.
Á Pólar er reynt að endurspegla
þá möguleika sem náttúra, um
hverfi og menning Stöðvarfjarð
ar felur í sér. Til dæmis með því að
veiða fisk úr sjó og bragðbæta með
jurtum úr brekku og hlíð.
„Eitt námskeiðið gengur út á
þetta þar sem einn hópur býr til mat
fyrir vikuna; fer í fjöruferð, göngu
ferð út á fjall og út að sjó til að safna
svæðisbundnum mat. Á laugardeg
inum verður síðan slegið upp helj
ar veislu þar sem maturinn verður
framreiddur. Síðast þegar við héld
um Pólar gekk það vel og nóg var af
mat, þar á meðal fiski,“ bætir Katrín
við.
Þorpshátíðin Maður er manns
Pólar-hátíðin haldin á Stöðvarfirði„Síðast þegar við
héldum Pólar gekk
það vel og nóg var af
mat, þar á meðal fiski.
Teknar fyrir
kókaínsmygl
Tvær franskar konur sitja í gæslu
varðhaldi vegna misheppnaðr
ar tilraunar til að smygla rúm
lega 400 grömmum af kókaíni til
landsins. Konurnar komu með
flugi frá London í lok maí.
Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á Suðurnesjum
grunuðu tollverðir konurnar um
græsku þegar í flugstöðina var
komið, stöðvuðu þær og höfðu
samband við embættið. Stúlk
urnar voru handteknar og færð
ar til rannsóknar. Önnur þeirra
reyndist hafa hluta efnanna inn
vortis en hin hafði komið þeim
fyrir utan á líkama sínum. Þær
eru báðar um tvítugt en rannsókn
málsins er á lokastigi.
Lést við Gullfoss
Ferðamaður sem hneig niður
við Gullfoss á laugardag er lát
inn. Ferðamaðurinn, eldri kona
frá þýskalandi, hafði glímt við
hjartveiki.
Læknar sem voru á vettvangi,
ferðamenn, hófu strax endurlíf
gun. Þær báru ekki árangur og
var konan úrskurðuð látin þegar
komið var til Reykjavíkur. Hún
var flutt þangað með þyrlu.