Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Qupperneq 16
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
16 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Grísku áhrifin
Það er sannarlega merkilegt að
fylgjast með hinum sögulegu at-
burðum í Grikklandi. Þar í landi
er litið til þess þegar íslenska
þjóðin beitti lýðræðislegum rétti
sínum og hafnaði Icesave-samn-
ingum sem bundið hefðu þjóðina
í skuldaklafa. Grískur almenning-
ur sagði líka nei og kannski blasir
nýtt umhverfi við í alþjóðlegum
heimi fjármagnsins.
Svörtu sauðirnir
Í pistli á Eyjunni lýsir Elín Hirst,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
yfir óánægju sinni með umræðu-
hefðina á Alþingi og segir: „Alltof
oft snúast umræðurnar um hver
eigi heiðurinn að
hverju og hver hafi
klúðrað hverju.
Niðrandi orð eru
látin falla um
persónur. Engum
er hrósað nema
að hann sé í rétta
liðinu. Öllu er snúið á versta veg.“
Elín er ekki eini þingmaðurinn
sem hefur kvartað undan um-
ræðuhefðinni á Alþingi og kallað
eftir breytingum án árangurs.
Ljóst er að ákveðinn hópur þing-
manna vill breytingar meðan aðrir
þingmenn halda fast í hina gömlu
umræðuhefð. Að þessu leyti má
kannski segja að Alþingi sé eins
og skólabekkur þar sem svörtu
sauðirnir komi óorði á allan bekk-
inn. Og ekki vex virðing Alþingis.
Vikublað 7.–9. júlí 2015
Ég er smátt og smátt
að verða fátækari
Það var rosalega
gott að gráta
Þetta hefur setið
í fólki
Tímabær samþykkt
Magnús Eiríksson hefur misst marga góða vini í gegnum tíðina. – DV Stefán Gunnarsson kom síðastur í mark í WOW Cyclothon. – DV Sema Erla Serdar, segir formannskosninguna hafa verið óvenjulega. – DV
F
agna ber því að alþingismenn
hafi samþykkt frumvarp
Helga Hrafns Gunnarssonar,
þingmanns Pírata, um afnám
banns við guðlasti. Þjóð sem
vill hafa tjáningarfrelsi og skoðana-
frelsi í hávegum getur ekki haft grein
í hegningarlögum sem heimilar að
sekta eða fangelsa þá sem draga dár
að trúarkenningum eða guðsdýrkun.
Þessi refsiheimild sem var í lögum,
og er nú aflögð, hefur blessunarlega
ekki verið nýtt að neinu ráði síðustu
áratugi, þarna er því um að ræða úr-
elda grein sem rétt var að kasta.
Reyndar vekur það nokkra furðu
að ekki hafi verið hreyft við 125. grein
almennra hegningarlaga fyrr en nú,
árið 2015. Og það er kannski tímanna
tákn að það þurfti Pírata til þess.
Þannig hefur þetta ákvæði verið í
lögum á sama tíma og við sem kenn-
um okkur við lýðræði fordæmum
beitingu slíkra lagagreina í löndum
sem síst eru þekkt fyrir lýðræðis-
ást sína. Í því liggur tvískinnungur
sem nú hefur verið leiðréttur, þökk
sé Pírötum. Hugsanlega hefði þessi
grein hegningarlaga verið í gildi í ára-
tugi enn, ef Píratar hefðu ekki komist
á þing. Á þingi hafa hverju sinni setið
löglærðir menn sem hefðu átt að vita
af þessari grein, en ekkert aðhafst til
að afnema hana.
Einn þingmaður virtist ekki sér-
lega hrifinn af frumvarpi Pírata og
taldi samþykkt þess vera hluta af af-
siðun þjóðarinnar. Er þar ansi sterkt
tekið til orða. Vissulega eru margir
viðkvæmir þegar trú á í hlut, en trú
sem er kærleiksrík og umburðarlynd
á að geta þolað margt, meðal annars
að hún sé höfð að háði og spotti.
Þetta virðast fulltrúar kirkjunnar
skilja mætavel því kirkjuþing hafði
lýst yfir stuðningi við frumvarpið.
Biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir,
er sammála þeirri skoðun Pírata (og
örugglega flestra þegna þessa lands)
„að lagaheimildir sem setja tján-
ingarfrelsinu skorður með þessum
hætti standist ekki nútíma viðhorf til
mannréttinda“. Þarna er vel og skör-
uglega mælt. Þetta viðhorf er þjóð-
kirkjunni til sóma. Hún á að vera nú-
tímaleg, leggja sig fram við að styðja
mannréttindabaráttu og tala máli
tjáningarfrelsis, en ekki festa sig í ref-
sigleði og gömlum og úreldum vald-
boðum. Kirkja Krists á að stunda
umburðarlyndi um leið og hún er að
sönnu kærleiksrík.
Ríkissaksóknari mun hafa gefið
frumvarpi Pírata jákvæða umsögn
sem sýnir að þar á bæ er ekki áhugi á
því að draga menn fyrir dóm hæðist
þeir að trúarbrögðum og guðsdýrk-
un. Enda verður ekki séð hvaða til-
gangi slíkt þjónar.
Málfrelsið er mikilvægt og um það
á að standa vörð. Samþykkt Alþingis
um að afnema bann við guðlasti var
löngu tímabær. n
Eru gáfnaljósin gáfuð?
Eru gáfnaljósin alltaf gáfuð en stundum með hálfkveikt á perunni?
E
flaust getur ljósið deplað
dálítið á perunni hjá þeim
ekki síður en það flöktir oft
á tírunni í hausi heimskingj-
ans. Um þetta hafa margir
brotið meðalheilann eftir að hafa
lesið viðbrögð ljósanna við mönnum
og málefnum líðandi stundar.
Hver sem niðurstaðan verður,
þegar allt kemur í ljós, er ekki hægt
að neita að gáfnaljósin geta brugð-
ið með ýmsu móti bjarma á atburði
sem brenna á öðrum en þeim sem
vilja vera heypokar sem hugsa ekki
um aðra töðu en þá að hafa til ævi-
loka alltaf vitlaust að gera og miða
tilveru sína, mátt sinn og megin,
einungis við kaupmáttinn. Í fram-
haldi af þessu er ekki úr vegi að
kasta fram dæmum og kristalsskær-
um spurningum sem hafa vaknað í
meðalheilum við að hlusta á fréttir
og lestur hinnar helgu bókar, Face-
book, þar spámenn úr öllum þjóð-
félagshópum senda hver öðrum
skeyti og þjóðinni viðhorf sitt og
postullegar kveðjur án tillits til þess
hvort þeir eru í stakk búnir til að hafa
vit á hlutunum eða eiga lýðræðis-
legan rétt á vitleysunni:
Fyrsta heilabrot: Ef það er vit í
því hjá skáldinu að Ísland stækki
í hvert sinn sem við nefnum nafn
Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrver-
andi forseta Íslands, gerist þá það
kraftaverk á kortinu, ef landsmenn
nefna nafnið fimm þúsund sinnum
á dag, að núverandi forsetafrú hafi
haft hárrétt fyrir sér þegar hún sagði
af ættjarðarást í Kína, að Ísland væri
stórasta land í heimi?
Annað heilabrot: Reynist það
rétt sem Magnús Kjartansson sagði,
ritstjóri Þjólviljans, eftir Kínaferð,
að alþýðukommúnisminn mundi
brátt ganga af kapítalisma arðráns-
ríkjanna dauðum? Íhaldið hló þá
moggahlátri að vitleysunni. En hvað
hefur síðan gerst? Kínverski komm-
únisminn, með arðráni á alþýðunni,
er orðinn meira auvald en auðvald
auðvaldsríkjanna og mun innan
tíðar ganga af auðvaldi þeirra dauðu
með ofurauðvaldi sínu.
Þriðja heilabrot: Hvers vegna,
við veitingu Edduverðlaunanna, var
frelsislofi hlaðið á persónu í leikritinu
Brúðuheimilið fyrir kvenlega dirfsku
að kjósa frelsið, ef persónan kom úr
heimi karlmanns sem hlaut ekkert
lof? Íbsen leysti verkið og innihaldið
úr sínum eigin læðingi svo persón-
an réði yfir líkama sínum, eins og
núna er haft á orði. En réð hún síð-
an við líkama sinn? Íbsen gerði hvort
tveggja hvað varðar innri og ytri gerð
verksins. Er ekki eitt að ráða yfir, ann-
að að ráða við? Þetta er góð spurn-
ing. Svo er hitt: Af hverju hafa karlar
í skáldskap skapað minnisstæðustu
kvenpersónurnar sem kjósa frelsi
yfir líkama sínum: Tolstoj með Önnu
Karenínu, Flaubert með Frú Bovary?
Og fyrsta hugmynd Vesturlanda um
kvenfrelsi birtist í verkum Cervantes.
Að vísu hefur skáldkona skapað eina
frábæra, átrúnaðargoðið Pollýönnu
sem var reyndar undirlægja. Með
þetta á bak við eyrað og verðlauna-
veitingu vegna Brúðuheimilisins datt
einhverjum í hug að stundum mættu
fræðin bæta aukaljósi á peruna í
leikkonum.
Fjórða heilabrot: Rétt í þessu eru
gáfnaljós farin að rífast á Netinu um
snjöllu strákana í Aþenu, eins og þeir
væru annað fyrir okkur en grísk út-
gáfa af því sem gæti gerst ef vinsælir
Píratar fengju í kosningum „umboð
þjóðarinnar“ til að stjórna með sínu
logandi róluvallaviti. n
Mynd GRIMUR BJARnASOn
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
Kjallari
„Þetta viðhorf er
þjóðkirkjunni til
sóma.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir
Rykmoppur og
sápuþykkni frá
Pioneer Eclipse
sem eru hágæða
amerískar hreinsi-
vörur.
Teppahreinsivörur
frá HOST
Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942
Frábærar þýskar
ryksugur frá SEBO
Decitex er
merki
með allar
hugsanlegar
moppur og klúta í þrifin.
UNGER gluggaþvottavörur,
allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með:
Marpól er með
mikið úrval af
litlum frábærum
gólfþvottavélum
Tilboð fyrir hótel og
gistiheimili í apríl/maí!