Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 04.03.2016, Side 12

Fréttatíminn - 04.03.2016, Side 12
Morguninn eftir kvaddi Magnús konuna en ekkert varð úr frekara sambandi þeirra enda átti hann ekki eftir að tala við hana í mörg ár. Eilífur djöfulgangur Húsið Bjarnaborg við Hverfisgötu, þar sem fátækt fólk fékk leigt af borginni, var sögufrægt að mörgu leyti. Það var eitt fyrsta fjölbýlis- húsið sem var reist á Íslandi en líka fyrsta félagslega leiguhúsnæð- ið. Það er einungis 270 fermetrar að grunnfleti en þar höfðu búið allt að 170 einstaklingar á þriðja áratug 20. aldar, þegar mest var en eftir kreppu, fækkaði íbúum nokk- uð. Þegar komið var fram á sjötta áratuginn, bjó þar barnafólk, þar á meðal margar einstæðar mæður í litlum íbúðum í húsinu, auk fólks sem hafði farið halloka vegna óreglu eða geðsjúkdóma. Þá höfðu nokkrir drykkjumenn afdrep í her- bergjum á loftinu með tilheyrandi skarkala og háreysti. Kolbrún, sem var nágranni Sigurðar Hólm í æsku, flutti 12 ára í Bjarnaborg árið 1962 ásamt móður sinni og Hjálmari eldri bróður sín- um. „Ég var alltaf hrædd í Bjarna- borg, út af rónunum sem bjuggu á loftinu, það var eilífur djöfulgang- ur á nóttu sem degi, rifrildi, öskur og drykkjulæti. Það var erfitt að venjast því. Ég var líka hrædd að nota aðalinnganginn í húsið, þar var þröngur stigi upp á loftið, þar sátu þeir oft og reyktu, þannig að það var erfitt að komast um.“ Muna vel eftir Sigurði Hólm Kolbrún segir að það hafi verið hægt að komast bakdyramegin inn en þar hafi verið gamlir kamrar og skúrræflar á lóðinni sem henni hafi fundist ógnvekjandi. Henni og bróður hennar, Hjálmari, fannst hinsvegar Bjarnaborgin eins og höll í samanburði við braggann í Laugarneskampi, þar sem þau bjuggu áður. „Ljóminn fór þó fljót- lega af þegar ég skildi hvernig hús þetta var,“ segir hún. „Í Bjarnaborg var hlýtt en í bragganum frusu stundum saman sæng og koddi,“ segir Hjálmar. „En auðvitað var mjög sérkennilegt að hafa þessa róna á efri hæðinni, þeir voru iðulega að hrynja niður stigana í ölæði eða fljúgast á með tilheyrandi hávaða.“ Það var nýorðið hlýtt í Bjarna- borg, bæjaryfirvöld höfðu nefnilega sneitt hjá húsinu þegar lögð var www.lyfja.is Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi Smáralind Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði Ísafirði Blönduósi Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Höfn Laugarási Selfossi Grindavík Keflavík Amorolfin ratiopharm fæst án lyfseðils í apótekum Lyfju 20% afslátturgildir til 31. mars 2016 Amorolfin er breiðvirkt sveppalyf sem er mjög virkt gegn algengum tegundum af naglsveppum og er ætlað á bæði fingur- og táneglur. Amorolfinið smýgur úr lyfjalakkinu inn í og í gegnum nöglina og getur þar af leiðandi útrýmt sveppnum sem er illa aðgengilegur í naglbeðnum. Þar sem meðferðin er staðbundin eru aukaverkanir mjög sjaldgæfar og þá aðallega svæðisbundnar, sem er mikill kostur fyrir notandann. Amorolfin ratiopharm er einungis notað einu sinni í viku - munið að lesa leiðbeiningar í fylgiseðli. Lyfjalakk á neglur Notkunarsvið: Amorolfin ratiopharm lyfjalakk inniheldur amorolfin og er notað til meðferðar við sveppasýkingum í nöglum sem áður hafa verið greindar af lækni eða til meðferðar á endurteknum sveppasýkingum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir amorolfini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Varúð: Forðast skal að lyfjalakkið komist í snertingu við augu, eyru og slímhúðir. Sjúklingar með undirliggjandi sjúkdóma sem eru móttækilegir fyrir sveppasýkingum í nöglum ættu að ræða viðeigandi meðferð við lækni. Slíkir sjúkdómar eru útlægir blóðrásarkvillar, sykursýki og ónæmisbæling. Sjúklingar með visnaðar neglur og ónýtar neglur ættu að ræða viðeigandi meðferð við lækni. Eldfimt. Meðganga og brjóstagjöf: Notkun lyfsins skal ákveðin af lækni. Skömmtun: Lyfjalakkið er borið á sýktar fingur- eða táneglur einu sinni í viku eða samkvæmt ráðleggingu læknis. Meðferð skal haldið áfram óslitið þar til nöglin hefur endurnýjað sig og viðkomandi svæði er læknað. Ekki ætlað börnum. Aukaverkanir: Aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar, helst staðbundnar, s.s. neglur geta orðið mislitar eða losnað frá naglbeðnum. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Mars 2014. Naglsveppir? hitaveita við Hverfisgötu, en séð sitt óvænna eftir deilur í borgarstjórn og lagt þangað hita allmörgum árum seinna, þá hafði verið sett klósett á jarðhæðina sem íbúarnir notuðu í sameiningu en áður var notast við kamra. Árið 1964 lét borgin síðan setja vatnssalerni í íbúðirnar og litlar handlaugar. Drykkjumennirnir á loftinu notuðu hinsvegar enn klósettið á jarðhæð- inni og voru því sífellt á ferðinni. Bæði systkinin muna vel eftir Sigurði Hólm, sem átti heima þarna fyrstu árin, smábarni með, sem flestir höfðu oft orðið varir við og jafnvel gaukað að því kexköku eða klappað á ljósan kollinn. „Mér finnst ótrúlegt að það hafi verið hægt að misþyrma honum svona, í öllu þessu nábýli en þarna var mjög hljóðbært,“ segir Kol- brún. Hún segist muna eftir því að hann hafi verið bólginn og með marbletti á kinnunum þegar hann var yngri. Hún fór síðan á heimavistar- skóla og var ekki mikið heimavið í Bjarnaborg. Hjálmar bróðir hennar var sjálfur kominn með kærustu og tvö börn en bjó þar um nokk- urra mánaða skeið hjá móður sinni árið 1968. „Eldri strákurinn lék sér við Sigurð Hólm, og við urðum vör við að það var ekki allt með felldu,“ segir hann. „Honum var bannað að fara inn í íbúðir annarra barna og hann mátti ekki þiggja neinar góðgerðir. Ef hann gerði það varð hann mjög flóttalegur.“ Hjálmar segir að stundum hafi verið mikill hávaði og grátur í íbúðinni og það hafi verið hringt oftar en einu sinni á lögregluna. Það hafi verið hvíslað um að það væri farið illa með hann en engan hafi órað fyrir því sem gekk á í raun og veru. Hjálmar var fluttur burt frá móður sinni og Kolbrún var farin út á land og því lítið heima við þegar Sigurður Hólm var fluttur burtu í sjúkrabíl, handleggsbrot- inn á báðum handleggjum með mikla áverka eftir vanrækslu og barsmíðar. Hún segir að sér hafi verið mjög brugðið, hún hafi nán- ast fengið taugaáfall þegar fréttir voru sagðar af málinu. „Þetta var lyginni líkast,“ segir hún. „Mér krossbrá og ég ásakaði sjálfan mig mikið að hafa ekki brugðist rétt við. Það gerðu allir sem þarna bjuggu. Það veit ég,“ segir Hjálmar. Lifandi eftirmynd mín „Rúmum átta árum eftir að ég eyddi nóttinni hjá konunni í Bjarna- borg, biður frændi minn mig um að hjálpa sér að gera við bilaðan eldhúsvask, heima hjá konu á Bergstaðastrætinu,“ segir Magnús Magnússon. „Þegar við komum á staðinn og hringdum dyrabjöll- unni, brá mér heldur betur í brún, þegar konan sem ég hafði eytt nótt hjá í Bjarnaborg, opnaði dyrnar. Hún tók mig afsíðis fljótlega og sagðist þurfa að tala við mig. Ég man að hún sagði, „Hún virkaði En auðvitað var mjög sérkennilegt að hafa þessa róna á efri hæðinni, þeir voru iðulega að hrynja niður stigana. Magnús Magnússon um tvítugt. Eina myndin sem Magnús átti af Sigurði sem barni. Kumbaravogsbörnin. Þarna er Sigurður Hólm um það bil átta ára og hafði því verið á barnaheimilinu um árabil. Fyrir aftan hann, lengst til hægri, er hinn alræmdi Karl Vignir Þorsteins- son, sem var tíður gestur á heimilinu. Bjarnaborg á sjöunda áratugnum. 12 | fréttatíminn | Helgin 4. mars–6. mars 2016
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.