Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2015, Side 34
Vikublað 7.–9. júlí 201530 Fólk Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld • Bréfsefni • Einblöðunga • Borðstanda • Bæklinga • Markpóst • Ársskýrslur Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is Veisla í tilefni af þjóðhátíðardegi n Bandaríska sendiráðið bauð góðu fólki í veislu í Listasafni Reykjavíkur Þ að var glatt á hjalla í Listasafni Reykjavíkur síðast liðinn fimmtudag þegar bandaríska sendi­ ráðið blés til árlegrar veislu í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkj­ anna, 4. júlí. Það var að sjálfsögðu fjölmenni í veislunni og allir fengu nóg að drekka og borða. Sendiherr­ ann, Robert C. Barber, hélt hjart­ næma ræðu sem lét engan í salnum ósnortinn og svo voru þjóðsöngvar Íslands og Bandaríkjanna fluttir við góðar undirtektir gesta. n Brosmildir menn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Pétur Ólafsson, aðstoðar- maður hans, brostu sínu breiðasta í veislunni. Flott fjölskylda Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, mætti með fjölskyldu sína; eiginkonuna Völu Agnesi Oddsdóttur og dótturina, Völu Kristínu. Kátur Hannes Hólmsteinn Gissurarson lætur sig sjaldan vanta í góðar veislur og var þjóðhá- tíðardagsveislan þar engin undantekning. Allir hressir Rithöfundurinn Ármann Reynisson stillti sér upp með indversku sendi- herrahjónunum, Ashok og Eriku Das. Stjórinn mættur Már Guðmundsson seðlabankastjóri lét sig að sjálfsögðu ekki vanta. Tveir góðir Sigurður Már Jóns- son, upplýsingafulltrúi ríkistjórn- arinnar, og Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, kunnu að meta gestrisni sendiráðsins. Vel skreytt Karl Stein- grímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum, mætti ásamt konu sinni, Ester Ólafsdóttur, og dótturinni Karlottu. Þau skreyttu sig öll með hálsfestum í fánalitunum. Fönguleg Rafbílakóngurinn Gísli Gíslason og eiginkona hans, Jóhanna Björnsdóttir, nutu veitinganna. Sendiráðsfólk Sendiherrann, Robert C. Barber, flutti hjartnæma ræðu í veislunni. Hér er hann ásamt starfsmönnum sendiráðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.