Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Side 12
12 Fréttir Vikublað 7.–9. júlí 2015 Buxur vesti Brók og skór Einstakur markaður í hjarta borgarinnar kolaportid.isOpið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 „Þessi tilraunastarf- semi gengur ekki“ Þ að er þungt hljóðið í fólki því það virðist stefna í áfram- haldandi tilraunastarfsemi,“ segir Árni Johnsen varðandi ástandið í samgöngumálum Vestmannaeyja. „Að mínu mati er Landeyjahöfn aðeins nothæf yfir sumartímann,“ segir annar viðmæl- andi DV. Nýjar upplýsingar sýna að um 260 þúsund rúmmetrum hefur verið dælt úr höfninni í vetur en áætlanir gerðu ráð fyrir að um 10–15 þúsund rúmmetrum yrði dælt upp vegna viðhalds. Forstöðumaður sigl- ingasviðs hjá Vegagerðinni segir að áætlanir hafi miðast við nýja hent- ugri ferju en aldrei hafi verið áætlað hvað þyrfti að dæla vegna Herjólfs. Þann 7. maí síðastliðinn sendi áhugahópur um bætt- ar samgöngur við Vestmannaeyj- ar áskorun til innan ríkisráðherra, þingmanna Suðurlands og bæjar- stjórn Vestmannaeyja um að taka mark á varnaðarorðum reyndra skipstjórnar manna. Vísað var til orða Steinars Magnússonar skip- stjóra sem í samtali við Morgunblað- ið sagði: „Menn verða þó að hafa í huga að mannvirkið er aðeins hálf- byggt. Það er mjög aðkallandi að reistir verði varnargarðar sem næðu lengra út og myndu umlykja þá sem eru nú ystir. Slík framkvæmd er brýn og myndi fjölga þeim dögum sem fært væri í höfnina. Ný ferja myndi ekki leysa vandann nema að litlu leyti,“ segir Steinar sem hefur siglt á Herjólfi síðan 2007. „Vegagerðin hefur hins vegar gefið það út að ekki sé hægt að breyta höfninni, ekki með görðum eða neinu,“ segir Árni Johnsen. „Þessi til- raunastarfsemi gengur ekki áfram. Rekstrarkostnaður skipsins er um einn milljarður, moksturinn er hálf- ur milljarður og engar áætlanir sem standast. Það þarf bara að viður- kenna mistökin og fara í raunhæfari lausnir. Árni vill að þegar í stað verði farið að skipuleggja borun ganga til Vestmannaeyja: „Kostnaðurinn við þau er um 30 milljarðar og engin fyr- irsjáanleg jarðfræðileg vandamál. Þetta er einfalt reikningsdæmi til lengri tíma,“ segir Árni. 13 sinnum meira magn af sandi Samkvæmt upplýsingum DV hefur í vetur verið, sem fyrr segir, dælt um 260 þúsund rúmmetrum úr höfninni sem er margfalt meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Óhætt er að segja að orð Elliða Vignissonar hafi ekki ræst en árið 2011 sagði hann í viðtali við Eyjuna: „Það er ekkert óeðlilegt við að dæla þurfi sandi upp úr höfnum. Við höfum verið að dæla úr Vest- mannaeyjahöfn frá því að hún var stofnsett og reglulega þarf að dæla úr Þorlákshöfn. Sérstaklega þarf að dæla mikið fyrstu árin. Fyrsta árið verður mikil dæling og minni von- andi á næsta ári.“ Herjólfur hentar ekki „Þetta verður alltaf erfið barátta og það er alveg rétt að magnið var vaná- ætlað. Stór hluti af því svæði sem við erum að dýpka núna er vegna Herjólfs þar sem hann ristir svo djúpt. Við þurfum að dýpka miklu meira en ella miðað við það skip sem höfnin var hugsuð fyrir,“ segir Sigurður Áss Grét- arsson, forstöðumaður siglingasviðs Vegagerðarinnar. „Haustið 2008 var tekin sú ákvörðun að halda Herjólfi vegna fjárskorts, það er þó ljóst að skipið hentar ekki til siglinga í Land- eyjahöfn,“ bætir Sigurður Áss við. „Baráttan er töpuð“ Að sögn Sigurðar Áss er verið að undirbúa útboðsgögn varðandi smíði ferju sem hentar fyrir aðstæð- urnar í Landeyjahöfn og verkinu verði ekki lokið fyrr en sú ferja hefur hafið siglingar. Aðspurður hvort sigl- ingartími nýrrar ferju til Þorláks- hafnar verði sá sami og siglingatími Herjólfs, segir Sigurður Áss: „Það er ekkert hægt að segja til um það. Það er reynt að miða við að þetta sé sami siglingartími og hjá Herjólfi til Þor- lákshafnar.“ DV hefur rætt við fjölmarga að- ila sem þekkja til svæðisins í kring- um Landeyjahöfn og segja þeir all- ir að baráttan sé vonlaus að þeirra mati. Einn gengur svo langt að segja að hún sé töpuð. Sandurinn gangi inn á landið með sjávarstraumum en einnig fjúki umtalsvert magn ofan af landi og niður í höfnina. Einnig segja sjónarvottar að fjaran sé sífellt að færast framar. „Ég er þess fullviss að Landeyjahöfn verði orðinn innlyksa innan tíu ára,“ segir einn viðmælandi DV. Þessu hafnar Sigurður Áss alfarið. „Mælingar sýna að fjaran hefur hopað, ef eitthvað er, frá árinu 2010. Vissulega eru sveiflur milli ára og það getur vel verið að fjaran hafi eitthvað færst fram síðastliðinn vetur en á heildina litið sýna mælingar að fjaran hefur hopað.“ Tilgátan um Dragør Ein kenning sem hefur gengið fjöllum hærra varðandi hve vonlaus baráttan sé snýr að skipinu Dragør sem strand- aði í Bakkafjöru árið 1920. Nýlegar myndir sýna að flakið er komið um 500 metra inn í land og vilja viðmæl- endur DV meina að þetta sýni svart á hvítu að náttúran muni hafa betur. Sigurður Áss blæs á þessar full- yrðingar: „Öll önnur skip sem hafa strandað á suðurströndinni hafa sokkið í sandinn en ekki þetta til- tekna skip. Ef fjaran hefur ver- ið þarna þá hefði skipið sokkið og hulist. Það segir manni að ströndin hefur ekki verið þarna. Annaðhvort hefur farvegur Markarfljóts verið þarna og skipið siglt upp fljótið áður en það strandaði eða, sem er allt eins líklegt, skipið flaut langt upp í land og strandaði. Sjórinn gat gengið ansi langt upp í land áður en garðarnir voru settir upp,“ segir Sigurður Áss. Undir kostnaðaráætlunum Sigurður tekur hins vegar fullkom- lega undir það að baráttan sé erfið en bendir þó á að verkefnið sé und- ir öllum kostnaðaráætlunum. „Árið 2007 var gert ráð fyrir að höfnin með öllu myndi kosta 3,5 milljarða og það er á verðlagi dagsins í dag um sex milljarðar og svo bætist við viðhalds- kostnaður, yfir allt tímabilið, sem átti að vera um 600 milljónir. Það er því hægt að segja að heildarkostnaður- inn hafi átt að vera 6,6 milljarðar á þessum tímapunkti en staðan er sú að sá kostnaður, með allri dýpkun er um 5,5–5,6 milljarðar. Við erum því þrátt fyrir allt undir öllum áætlun- um,“ segir Sigurður Áss. Í könnun í byrjun árs kom fram að 72 prósent bæjarbúa í Vestmanna- eyjum telji ólíklegt að Landeyjahöfn þjóni samgöngum allt árið um kring. Aðspurður um það segir Sigurður Áss: „Við stefnum að því með nýrri ferju og öðruvísi dýpkunaraðferðum að um heilsárshöfn verði að ræða. Tíminn verður hins vegar að leiða í ljós hvort að það gangi eftir.“ n n Baráttan fyrir Landeyjahöfn að tapast n Vegagerðin vill ljúka verkinu Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Tilraunastarfsemi Árni segir þungt hljóð í Eyjamönnum. Segir verkið á áætlun „Við erum því þrátt fyrir allt undir öllum áætlunum,“ segir Sigurður Áss. Landeyjahöfn Um 260 þúsund rúmmetrum af sandi hefur verið dælt úr höfninni í vetur en gert var ráð fyrir um 15–20 þúsundum rúmmetrum í áætlunum. Vega- gerðin segir að þær áætlanir hafi miðast við hentugra skip en Herjólf. Flak Dragør Hér má sjá skipsflakið og fjarlægð þess frá fjöruborðinu. Skipið strandaði árið 1920 og vilja menn meina að þetta sé vísbending um örlög Landeyjahafnar. „Það þarf bara að viðurkenna mis- tökin og fara í raunhæfari lausnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.