Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 9

Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 9VIÐTAL Þrátt fyrir það segir Leifur að enn sé mjög mikill áhugi á Íslandi og íslenskri náttúru, og þeir sem hafi unnið hér áður vilji gjarnan koma aftur. „Við höfum það fram yfir mörg önnur lönd að hér er lítið um utanaðkomandi ógnanir eins og hryðjuverk og glæpatíðni er lág. Kvik- myndafyrirtækin líta því á Ísland sem öruggan stað til að vinna á. Hins vegar skiptir það okkur mestu máli hverjir eru að koma frá fyrirtækjunum. Er það aðaltökuliðið sem kemur með öllu því tilstandi sem fylgir og stoppar hér í eina eða tvær vikur, eða er varatökuliðið að koma með 30 manna teymi til að taka upp bakgrunnsefni? Munurinn á þessu er gríðarlegur þegar kemur að umfangi en með aðaltökuliði fylgir miklu stærri pakki. Þá þarf að ráða miklu fleiri að verkefninu, bæði Íslendinga og svo kemur framleiðandinn með sitt eigið fólk. Við finnum fyrir því að það er á brattann að sækja að laða aðaltökulið til Ís- lands, eins og staða krónunnar er,“ segir Leif- ur. Ekkert kvikmyndaver er á Íslandi sem hægt væri að nota til að taka upp efni innandyra en Rvk Studios hefur haft það á dagskránni að reisa fyrsta kvikmyndaverið á Íslandi. Fyrir- tækið keypti fyrr á árinu fjórar byggingar í Gufunesi af Reykjavíkurborg með það að leiðarljósi að byggja þar upp menningar- og kvikmyndaþorp. „Bransinn hérna þarf á því að halda og Rvk Studios á örugglega eftir að nota það eitthvað. En það er erfitt, þar sem við höf- um ekki efni á að smíða leikmyndir miðað við þau framlög sem íslenskar kvikmyndir fá frá Kvikmyndasjóðnum og þá styrki sem hægt er að fá í Evrópu og á Norðurlöndunum,“ segir Leifur. "Fremur erfitt er að fjármagna svona verkefni en ef krónan veikist eitthvað, ásamt 25% endurgreiðslunni, gæti það breyst .Vegna stöðu pundsins eru öll stúdíóin í Bretlandi nán- ast uppbókuð. Ef hér væru jafn góð stúdíó og þar sæi ég alveg fyrir mér að menn myndu vilja nýta aðstöð- una hér á landi. Þá þarf samt að horfa til kostnaðarliða eins og launaliða og leigu á stúdíói, að þeir séu á pari við það sem er í Bretlandi,“ segir Leifur. En það er ekki það eina, hótel- kostnaður má ekki vera of mikill því einhvers staðar þarf að koma fólki fyrir. Svo dæmi sé tekið kostar nóttin á hótelum nálægt helstu stúdíóunum um 10.000 krónur í Bretlandi að sögn Leifs. „Ég bind miklar vonir við að þetta íslenska stúdíó verði að veruleika og fylgist spenntur með,“ segir Leifur. Nýtt vörumerki um viðburðarstjórnun Truenorth opnaði á dögunum nýja vefsíðu sem er ætlað að kynna hvað fyrirtækið býður upp á þegar kemur að viðburðastjórnun og þjónustu við efnameiri einstaklinga. „Við bjuggum til nýtt vörumerki sem við köllum Discover Truenorth. Það fór af stað núna 1. desember. Þar erum við að skerpa á vöruþróun okkar og bjóða upp á persónulega þjónustu fyrir efnameiri einstaklinga og fyrirtæki. Þetta eru klæðskerasaumaðar ferðir þar sem við nýtum okkur þá þekkingu sem við höfum meðal annars á Íslandi og förum með ferðamennina á staði þar sem fáir eða engir aðrir ferðamenn eru. Við erum ekki með neinar skipulagðar ferðir heldur kynnum okkur hvern og einn viðskiptavin og búum til sérstaka dagskrá fyrir hvern aðila. Þá erum við einnig með öfluga viðburða- þjónustu bæði fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini. Við vildum aðgreina þetta aðeins og gera þetta að sérstöku vörumerki undir hatti Truenorth,“ segir Leifur. Að sögn hans er tilgangurinn að sýna fram á að Truenorth sé ekki bara kvikmyndafyrirtæki heldur bjóði upp á breiðari þjónustu, og verður þjónustan í boði hérlendis og í Noregi. „Við höfum einnig verið í samstarfi við Grænlend- inga og erum komin með tengsl og samstarfs- aðila til að geta boðið upp á Discover True- north-þjónustuna á Grænlandi fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Leifur enn fremur. Brú á milli Bandaríkjanna og Evrópu Truenorth hefur sett á fót eigin kvikmynda- framleiðslu og var fyrsta kvikmynd félagsins, Fyrir framan annað fólk, frumsýnd fyrr á árinu. „Við erum farin að framleiða okkar eigin myndir og að hluta til eru þær íslenskar þar sem við erum að vinna með íslenskum leik- stjórum. Við erum einnig í samstarfi við aðila sem hafa unnið hér að mjög stórum myndum. Þetta eru þekktir framleiðendur sem hafa áhuga á verkefnum okkar eða að koma með verkefni til okkar, sem yrðu tekin á Íslandi að hluta til eða öllu leyti,“ segir Leifur. „Við erum til dæmis að vinna í því að landa flottum verkefnum fyrir stóran markað, bæði sjónvarpsseríu og kvikmyndum. Þar nýtum við okkur það hugvit sem orðið hefur til í brans- anum hérlendis og á Norðurlöndunum, vinnum með bandarískum aðilum sem vilja koma hing- að aftur og gera meira og á einfaldari máta en þetta er gert í Bandaríkjunum. Þannig tengjum við saman aðila sem við höfum unnið með í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu og svo á Norðurlöndunum. Þetta er mjög spennandi og nokkur slík verkefni gætu farið í gang, en það veltur svolítið á gengi íslensku krónunnar. Það er mjög erfitt að bjóða í verkefni og þurfa svo að þola gengissveiflur um einhverja tugi prósenta. Fjármögnun á þessum verkefnum gæti komið að utan, sem er gott fyrir Ísland, en samt hefur verið erfiðara að klára þetta vegna þess hve allur kostnaður hefur hækkað hér- lendis,“ segir Leifur. Spurður hvort Truenorth sé þá að huga að því að taka einungis bakgrunnstökur hérlendis og aðaltökurnar erlendis vegna kostnaðarins játar Leifur því. „Jú, en okkur langar ekkert sérstaklega að fara til Rúmeníu í stúdíó til að taka upp. Það vilja allir koma hingað og vinna hér, bæði út af landslaginu og svo út af fólkinu og innviðunum sem eru hér. Íslendingar eru ekkert að flækja hlutina mikið, eins og þekkist víða annars staðar, og kvikmyndafyrirtækin kunna að meta það,“ segir Leifur. „Hins vegar megum við ekki detta í gullgraf- arahugsunarháttinn enn á ný. Við stofnuðum Truenorth á sínum tíma með það í huga að þetta væri langtímaverkefni og hlutverk okkar er að passa upp á viðskiptavini okkar, að ekki sé verið að okra á þeim. Við þurfum að kunna okkur hóf og ef við gerum það getum við gert þetta ár eftir ár og byggt upp öflugan kvik- myndageira á Íslandi. Ef kostnaðarliðir hækka of skarpt miðað við aðra staði endar þetta bara þannig að eftirspurn eftir því að taka upp myndir á Íslandi þornar upp,“ segir Leifur. Útrás til Noregs Truenorth stofnaði dótturfélag í Noregi snemma á árinu til að nýta þau tækifæri sem bjóðast þar. „Við fórum í samstarf með tveimur norskum framleiðendum sem vantaði þá teng- ingu sem við höfum, en við höfum unnið með öllum kvikmyndaverunum í Hollywood og erum með mjög sterk tengsl þangað inn,“ segir Leifur. Noregur er dýr tökustaður en norska krónan hefur verið að veikjast og olíuiðnaðurinn í Nor- egi hefur dregist mikið saman. „Þegar við vor- um að vinna að verkefni í Noregi í sumar var hægt að gera alls konar kjarakaup. Til dæmis leigðum við olíuþjónustuskip fyrir brot af því sem það kostar undir venjulegum kring- umstæðum. Norðmenn líta líka svolítið til Ís- lands og bjóða því einnig upp á 25% endur- greiðslu, sem er byggt að hluta til á íslenska módelinu. Þeir sjá því tækifæri í þeirri niður- sveiflu sem er hjá þeim, að vinna með kvik- myndabransanum. Það skapar mikla kynningu á landinu og í augum Norðmanna þá erum við að setja tiltekin svæði á kortið í stórri mynd þar sem náttúra Noregs fær að njóta sín. Í kjöl- farið af því myndu svo koma fleiri tækifæri til uppbyggingar á svæðinu,“ segir Leifur. „Þegar Paramount-kvikmyndaverið frétti af því að við værum að skoða Noreg setti það sig beint í samband við okkur og úr varð að við tókum að okkur að sjá um tökur á kvikmynd- inni Downsizing með Matt Damon. Við unnum þetta verkefni í góðu samstarfi við þessa tvo framleiðendur undir hatti dótturfélags okkar, Truenorth Noregur,“ segir Leifur. „Það er gaman að geta boðið upp á djúpa firði í Noregi og þar er einnig skóglendi, svo segja má að Ísland og Noregur vegi hvort annað mjög vel upp. Norðmenn eru að hugsa á svipuðum nót- um og við, þannig að það er auðvelt að vinna með þeim,“ segir Leifur enn fremur. „Við höfum einnig verið að starfa í Grænlandi þó svo að það sé mjög dýr og sér- stakur staður. Þar höfum við verið að taka upp auglýsingar fyrir viðskiptavini en einnig höfum við séð um kvikmyndaverkefni þar fyrir er- lenda aðila. Truenorth starfar því í raun í þremur löndum í kringum norðurskautið, sem eru Ísland, Noregur og Grænland. Tíminn leið- ir svo í ljós hvort frekari útrás verður,“ segir Leifur að lokum. Morgunblaðið/Eggert fa áhrif á stöðuna rakst á ungan mann úti á landi, nánar tiltekið á ýrdalssandi. Þá var hann á leiðinni til Seyðisfjarðar að renna sér niður brekkuna sem Ben Stiller nndi sér niður í kvikmyndinni um Walter Mitty. Mikil gróska er búin að vera í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi síðastliðin ár en fyrirtækjum í framleiðslu á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni hefur fjölgað um 77% á sjö ár- um. Veltan í greininni hefur aukist umtalsvert og nam 34 milljörðum árið 2014. Velta í kvik- myndaframleiðslu hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2008 og nam 20,1 milljarði árið 2014 og stefnir veltan á árinu 2016 yfir 24,4 milljarða, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum kvikmyndaframleiðenda, SÍK. Á árinu 2015 voru rúmlega 428 milljónir króna endurgreiddar vegna erlendra kvikmynda sem teknar voru á Íslandi, en það er meira en helmingur af heildarendurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar á Íslandi á árinu. Stjórnvöld hafa ákveðið að halda þessum stuðningi áfram en síðastliðið sumar var samþykkt að hækka endur- greiðsluhlutfallið úr 20% í 25%. Mikið umfang fylgir hverju erlendu verkefni Hvert og eitt verkefni er mjög umfangsmikið. Kvikmyndafyrirtækin koma venjulega ári áður en tökur hefjast til að skoða aðstæður. Í kjölfarið af því er búin til fjárhagsáætlun. Í tengslum við hvert verkefni þarf að kaupa mikla þjónustu af íslenskum aðilum og því koma miklir peningar inn í þjóðarbúið með sérhverju kvikmyndaverkefni sem ákveðið er að taka hér á landi. Sem dæmi um umfangið má nefna að í stóru nýlegu kvikmyndaverk- efni sem Truenorth hélt utan um voru pantaðar 17.000 hótelnætur. Panta þurfti 300 sæti hjá Icelandair og 400 sæti hjá Flugfélagi Íslands. Leigja þurfti fjölda bíla og nam heildar- fjöldi leigudaga 4.500. Leigja þurfti mikið af búnaði og tækjum en heildarfjöldi leigudaga fyrir tækjabúnað var 3.500. Launakostnaður nam 360 milljónum króna og dagpeningar og matur á tökustað nam 190 milljónum króna. Alls vann íslenskt starfsfólk 6.000 dagsverk við tökur á þessu eina verkefni. Veltan í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi heldur áfram að aukast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.