Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016SJÁVARÚTVEGUR
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
Vörur fyrir sjávarútveginn
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Við sérhæfum okkur í miðlun á sviði fyrirtækja,
sjávarútvegs og fjármögnunar.
www.vidskiptahusid.is
Fyrirtækjamiðlun
og fyrirtækjaráðgjöf
Humarinn er hluti af veisluhaldi
jólanna hjá mörgum en þar seg-
ir Pétur að markaðurinn glími
við framboðsvanda. „Sá humar
sem veiddist á nýloknu veiði-
tímabili var frekar stór og
vinnsla á humri hjá framleið-
endum miðast við að koma sem
mestu heilu, með haus og klóm,
í útflutning. Þar sem halinn er
einungis um 30% af heild-
arþunga humarsins þá fæst
betra verð fyrir hann heilan. Það
sem slitið er fyrir halaframleiðsl-
una er því frekar dýrt. Einnig
hefur humarkvótinn verið að
minka undanfarin ár. Hum-
arhalar eru því ekki fáanlegir í
eins miklu magni og óskandi
væri, og reynum við að hamstra
allan þann humar sem við get-
um fengið. Einnig hefur eftrisp-
urnin verið að aukast mikið með
fjölgun ferðamanna, enda hum-
arinn frábær matur.“
Er ástandið ekki þannig að
lesendur verði að óttast að
koma að tómum frystum þegar
á að kaupa humar í jóla- og ára-
mótaboðin en málin gætu farið
að vandast nær páskum og orð-
ið humarskortur í verslunum.
„Humarveiðitímabilið er frá apríl
fram í nóvember og ekki von á
meiri humri á markað fyrr en í
aprílbyrjun.“
Morgunblaðið/Kristinn
Framboðið af humri er ekki nóg til
að mæta eftirspurn markaðarins.
Verður humarskortur næstu páska?
Pétur Þorleifsson, framkvæmda-
stjóri Norðanfisks, segir að þegar
komi að sjávarfangi hafi unga fólkið
allt aðrar óskir en eldri kynslóðirnar.
Honum sýnist að neysla á fiski standi
nokkurn veginn í stað en neytendur
kaupi fjölbreyttari vöru:
„Við höfum
lengi selt frosin
fiskflök í neyt-
endapakkningum,
og meira unna
vöru á borð við
plokkfisk, fisk-
bollur og fisk-
gratín, auk ýsu,
þorsks og fleiri
tegunda í raspi.
Þessi hefðbundni íslenski fiskur
stendur enn fyrir sínu en innflutning-
urinn er alltaf að aukast á þeim fisk-
tegundum sem ekki veiðast hér við
land, í takt við eftirspurn eftir t.d.
túnfiski, hamachi, risarækjum,
kóngakrabba og hörpuskel. Á
skömmum tíma hefur vöruúrvalið
okkar tvöfaldast og erum við núna
með 300 vörunúmer í sölu. Vitaskuld
má skýra eftirspurnina eftir þessum
tegundum með þeim uppgangi sem
verið hefur í veitingageira með fjölg-
un ferðamanna, en Íslendingar elda
þessar tegundir líka heima, eru dug-
legir að borða sushi og góð sala er í
risarækjum og hörpuskel í versl-
unum.“
Raspa og steikja fyrir HB
Granda
Árið 2014 urðu breytingar á
eignarhaldi Norðanfisks þegar HB
Grandi eignaðist allt hlutafé fyrir-
tækisins. Áður hafði HB Grandi átt
25% eignarhlut á móti Brimi sem
einnig átti fjórðung og Kjarnafæði
sem átti helming hlutafjár. Pétur seg-
ir Kjarnafæði hafa viljað selja og HB
Grandi gjarnan kaupa og vissulega
séu ákveðin samlegðaráhrif á milli
starfsemi HB Granda og Norðanfisks
sem einblínir á sölu sjávarafurða til
neytenda og veitingastaða. „Samlegð-
aráhrifin hafa meðal annars komið
fram á sviði vöruþróunar. HB Grandi
fjárfesti í svokallaðri formunarvél frá
Marel sem formar flökin í bita sem
við síðan setjum í rasp og for-
steikjum, og HB Grandi selur á er-
lenda markaði. Innlendi markaðurinn
skipar þó langsamlega stærstan sess í
okkar daglega rekstri.“
Skinnpakkaðir bitar
Nýjasta viðbótin við vöruúrvalið er
ferskur fiskur sem seldur er í pakkn-
ingum sem hver rúmar um einn eða
tvo skammta. „Neytendur kalla æ
meira eftir vöru sem er tilbúin eða því
sem næst, og fljótlegt að elda. Frosin
vara í fjölskyldupakkningum er því
smám saman að víkja fyrir ferskum
fiski sem skorinn hefur verið í bita og
er nánast tilbúinn til eldunar. Þessum
vörum pökkum við inn í „skinnpakkn-
ingar“ og dreifum í verslanir, en
stefnt er á að hefja dreifingu á þess-
um vörum í byrjun næsta árs.
Þessi nýja vara frá Norðanfiski
minnir á þróunina á mörkuðum er-
lendis. Þannig voru gerðir svipaðir
hlutir með Saucy Fish-línunni í Bret-
landi, og til þess gert að gera fiskinn
aðgengilegri fyrir unga kaupendur
sem vita ekki endilega hvað á að gera
við heilt flak.“
Laxinn og bleikjan að styrkjast
Breytingarnar sem orðið hafa hjá
neytendum eru slíkar að sumar vörur
sem áður voru á allra borðum finnast
varla lengur. „Við erum ekki lengur
með þverskorna ýsu og þverskorinn
lax. Ein af þeim vörum sem við fáum
hvað mest þakklæti fyrir er þegar við
getum sett þorskkinnar með beini í
sölu. Þá hringja gömlu karlarnir
mjög ánægðir með að hafa getað
fundið þessa vöru og eldað eins og
þeir eru vanir frá fyrri tíð.“
Sú tegund sem sækir hvað hraðast
á er laxinn. „Neytendur virðast mjög
meðvitaðir um hollustuna í laxinum,
enda auðugur af ómegafitusýrum og
D-vítamíni. Sama gildir með bleikj-
una – bleiku fisktegundirnar eru að
vinna mikið á, og kannski er sú þróun
að hluta vegna vinsælda sushi og
aukinnar heilsuvitundar lands-
manna.“
Reyktur og grafinn lax rjúka
út á þessum árstíma
Desember er besti sölumánuður-
inn hjá Norðanfiski. Pétur segir hefð-
bundnu vörurnar standa nokkurn
veginn í stað en mun meira er selt af
humri og reyktum og gröfnum laxi.
Er eftirspurnin eftir reyktum og
gröfnum laxi slík að Norðanfiskur og
aðrir framleiðendur virðast varla
hafa undan.
Bendir Pétur á merkilegt fyrir-
bæri sem á sér stað í laxasölunni í
desember. „Alla aðra mánuði ársins
er salan á reyktum laxi tvöfalt meiri
en salan á gröfnum, en snýst svo við í
desember þegar grafni laxinn selst í
þrefalt meira magni.“
Norðanfiskur framleiðir einnig og
selur graflaxsósu og greinilegt er að
landinn vill ekki spara sósuna á lax-
inn. „Það lætur nærri að seljist ein
sósupakkning fyrir hverja pakkningu
af reyktum eða gröfnum laxi.“
Vöruframboðið hefur tvö-
faldast á nokkrum árum
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Markaðurinn kallar eftir fiski
í bitum sem auðvelt er að
elda. Meira er flutt inn af
tegundum sem ekki veið-
ast í kringum Ísland, s.s.
túnfiski, risarækjum og
hörpuskel.
Pétur
Þorleifsson
Hefðbundinn þorskhnakki stendur alltaf fyrir sínu, en neytendur vilja líka prufa nýjar tegundir sem áður hefu þótt
framandi. Veitingastaðirnir skýra þróunina að hluta, en líka breyttar neysluvenjur s.s. auknar vinsældir sushi.
STJÓRNUNARHÆTTIR
Ný skýrsla Landbúnaðar- og mat-
vælastofnunar SÞ (FAO) sýnir að á
heimsvísu hallar mjög á konur í
sjávarútvegi. Samsetning stjórna
100 stærstu sjávarútvegsfyrir-
tækja heims var skoðuð og kom í
ljós að hjá því 71 fyrirtæki sem
veittu FAO upplýsingar var helm-
ingur stjórna eingöngu skipaður
karlmönnum og engin kona í leið-
togastöðu hjá fyrirtækjunum. Hjá
aðeins 16% fyrirtækjanna fylla
konur meira en fimmtung stjórnar-
sæta.
Noregur kom best út úr mæling-
unni, þá Kína og Ísland
ai@mbl.is
Fáar konur
í stjórnum