Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.12.2016, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2016SJÓNARHÓLL 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Vönduð skrifstofuhæð. Skiptist í 6 skrifstofur, opið vinnurými, fundarherb., eldhúskrók, tvö salerni og tæknirými. Parket á gólfi og lagnastokkar með veggjum. Vandaðar innréttingar. Uppl. Ólafur 824-6703 olafur@jofur.is Vörugeymsla með góðri aðkomu um breiðan ramp. Lofthæð 3,7 metrar. Niðurfallsrennur í gólfi. Wc til staðar. Stórar innkeyrsludyr. Einnig aðgengi í rýmið úr sameignarstigagangi framan á húsinu. Uppl. Ólafur 824-6703 olafur@jofur.is TIL SÖLU Faxafen 9 - 108 ReykjavíkStærð 746,4 fm. Verð 82 millj. Kringlan 4-6 - 103 Reykjavík Stærð 274,4 fm. Verð 78 millj. Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 TIL SÖLU EGGERT Á íslenskum auglýsingamarkaði ríkir sjaldanlognmolla. Þar er hart bitist um auglýsinga-kökuna og ólíklegt má telja að hún fæði alla þá er hungrar. Sá markaður verður seint mettur enda berjast flestir fjölmiðlar hér á landi í bökkum fjárhagslega. Þar sem íslenskir fjölmiðlar eru mjög háðir auglýsingatekjum er um kaupendamarkað að ræða. En þrátt fyrir harða samkeppni er þó einn þáttur í starfi fjölmiðlanna sem ætti, að öllu jöfnu, að vera sameiginlegt hagsmunamál þeirra, en það eru fjölmiðlakannanir. Frá árinu 2008 hefur Gall- up mælt sjónvarpsáhorf og útvarpshlustun með rafræn- um hætti. Gallup notar mæliaðferð sem kallast PPM (e. Portable People Meter) til að mæla á hvað fólk horf- ir og hvað það hlustar á. Mælitæknin greinir hljóð- merki sem Gallup kemur fyrir í útsendingum mældra sjónvarps- og útvarpsstöðva. Merkið er falið í út- sendingunni og mannseyrað nemur það ekki. Í kjölfar ítarlegrar rannsóknar á ljósvakanotkun byggir Gallup upp og viðheldur hópi þátttakenda sem endurspeglar almenning í landinu með tilliti tilljósvakanotkunar. Í Fjölmiðlahópnum eru um 500 manns á aldrinum 12-80 ára sem bera PPM- mælitækið á sér yfir daginn. Tækið skráir hvenær horft er eða hlustað á hverja stöð og á hverri nóttu eru gögnin send til Gallup. Til viðbótar við upplýs- ingar um hvaða stöð er verið að horfa eða hlusta á greinir Gallup hvenær útsendingin var send út og getur þannig gert greinarmun á línulegu og hliðruðu áhorfi, en það er áhorf sem á sér stað eftir upphaf- legan sýningartíma. Með rafrænum ljósvakamælingum er áhorf og hlustun á hverja einustu mínútu mæld. Með teng- ingu við gagnagrunn um auglýsingabirtingar gefst auglýsendum kostur á að greina árangur einstakra auglýsingaherferða í mismunandi miðlum. Þetta þýð- ir að auglýsendur geta nú fengið nákvæma sam- antekt á árangri þeirra auglýsingarbirtinga sem keyptar voru. Einnig býður mælitæknin upp á gagn- legar upplýsingar fyrir dagskrárstjóra þar sem ein- falt er að greina áhorfs- og hlustunarflæði eftir dag- skrárefni. Í Prentmiðlakönnun Gallup er lestur dagblaða mældur með samfelldum hætti allt árið. Um 30 svör- um er safnað á hverjum degi, eða um 10.000 á ári. Úrtakið í mælingunni samanstendur af Íslendingum 12-80 ára sem búsettir eru um allt land. Meðallestur á tölublað er birtur mánaðarlega. Ársfjórðungslega fá miðlar og birtingaraðilar aðgang að lestrar- tölum sem hægt er að greina eftir breytum eins og kyni, aldri, bú- setu, menntun og heimilistekjum svarenda. Gallup sér einnig um að mæla umferð netmiðla á Íslandi. Í teljaramælingu Gallup eru mæld atriði eins og fjöldi notenda, inn- lita og flettinga á hvern mældan netmiðil. Mögulegt er að aðgreina heimsóknir frá tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum og til viðbótar býðst möguleiki á mælingum á notkun á smáforritum. Vikulega eru birtir topplistar yfir notkun á mældum miðlum þar sem sýndur er fjöldi notenda, innlita og flettinga. Innlend umferð er svo aðgreind frá er- lendri. Samhliða teljaramælingunni er spurt um heimsóknir á stærstu netmiðlana í Neyslu- og lífstíls- könnun Gallup. Þannig er hægt að áætla daglega dekkun netmiðla niður á lýðfræðihópa. Fjölmiðlakannanir eru mikilvægar fyrir auglýs- endur, þar sem þær leggja ákveðinn grunn að þeirri verðlagningu sem ríkir um selt auglýsingapláss hverju sinni. Sjónvarpsstöðvarnar hafa í auknum mæli verið að breyta verðgrunni sínum frá fyrirfram- gefnu sekúnduverði yfir í ákveðna verðeiningu fyrir hvern áhorfspunkt. Þannig verður t.d. til verðmiði fyrir hverja þúsund áhorfendur. Síðast en ekki síst geta vel gerðar fjölmiðlamælingar stuðlað að betri nýtingu á auglýsingafé, að því gefnu að niðurstöður þeirra séu túlkaðar á réttan hátt. MARKAÐSMÁL Þorsteinn Þorsteinsson rekstrarhagfræðingur (M.Sc.) og fram- kvæmdastjóri Markaðsrýni ehf. Íslenskar fjölmiðlakannanir ” Þrátt fyrir harða sam- keppni er þó einn þáttur í starfi fjölmiðlanna sem ætti, að öllu jöfnu, að vera sameiginlegt hags- munamál þeirra, en það eru fjölmiðlakannanir. FORRITIÐ Það hlaut að koma að því að ein- hverjum skyldi hugkvæmast að gera tölvuleik úr því ævintýri að stofna sprota og komast alla leið á toppinn. Unicorn Startup Simulator (toggl.com/startup-simulator) gerir einmitt þetta, og gerir um leið stólpa- grín að frumkvöðlasenunni. Markmiðið er, eins og hjá flestum sprotum, að takast á einu ári að byggja upp rekstur sem er eins millj- arðs dala virði. Vitaskuld er leikurinn á laufléttu nótunum. Spilarinn er settur í spor stjórnandans sem þarf að takast á við alls kyns ákvarðanir í rekstrinum, s.s. hvað á til bragðs að taka þegar léleg umsögn birtist á Producthunt, eða þegar Elon Musk hringir og vill ræða um að senda fólk til Mars. Leigan hækkar, Trump tvítar og virkir í at- hugasemdum ganga af göflunum. Fjölskyldan þarf að sitja á hakanum og kokteilboðin með tækniblaða- mönnunum fara ekki alltaf vel. Afleiðingar ákvarðananna virðast stundum tilviljanakenndar, rétt eins og í raunveruleikanum, og með hverj- um smellinum sveiflast markaðs- virðið upp og niður um marga tugi milljóna dala. Ekki má einblína á markaðsvirðið eingöngu, því ef starfsmennirnir eru óánægðir láta þeir sig hverfa og fyrir- tækið fer á hliðina – og frum- kvöðullinn þarf að „flytja aftur í kjall- arann til mömmu“ eins og leikurinn orðar það. ai@mbl.is Frumkvöðlalífið fært í búning tölvuleiks

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.