Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Blaðsíða 28
24 Menning
Í
Auga fyrir auga eftir
sænska tvíeykið Ros
lund og Hellström er
dægurlagasöngvarinn
John Schwarz handtek
inn eftir að hafa mis
þyrmt manni á ferju á
leið frá Finnlandi til Sví
þjóðar. Þegar lögreglan
rannsakar fortíð Johns
kemur nokkuð óvænt í ljós, sem sagt
það að hann á að hafa látist í fangelsi
í Bandaríkjunum nokkrum árum
fyrr. Málið vindur upp á sig með
óvenjulegum endalokum.
Lesandanum verður snemma
ljóst að höfundunum liggur þó
nokkuð mikið á hjarta og er í mun að
koma að skilaboðum um það hvern
ig hefndarþorstinn leikur menn.
Umfjöllun um dauðarefsingar og þá
saklausu sem dæmdir eru til dauða
er afar fyrirferðarmikil og er reyndar
þungamiðja verksins.
Auga fyrir auga er að mörgu
leyti áhugaverð bók en verður
aldrei æsispennandi. Hún líður fyr
ir fremur óáhugaverða aðalpersónu.
Seinni hluti bók
arinnar snýst um
örlög þessarar aðal
persónu, en þar sem
lesandinn nær engri
sérstakri tengingu
við hana þá er hætt
við að honum standi
nokkurn veginn á
sama.
Margir prýðilegir
glæpasagnahöfundar
bjóða lesendum upp
á lausnir sem eru
nokkuð langsóttar.
Það á við hér. Lausn
in þjónar þeim skila
boðum sem höfund
um er svo mjög annt
um að koma á framfæri, en hún
reynir á trúgirni lesandans. Einnig er
hætt við að einhverjir lesendur verði
ósáttir við það hvernig höfundar
skilja við aðalpersónu sína.
Auga fyrir auga er um margt
athyglisverð glæpasaga þótt ekki sé
hún gallalaus. Spennuþátturinn líð
ur fyrir ákafa höfunda á að koma
samfélagslegum skilaboðum sín
um á framfæri. Það er síðan lesand
ans að gera upp við sig hvort honum
finnst það galli eður ei. n
Vikublað 7.–9. júlí 2015
Auga fyrir auga
Höfundar: Roslund & Hellström
Þýðandi: Sigurður Þór
Salvarsson
Útgefandi: Veröld
472 blaðsíður
Kr
in
gl
an
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
Tilb
oð
17 10 bitar fyrir 4-5
5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa.
Stór af frönskum og 2l. Pepsi.
Ósagðar sögur
Áslaug Björt Guðmundardóttir sendir frá sér smásagnasafn
H
imnaljós er nýútkomið
smásagnasafn eftir Áslaugu
Björtu Guðmundardóttur
og er jafnframt hennar fyrsta
bók. Áslaug er rekstrar
fræðingur með framhaldsmenntun
í mannauðsstjórnun og hefur lengst
af starfað á þeim vettvangi.
„Frá því ég var krakki hef ég haft
afskaplega gaman af því að skrifa.
Nám og störf leiddu mig í aðrar áttir,
en þessi áhugi hefur alltaf fylgt mér,“
segir Áslaug. „Það var því einstak
lega ánægjulegt ævin týri að fara
í nám í ritlist við Háskóla Íslands
fyrir nokkrum árum. Þar fann ég
gömlu skriftagleðina
blómstra á nýjan leik.“
Bókin hlaut Ný
ræktarstyrk Mið
stöðvar íslenskra
bókmennta 2015,
en þeim styrk er út
hlutað til höfunda
sem eru að gefa út
fyrstu skáldverk sín.
Í umsögn úthlutun
arnefndar segir:
„Með lágstemmd
um en hrífandi prósa
bregður höfundur
upp ólíkum mynd
um af forgengileika
lífsins – af einsemd,
örvæntingu og upp
gjöf. Myndirnar eru
nístandi en eftir þungan lífsróður
má jafnvel finna hvíld.“
Þjáningin getur verið gjöf
Spurð um sögurnar í bókinni og
hvort þær eigi eitthvað sameiginlegt,
segir hún: „Sögurnar eiga líklega all
ar kveikju á einn eða annan hátt í
því áfalli að missa skyndilega unga
dótturdóttur mína fyrir nokkrum
árum. Þeim sársauka fylgdi mikið
tilfinningarót og endurmat margs í
tilverunni, en mér lærðist að þján
ingin getur ver
ið gjöf ef við leyf
um okkur að
ganga inn í hana
af heilu hjarta
um leið og við
lögum okkur að
nýjum aðstæð
um. Við getum
flúið sársaukann
með ýmsum hætti
og falið okkur á
bak við einhverja hagstæða útgáfu
af veruleikanum, en þannig verður
sorgin aðeins stærri.
Mig langaði með þessum sögum
að sýna alls konar fólk í alls konar
aðstæðum sem kannski flest á það
sameiginlegt að hafa leyft göml
um sorgum að yfirgnæfa lífið sjálft.
Ég vildi fara undir þessa tilbúnu
ásýnd sem við svo oft felum okkur á
bak við og sýna þessar ósögðu sög
ur. Sumir hafa kjarkinn til að velja
að ganga inn í sársaukann og taka
þannig fyrsta skrefið inn í ljósið á
nýjan leik.“
Lærdómsríkt útgáfuferli
Áslaug gefur bókina út sjálf. „Út
gáfuferlið hefur verið afar lærdóms
ríkt,“ segir hún. „Ég var auðvit
að eins og hver annar græningi og
hafði ekki grun um hvað það er mik
il vinna eftir þegar maður heldur að
skriftum sé lokið, bæði fullvinnsla
textans og allt annað sem þarf að
gera til að bók verði til. En það er
bæði lærdómsríkt og skemmtilegt
að ganga í gegnum þetta ferli á eig
in spýtur.“
Hún er spurð hvort hún lesi mikið
og segir: „Ég er mikill bókaormur og
hef alltaf verið. Ég les allt mögulegt
en tek stundum tarnir í ákveðnum
bókmenntagreinum. Á sumrin dett
ég til dæmis í krimmana enda er þá
mesta úrvalið af þeim, en annars les
ég allt mögulegt; ljóð, skáldsögur,
smásögur og hvaðeina sem höfðar
til mín þá stundina.“ Hún segist von
ast til að senda frá sér fleiri bækur.
„Mig langar til þess, ég er með hug
myndir í kollinum sem mig langar
til að vinna úr og er byrjuð að leggja
drög að í huganum. Er ekki viss enn
með formið, en mögulega verð
ur það að skáldsögu, enda efnið
annars eðlis en þessar sögur sem ég
er að gefa út núna. Óvíst hvað verð
ur, en eitthvað verður það.“ n
Áslaug Björt „Ég vildi fara undir þessa
tilbúnu ásýnd sem við svo oft felum
okkur á bak við.“ Mynd ÞorMar ViGnir Gunnarsson„Mér lærðist að
þjáningin getur
verið gjöf ef við leyfum
okkur að ganga inn í hana
af heilu hjarta um leið og
við lögum okkur að nýjum
aðstæðum.
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Verðlauna-
bók fyrir
unglinga
Skrifað í sand
inn eftir Mar
jun Syderbø
Kjelnæs fékk
Barnabóka
verðlaun Norð
urlandaráðs
árið 2011. Þar
segir frá tíu
ungmennum
á aldrinum 16
til 20 ára, sem
ekki hafa hist áður, og þeim er
fylgt eftir eina helgi í Þórshöfn,
Færeyjum.
Saga þrjóskrar
móður
Ég á teppi í þúsund litum er
bók eftir Anne B. Ragde, höf
und Berlínaraspanna. Hún dreg
ur þar upp
mynd af móð
ur sinni, dug
legri og þrjóskri
konu, sem lést
eftir erfið veik
indi árið 2012
og hafði liðið
miklar þján
ingar síðustu
mánuði æv
innar á undirmönnuðu hjúkr
unarheimili.
Óhreinir andar
á þjóðvegum
Í bókinni
Draugasög
ur við þjóðveg
inn eftir Jón
R. Hjálmars
son rekur höf
undurinn um
50 draugasög
ur sem tengj
ast þjóðveg
um landsins.
Lýst er helstu kennileitum, ýms
um markverðum stöðum og fyrir
bærum í nágrenninu. Spennandi
förunautur þeirra sem ferðast um
landið.
Látinn snýr aftur
Dómur
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is