Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016FRÉTTIR ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Varnarbarátta Evrópu gegn popúl- isma gekk vel í nokkrar klukku- stundir. Síðdegis á sunnudag kom í ljós að öfgahægriframbjóðandi hafði beðið lægri hlut í forseta- kosningunum í Austurríki. En góðu fréttirnar frá Austurríki viku svo fyrir verri fréttum hinum meg- in Alpanna. Matteo Renzi, for- sætisráðherra Ítalíu, staðfesti að hann myndi segja af sér eftir að hafa tapað þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. Afleiðingarnar þjóðaratkvæða- greiðslunnar á Ítalíu eru ekki jafn augljósar og niðurstöður atkvæða- greiðslunnar í Bretlandi í júní. Bretarnir kusu að ganga úr ESB. Ítalirnir hafa einfaldlega hafnað nokkrum flóknum stjórnarskrár- breytingum, sem margir sérfræð- ingar vildu hvort eð er meina að hefðu ekki verið fyllilega hugsaðar til enda. En samt eru Brexit og afsögn Renzi hluti af sömu sögunni. Aldrei hefur mætt jafn mikið á samstarfi Evrópuríkja. Ákvörðun Bretlands að segja skilið við Evrópusam- bandið er mest sláandi sönnun þess. En ef litið er til lengri tíma gæti sú kreppa sem er að myndast á Ítalíu reynst enn alvarlegri ógn við tilveru ESB. Fyrir þessu eru pólitískar, efnahagslegar og jafnvel landfræðilegar ástæður. Einarðir Evrópusinnar Ítalía er, ólíkt Bretlandi, eitt af sex stofnríkjum ESB. Evrópska efnahagsbandalagið, EEC, var sett á laggirnar með Rómarsáttmál- anum sem var undirritaður árið 1957. Bretarnir hafa alltaf verið sú ESB-þjóð sem haft hefur mestar efasemdir um ágæti sambandsins en Ítalir hafa venjulega verið ákaf- ir fylgjendur þess að sameina álf- una. En viðhorf almennings á Ítalíu í garð ESB hefur tekið miklum breytingum – og stafar það af langvarandi efnahagslegri stöðnun landsins, vandræðum evrunnar og ótta við innstreymi ólöglegra inn- flytjenda. Ætti engan að furða að Ítalir skuli vera lítt hrifnir af til- hugsuninni um óbreytt ástand. Ítalía hefur misst 25% af iðnaðar- framleiðslu sinni frá því að fjár- málakreppan reið yfir árið 2008. Atvinnuleysi ungs fólks mælist nærri 40%. Kemur því ekki á óvart að margir Ítalir tengja tilkomu evrunnar við þá djúpu niðursveiflu sem hefur átt sér stað. Og vissu- lega eru sumir hagfræðingar á þeirri skoðun að evran hafi stór- skaðað samkeppnisgetu Ítalíu, svipt landið því tæki að geta veikt eigin gjaldmiðil, og skapað verðhjöðnunarástand sem gert hef- ur skuldir meira íþyngjandi. Við þessar kringumstæður er mögulegt að Renzi verði einn af síðustu forsætisráðherrum Ítalíu sem standa fyrir hin hefðbundnu jákvæðu viðhorf landsins til Evr- ópusamstarfs. Í seinni tíð hefur meira að segja hann tekið upp á því að gagnrýna Brussel og skiljanlega látið í ljós vonbrigði sín með hve litla hjálp hefur verið að fá vegna þeirra þúsunda flótta- manna sem borið hefur að strönd- um Ítalíu. Kröfur ráðamanna í Berlín og Brussel um aðhald í ríkisfjármálum hafa líka valdið núningi við ríkisstjórn Renzi. Þrátt fyrir það er Renzi í öllum megindráttum fylgjandi Evrópu- sambandinu. Hið sama verður ekki sagt um stjórnarandstöðuflokkana sem núna bíða á hliðarlínunni. Stjórnarandstaða gegn ESB Fimmstjörnuhreyfingin (ít. Movimiento 5 Stelle), sem grínist- inn Beppe Grillo leiðir, lék stórt hlutverk í að fella Renzi. Fimmstjörnuhreyfingin er ósveigj- anleg í þeirri kröfu sinni að Ítalía endurheimti sjálfstæði sitt frá Brussel og hefur flokkurinn lagt til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að segja skilið við evruna. Grillo lítur líka á flokk sinn sem hluta af þeirri bylgju almennrar óánægju með hefðbundnar sam- félagsstofnanir (e. anti-establish- ment) sem riðið hefur yfir Vestur- lönd. Hann fagnaði sigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs sem sigri yfir „frí- múrurunum, stóru bönkunum og Kínverjunum“. Ástæður þess að popúlisminn á Ítalíu kann á endanum að verða meiri ógn við ESB en Brexit hefur ekki bara að gera með hefðbundna tryggð Ítalíu við Evrópuhugsjón- ina. Það er ekki síður mikilvæg staðreynd að Ítalía notar evruna en Bretland hefur haldið sig við sinn eigin gjaldmiðil. Þó að Brexit verði sársaukafullt og flókið mál að leysa ógnar það hvorki tilveru evrópska myntbandalagsins né skapar hættu á að leysa fjár- málakreppu úr læðingi. En ósigur Renzi í þjóðaratkvæðagreiðslunni kann að hleypa af stað keðjuverk- un sem gæti gert hvort tveggja. Bankakerfi á vonarvöl Mest aðkallandi er sú hætta sem blasir við ítalska bankakerfinu. Endurvakinn ótti um mögulega efnahagskreppu þýðir að fyrir- huguð endurfjármögnun illa staddra fjármálastofnana er í hættu, og þá sérstaklega hjá Monte dei Paschi di Siena. Það gæti leitt til þess að kallað verði eftir að ríkið leysi bankana úr snörunni, sem gæti reynst erfitt í ljósi þess að ríkissjóðurinn er nú þegar mjög skuldsettur. Það gæfi fjárfestum tilefni til að hafa áhyggjur af umfangi skulda ríkis- sjóðs á ný, sem gæti leitt til hærri vaxta og stefnt greiðsluhæfi ítalska ríkisins í voða. Það yrði mun erfiðara fyrir ESB að hjálpa Ítalíu en að „bjarga“ Grikklandi. Í ljósi þess hvað ítalska hagkerfið er stórt myndi væntanlega þurfa mun meiri fjár- hæðir, sem myndi að líkindum leiða til pólitísks uppþots á þýska þinginu, sérstaklega þegar haft er í huga að Þjóðverjar halda þing- kosningar í september. Á þeim tímapunkti gætu endalok evrunnar aftur orðið að afar raunhæfum möguleika. Afmæli eða erfidrykkja? Á móti má líta til þess hæfileika Ítala að þrjóskast áfram, bæði á sviði stjórnmála og efnahagsmála, en takast alltaf að forða því að allt fari í kaldakol. Evrópusambandinu virðist hafa tekist að þróa með sér svipaða hæfileika á þeim lang- dregnu árum sem evran hefur ver- ið í hættu. En jafnvel þótt Ítölum takist að mynda nýja ríkisstjórn og koma í veg fyrir bankakreppu eru horf- urnar ekki góðar þegar litið er á heildarmyndina. Hagkerfi Ítalíu er að staðna og hinn pólitíski kjarni landsins er að molna. Þjóðernis- sinnar og lýðsskrumsflokkar eru líka að sækja í sig veðrið í öðrum ESB-löndum, þar með talið á Spáni, í Póllandi, Frakklandi og Hollandi. Bretland hyggst í mars afhenda formlega tilkynningu um þá ákvörðun að ganga úr ESB. Í sama mánuði er fyrirhugað að leið- togar Evrópusambandsins komi saman á Ítalíu til að fagna því að liðin verða 60 ár frá undirritun Rómarsáttmálans. Eins og málin eru að þróast verður sú samkoma meira í ætt við erfidrykkju en afmælisveislu. Ítalía stefnir framtíð Evrópu í óvissu Eftir Gideon Rachman Afsögn Matteo Renzi í kjölfar þjóðaratkvæða- greiðslunnar á Ítalíu á sunnudaginn gæti hrundið af stað atburðarás sem hefði afdrifaríkar afleið- ingar fyrir ESB. AFP Matteo Renzi forsætisráðherra tilkynnti afsögn sína á sunnudaginn í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni, en enn á eftir að koma í ljós hvaða afleiðingar þessi atburðarás hefur á ESB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.