Morgunblaðið - 08.12.2016, Side 16
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
„Slæm tíðindi“ fyrir viðskiptalífið
Hraðpeningar gjaldþrota
Steinþór hættur hjá Landsbankanum
Í fangelsi fyrir verðsamráð
Walker furðar sig á Íslendingum
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Notkun reiðufjár hefur farið vaxandi
hérlendis undanfarin ár, þrátt fyrir
að stærsti hluti greiðslumiðlunar á
Íslandi fari fram rafrænt. Seðlabank-
inn áætlar að um 10% af útgjöldum
heimilanna fari fram í reiðufé, að því
er fram kemur í ritinu Fjármála-
innviðir sem bankinn gaf út í gær.
Ferðaþjónustan er einn af þeim
áhrifaþáttum sem hafa áhrif á seðla-
magn í umferð, en á fyrstu 11 mán-
uðum ársins í ár komu ferðamenn
með níu milljarða af íslensku reiðufé
til landsins.
Lengi vel var hlutfall seðla um 1%
af vergri landsframleiðslu en eftir
fjármálahrunið 2008 fór hlutfallið upp
í 2% og hefur haldist þar síðan. Fyrir
hrun var Ísland það land þar sem
notkun reiðufjár var hvað minnst.
Síðustu ár hefur notkun reiðufjár í
Svíþjóð og Noregi haldið áfram að
minnka, svo að nú nota Svíar og
Norðmenn minna af reiðufé en Ís-
lendingar.
Alls voru um 49,9 milljarðar króna
í seðlum og mynt í umferð utan Seðla-
bankans í lok október síðastliðins.
Tólf mánaða aukning reiðufjár til
októberloka var 10,6% og aukningin á
árinu 2015 nam 4,9 milljörðum, eða
11,4% samkvæmt tölum frá Seðla-
bankanum. Erfitt er að skýra út
þessa nafnverðsaukningu reiðufjár
en að mati Seðlabankans er líklegast
að mikil fjölgun ferðamanna skýri
þetta að einhverju leyti.
Í lok október var verðmæti seðla í
umferð 54,5 milljarðar króna. Af
þeim var verðmæti 10.000 króna
seðla komið upp í 23,6 milljarða króna
eða 43,3% heildarverðmætis seðla, en
sá seðill var settur í umferð í október
2013. Verðmæti 5.000 króna seðla var
svipað, eða um 43,8% verðmætis
útgefinna seðla í umferð, en hlutdeild
hans var um 86% áður en 10.000
króna seðillinn kom til sögunnar.
10.000 króna seðillinn var í lok október um 43% verðmætis seðla í umferð.
Notkun reiðu-
fjár fer vaxandi
Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson
olafur@mbl.is
Aukinn ferðamanna-
straumur eykur notkun
reiðufjár og er nú notað
hlutfallslega meira reiðufé
hér en í Svíþjóð og Noregi.
Morgunblaðið/Kristinn
Þóroddur Bjarnason
tobj@mblis
Flestir ættu að kannast við þaðhvernig lækin svokölluðu eru
farin að stjórna okkar daglega lífi.
Lækleysi á Facebook fyllir okkur
örvæntingu, veitingastaðir og hótel
eru háð einkunnagjöfum, og kaup-
endur og seljendur á netinu þurfa
stjörnur til að byggja upp traust.
Lækmennskan hefur þó vart slitiðbarnskónum ef eitthvað er að
marka þá framtíðarsýn sem birt er í
fyrsta þætti þriðju seríu bresku
sjónvarpsþáttanna Black Mirror
sem sýndir eru á Netflix, en þar er
einkunnagjöf orðin að ráðandi afli í
lífi fólks, og hefur áhrif, ekki bara á
félagslega stöðu heldur líka á láns-
hæfi. Í þættinum gefa persónurnar
hver annarri einkunnir látlaust allan
daginn, og í gegnum sérstaka augn-
linsu sjá menn einkunn næsta
manns. Illt auga getur valdið hruni í
einkunn, en smjaðurslegt bros eða
hjálplegt viðmót getur bjargað mál-
unum á ný. Aðalpersóna þáttanna
lendir til dæmis í klandri þegar hún
er í húsnæðisleit, og vantar stjörnur
til að klára málið.
Þegar jafnauðvelt verður að verð-launa og refsa fólki og fyrir-
tækjum fyrir framkomu sína, viðmót
og þjónustu þá mætti leiða að því lík-
ur að markaðurinn sé farinn að
hegða sér skilvirkar en nokkru sinni
fyrr, þjónustan batni, viðmót fólks,
hegðun og framkoma sömuleiðis. Að
sama skapi gætu einhverjir sagt að
þar með væru menn farnir að læka
sig í átt til firringar þar sem allt
verður í plati, og þeir sem ólæklegri
teljast, lendi undir í þessum framtíð-
arheimi.
Lækleg
framtíð
Þegar rætt er um tekjumögu-leika ríkissjóðs standa ýmsir
á öndinni og telja að hægt sé að
stórauka skattheimtu með því að
ráðast að þeim atvinnugreinum
sem hagnýta auðlindir landsins.
Er oftast í umræðunni látið að því
liggja að fyrirtækin sem breyta
landsins gæðum í fjármuni séu
með einhverjum hætti að arðræna
þjóðina um leið. Horft er framhjá
þeim miklu jákvæðu efnahagslegu
afleiðingum sem hagnýtingin skil-
ar, jafnt í formi starfa og tekna af
þeim sköttum sem jafnt eru lagðir
á fyrrnefnd fyrirtæki og önnur
sem í landinu starfa.
Þar er lausnarorðið „sameignþjóðarinnar“ og þannig reynt
að höfða til þorra almennings um
að ef ekki verði ráðist í stórfelldar
skattahækkanir sé verið að hrifsa
þessa miklu, en óskilgreindu, sam-
eign úr höndum þjóðarinnar. Aldr-
ei er því svarað hverju sameignin
ætti að skila ef eigendur fyr-
irtækjanna sem hana hagnýta
væru ekki tilbúnir að hætta tíma
sínum, kröftum og fjármagni til að
umbreyta jarðargæðum í verð-
mæti.
Ekki er um það deilt að hinmikla auðlind Íslands er nátt-
úran, hvort sem litið er til land-
nýtingar og sjávarfangs sem hald-
ið hefur lífi í þjóðinni, orkunnar í
fallvötnum og jarðhita eða þeirrar
einstæðu fegurðar sem draga mun
hingað til landsins nærri tvær
milljónir manna á næsta ári. En
svo gerðist það í liðinni viku að
sjónvarpskonu nokkurri varð það
á að skella á skjái landsmanna, í
umboði RÚV, einni af fjölmörgum
náttúruperlum þjóðarinnar – einni
merkilegri sameign.
Hvað gerðist þá? Þá risu uppsumir úr hópi þeirra sem
ætíð tala um mikilvægi sameignar
þjóðarinnar þegar skattaumræðan
gerist skæð og hvað yfirborðs-
kenndust. Þeir voru ósáttir við
afhjúpun sjónvarpskonunnar fyrr-
nefndu og töldu ótækt að almenn-
ingur fengi að vita um þessa
perlu, enda væri hann vís til að
vilja njóta hennar í framhaldinu.
Svo umfangsmikið var samsærið
gegn þjóðinni og þeim rétti henn-
ar til að njóta hinnar sameiginlegu
auðlindar, að höfundur árbókar
Ferðafélags Íslands, og forseti
félagsins, ákvað í útgáfunni 2010
að geta ekki um perluna dýru.
Ætli það leynist fleiri slíkar auð-
lindir í landinu sem þjóðin má
ekki vita af?
Perlurnar sem þjóðin má
helst ekki þekkja né sjá
Tólfta flugvél WOW air
er komin til landsins.
Um er að ræða Airbus
A321-vél, árgerð 2016,
sem tekur 220 í sæti.
TF-JOY komin
til landsins
1
2
3
4
5
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidskipti@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar Sími 5691111, augl@mbl.is. Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTA