Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Blaðsíða 8
Vikublað 7.–9. júlí 20158 Fréttir
Fimm hundruð
þúsund ferðamenn
F
rá áramótum hafa 517.037 er-
lendir ferðamenn farið frá
landinu, sem er 115.265 fleiri
en á sama tíma í fyrra. Þetta er
28,7 prósenta aukning á milli ára.
Um 137 þúsund erlendir ferða-
menn fóru frá Íslandi í júní síðast-
liðnum samkvæmt talningum Ferða-
málastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Það eru 26.712 fleiri ferðamenn en í
júní á síðasta ári. Aukningin nemur
24,2 prósentum á milli ára.
Frá áramótum hefur verið aukn-
ing alla mánuði, eða 34,5% í janúar,
34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í
apríl og 36,4% í maí.
Um 72% ferðamanna í júní voru af
tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru
fjölmennastir, eða 24,5% af heildar-
fjölda. Þjóðverjar voru næstir, eða
10,5% og Bretar á eftir þeim, eða 8,4%.
Á eftir fylgdu Frakkar (5,3%), Kín-
verjar (5,1%), Kanadamenn (4,6%),
Norðmenn (4,1%), Svíar (3,3%), Dan-
ir (3,1%) og Pólverjar (2,9%), sam-
kvæmt upplýsingum Ferðamálastofu.
Af einstaka þjóðernum fjölgaði
Bandaríkjamönnum, Kínverjum,
Bretum og Kanadamönnum mest
milli ára í júní. Alls komu 12.334
fleiri Bandaríkjamenn til landsins í
júní í ár en í fyrra, 3.167 fleiri Kínverj-
ar, 2.060 fleiri Bretar og 1.008 fleiri
Kanadamenn. Þessar fjórar þjóðir
báru uppi 69,5% aukningu ferða-
manna í júní.
Nokkrum þjóðum fækkaði hins
vegar í júní frá því í fyrra. Rússum um
40,6%, Svíum um 16,7%, Dönum um
13,6% og Norðmönnum um 10,2%.
Heildarfjöldi ferðamanna í júní
hefur meira en fjórfaldast frá árinu
2002 og munar þá mestu um aukn-
ingu N-Ameríkana sem hafa ríflega
sexfaldast og þeirra sem flokkast
undir ,,annað“ sem hafa áttfaldast.
Á sama tíma hefur fjöldi ferða-
manna frá Mið- og Suður-Evrópu
ríflega þrefaldast, fjöldi Breta hefur
einnig þrefaldast og fjöldi Norður-
landabúa nærri tvöfaldast. Hlutverk
þeirra síðastnefndu hefur minnk-
að með árunum í júní, samkvæmt
tölum Ferðamálastofu. n
Um 137 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá Íslandi í júní
Flugstöð Leifs Eiríkssonar Rúmlega hálf
milljón erlendra ferðamanna hefur yfirgefið
Flugstöð Leifs Eiríkssonar það sem af er árinu.
„Svo eru það
útlendingarnir
sem gefa í“
U
m ein milljón ferðamanna
kom til Íslands í fyrra en á
þessu ári er gert ráð fyrir yfir
20 prósenta fjölgun. Eins og
við er að búast eru áhrifin
mikil á íslenskt samfélag, þar á meðal
á þjóðvegum landsins, þar sem margt
hefur breyst.
Höskuldur Erlingsson, varðstjóri
lögreglunnar á Norðurlandi vestra,
segir að gríðarleg breyting hafi orðið
úti á þjóðvegunum með auknum
fjölda ferðamanna til landsins. Margir
þeirra aki of hratt á bílaleigubílum
sínum og stoppi hvar sem þeim detti í
hug til að taka myndir af hestum.
Kínverskar mæðgur í vanda
„Stærsta breytingin er að þetta er
orðin svo mikil umferð allt árið um
kring. Eins og í vetur, þá var mik-
il umferð erlendra ferðamanna alla
daga,“ segir Höskuldur. Mikill fjöldi
þeirra kom frá Asíu og lentu margir í
vandræðum og umferðaróhöppum
á bílaleigubílum sínum út af veðri
og ófærð. „Ég man eftir kínverskum
mæðgum sem óku út af. Þetta var
um mánaðamótin janúar febrúar. Ég
spurði: „Hvað eruð þið að gera hérna
núna?“ Og þær sögðu: „Northern
lights“,“ segir Höskuldur. Þær höfðu
því ákveðið að koma til Íslands vegna
norðurljósanna, sem hafa fengið
mikla umfjöllun og kynningu í Asíu.
Ferðamenn keyra hraðar
Að sögn Höskuldar keyra erlendu
ferðamennirnir hraðar en þeir ís-
lensku. „Mín tilfinning er sú að það
hafi orðið mikil á breyting á öku-
hraða Íslendinga, þeir eru farnir að
keyra hægar,“ segir hann og nefnir
mögulega ástæðu fyrir því vera hækk-
un eldsneytisgjalds. „Svo eru það
útlendingarnir sem gefa í. Hátt hlut-
fall af þeim sem við stoppum er
útlendingar.“
Taka myndir af hestum
Oft þarf lögreglan einnig að hafa af-
skipti af útlendingum sem stoppa
bíla sína úti í vegkanti til að taka ljós-
myndir. „Þeir eru afar mikið í því að
stoppa hingað og þangað og taka
myndir af hestunum hérna. Þá spá
ekkert í hvort það er blindhæð eða
ekki,“ segir hann en þannig geti þeir
sett sjálfa sig og aðra í stórhættu. „Við
höfum ekki sektað fyrir þetta en við
höfum stuggað við ferðamönnum út
af þessu.“
Vík í þriðja sæti
Elías Guðmundsson, sem rekur
Víkurskála á Vík í Mýrdal, veitinga-
staðinn Ströndina, Icelandair Hótel
Vík og Icelandair Hótel Eddu, segir
að sprenging hafi orðið í fjölda ferða-
manna á svæðinu undanfarin ár en
Vík í Mýrdal er orðinn þriðji fjölsótt-
asti ferðamannastaður landsins.
Vel í stakk búin
„Það hefur verið góður stígandi í
þessu undanfarin ár. Það er talsverð
aukning frá því í fyrra og í fyrra var
talsverð aukning frá því árið áður,“
segir Elías um hinn aukna ferða-
mannastraum. „Það er mjög fjöl-
breytt þjónusta hér í Mýrdalnum og
ég vil meina að við séum mjög vel í
stakk búin til að taka á móti því fólki
sem hingað kemur.“
Sækja í fjörur, jökla og fossa
Hann segir ferðamenn sækja mest í
fjörurnar, jöklana og fossana. „Það
eru Seljalandsfoss, Skógafoss, Sól-
heimajökull, Dyrhólaey, Reynisfjara
og Víkurfjara. Við erum vel í sveit sett
gagnvart náttúruperlum.“
Fjöldinn dreifist betur um landið
Kristján Daníelsson, framkvæmda-
stjóri Kynnisferða, segir að undan-
farna mánuði og síðasta árið hafi
ferðum þeirra með erlenda ferða-
menn fjölgað á staði sem áður voru
ekkert sérlega mikið sóttir. „Við telj-
um það mjög jákvætt að það er að
vaxa mikið straumurinn á Snæfells-
nes, Borgarfjörð og suðurströndina,
sem hefur alltaf verið frekar rólegt.
En það er verulega gaman að sjá að
þetta er að dreifast mun betur,“ seg-
ir Kristján.
„Fólk er að átta sig á því að það
er fleira að sjá á Íslandi og fjöldi
skemmtilegra verkefna í gangi. Ég
hef verið nokkuð ánægður að sjá
þessa þróun af því að það er enginn
hagur fyrir okkur að beina allri um-
ferð á Gullna hringinn eða eitthvað
slíkt.“
Brottförum fjölgað
Auk þess að fara í auknum mæli
á aðra staði en Gullfoss, Geysi og
Þingvelli reyna Kynnisferðir að dreifa
tímasetningum ferðanna. „Við höfum
verið að breyta framboðinu með því
að fjölga brottförum til að reyna að
minnka álagsstreymið sem er á þessa
stærstu staði. Við erum með brott-
farir á öðrum tímum en áður til að
þetta dreifist meira yfir daginn,“ segir
Kristján. n
n Stöðva bíla sína úti í vegkanti og taka myndir
af hestum n Setja sjálfa sig og aðra í stórhættu
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is „Það er talsverð
aukning frá því í
fyrra og í fyrra var talsverð
aukning frá því árið áður.
Elías Guðmundsson Elías segist vel geta
tekið á móti auknum fjölda ferðamanna.
Kristján Daníelsson Fjöldinn dreifist
betur um landið en áður.