Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 2

Morgunblaðið - 08.12.2016, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016FRÉTTIR Mesta hækkun Mesta lækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) N1 -0,36% 27,75 VOICE +4,99% 48,35 S&P 500 NASDAQ +1,39% 5328,713 +0,99% 2213,56 +2,22% 6880,25 +0,38% 18496,69 FTSE 100 NIKKEI 225 07.06.‘16 07.06.‘1607.12.‘16 07.12.‘16 351.400 651.900 53,1451,441.564,2 1.730,3 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. Friðrik Már Baldursson, hagfræði- prófessor við Háskólann í Reykja- vík, segir að nýjar tölur frá Hag- stofu Íslands um hagvöxt fyrstu níu mánuði ársins minnki líkur á vaxtalækkunum á næstunni. Hagvöxtur fyrstu níu mán- uðina nam 6,2%, og jókst hag- vöxtur á þriðja ársfjórðungi að raungildi um 10,2% frá sama fjórðungi í fyrra. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 4,8% hagvexti á þessu ári og því er ljóst að talsverður mun- ur er á hagvaxtarspánni og raun- hagvexti það sem af er ári. „Þetta er næstum 1,5% meiri hag- vöxtur en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, sem er heilmikið. Þetta styður að það verði meiri afgangur af fjárlögum á næsta ári en gert er ráð fyrir núna,“ segir Friðrik, en gert er ráð fyrir 29 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs. Algjört lágmark Friðrik segir að þessi afgangur á fjárlögum sé algjört lágmark að hans mati. „Aðalatriði í mínum huga er að það verði alls ekki minni af- gangur en þessi, það væri algjörlega óábyrgt miðað við að efnahagslífið er á fullum dampi. Tilhneigingin hefur verið sú að afgangurinn minnki í meðförum Alþingis. En þessar hagvaxtartölur þýða að það bætir í þann afgang sem er ábyrgt og æskilegt að ríkið skili á næsta ári.“ Friðrik telur að hagvaxtartölurnar gefi tilefni til að stefna að 40-50 millj- arða króna afgangi. Óvissa er sem stendur um stjórnarmyndun. Friðrik segir í þessu samhengi að ný stjórn verði að forgangsraða öðruvísi, eða að afla meiri tekna með skattheimtu, ætli menn sér að auka útgjöld til stórra málaflokka eins og heilbrigðis- og menntamála, sem sumir flokkar hafi lofað fyrir kosningar. Helmingur framleiðsluspennu Þumalputtareglan varðandi af- gang í ríkisfjármálum er sú, að sögn Friðriks, að ríkið þurfi að skila afgangi sem nemur rúmum helmingi af framleiðsluspennu til að ekki sé ýtt undir þenslu, en Seðlabankinn spáir tveggja prósenta framleiðslu- spennu á næsta ári. Framleiðsluspenna er þenslu- mælikvarði sem sýnir hversu mikið meira er hægt að ná út úr hagkerfinu en í meðalárferði, miðað við þann mannafla og fjármuni sem eru til staðar í hagkerfinu. „Það væri bæði skynsamlegt og ábyrgt út frá hagstjórnarsjónarmiði að skila þessum afgangi, svo verð- bólga fari ekki af stað, svo hægt sé að halda áfram að greiða niður skuldir og lækka vaxtakostnað, og búa okk- ur undir næstu niðursveiflu, hvenær sem hún kemur. Það myndi styðja við peningastefnuna og gera kleift að lækka vexti fyrr en ella.“ Vöxturinn kemur á óvart Greiningardeild Arion banka segir í Markaðspunktum vöxtinn í lands- framleiðslu koma á óvart. „Þessi mikli vöxtur kom okkur nokkuð á óvart, en við gerðum ráð fyrir 7,4% vexti. Vöxtur þjóðarútgjalda var nokkurn veginn í takt við okkar spá en utanríkisverslun, þá einkum og sér í lagi útflutningur, fór talsvert fram úr væntingum okkar,“ segir greiningardeildin. Eins og fram kemur í skýrslu Hagstofunnar skýrist magnaukning landsframleiðslunnar nú að verulegu leyti af framlagi utanríkisviðskipta, en útflutningur jókst að raungildi um 16,4% samanborið við sama tímabil í fyrra. Greiningardeild Íslandsbanka bendir í Morgunkorni sínu á að um sé að ræða mesta hagvöxt sem mælst hafi í nokkru landi innan Evrópska efnahagssvæðisins á þessu tímabili. Í Hagsjá greiningardeildar Landsbankans er farið yfir nokkrar hagvaxtarspár. „Síðustu spár Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, Arion banka, Íslandsbanka, Hagstofu Ís- lands og Seðlabanka Íslands liggja á nokkuð þröngu bili, eða 4,6-5%. Spá Hagfræðideildar Landsbankans frá því í nóvember gerir hins vegar ráð fyrir að hagvöxtur verði 6,1% yfir ár- ið í heild.“ Styður við 40-50 milljarða afgang Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hagvöxtur mælist 6,2% fyrstu níu mánuði ársins, sem er umtalsvert meira en gert er ráð fyrir í nýútgefnu fjárlagafrumvarpi. Friðrik Már telur nýjar tölur frá Hagstofunni draga úr líkum á vaxtalækkun. Friðrik Már Baldursson INNHEIMTA Georg Andersen, forstjóri Inkasso, hefur keypt 55,42% hlut Haralds Leifssonar í félaginu Kaptura, sem er móðurfélag Inkasso. Fyrir kaupin átti Georg 4% hlut í fyrirtækinu. Kaupverð hlutarins er trúnaðarmál. Inkasso skilaði ríflega 3,8 milljóna króna hagnaði í fyrra en árið 2014 nam hagnaðurinn rúmum 13,8 millj- ónum. Þá var eigið fé félagsins nei- kvætt sem nam tæpum 23 milljónum króna undir lok árs í fyrra. Georg segir spennandi tíma fram undan í rekstri félagsins. „Innkoma Inkasso á markaðinn á sínum tíma hafði í för með sér miklar breytingar á innheimtuþjónustu og við höfum áhuga á að auka og bæta enn við þá þjónustu á næstu árum,“ segir Georg. Forstjóri Inkasso kaupir ráðandi hlut í fyrirtækinu Georg Andersen tók við sem for- stjóra Inkasso fyrir tveimur árum. LYFJAFRAMLEIÐSLA Sigurður Óli Ólafsson hefur látið af starfi forstjóra samheitalyfjasviðs Teva Pharmaceutical Industries, sem er umsvifamesti samheitalyfja- framleiðandi í heimi. Sigurður mun starfa á vettvangi Teva til loka marsmánaðar á komandi ári, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Við starfi hans hefur tekið Dipannkar Bhattacharjee, sem áður gegndi stöðu forstjóra yfir evrópu- hluta samheitalyfjasviðs Teva. Sigurður Óli hefur gegnt for- stjórastarfinu hjá Teva frá árinu 2014 og kom þá frá keppinautnum Actavis. Fyrr á þessu ári var greint frá kaupum Teva á Actavis og í kjöl- far þeirra varð velta sameinaðs fyrirtækis um 16 milljarðar dollara á ári. Í ítarlegu viðtali við Sigurð Óla, sem birt var í ViðskiptaMogga í ágúst síðastliðnum, ræddi hann um þær áskoranir sem mættu honum þegar hann tók við Teva. „Þarna þurfti að taka til hendinni og snúa stöðunni við. Á þeim tíma voru tekjur samheitalyfjasviðsins, sem ég er forstjóri fyrir, um 10 millj- arðar dollara og starfsemin í um 70 löndum vítt og breitt um heiminn og starfsmenn samheitalyfjahluta Teva um 15.000 talsins.“ Sigurður Óli lætur af starfi forstjóra hjá Teva Morgunblaðið/Ófeigur Sigurður hefur átt langan og farsæl- an feril í lyfjageiranum á heimsvísu. Vantar fyrirtækið þitt gæða prentefni? Við bjóðum fjöl- breyttar lausnir hvort sem er í offset eða stafrænt. Komdu við í kaffisopa og við finnum leið sem hentar best hverju sinni. PRENTVERK Síðumúla 21, Selmúlamegin, sími 533 6040, www.stimplar.is Einnig mikið úrval af hurða- og póstkassaskiltum, barmmerkjum og Stimplar eru okkar fag hlutamerkjum og fleira Áratuga reynsla Örugg þjónusta Íslensk hönnun og framleiðsla Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is E-60 Bekkur Fáanlegur í mismunandi lengdum. Verð frá kr. 67.800 Lífstíðaráby rgð á grind og tréverki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.