Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Qupperneq 18
Vikublað 7.–9. júlí 20152 Grillsumarið - Kynningarblað Ekta sunnlenskt beikon, svína- kótelettur og skinkur á grillið Framleiða allt sem hugurinn girnist úr svíni Angus-, Limosin- og Galloway- steikur frá fjölskyldubúi Leggja áherslu á gott kjöt og góð samskipti við viðskiptavini O rmsstaðir eru fjölskyldu­ rekið svínabú skammt frá Sólheimum í Grímsnesi. Búið hefur verið starfandi yfir 30 ár. Guðný Tómas­ dóttir sér um búskapinn ásamt eigin manni sínum Jóni Þorkeli Jó­ hannssyni, en Guðný tók við af for­ eldrum sínum. Þau Guðný og Jón Þorkell framleiða allt sem hugur­ inn girnist úr svíni meðal annars gómsætar kótelettur, hnakka­ sneiðar, „pulled pork“, skinkur og beikon. Þér gefst einnig kostur á að sérpanta hálfan skrokk eða heilan og láta útbúa fyrir þig hvað sem þig dreymir um. Þau eru óhrædd við að koma með nýjungar. „Við erum með grillbeikon sem er þykkara skorið og er búið að vera mjög vinsælt, svo erum við með sveitaskin­ ku. Fullkom lega hrein skinka, engu vatni bætt við, bara æðislegt á grillið eða í ofn­ inn eða hvað sem er,“ segir Guðný í samtali við DV. Svínunum er slátrað í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands sem getið hafa sér gott orð fyrir góða og vandaða vöru. Við tekur kjötvinnslan Krás á Selfossi þar sem starfa útlærðir kjötiðnaðarmeistarar og kjötiðnaðarmenn. Að mati Orms­ staða eru þeir með þeim bestu í vinnslu á svínakjöti. Verslun­ in er svo heima á hlaði og er tilval­ ið að kíkja í heimsókn, hægt er að klappa úti grísunum og kippa með sér dýrindis ís­ lensku svínakjöti á grillið. Afhending í Reykjavík er í boði þegar pant­ aður er heill eða hálfur skrokk­ ur, er hann þá sendur í vinnslu eft­ ir óskum neytandans, einnig er hægt að fá hann sendan heim að húsi með flutninga­ fyrirtækjum. Grís við hvert tækifæri Í maí síðastliðnum var opið hús á Ormsstöðum þar sem gestir og gangandi gátu skoðað hvern krók og kima. „Það var mjög skemmti­ legt og fræðandi fyrir marga, við stefnum á að gera þetta oftar í fram­ tíðinni, til að kynna áherslur búsins þar sem lagt er upp úr dýravelferð,“ segir Guðný. Alltaf er þó hægt að fá að klappa útigrísunum á sumrin þegar litið er í heimsókn. Fyrir þá sem koma úr borginni og eru ekki kunnugir á Suðurlandi þarf að beygja til vinstri hjá Ingólfsfjalli og svo inn á Sólheimaveg hjá Versluninni Borg. Þaðan er einungis nokkurra mínútna akstur til Ormsstaða. Beikon er bráðnauðsynlegt á hvern hamborgara eða að útbúa borgarann að hætti Ameríkanans og gera „pullet pork“ úr bóg. Þá er kjötið hægeldað í strimla og svo notað í grísasamlokur. Þar sem það er foreldað þarf einung­ is að hita það í skamma stund á grilli og er því tilvalið að hafa það með í úti­ leguna. Þegar kemur að svínakjöti al­ mennt er hugmyndaflugið það eina sem stendur í vegi fyrir frumlegum og glæsilegum réttum. Ýmsar upp­ lýsingar má finna á heimasíðu Orms­ staða www.ormsstadir.is eða fylgjast með þeim á Facebook. n M ýranaut Leirulæk var stofnað árið 2007 og rækta þau Gunna og Bjössi á Leirulæk ásamt Hönnu og Anders úrvals nautgripi til kjötframleiðslu og selja þau gæðakjöt beint til neytenda. „Við leggjum mikla áherslu á gott kjöt og góð persónuleg samskipti við viðskiptavini okkar,“ segir Hanna í samtali við DV. Gripirnir þeirra eru holdanautgripir sem eru ætlaðir til kjötframleiðslu en einnig elur Mýra­ naut upp naut af íslensku mjólkur­ kúakyni. Á Leirulæk eru um 90 kýr og kvíg­ ur sem eru úti allt árið. Kálfarnir fá að vera hjá kúnni í átta til níu mánuði áður en þeir eru teknir inn. Það er mikilvægt að kálfarnir fái mjólk eins lengi og hægt er, svo þegar naut­ in koma inn þá fá þau ótakmarkað­ an aðgang að heyi. Nautgripirnir fá einnig heimaræktað bygg síðustu þrjá mánuðina fyrir slátrun. Gripun­ um er svo slátrað á Hellu sem sér um að úrbeina og sérpakka kjötinu eftir ósk­ um viðskiptavina. Undir gæðamerki Meginmarkmið gæða­ merkisins Beint frá býli er að tryggja neytendum gæðavöru, þar sem öryggi og rekjan­ leiki vöru er í fyrirrúmi. Mýranaut selur sínar vörur undir því. Hægt er að panta skrokka eða hluta úr skrokk á heimasíðunni þeirra, myranaut. is. Svo er tilvalið að líta við í sveita­ markaðinum Ljómalind í Borgar­ nesi þar sem hægt er að nálgast kjöt­ ið frá Mýranauti. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.