Morgunblaðið - 14.12.2016, Page 18

Morgunblaðið - 14.12.2016, Page 18
Lágir stýrivextir » Evrusvæðið berst við mjög lítinn hagvöxt, mikið atvinnu- leysi og verðhjöðnun. » Danir voru áður með hærri vexti en evrusvæðið vegna kostnaðarins við krónuna. Vegna mikils innstreymis fjár- magns eftir fjármálakreppuna hafa þeir þurft að lækka vexti niður fyrir vexti á evrusvæðinu. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og kunnugt er eru stýrivextir hér á landi umtalsvert hærri en í helstu viðskiptalöndum okkar, eða 5,25%. Bandaríkin og Noregur eru með 0,5% vexti og í öðrum löndum er vaxtastigið jafnvel enn lægra. Seðla- banki Íslands birtir vaxtaákvörðun sína í dag, en greiningaraðilar gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum eða lækkun upp á 25 punkta. Spurður að því hvað skýri þann mikla mun sem er á stýrivöxtum á Íslandi og í viðskiptalöndunum segir Friðrik Már Baldursson, hagfræði- prófessor við Háskólann í Reykjavík, að ástæður geti verið ólíkar. Á evru- svæðinu, þar sem vextir eru 0%, sé verið að berjast við mjög lítinn hag- vöxt, mikið atvinnuleysi og verð- hjöðnun. Í Danmörku, þar sem vext- ir eru -0,65%, hefur gengi dönsku krónunnar verið bundið við gengi evrunnar í mörg ár, sem þýðir að sama peningastefnan er notuð með smávægilegum frávikum í vöxtum. „Danir voru alltaf með aðeins hærri vexti vegna kostnaðarins við krón- una, en í seinni tíð eru þeir með lægri vexti því það varð mikið innstreymi fjármagns inn á danska markaðinn eftir fjármálakreppuna, og lækka þurfti vexti niður fyrir vexti á evru- svæðinu. Ástæðan fyrir því er að Danmörk er í góðum málum ef litið er til Evrópuríkjanna, og danska rík- ið er talið álitlegur skuldari meðal annars,“ segir Friðrik. Brexit hafði áhrif Hann segir að í Bretlandi hafi Brexit þýtt að slaka þurfti enn meira en ella á peningastefnunni til að varna því að Bretar sigldu inn í kreppu á næsta ári. „Hagvöxtur er meiri í Svíþjóð en flestum Evrópuríkjum, en verðbólga þar er samt mjög lág. Almennt talað er Svíþjóð mjög tengd inn á evru- svæðið í viðskiptum og tekur verðlag að verulegu leyti þaðan og ef Svíar fara að hækka vexti fá þeir mjög öfl- ugt innstreymi af fjármagni. Horfur eru á lakari hagvexti þar í kjölfar Brexit, en Bretland er mikilvægt viðskiptaland Svíþjóðar.“ Ekki spáð miklum breytingum Greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki vexti í dag eða haldi þeim óbreyttum. IFS spáir óbreyttum stýrivöxt- um og hið sama gerir Íslandsbanki. Landsbankinn spáir lækkun upp á 0,25 prósentur og Capacent telur meiri líkur á vaxtalækkun en óbreyttum vöxtum. Arion banki tekur í sama streng og telur vextina annaðhvort lækka eða haldast óbreyttir: „Að okkar mati hafa nýj- ar efnahagstölur lagt enn þyngri lóð á vogarskálar vaxtahauk- anna.[…],“ segir í greiningu bank- ans. Ólíkar ástæður skýra veru- legan mismun á stýrivöxtum Stýrivextir á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum Heimild: Seðlabanki Íslands Ísl an d Ba nd arí kin 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% -1% No reg ur Bre tla nd Evr us væ ðið Jap an Sv íþj óð Da nm örk  Lítill hagvöxtur, atvinnuleysi, verðhjöðnun og Brexit meðal skýringa á lágum vöxtum 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 14. desember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 111.35 111.89 111.62 Sterlingspund 141.47 142.15 141.81 Kanadadalur 84.79 85.29 85.04 Dönsk króna 15.879 15.971 15.925 Norsk króna 13.19 13.268 13.229 Sænsk króna 12.134 12.206 12.17 Svissn. franki 109.8 110.42 110.11 Japanskt jen 0.9646 0.9702 0.9674 SDR 150.52 151.42 150.97 Evra 118.1 118.76 118.43 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.011 Hrávöruverð Gull 1157.35 ($/únsa) Ál 1742.0 ($/tonn) LME Hráolía 55.88 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Halldór Benjamín Þorbergsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, en hann hefur starf- að sem fram- kvæmdastjóri við- skiptaþróunar Icelandair Group undanfarin sjö ár. Hann var hagfræð- ingur og síðar framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs Íslands um tíma, auk þessa sem hann starfaði m.a. hjá Milestone og Norræna fjárfestingarbankanum. Halldór er 37 ára gamall, með hag- fræðipróf frá Háskóla Íslands og MBA- gráðu frá Oxford-háskóla. Samtök atvinnulífsins eru heildar- samtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtök sem starfa á grunni atvinnugreina. Starf framkvæmdastjóra var auglýst laust til umsóknar þann 5. september síðastliðinn og hefur ráðning- arferillinn því tekið um 14 vikur. Halldór Benjamín verður framkvæmdastjóri SA Halldór Benjamín Þorbergsson STUTT Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins hafa vaxandi áhyggjur af að- stæðum í atvinnulífinu og hefur mat þeirra á horfum versnað, að því er fram kemur í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Samtök atvinnu- lífsins og birt er á vef samtakanna. Vísitala efnahagslífsins, sem er mælikvarði á mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er enn mjög há en 76% þeirra meta aðstæður í atvinnulífinu góðar. Þetta er samt lækkun frá síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðn- um, þegar 83% þeirra mátu aðstæður góðar. Sjávarútvegurinn sker sig frá öðr- um atvinnugreinum, en 18% stjórn- enda þar telja aðstæður í efnahagslíf- inu vera slæmar. Það má væntanlega rekja til styrkingar krónunnar und- anfarin misseri. Einungis 2% stjórn- enda á höfuðborgarsvæðinu telja að- stæður slæmar, á móti 13% stjórnenda á landsbyggðinni. Mikil breyting hefur orðið á mati stjórnenda á horfum í atvinnulífinu, en 20% þeirra telja að horfur muni batna á næstunni samanborið við 39% í síðustu könnun., 60% þeirra telja að horfur verði óbreyttar og 20% þeirra telja að þær muni versna. Stjórnendur í sjávarútvegi eru hvað svartsýnastir, en 42% þeirra telja að horfur muni versna á næst- unni. Stjórnendur í flutningum og ferðaþjónustu eru einnig svartsýnir, en 25% þeirra telja að horfur muni versna. Þegar einungis er horft til útflutn- ingsgreina telja 29% stjórnenda að horfur muni versna á móti 12% stjórnenda sem starfa á innlendum markaði. olafur@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Áhyggjur Stjórnendur fyrirtækja í útflutningi eru hvað svartsýnastir. Vaxandi áhyggjur af atvinnulífinu  Stjórnendur í sjávarútvegi eru svartsýnastir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.