Morgunblaðið - 08.12.2016, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016 11FRÉTTIR
Af síðum
Gleymið töfraprinsessunum. Helmass-
aðir útherjar í ameríska fótboltanum
hafa í mörg ár skipt mun meira máli
fyrir afkomuna hjá Walt Disney. En nú
þegar þrengir að ESPN, íþróttarás
Disney, fjölgar í hópi þeirra sem vilja að
samsteypan selji rásina.
Greinendur hjá Royal Bank of
Canada viðruðu þá skoðun sína á mánu-
dag að með því að aðskilja og selja 80%
eignarhlut Disney í ESPN, þá myndi
það sem eftir væri af fyrirtækinu hækka
í verði. Þá væri hægt að gera eitthvað íhaldssamt, eins og að greiða út
háan arð. Eða gera eitthvað djarft og kaupa Netflix.
ESPN er í vanda statt. Áhorfsmælingar Nielsen áætla að
sjónvarpsstöðin hafi misst 555.000 kapaláskrifendur í nóvember og er
það næstmesta fækkunin frá upphafi (október á metið). Það þýðir að
88,4 milljónir heimila eru með ESPN, en voru 100 milljónir árið 2011.
Hlutabréf í Disney hafa lækkað um 20% frá hæsta verði síðasta árs
og heildarvirði félagsins, upp á 176 milljarða dala, er tífaldur væntur
EBITDA-hagnaður næsta árs, borið saman við þrettánfaldan á síð-
asta ári. Það er alveg rétt að skella skuldinni á ESPN.
En núna virðist ekki rétti tíminn til að leggja árar í bát. ESPN er
bundið af því að afskrifa dýra sýningarrétti og þarf á sama tíma að
hafa áhyggjur af áhorfendum. Hvort sem kaupandinn yrði annað
skráð hlutafélag eða umbreytingafjárfestir, þá myndi hann varla
borga fullt verð við núverandi aðstæður og Disney er ekki í þeirri
stöðu að þurfa að efna til brunaútsölu.
Það myndi vissulega bæta margfeldisstuðul samsteypunnar að
selja. En hluti af þeim umdeilanlega bata virðist langsóttur; að með
því að skera frá ESPN verði Disney sjálft álitlegra á markaðnum. En
jafnvel þó að heildarvirði félagsins lækkaði niður í 130 milljarða dala,
þá myndi Disney samt vera of stór biti fyrir nokkurt annað fjölmiðla-
fyrirtæki. Fjarskiptafyrirtæki eins og Verizon eða tæknifyrirtæki á
borð við Apple væru einu mögulegu kaupendurnir, og varla það.
Framlag ESPN hefur dregist saman. Stóra kapalstöðvadeildin sem
ESPN er hluti af, myndaði áður meira en 60% af rekstrarhagnaði.
Undanfarna 12 mánuði hefur hlutfallið lækkað niður í 43%. En ESPN
er samt risastór uppspretta fjárstreymis. Aðrir hlutar Disney-
veldisins, eins og kvikmyndaframleiðslan, ganga líka í gegnum upp-
og niðursveiflur. Þeim er ekki hent á haugana eftir eitt slæmt
rekstrartímabil. Það ætti að gefa stjórnendunum meiri tíma til að
koma hlutunum í lag, frekar en að sparka ESPN út af vell-
inum.
LEX
AFP
Walt Disney:
Stolinn bolti
Eitt sinn sagðist Jørgen Vig Knuds-
torp vonast eftir að verða forstjóri
Lego „fyrir lífstíð“. Það verður því
að teljast tímamót að maðurinn sem
bjargaði danska leikfangaframleið-
andanum frá fjárhagslegu stórslysi
sé að færa sig um set eftir tólf ár í
starfi.
Knudstorp getur gert tilkall til að
teljast á meðal dugmestu stjórnenda
síðastliðinna tíu ára. Hann stýrði
framleiðanda á litlum plastkubbum
inn í tímabil stóraukinnar sölu og
hagnaðar, á meðan nær allir aðrir
leikfangaframleiðendur liðu fyrir
vaxandi vinsældir stafrænnar af-
þreyingar.
En þessi 48 ára gamli stjórnandi
staðhæfir að sú ákvörðun hans að
gerast stjórnarformaður Lego og
nýs félags, Lego Brand Group, sé
ekki ljúfsár. „Alls ekki ... ég mun
halda áfram að fylgja vörumerkinu
eftir og vinna fyrir Lego,“ segir
hann.
Mesta uppstokkun frá 1932
Breytingin sýnir hversu mikla trú
og traust fjölskyldan sem stofnaði
Lego ber til Knudstorp, sem áður
var ráðgjafi hjá McKinsey. Þau hafa
í raun fært allan rekstur og stjórnun
sem tengist Lego í hendur Knuds-
torp og Thomas Kristensen, en sá
síðarnefndi er af fjórðu kynslóð fjöl-
skyldu stofnandans.
Um er að ræða uppstokkun sem
er sú umfangsmesta frá því fyrir-
tækið var stofnað árið 1932. Kirkbi,
fjárfestingarfélag Kristensen-
fjölskyldunnar, mun færa tilteknar
eignir yfir í Lego Brand Group: 75%
eignarhlut fjölskyldunnar í leik-
fangaframleiðslunni; 30% eignarhlut
í Merlin, sem rekur Legoland
skemmtigarðana; sprotafyrirtækið
Lego Education, auk ýmissa vöru-
merkja og stoðþjónustu.
Engar breytingar verða með aðr-
ar eignir Kirkbi, þar á meðal fjár-
festingar í nokkrum stórum félögum
á danska hlutabréfamarkaðinum og í
vindorkuverum.
Sem nýr stjórnarformaður Lego
og nýju vörumerkissamsteypunnar,
er það vald sem Knudstorp hefur
verið falið til marks um hvernig hon-
um tókst að endurlífga fyrirtækið.
Hann kom inn í ofþanið og fjárhags-
lega veikburða leikfangaframleiðslu-
fyrirtæki. Aðeins 35 ára að aldri
tókst honum fljótlega að snúa
rekstrinum við og sótti svo í fram-
haldinu vöxt inn á bandaríska og
kínverska markaðinn, sem skilað
hefur Lego árlegri 17% tekjuaukn-
ingu að jafnaði síðan 2004.
Knudstorp segir að stjórnunar-
breytingarnar komi að mestu til að
hans eigin ósk, en honum fannst far-
ið að „teygjast fullmikið á sér“
undanfarin ár með stjórnarstörfum í
ýmsum fyrirtækjum sem tengjast
Lego, til viðbótar við forstjóra-
hlutverkið.
Forstjórinn ekki danskur
Knudstorp telur að nýja verka-
skiptingin muni gefa honum svig-
rúm til að skoða ný og ókönnuð tæki-
færi fyrir Lego-vörumerkið, en hann
segir líka mikilvægt að „bæta ekki
við lagi af skrifræði“. Vinna hans
muni að miklu leyti fara fram á
stjórnarfundum Lego, hjá
góðgerðarsjóðnum Lego Founda-
tion, og hugsanlega hjá skemmti-
garðafyrirtækinu Merlin Entertain-
ments.
Hann heldur því líka fram að
skipulagsbreytingarnar muni gefa
nýja forstjóranum, Bali Padda, auk-
ið frelsi. Padda er Breti og núver-
andi rekstrarstjóri Lego, og hefur
hann starfað hjá fyrirtækinu í 14 ár.
Hann verður fyrsti forstjóri fyrir-
tækisins sem ekki er danskur að
uppruna. En hann segist ákveðinn í
að halda höfuðstöðvum fyrirtækisins
í svefnbænum Billund, á miðjum
Jótlandsskaganum.
Padda tekur við leikfangafram-
leiðanda sem er í fantaformi, þó
sumir hafi áhyggjur af því hversu
sjálfbær vaxtarhraðinn er. Hann
segir að helstu áherslumálin verði að
efla getu og sveigjanleika Lego.
Hann nefnir nýja verksmiðju í Kína
sem dæmi.
„Það þarf að tryggja að erfðaefni
Lego verði þar til staðar, með sömu
gæðin og sömu menninguna. Búum
við yfir nægilegum krafti til að tvö-
faldast, eða þrefaldast?“ spyr hann.
Slík stækkun er ekki einfalt mál.
Lego hefur þegar fjölgað starfs-
mönnum um fjórðung á undan-
gengnu ári og hyggst auk þess
stækka við sig í Ungverjalandi og
Mexíkó.
Nær til 10% barna í heiminum
Ekki stendur til að draga úr metn-
aðinum. Knudstorp bendir á að í dag
nái Lego ekki til nema 10% af öllum
börnum heimsins, og eru þau flest í
hópi þeirra ríkustu. Hann veltir því
fyrir sér að auka þetta hlutfall með
nýjum tólum sem hann hefur yfir að
ráða, eins og Lego Education sem
býr til kennslugögn fyrir skóla um
allan heim. Hann bætir við að Kína,
Indland og Afríka (Lego finnst varla
á tveimur síðarnefndu markaðs-
svæðunum) muni verða stóru vaxt-
armarkaðirnir í framtíðinni.
Í samræmi við þá hefð hjá Lego
sem kölluð er „tveir í kassa“ – þar
sem sá sem gegnir starfi í dag og sá
sem á að taka við af honum verja
mörgum mánuðum saman – munu
Knudstorp og Padda verja mestum
hluta vetrarins saman.
Knudstorp segist þurfa að „hafa
það hugfast að ég gæti varpað
skugga á hvern þann sem tekur við
af mér,“ en hann segist vita að
Padda muni ekki eiga í neinum
vandræðum með að segja honum að
„hafa sig hægan“ ef þess reynist
þörf. Padda segist einfaldlega hafa
ekkert við þetta fyrirkomulag að at-
huga enda „traust samband“ á milli
þeirra félaga, þar sem þeir geti út-
kljáð hvers kyns ágreiningsmál.
Knudstorp viðurkennir að þessi
tíðindi séu „stærsta breytingin hjá
Lego í mjög langan tíma“. En bætir
við að ólíkt því þegar hann kom fyrst
inn í fyrirtækið, þá sé breytingin
núna „skipulögð úr sterkri
stöðu“.
Leggja drög að framtíð
byggðri á Lego-kubbum
Eftir Richard Milne í Billund
Töluverðar breytingar
verða gerðar á Lego-
samsteypunni og mun for-
stjórinn færa sig í sæti
stjórnarformanns.
AFP
Jørgen Vig Knudstorp kynnti breytingarnar hjá Lego í fyrradag en hann
tekur nú við stjórnarformennsku eftir að hafa snúið rekstri fyrirtækisins við.
Cuxhavengata 1 • Hafnarfirði • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is
Við horfum til hafs
Sérhæfum okkur í sölu á:
Grunnur að góðum viðskiptum
• Sjávarútvegsfyrirtækjum
• Aflaheimildum
• Skipum & bátum