Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Page 6
Vikublað 7.–9. júlí 20156 Fréttir NÁTTÚRULEGAR Þ Y K K I N G A R T R E F J A R The Science of Thicker Hair™ Fáðu þykkara hár í dag Fæst í Lyfju, Lyf & Heilsu, apótekum um land allt og á Heimkaup.is Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is » Hætta á að göngin þurrki vatnsbólin Þ að eru dæmi um að jarðganga gerð hafi áhrif á grunnvatnsstöðu og vatns- ból og því er sá möguleiki fyrir hendi. Það hefur ekki komið neitt óyggjandi fram enn þá en við búumst við að það geti orðið,“ segir Bjarni Gautason, útibússtjóri Ís- lenskra orkurannsókna (ÍSOR) á Ak- ureyri, um rannsókn stofnunarinnar á því hvort vatnsleki í Vaðlaheiðar- göngum hafi eða geti haft áhrif á lindir í Eyjafirði. „Það eru vatnsból þarna við göngin sem eru kennd við Hallland og menn áttu alltaf von á að jarð- gangagerðin gæti haft áhrif á þau,“ bætir Bjarni við. Mikill þrýstingur Heitt vatn hefur nú streymt úr göngun- um Eyjafjarðarmegin síðan í febrú- ar í fyrra eða rúma sextán mánuði. Vatnið kemur bæði úr stórri misgeng- issprungu en einnig minni sprungum við stafn ganganna. Stóra sprungan dældi fyrst um 350 lítrum af 46 gráðu heitu vatni inn í göngin en í dag streyma út um 140 lítrar á sekúndu. Í apríl síðastliðnum opnaðist önnur stór sprunga Fnjóskadalsmegin sem dældi þá um 400 lítrum af köldu vatni á sekúndu inn í göngin. Rennslið er nú komið undir 300 lítra á sekúndu og vatn streymir því enn úr báðum end- um ganganna. „Heita vatnið í göngunum vestan megin hefur lekið mjög lengi og við höfum fylgst með holum í grenndinni en sjáum ekki enn nein áhrif. Það er hins vegar spurning hvort þær séu nógu vel staðsettar og svo er erfiðara um vik að kanna ástandið Fnjóskadalsmegin en það er verið að fylgjast með rennsli úr göngunum þeim megin með reglu- legu millibili. Eftir að verktakarnir skáru á heita vatnið í fyrra komu ekki fram neinar stórar breytingar og því virðist vera góður þrýstingur á bak við strauminn en eins og ég segi eru eftirlitsholurnar ekki nógu vel stað- settar til að áhrifin komi fram fljótt. Því erum við nú að skoða þetta ofan á heiðinni,“ segir Bjarni. Treysta á ÍSOR Veitu- og orkufyrirtækið Norðurorka á Akureyri fékk ÍSOR til að rannsaka áhrif framkvæmdanna í Vaðlaheiðar- göngum. Fyrirtækið nýtir kalt vatn úr Halllandslindunum og selur til íbúa Svalbarðsstrandarhrepps sem er undir hlíðum Vaðlaheiðar við austan verðan Eyjafjörð. „Við höfðum strax áhyggjur af því að það gæti komið til vatnsþurrðar í þessum bólum og fórum því í samn- ingaviðræður við Vegagerðina á sínum tíma og þeir féllust á að við myndum samtengja tvö kaldavatns- svæði til að koma í veg fyrir vatns- skort. Eins og staðan er núna er ekk- ert sem bendir til þess að þetta sé farið að hafa áhrif á kalt eða heitt vatn á svæðinu eða á nálægum svæðum en satt best að segja höfum við ekki hugmynd um hvaða áhrif þetta getur haft,“ segir Baldur Dýrfjörð, forstöðu- maður þróunar hjá Norðurorku, og heldur áfram: „Við erum með vinnslusvæði fyrir heitt vatn á Reykjum í Fnjóska- dal, Hrafnagili og Laugalandi. Miðað við hvað er langt í þessi svæði vonar maður að það sé engin tenging þar á milli en við treystum á Bjarna og hans menn til að svara slíkum spurning- um.“ Baldur segir ekki vitað hvenær niðurstöður ÍSOR muni liggja fyrir. Rannsóknartæki stofnunarinnar hafi nánast einungis verið notuð til jarð- hitaleitar og annarra rannsókna í botnum dala. Starfsmenn ÍSOR séu nú aftur á móti í þeirri stöðu að þurfa að rannsaka aðstæður ofan á fjalli. „Þegar heita vatnið var mest í göngunum var það í rúmmetrum talið jafn mikið og allir íbúar Akur- eyrar nota á köldum vetrardegi. Það skondna er að það var búið að leita að heitu vatni á Svalbarðsströnd en á endanum ákveðið að leiða það frá Akureyri. Það minnir okkur á að þrátt fyrir að við teljum okkur vita voða mikið þá vitum við einnig ósköp lítið,“ segir Baldur og hlær. n Norðurorka rannsakar áhrif vatnsleka í Vaðlaheiðargöngum á lindir í Eyjafirði Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Þegar heita vatnið var mest í göngun- um var það í rúmmetrum talið jafn mikið og all- ir íbúar Akureyrar nota á köldum vetrardegi. Vatnsflaumur Rétt tæpir 300 lítrar af köldu vatni streyma nú út úr göngunum Fnjóskadalsmegin á hverri sekúndu. Heitt vatn hefur tafið framkvæmdir í göngunum Eyjafjarðarmegin. Mynd ValGeiR BeRGMann Þungt haldinn Bifhjólamaður á fertugsaldri, sem lenti í slysi á Holtavörðu- heiði á laugardag, er enn þungt haldinn og er ástand hans alvar- legt. Manninum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn lenti í slysi á laugar- dag er hjól hans hafnaði utan vegar. Hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á sjúkrahús í Reykjavík. Handtekinn vegna nauðg- unar í Eyjum Maður hefur verið handtekinn vegna nauðgunar sem á að hafa átt sér stað í Vestmannaeyjum að- faranótt sunnudags, þegar gos- lokahátíðin stóð yfir. Málið er á viðkvæmu rann- sóknarstigi en maður var hand- tekinn og gisti hann í fanga- geymslu vegna rannsóknar á málinu. Vitni að árásinni tók mynd. Mikill erill var hjá lögreglunni vegna goslokahátíðarinnar um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.