Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 14
Þeir eru eflaust margir sem ganga með þann draum í maganum að láta að sér kveða á tískusviðinu. Ekki er nóg með að tískugeirinn bjóði upp á glamúr og glæsileika heldur getur samspil fallegrar hönnunar og góðrar markaðssetningar fært fólki gull og græna skóga. Katrín Alda Rafnsdóttir gæti verið á góðri leið með að láta drauminn ræt- ast. Hún er stofnandi, stjórnandi og hönnuður merkisins Kalda sem sér- hæfir sig í skófatnaði fyirr konur. „Þetta byrjaði með því að ég og systir mín Rebekka opnuðum búð á Laugaveginum í miðju hruni, enda var verslunarplássið ódýrt á þeim tíma. Þar tókum við til við að hanna okkar eigin fatnað, og í fjögur ár starfræktum við fatamerkið Kalda í samnefndri verslun,“ segir Katrín. „Það gekk ágætlega, og meðal annars tókst okkur að gera góðan samning við verslunina Liberty í London. Á endanum varð þó úr að breyta um stefnu og leggja áherslu á aðeins einn vöruflokk frekar en að vera með breiða línu af fatnaði og skóm. Síðasta árið hef ég því verið að endurkynna Kalda sem skómerki. Betra að vera sérhæfður Katrín er ekki lærður hönnuður en hún lauk námi í tískustjórnun við London College of Fashion. Hún seg- ir að með því að leggja áherslu á einn vöruflokk standi Kalda betur að vígi, og veiti ekki af enda samkeppnin í tískuheiminum gífurlega hörð. „Það er öflugur leikur að velja sér ein- hverja eina vöru og vera mjög sterkur í henni til að geta komið sér á fram- færi.“ Fyrsta skólína Katrínar var kynnt á tískuvikunni í París í sumar, með stuðningi Hönnunarmiðstöðvar og Impru. „Við höfum lagt ofuráherslu á að fá sem mesta umfjöllun í tískufjöl- miðlum erlendis enda skiptir þess háttar sýnileiki miklu máli fyrir inn- kaupastjóra tískuverslananna. Við staðsetjum okkur nokkurn veginn á miðjum markaðinum, með nútíma- legum skóm sem kalla mætti „state- ment“-skó. Við viljum að það komi skýrt fram í tískupressunni að við er- um íslenskt fyrirtæki og látum upp- runann skína í gegn t.d. með því að nota laxaroð í suma skóna,“ segir Katrín og upplýsir að þegar hafi náðst samningar við eina stærstu netversl- un Bandaríkjanna, Shopbob, og fleiri samningar séu í pípunum. Að hafa trú á sjálfum sér Að geta hannað fallega skó er að- eins lítill hluti af því að byggja upp fyrirtæki eins og Kalda. Þegar Katrín er spurð hvað reynsla síðustu ára hafi kennt henni segist hún geta skrifað heila bók um þær áskoranir sem tískufrömuður þarf að yfirstíga. „Þekking á markaðinum er mjög mik- ilvæg, og að geta fundið þar gat þar sem maður getur boðið uppá eitthvað nýtt, og gert það betur en keppinaut- arnir. En frumkvöðull á tískusviðinu þarf líka að geta bæði leitað uppi og hlustað á góð ráð fólks sem veit sínu viti, en á sama tíma að hafa trú á eigin hugmyndum og stefnu. Katrín segir að tískustjórnunar- námið hafi hjálpað, bæði með því að gefa henni góðan þekkingargrunn og einnig aðgang að góðu tengslaneti. „Samnemendur mínir og kunningjar úr náminu eru í dag upp til hópa komnir nokkuð vel á veg í sínum störf- um og mörg þeirra innkaupastjórar eða í vinnu hjá tískupressunni. Þetta er fólk sem hefur veitt mér mjög góð ráð og þekkir fólk sem getur látið hlutina gerast.“ Vandasamt ferli Áður en Katrín getur látið sér detta í hug að leita að kaupendum verður hún að tryggja að framleiðslugetan sé til staðar. Eftir langa og strembna leit fann Katrín fyrirtæki í Portúgal sem smíðar skóna. „Ég heimsótti nokkra staði, kíkti í verksmiðjurnar og ræddi við fjölda hönnuða um þeirra reynslu. Maður verður að vera alveg 100% viss með framleiðsluhliðina áður en haldið er af stað með að kynna og selja því ef framleiðslan og gæðin klikka þá fær maður ekki annað tækifæri hjá inn- kaupastjórunum.“ Ferlið byrjar þannig að Katrín sendir tækniteikningar til portú- galska skósmiðsins og hann býr síðan til frumgerð af skónum. Mikil ná- kvæmni er í skóhönnun og oft þarf að fara í gegnum ferlið 2 - 3 sinnum til að ná skónum alveg réttum. Eftir að hafa hannað skóna, látið gera fyrstu sýniseintökin, tryggt framleiðslugetuna, kynnt vöruna á tískusýningum og fengið pantanir þarf Kalda að glíma við erfiða sjóð- streymisáskorun. „Stóru búðirnar borga hönnuðum alla jafna ekki fyrr en 30 dögum eftir afhendingu vör- unnar, og getur verið stór biti fyrir ungan hönnuð að halda sjóðstreyminu gangandi þann tíma sem líður frá því framleiðandanum er borgað og þar til greiðslan berst frá verslununum.“ Gangi allt að óskum má hafa ágætis hagnað af hverju seldu skópari en Katrín segir þumalputtaregluna að verðið á skónum út úr búð sé um þre- falt hærra en heildsöluverðið. Frá heildsöluverðinu dregst svo framleiðslukostnaðurinn og önnur út- gjöld. „Það er mikið lagt undir, en líka mikið upp úr þessu að hafa ef vel selst. Eru til dæmi af tískumerkjum sem hefur orðið mikið ágengt á skömmum tíma og jafnvel á aðeins tveimur eða þremur árum orðið að nokkuð stórum fyrirtækjum.“ „Þekking á markaðinum er mjög mikilvæg, og að geta fundið þar gat þar sem maður getur boðið uppá eitthvað nýtt,“ segir Katrín Alda. Með metnað fyrir háum hælum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Skómerkinu Kalda hefur tekist að koma sér á fram- færi í tískupressunni og pantanir farnar að berast frá mikilvægum verslunum. Áður en byrjað er að leita að kaupendum þarf að tryggja framleiðslugetuna. 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016FÓLK NAV Vertu í skýjunummeð okkur í mánaðarlegri áskrift að bókhaldskerfinu Microsoft Dynamics NAV + kynntu þér málið á www.navaskrift.is Aðgangur að Office 365 fylgir með!* Lágmarkaðu kostnaðinn og Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is »www.wise.is 9.900Kr. pr. mán.án VSK * gildir til 30. júní 2018 þegar keypt er fyrir 30. september 2016 SPROTAR Íslandshótel Kolbrún Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandshótela. Kol- brún hefur starfað að undanförnu sem fram- kvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Kjölfestu. Á ár- unum 2008-2010 starfaði hún sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Vátryggingafélags Íslands. Kolbrún starfaði sem útibússtjóri, forstöðumaður bakvinnslu og verkefnastjóri Íslandsbanka (Glitni) á árunum 1996-2008 og sat síðar í stjórn bankans. Hún starfaði sem fjármálastjóri Húsa- smiðjunnar í sjö ár, frá 1989-1996. Árið 1987 útskrifaðist Kolbrún sem Cand. oecon. frá Háskóla Íslands og lauk síðar Executive Education frá Kenan-Flagler Business School árið 2000. Hún stóðst hæfnismat FME í janúar 2011 og árið 2012 hlaut hún löggildingu sem verðbréfamiðlari. Kolbrún er einnig menntaður leiðsögumaður frá EHÍ. Kolbrún verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icewear Guðmundur H. Björnsson hefur verið ráð- inn markaðsstjóri Icewear. Guðmundur hefur víð- tæka reynslu af markaðs- og sölumálum en hann kemur til Icewear frá 365 miðlum þar sem hann var forstöðumaður markaðs- og vörustjórnunarsviðs. Hjá Icewear mun Guðmundur sinna stefnumótun og áætlanagerð í markaðsmálum, daglegum rekstri markaðsdeildar ásamt samskiptum við fjölmiðla og samstarfsaðila. Áður hefur Guðmundur meðal annars starfað sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Tali, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já og faglegur stjórnandi markaðsmála hjá Símanum. Guðmundur er með B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands, ásamt því að hafa lokið námi í rekstrarfræði frá sama skóla. Guðmundur hefur einnig setið í stjórnum ýmissa félaga- samtaka. Guðmundur ráðinn sem nýr markaðsstjóri VISTASKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.