Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Qupperneq 15
Fréttir Erlent 15Vikublað 7.–9. júlí 2015 Steinhissa á mótlætinu Sagði mexíkóska innflytjendur vera „nauðgara og glæpamenn“ V iðskiptajöfurinn og forseta- frambjóðandinn Donald Trump er brugðið við það mikla mótlæti sem framboð hans, og ummæli, hafa kallað fram. Hann segist viðurkenna að hann hafa vitað að hann yrði ef til vill um- deildur en segir að andstaðan komi honum verulega á óvart. Samning- um sem hann hafði átt við NBC- sjónvarpsstöðina og verslunina Macy's hefur verið rift og NASCAR- samtökin fjarlægjast hann óðum. Ástæðurnar eru ummæli hans um mexíkóska innflytjendur í Banda- ríkjunum. „Ég bjóst ekki við svona miklum viðbrögðum,“ sagði Trump við Fox-fréttastofuna þar sem hann varði þó ummælin og sagðist ekki hafa skipt um skoðun, en hann sagði marga innflytjendur vera nauðgara og glæpamenn. Um helgina vísaði hann til tveggja aðila sem hafa komist í kast við lögin á síðustu dögum. „Glæp- irnir eru yfirgengilegir. Þetta er of- beldisfullt og fólk þorir ekki að tala um það. Ef þú talar um þetta ertu kynþáttahatari. Ég skil þetta ekki,“ segir hann. Margir aðrir frambjóð- endur repúblikanaflokksins hafa andmælt Trump og segja hann hafa farið langt yfir strikið. Jeb Bush segist telja að Trump viti nákvæm- lega hvað hann er að gera til þess að fá athygli og jafnvel fylgi. n Í vanda Trump bjóst ekki við jafn miklu mótlæti og honum hefur mætt. Skemmtileg hugmynd en fjarstæðukennd Sævar segir ekki búið að finna líf úti í geimnum Þ að er ekki búið að finna líf, þetta er því miður mjög fjarstæðukennd hugmynd tveggja vísindamanna,“ segir Sævar Helgi Braga- son, formaður Stjörnuskoðunar- félags Seltjarnarness, um tilgátur geimvísindamanna um frumstæð- ar lífverur undir ísilögðum vötnum á halastjörnunni 67p/Churyumov- Gerasimenko. Fyrir tíu árum sendu vísindamenn ómannað geimfar, Rosetta, til móts við halastjörn- una. Ferðalagið tók níu ár og átti að senda könnunarfarið Philae til stjörnunnar. Það var aftur á móti ekki fyrr en í júní síðastliðnum sem Philae vaknaði óvænt til lífs- ins og hófst handa við að rannsaka yfirborð 67P/Churyumov-Gerasi- menko. Fyrstu niðurstöður benda til þess að halastjarnan sé þak- in svartri lífrænni skorpu og telja geimvísindamenn að ástæðan sé frumstæðar lífverur sem leynast undir skorpunni. Sævar segir hins vegar að það sé alþekkt. „Allar halastjörnur sem við höfum heim- sótt hafa svona jarðvegsþekju yfir ísnum, sem verður til þegar ísinn gufar upp og rykið situr eftir enda er það mun þyngra og erfiðara að losna frá halastjörnunni. Smám saman verður til þykkt ryklag,“ segir hann og segir að til að útskýra fundinn hafi vísindamennirnir sett fram þessa tilgátu um lífverurnar. Óstaðfest með öllu Ekki verður hægt að staðfesta fund Philae á næstunni þar sem hvorki könnunarfarið né geim- farið Rosetta eru búin tækj- um til þess að nema merki um líf. Tillaga um að útbúa förin með slíkjum tækjum þótti fárán- leg á sínum tíma. Prófessorinn Chandra Wickramasinghe kom að skipulagningu geimferðarinnar fyrir 15 árum og hann telur að fólk ætti að vera opnara fyrir möguleik- um um líf utan jarðarinnar. „Fyrir fimm hundruð árum var erfitt að fá fólk til að samþykkja að jörðin væri ekki miðpunktur heimsins. Þrátt fyrir þá byltingu virðumst við enn þá telja að jörðin sé mið- punktur lífs í alheiminum. Þessi hugsunarháttur er rótgróinn í vís- indum okkar og menningu og það mun þurfa mikið til að breyta hon- um,“ segir Wickramasinghe. Stórkostlegt ef rétt reynist „Kuldakærar örverur eru ekki óþekktar úr náttúrunni. Ef að þetta væri rétt þá væri þarna á ferðinni ein stórkostlegasta uppgötvun vís- indasögunnar. Sem er skemmtileg hugmynd,“ segir Sævar. Hann seg- ir þó að allar líkur bendi til þess að myndanirnar á halastjörnunni eigi frekar uppruna sinn úr náttúru- legum ferlum sem tengist ekki lífi. „Þetta er mjög langt í burtu frá sól- inni og því oftast skítakuldi. Ólík- legt er að svona lítill hnöttur geti haldið fljótandi vatni, enda líka laus í sér,“ segir hann en bætir við: „En náttúran hefur tilhneigingu til að koma okkur á óvart.“ Það er gangur vísinda að koma með fjarstæðukenndar hug myndir og láta skjóta þær niður, segir Sævar. „Þannig höfum við komist að ýmsu. Þegar Hubble uppgötvaði að alheimurinn væri að þenjast út þá voru ekki margir sem trúðu honum. Hann trúði því eiginlega ekki sjálfur. Hann var mjög varkár þegar hann birti þær niðurstöð- ur enda voru þær svo byltingar- kenndar og það sama á við um þetta,“ segir hann. „Við þurfum að bíða aðeins.“ n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Rosetta Hér má sjá geimfarið Rosetta senda könnunarfarið Philae til móts við halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimenko. Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta TILBOÐ RYÐFRÍ GAFFALVOG MEÐ RYÐFRÍUM HAUS Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 TILBOÐ 299.000kr. + vsk Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fermax mynd- dyrasíma kerfi er bæði fáguð og flott vara á góðu verði sem hentar fyrir hvert heimili. Hægt að fá með eða án myndavélar og nokkur útlit til að velja um. Ekkert líf Sævar Helgi gefur lítið fyrir hugmyndir vísinda- mannanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.