Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 1
BETRA AÐ FORÐAST SKULDSETNINGUBREYTT NEYSLUHEGÐUN Jakkafatapoki vafinn utan um tösku fyrir handfarangurinn. 4 Unnið í samvinnu við Framkvæmdastjóri Norðanfisks segir að unga fólkið hafi aðrar óskir en eldri kynslóðir við kaup á sjávarfangi. 6 VIÐSKIPTA 4 Gísli Þór Sigurbergsson hjá Fjarðarkaupum segir foreldra sína hafa kennt sér að sníða sér stakk eftir vexti og að forðast skuldsetningu. FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 Úkraínsk lyfjaverslun í vanda Lyfjaverslanakeðjan Salve í Úkra- ínu, sem dótturfélag Seðlabanka Íslands á, berst nú í bökkum og hefur átt í erfiðleikum með að standa skil á skuldbindingum sín- um gagnvart lánastofnunum og helstu birgjum. Þá mun fyrirtækið einnig hafa staðið í málaferlum allt þetta ár til að fá hnekkt úrskurði skattyfirvalda í Volyn-héraði í norðvesturhluta Úkraínu gegn fyrirtækinu. Þannig benda gögn sem Morgun- blaðið hefur undir höndum til þess að fjögur mál séu nú rekin fyrir úkraínskum dómstólum er varða fjárhagserfiðleika lyfjaverslana- keðjunnar. Í tveimur tilvikum er um að ræða skuldamál sem slita- stjórn yfir bankanum Kyivska Rus hefur höfðað gegn fyrirtækinu. Þá rekur Fram KO, einn helsti birgir Salve, einnig mál fyrir dóm- stólum vegna óuppgerðra skulda verslanakeðjunnar. Forsvarsmenn Salve verjast allra fregna af stöðu fyrirtækisins. Þannig hefur blaðið lagt skriflegar spurningar fyrir Roman Viktorov- ych, forstjóra Salve, en þeim hefur ekki verið svarað. Þá hefur blaðið einnig lagt fyrirspurnir fyrir for- svarsmenn Eignasafns Seðlabanka Íslands en engin efnisleg svör hafa fengist við því hvernig ESÍ hyggist bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Tengiliður ESÍ við fyrirtækið í Úkraínu er Steinar Þór Guðgeirs- son hæstaréttarlögmaður, sem gegnt hefur fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir ESÍ og Seðlabankann á undanförnum árum. Mun hann allt frá árinu 2015 hafa átt reglu- lega fundi í Úkraínu með forsvars- mönnum Salve vegna rekstursins. Þegar leitað var viðbragða hans við þeim málaferlum sem Salve stend- ur í frammi fyrir úkraínskum dóm- stólum vildi hann ekki tjá sig. „Eins og ég hef nefnt við þig áður og þú þekkir þá hef ég sem sjálf- stætt starfandi lögmaður engar heimildir til að tjá mig um málefni umbjóðenda minna,“ sagði Steinar Þór í skriflegu svari til blaðsins. Mikið tap frá 2014 Greint var frá því í Viðskipta- Mogganum í lok október síðastlið- ins að Eignarhaldsfélagið M8, sem að fullu leyti er í eigu ESÍ, hafi á árunum 2014 og 2015 tapað um 250 milljónum króna á Salve í Úkraínu. Engin svör hafa fengist frá ESÍ eða Seðlabankanum um það hvern- ig fyrirtækið komst í eigu M8 og ESÍ, né heldur hvað valdi hinum mikla taprekstri. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Birgjar sækja nú að lyfja- verslanakeðjunni Salve í Úkraínu fyrir dómstólum vegna vanskila. Keðjan er í eigu dótturfélags Seðla- banka Íslands. Ljósmynd/Salve Eignasafn Seðlabanka Ísl Salve, sem er í eigu Seðlabanka Íslands, rekur um 90 lyfjaverslanir í Úkraínu. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 07.06. ‘16 07.06. ‘16 07.12. ‘16 07.12. ‘16 1.787,63 1.710,3 146 140 134 128 122 116 139,2 118,5 Krónan er farin að hafa áhrif á vöxt kvikmyndaiðnaðarins hér á landi, að sögn Leifs B. Dagfinns- sonar, stjórnarformanns Truenorth. „Meðan krónan var veik voru mikil tækifæri í geiranum hérlendis. Eins og staða krónunnar er í dag má segja að um rautt flagg sé að ræða fyrir kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi. Þetta slapp eins og gengið var á fyrsta ársfjórðungi 2016 en ekki lengur. Það sem þarf að haldast í hendur er hóflega sterk króna og svo frekari hvatar, eins og endur- greiðslukerfið vegna kvikmynda- gerðar á Íslandi,“ segir Leifur. Truenorth starfar nú í þremur löndum en stofnað var dótturfélag í Noregi fyrr á árinu. Þá var ferða- vörumerkinu Discover Truenorth hleypt af stokkunum í þessum mánuði. „Þar erum við að skerpa á vöruþróun okkar og bjóða upp á persónulega þjónustu fyrir efna- meiri einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Leifur. Rautt flagg fyrir kvikmyndaiðnað Morgunblaðið/Eggert Starfsemi Truenorth er í dag á Íslandi, í Noregi og á Grænlandi. Mikil styrking krónunnar er farin að hafa áhrif á verk- efnastöðu í kvikmynda- iðnaði hérlendis 8 Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu á Ítalíu um síðustu helgi gætu snúið 60 ára afmæli Rómar- sáttmálans í eins konar erfidykkju. Ekki liggja allir vegir til Rómar 10 Forstjóri Lego sest nú í stól stjórnarformanns í víðtækustu skipulagsbreytingum í 84 ára sögu fjölskyldu- fyrirtækisins. Kubbað til enn meira ríkidæmis 11 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.