Morgunblaðið - 14.12.2016, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 4. D E S E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 293. tölublað 104. árgangur
dagar til jóla
10
Þvörusleikir kemur í kvöld
www.jolamjolk.is
UPPRUNI ÍSLEND-
INGA BROTINN
TIL MERGJAR
GAMAN AÐ
SKOÐA FUGLA
SAMAN
ÍMYNDUNARAFLIÐ
FÆR LAUSAN
TAUMINN
FRÆÐSLURIT FYRIR BÖRN 12 BARNABÆKUR 41ÁRDAGAR ÍSLENDINGA 38
Morgunblaðið/Golli
Veitt í Selá Bændur í Vopnafirði minnka
búrekstur og láta rentur af ám duga.
Einungis er fullur búrekstur á
um fjórðungi þeirra lögbýla sem
eru skráð með búrekstur í Vopna-
firði. Ein helsta ástæða þess er að
auðmenn hafa keypt fjölda jarða á
svæðinu og eiga þær veiðirétt að
Selá, Hofsá, Sunnudalsá og Vestur-
dalsá. Einnig hafa margir bændur
minnkað umsvif sín og látið rentur
af ánum duga að hluta til eða að
öllu leyti.
Björn Halldórsson rekur ásamt
fleirum stærsta búið á svæðinu.
Hann segist ekki vera sérstaklega
bjartsýnn á að búrekstur verði á
jörðunum í framtíðinni. »6
Búrekstur minnkar
og fleiri jarðir eru í
eigu auðmanna
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Það er ljóst að þær breytingar sem
fylgja þessu frumvarpi munu kalla
eftir töluvert hærra framlagi af rík-
isins hálfu til þess að styðja við jöfn-
un lífeyrisréttinda,“ sagði Bjarni
Benediktsson, fjármála- og efna-
hagsráðherra, er hann mælti fyrir
nýju frumvarpi um grundvallar-
breytingar á lífeyrismálum opin-
berra starfsmanna á Alþingi í gær.
Ýmsar breytingar hafa verið gerðar
frá fyrra frumvarpi sem dagaði uppi
á seinasta þingi. Framlög ríkisins
hafa verið hækkuð og sagði Bjarni að
það kæmi fram í frumvarpi til fjár-
aukalaga 2016 sem væntanlega verð-
ur lagt fram á þingi í dag og munaði
þar tugum milljarða á því framlagi
sem þarf að koma frá ríkinu til að
breytingarnar í lífeyrismálum gætu
gengið eftir. Þetta væri hátt í 30
milljörðum hærri fjárhæð en áður
var gert ráð fyrir, sem gjaldfærist á
þessu ári.
Skv. frumvarpinu hækkar ein-
greiðsla í svonefndan lífeyrisauka
um 9,5 milljarða frá fyrra frumvarpi
og fer upp í 106,8 milljarða og einnig
þarf ríkið að leggja A-deild Lífeyr-
issjóðs starfsmanna ríkisins til hátt
framlag vegna þess að staðan hefur
versnað mjög á þessu ári og er nei-
kvæð um 10,4 milljarða. Ávöxtun á
eignum LSR er sögð hafa verið slök
á þessu ári, m.a. vegna virðisrýrn-
unar erlendra eigna í íslenskum
krónum.
Kennarasamband Íslands ítrekaði
í gær gagnrýni sína á frumvarpið.
Bætt við tugum milljarða
Breytingar á lífeyrisfrumvarpinu kalla á hærra framlag ríkisins til að koma á
jöfnun lífeyrisréttinda Jafna þarf stöðu LSR vegna slakrar ávöxtunar á árinu
MKostnaðurinn hækkar »22
Vitalí Tsjurkin, sendiherra Rúss-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum,
sagði í gærkvöldi að átökunum í
austurhluta Aleppo í Sýrlandi væri
lokið. Allur borgarhlutinn væri nú á
valdi stjórnarhers landsins eftir
meira en fjögurra ára mannskæð
átök við uppreisnarmenn sem náðu
borgarhlutanum á sitt vald árið 2012.
Fyrr í gær skýrði sendiherrann
frá því að samkomulag hefði náðst
um að leyfa uppreisnarmönnum og
íbúum austurhlutans að fara þaðan.
Málið var rætt á neyðarfundi ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna í
gær. Samantha Power, sendiherra
Bandaríkjanna, sagði að eftirlits-
menn þyrftu að fylgjast með því að
fólkið fengi að fara frá austurhluta
Aleppo óáreitt.
Íbúar skotnir til bana
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna sögðu að mannréttindaskrif-
stofa samtakanna hefði fengið trú-
verðugar upplýsingar um að a.m.k.
82 óbreyttir borgarar hefðu verið
skotnir til bana í austurhluta Aleppo
í gær, þeirra á meðal börn. Talsmað-
ur Sýrlandshers neitaði því. »20
Bardögum lokið
Samið um að fólk fái að flýja Aleppo
Þrátt fyrir erfiðar stjórnarmyndunarviðræður
undanfarnar vikur og stór mál sem liggja fyrir
Alþingi var létt yfir þingmönnum í þingsal í gær.
Í það minnsta brostu nokkrir af nýliðum
þingsins, en hér má sjá frá vinstri Rósu Björk
Brynjólfsdóttur, Andrés Inga Jónsson, Kolbein
Óttarsson Proppé, Ara Trausta Guðmundsson
og Hildi Sverrisdóttur, sem kom inn á þing fyrir
Ólöfu Nordal sem er í veikindaleyfi.
Nýliðarnir slógu á létta strengi við þingstörfin
Morgunblaðið/Ófeigur
Afgreiða þarf stór mál fyrir áramót á Alþingi Íslendinga
Stór hluti öku-
manna á höfuð-
borgarsvæðinu
er ekki enn kom-
inn á vetrardekk,
að mati fram-
kvæmdastjóra
Sólningar. Hann
segir algengara
að ökumenn
skipti ónegldum
dekkjum út fyrir
negld, enda komi þau betur út í við-
námsprófunum. Gríðarleg svif-
ryksmengun var í Reykjavík sl.
laugardag, eða sextánfalt meiri en
heilsuverndarmörk og á við gott
gamlárskvöld. »14
Sextánföld svif-
ryksmengun
Nagladekkin valda
mengun.
Íbúðalánasjóði (ÍLS) hefur gengið
vel að selja fasteignir sínar það sem
af er árinu. Salan er í fullu samræmi
við áætlanir, að sögn Ágústs Kr.
Björnssonar, forstöðumanns fulln-
ustueigna hjá ÍLS. Í byrjun ársins
var gert ráð fyrir að selja 900 eignir
á árinu. Hinn 8. desember síðastlið-
inn var búið að selja 859 eignir.
„Góð sala hefur verið á flestum
markaðssvæðum og í einstökum
landshlutum. Áberandi að fast-
eignamarkaður á Suðurnesjum hef-
ur verið góður og mikil sala eigna
hefur verið þar. Þá hefur sala eigna
ÍLS gengið vel á flestum svæðum
landsins,“ að því er kemur fram í
svari Ágústs við fyrirspurn Morgun-
blaðsins. »4
Mikil sala fasteigna
ÍLS á Suðurnesjum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykjanesbær Fasteignamarkaður
á Suðurnesjum er áberandi góður.