Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016VIÐTAL Mikið hefur verið um að vera hjá kvikmynda- fyrirtækinu Truenorth á þessu ári. Fyrirtækið frumsýndi fyrstu kvikmynd sína á árinu og er að vinna að fleiri slíkum í samstarfi við félagið Mystery. Einnig hefur verið mikið að gera í að þjónusta erlend kvikmyndafyrirtæki sem hafa valið að nýta sér Ísland sem tökustað. Meðal verkefna sem Truenorth hefur unnið að í ár eru tökur á Fast and the Furious 8, Blade Runner 2, Star Wars 8, Vikings- sjónvarpsþáttaröðinni, Transformers 5 og Jus- tice League. Meðal annarra verkefna sem fé- lagið hefur unnið að eru tökur á hluta af mynd- inni Downsizing með Matt Damon, en hún var tekin í Noregi og sá dótturfélag Truenorth í Noregi um þær tökur. Ferðamenn vilja upplifa tökustaðina Mikil uppbygging hefur verið í þessum geira á undanförnum árum og nýta þarf alla þá þekk- ingu og innviði sem búið er að byggja upp að sögn Leifs B. Dagfinnssonar, stjórnarformanns Truenorth. „Nú er búið að mynda Ísland í öll- um þessum stórmyndum og þetta hefur auglýs- ingagildi til margra ára. Kvikmyndafyrirtækin eru mjög hrifin af því að vinna hér og hafa yfirleitt tekið upp mikið af efni. Sem dæmi tók Walt Disney-kvikmyndafyrirtækið upp mikið magn af efni fyrir Star Wars 7, The Force Awakens, svo kom það hingað aftur og tók upp efni fyrir Star Wars Rogue One. Það verður spennandi að sjá hversu mikið efni verður notað fyrir þá mynd en ég held að það muni nota miklu meira en nýtt var úr tök- unum fyrir Star Wars 7. Þá var tökulið hér í tvær vikur og tók upp fullt af efni en notaði ekki eins mikið af því,“ segir Leifur. Þetta er mikil landkynning og hefur áhrif á ferðaþjónustuna og áhuga manna á að koma til Íslands. „Það eru bein tengsl á milli aukinnar ferðamennsku og áhrifa kvikmynda. Ferða- menn eru að koma hingað til að feta í fótspor Walter Mitty eða skoða tökustaði Game of Thrones. Enn eru að koma gestir að skoða Jök- ulsárlón vegna þess að þeir sáu bílaeltingar- leikinn sem tekinn var upp á lóninu í James Bond-myndinni Die Another Day fyrir tæpum 15 árum,“ segir Leifur. Fólk vill fara á töku- staðina og upplifa þetta sjálft. „Ég rakst á ung- an mann, nánar tiltekið á Mýrdalssandi. Þá var hann á leiðinni til Seyðisfjarðar til að renna sér niður brekkuna sem Ben Stiller renndi sér nið- ur í kvikmyndinni um Walter Mitty,“ segir Leifur. Styrkur krónunnar hefur mikil áhrif Krónan er farin að hafa áhrif á vöxt kvik- myndageirans hér á landi, að sögn Leifs. „Með- an krónan var veik voru mikil tækifæri í geir- anum hérlendis. Staða krónunnar nú er hins vegar rautt flagg fyrir kvikmyndageirann á Ís- landi. Þetta slapp eins og gengið var á fyrsta ársfjórðungi 2016 en ekki lengur. Það sem þarf að haldast í hendur er hóflega sterk króna og svo frekari hvatar eins og endurgreiðslukerfið vegna kvikmyndagerðar á Íslandi,“ segir Leif- ur. Þrátt fyrir að verið sé að auka endurgreiðsl- urnar á Íslandi upp í 25% af heildarkostnaði á næsta ári er þetta orðið erfitt að hans sögn. „Við vorum með Star Wars 8 í sumar og ætl- unin var að koma með aðaltökuliðið til Íslands í tvær vikur. Við vorum byrjuð á að smíða leik- mynd fyrir geimskipið Fálkann úti á landi og vorum komin með X-vængja geimflaug. Þá hættu þeir við að koma með aðaltökuliðið og sendu minna tökulið í staðinn. Sú ákvörðun var eingöngu tilkomin vegna kostnaðarins, því frá því að við gerðum upphaflega áætlun og þar til kom að því að mynda hafði krónan styrkst svo mikið,“ segir Leifur. „Menn eru almennt mjög ánægðir með fyrirkomulagið varðandi endurgreiðslur, en þetta er hlutfall af öllum kostnaði sem fellur til hér á Íslandi, sem er ekki eina breytan sem framleiðendurnir horfa til. Við heyrum til dæmis mjög lítið frá evrulöndunum, en það er vegna þess að Ísland er orðið of dýrt fyrir kvikmynda- verkefni,“ segir Leifur. Frekari styrking krónunnar mun hafa enn meiri áhrif til að kæla niður kvik- myndageirann á Íslandi að sögn Leifs. „Við er- um með eitt verkefni sem við erum að reyna að landa núna, en það er sjónvarpssería. Hlutfall íslensks starfsfólk við það verkefni yrði mjög hátt, eða um 90%. Framleiðendurnir eru bresk- ir en menn eru hugsi þar núna vegna stöðu pundsins. Brexit hefur áhrif og svo kemur styrking krónunnar líka til. Fyrir Brexit var 30% ódýrara fyrir Bretana að koma hingað heldur en núna,“ segir Leifur. „Það eru bein tengsl milli auk- innar ferðaþjónustu og áhrifa kvikmynda,“ segir Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth. Styrkur krónunnar er farinn að haf ” Ég Mý til a ren Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson olafur@mbl.is Truenorth var stofnað af nokkrum kvikmyndagerðarmönnum árið 2003 og starfar nú í þremur löndum á sviði kvikmyndagerðar og við- burðastjórnunar, ásamt þjónustu vegna erlendra kvikmyndaverkefna. Leifur B. Dagfinnsson stjórnar- formaður segir að þrátt fyrir mikinn áhuga erlendra kvikmyndagerðar- manna á því að koma með verkefni hingað til lands setji styrking krón- unnar strik í reikninginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.