Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 13SJÓNARHÓLL                       BÓKIN Það þóttu stórtíðindi síðasta vor þegar Ali al-Naimi var óvænt sagt upp störfum sem olíumálaráðherra Sádi-Arabíu. Hann hafði þá gegnt þessu mikilvæga embætti í um tvo ára- tugi og í jafnlangan tíma verið andlit OPEC og olíugeirans í heimspressunni. Nú hefur al-Naimi sent frá sér ævisögu sína og rekur þar hvernig ungur og fá- tækur bedúíni varð einn af valdamestu og frægustu mönnum heims. Titill bók- arinnar er Out of the Desert: My Journey From Nomadic Bedo- uin to the Heart of Global Oil. Saga al-Naimi er um leið spegill á sögu Sádi-Arabíu. Ráðherrann fyrr- verandi, sem núna lifir í vellyst- ingum, lýsir því hvernig hann var níu ára gamall þegar hann eignaðist sitt fyrsta skópar, og minnist þes að bæði vatn og mat var erfitt að fá. Það var bæði fyrir sakir heppni og óheppni að hann fékk starf sem skrifstofustrákur hjá Aramco, að- eins tólf ára gamall. Rétt eins og líf al-Naimi var að taka miklum breyt- ingum var nýtt blómaskeið að hefj- ast í Sádi-Arabíu. Fyrirtækið studdi hann til menntunar og bandarískir yfir- menn hjálpuðu al- Naimi að fikra sig upp metorðastig- ann, alla leið upp í forstjórastöðuna hjá Aramco. Þeir sem eru á höttunum eftir bita- stæðu slúðri úr innstu hringjum OPEC og konungs- fjölskyldu Sádi- Arabíu munu verða fyrir vonbrigðum við lestur bók- arinnar. Al-Naimi kann að þegja yf- ir leyndarmálum, og gæti það að hluta skýrt það hvernig hann komst svona langt í lífinu. Eða eins og hann segir sjálfur þá var það „mikil vinna, heppni og að kunna að láta yfirmenn mína líta vel út,“ sem var lykillinn að velgengni hans. ai@mbl.is Ali al-Naimi segir frá göngunni á toppinn Hin svokallaða „einnotahyggja“ hefur rutt sér tilrúms síðustu ár og áratugi. Einnotahyggjanfelst í því að vart er spáð í því lengur hvort gera eigi við hluti heldur er þeim einfaldlega hent og nýir keyptir í staðinn. Þetta á við um allt frá fötum og skóm til raftækja og stærri heimilistækja. Stundum er það vissu- lega svo að viðkomandi hlutur er það laskaður að viðgerð svarar ekki kostnaði, en það kemur fyrir að hlutum er hent sem lítið mál væri að laga og gætu þannig enst mun lengur en ella. Þessi einnotahyggja er í ákveðinni þversögn við aukna umhverfisvitund landans sem um þessar mundir reynir að draga úr eigin kolefnisspori eftir því sem kostur er. Þegar hlut, sem gæti átt mörg ár eftir í líftíma, er hent á haugana og nýr keyptur í stað- inn þarf að farga gamla hlutnum með tilheyrandi kostnaði og um- hverfisáhrifum og kaupa nýjan í staðinn sem hefur mögulega ver- ið framleiddur einhvers staðar úti í heimi og svo fluttur hingað til lands. Allt telur þetta víst við útreikning kolefnissporsins. Ríkisstjórn jafnaðarmanna og græningja í Svíþjóð hefur lagt fram lagabreytinga- tillögur sem ætlað er að vinna gegn þessari einnota- hyggju og samhliða draga úr kolefnisspori Svíþjóðar. Til- lögurnar felast annars vegar í því að virðisaukaskattur af viðgerðum á ýmsum hlutum, s.s. fatnaði, skóm, reið- hjólum o.fl. er lækkaður úr 25% í 12%. Hins vegar felast tillögurnar í því að þeir sem skattskyldir eru í Svíþjóð geta fengið frádrátt frá tekjuskatti sem svarar til helm- ings vinnuliðar af viðgerðakostnaði stærri heimilistækja, eins og þvottavéla, ísskápa, uppþvottavéla o.s.frv. Með þessu vilja frændur okkar Svíar skapa efnahags- legan hvata fyrir eigin þegna til að nýta hluti betur og því má segja að um sé að ræða skattaafslátt sem sé meðal annars ætlað að stýra Svíum í átt frá einnotahyggjunni. Markmið og tilgangur þessara tillagna er þó víðtækari, því þeim er einnig ætlað að draga úr kolefnisspori Sví- þjóðar og stuðla að aukinni atvinnusköpun í tengslum við ýmiss konar viðgerðarþjónustu, sem væntanlega verður meiri eftirspurn eftir, nái tillögur sænsku ríkisstjórnar- innar fram að ganga. Tillögurnar eru lagðar fram sam- hliða fjárlagafrumvarpi næsta árs í Svíþjóð og nái þær fram að ganga munu þær taka gildi frá og með 1. janúar 2017. Herlegheitin eru þó ekki ókeypis en áætlað er að sænska ríkið verði af um 740 milljónum sænskra króna í skatttekjur verði tillögurnar að raunveruleika, en það jafngildir tæplega 9 milljörðum íslenskra króna. Það sem er hins vegar áhuga- vert að sjá er að vinstri sinnuð stjórn jafnaðarmanna og græn- ingja í Svíþjóð er reiðubúin til að nýta skattaafslætti svo búa megi til efnahagslega hvata til að ná ákveðnum markmiðum í um- hverfismálum. Hérlendis hefur sambærilegri nálgun verið beitt hvað varðar rafvæðingu bílaflot- ans, en frá árinu 2012 hefur ver- ið heimilt að fella niður virðis- aukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu nýrra rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiða. Heimildin átti að falla niður um síðustu áramót en var framlengd um eitt ár við samþykkt síðustu fjárlaga og mun því að óbreyttu falla niður um næstu áramót. Það verður því áhugavert að sjá hvort Alþingi, sem sett var í þessari viku einmitt til að ræða fjárlög næsta árs, muni beita sér fyrir því að framlengja heimildina fyrir niðurfellingu virðisaukaskatts á rafbíla. Það er svo aldrei að vita nema hugmyndaríkir þingmenn muni taka frændur okkar Svía sér til fyrirmyndar og nýti skatt- kerfið í auknum mæli til að búa til efnahagslega hvata sem stuðlað geti að hvoru tveggja í senn, aukinni um- hverfisvernd og lægri sköttum. Skattaafslættir í þágu umhverfisins LÖGFRÆÐI Garðar Víðir Gunnarsson héraðsdómslögmaður á LEX ” Það er svo aldrei að vita nema hugmyndaríkir þingmenn muni taka frændur okkar Svía sér til fyrirmyndar og nýti skatt- kerfið í auknum mæli til að búa til efnahagslega hvata sem stuðlað geti að hvoru tveggja í senn, aukinni umhverfisvernd og lægri sköttum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.