Morgunblaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Landnám Íslands og uppruni Ís-
lendinga hefur löngum verið mönn-
um hugstætt, enda eru heimildir um
það svo gloppóttar að segja má að
setja megi fram nánast hvaða kenn-
ingu sem er og finna fyrir henni ein-
hverjar heimildir. Fjölmargir hafa
líka fengist við slíka kenningasmíði,
lærðir sem ólærðir fræðimenn.
Í nýrri bók Guðmundar G. Þórar-
inssonar verkfræðings, Árdagar Ís-
lendinga, tekur Guðmundur saman
helstu kenningar um uppruna Ís-
lendinga og landnám Íslands og velt-
ir upp spurn-
ingum á við þær
hvort Ingólfur
Arnarson hafi
raunverulega
verið til, hvort Ís-
lendingar séu
ættaðir frá
Svartahafi, hvort
kristnitakan hafi
verið viðskiptaleg
ákvörðun, hvort sumir landnáms-
menn séu tilbúningur sem byggist á
örnefnum og hvort vættirnar í
skjaldarmerki Íslendinga sýni
tengsl við fornþjóðir Biblíunnar.
Kafla vantar
Guðmundur segir að bókin hafi
orðið til þegar hann ætlaði að skýra
fund landsins, landnámið og upp-
runa Íslendinga fyrir börnum sínum
en komst þá að því að sagan var ekki
eins skýr og hann hafði haldið.
„Þetta var til heimabrúks, ég ætlaði
að setja þau inn í þessi mál varðandi
landnámið, fund landsins og upp-
runa Íslendinga en ég komst þá að
því að það vantar kafla í sögu Íslend-
inga og ekki bara einn heldur
marga. Það koma svo mörg spurn-
ingarmerki upp þegar maður er að
lesa þetta, þessar þagnir, þessar
eyður á mörgum stöðum, Hvað þýðir
þetta? Rómverjar sögðu Cum
tacent, clamant: Þegar þeir þegja
hrópa þeir. Björn Sigfússon háskóla-
bókavörður sagði þögnin er mjög
merkileg en hún er ekki mjög áreið-
anleg í öllum tilvikum,“ segir Guð-
mundur og hlær.
„Ég lenti í því, eins og börnin
segja, að þegar ég fór yfir þetta allt
saman, landnámið, Íslendingabók og
rit þessara miklu spekinga okkar í
sagnfræði, endaði ég með því að ég
varð hissari og hissari og alveg hiss-
aður niður í botn.“
Sökk ofan í verkefnið
Árdagar Íslendinga er ansi mikið
rit, ríflega 400 síður í stækkuðu
broti. Guðmundur segir að ekki hafi
staðið til að hafa bókina svo stóra
þegar hann fór af stað. „Ég ætlaði
bara að taka saman nokkur atriði en
ég sökk ofan í þetta og árangurinn af
því er þessi bók. Ég held að þetta sé
í fyrsta skipti sem þess er freistað að
taka saman allar helstu kenningar
um fund landsins og uppruna Íslend-
inga með þeim rökum sem höfundar
þeirra hafa sett fram.“
– Fræðasamfélagið hefur ekki
tekið mikið mark á mörgu því sem
þú nefnir í bókinni.
„Ég hef alltaf litið svo á að Há-
skóli Íslands ætti að vera akademía,
ekki bara doktora og sérfræðinga
heldur þjóðarinnar. Þeir helstu
menn okkar sem mest vita ættu að
vera tilbúnir að kalla okkur saman
og segja okkur frá, ræða þessar
kenningar og benda á það sem þeir
kannski telja að gangi ekki upp. En í
staðinn sjáum við að mjög margir af
þessum, ég vil nú segja miklu sér-
fræðingum, alþýðufræðimönnum og
þeim sem hærra nafn fá, hafa ekki
komist að, þeir hafa verið snið-
gengnir.“
„Taktu bara Einar Pálsson, sem
skrifaði fjórtán bækur, margir hafa
hrist hausinn og fæstir almennilega
nennt að lesa þetta. Þú getur líka
tekið Barða Guðmundsson með sín-
ar stórkostlegu kenningar sem hann
varpar fram á fundi sagnfræðinga í
Kaupmannahöfn 1939 og segir bara:
Íslendingar eru ekki Norðmenn,
þeir eru þjóðflokkur sem lifir við
Svartahaf, með fullt af rökum. Svo
kemur Þórhallur Vilmundarson og
segir: Það þarf að endurrita allar
þessar fornsögur okkar, menn hafa
búið til bæði nöfn manna og atburði
út frá örnefnum.“
– Að þessu sögðu hafa líka ýmsir
furðufuglar verið í fræðunum, til að
mynda Jochum M. Eggertsson sem
birtir allsérkennilegar kenningar
um þjóðflokkinn Krýsa í Brís-
ingameni Freyju.
„Það eina sem ég hef séð um
kenningar hans er eftirmáli við þýð-
ingu hans á Rubaiyat eftir Omar
Khayyám að þetta hafi verið trú-
flokkur svo ég velti því fyrir mér
hvort hann sé að tala um papana.
Mönnum hættir samt stundum til að
fara of langt með kenningar sínar.“
– Ein af þeim tilgátum sem ég hef
heyrt er að í raun hafi landnámið
verið innrás, að hér hafi verið fyrir
menntaður og upplýstur þjóðflokkur
sem norrænir menn hafi hernumið.
„Þetta er ein kenning, menn hafa
bent á það að hér hafi verið byggð
fyrir og ýmislegt bendir til þess.
Spurningin er hvort norrænir menn
hafi komið hingað og rutt því fólki í
burtu sem fyrir var. Það er svo
margt sem hulið er myrkri fortíðar-
innar.
Upphaf að samræðum
Ég var í þrjú ár að velta þessu fyr-
ir mér. Ég hef lesið mikið til að bera
þetta saman og reyna að fá botn í
þetta en ég er ekki búinn að því og
ég held að það sé enginn búinn að fá
botn í þetta. Aðalbotninn er að það
vantar í þetta marga kafla. Tökum
dæmi: Íslendingasögurnar, sem allir
eru sammála um að séu bókmenntir
á heimsmælikvarða, kannski þriðja
ritning Norðurálfu, eru hámenning
og engin dæmi eru til um það í ver-
öldinni að hámenning verði til á
jaðarsvæði, einangraðri eyju langt
norður í Atlantshafi. Þessar sögur
eru allar skrifaðar eftir 1200, en þær
merkari fyrir 1330. Það er ekkert
skrifað þar á undan af þessum gæða-
flokki eða í þessum hámenningar-
klassa og ekkert skrifað eftir það.
Það blasir við að það hefur verið
gífurleg auðlegð í landinu á þessum
tíma og Helgi Guðmundsson hefur
skýrt það þannig að þetta séu við-
skiptin við Grænland. Þar vantaði
ýmislegt og menn þar versla við ætt-
menn sína á Íslandi, selja þeim rost-
ungs- og náhvalstennur, rostungs-
feldi og hvítabjarnarfeldi sem eru
svo dýrmætar vörur að Íslendingar
sigla með þær um Evrópu. Þessi
mikla auðlegð verður ekki til með
því að selja vaðmál, það er eitthvað
miklu meira að baki. Annálar segja
að lítið klaustur á Snæfellsnesi eigi
hundrað skinnbækur um 1180, þetta
eru rándýrar bækur og stærstu
dómkirkjur í Evrópu eiga kannski
200 til 400. Klængskirkja, sem
byggð er 1103, er sögð stærsta
timburhús á Norðurlöndum og
viðurinn innfluttur. Hvað er þetta
allt saman?“
Eftir að bókin kom út segist Guð-
mundur hafa verið önnum kafinn við
að flytja fyrirlestra út um allan
grundir og hann finni greinilega fyr-
ir miklum áhuga manna á uppruna
Íslendinga. Hann segist þó ekki vera
að miðla endanlegum sannleik, held-
ur að bókin sé upphaf að samræðum.
Skjaldarmerki og sáttmálsörk
„Annað dæmi sem ég fjalla um í
lok bókarinnar; Íslendingar eru með
skjaldarmerki. Í skjaldarmerkinu
eru landvættir, örninn fyrir norðan,
griðungurinn fyrir vestan, drekinn
fyrir austan og bergrisinn fyrir
sunnan. Hvaðan kemur þetta? Hvað-
an höfum við dreka sem landvætt
með snáka sem spúa eitri sem aldrei
var neitt á Íslandi? Ég finn ekkert
land sem er með þessa landvætti en
ég finn þetta í Biblíunni; þegar Mós-
es fer með Ísraelsmenn út úr
Egyptalandi bera þeir með sér það
helgasta sem þjóðin á, sáttmálsörk-
ina, sem varin er af ættkvíslum sem
eru með þessa landvætti í skjaldar-
merki sínu: sú sem er að norðan er
með örn, sú sem er að vestan er með
uxa og svo framvegis. Þarna er eitt-
hvað, hvernig sem á því stendur, Ís-
land er varið af þessum sömu land-
vættum og enginn getur skýrt hvers
vegna.
Sumt af þessum kenningum geng-
ur ekki upp og ég hef stundum sagt:
eru engin takmörk fyrir því hvaða
vitleysa það er sem menn geta látið
sér detta í hug? Ég fór upp á Kerl-
ingarfjöll í sumar og hitti þar ítalsk-
an byggingaverkfræðing sem er bú-
inn að leita þar á hverju sumri í
fjórtán ár að hugsanlegum menjum
fornkristinna muna sem
musterisriddararnir eiga að hafa
komið með eftir að hafa frelsað
borgina helgu. Mér fannst þetta
mjög fáránlegt allt saman, en ég er
nú svo auðtrúa og bláeygur að ég var
nú orðinn í vafa með ýmislegt,“ segir
Guðmundur og hlær og bætir við að
Ítalinn fari eftir dulmáli í Guðdóm-
lega gleðileiknum eftir Dante og
vitni í málverk eftir Botticelli og Da
Vinci sem sýni landslagið við Kerl-
ingarfjöll og Jökulkvísl.
„Ef musterisriddararnir hafa
komið hér upp úr 1200 til að varð-
veita þessa gripi, af hverju er þá
ekki neitt um þetta í öllum þessum
samtímahandritum sem við eigum?
Þá kemur í ljós ef þú lest Sturlungu
að þar er sagt 1217 ríður Snorri
Sturluson til Alþingis með sex
hundruð manns, þar af eru 80 Aust-
menn alskjaldaðir. Alskjaldaðir er
ekki maður með skjöld, heldur mað-
ur með brynju og hjálm og skjöld, og
þá spyr maður sig: hvað er þetta?
Hvaðan komu þessi menn? Hvað
voru þeir að gera? Þetta er einn af
þessum köflum sem enginn skilur og
ég hef ekki rekist á það að sagnfræð-
ingar hafi rannsakað þetta frekar en
þeir hafa rannsakað uppruna land-
vættanna og hvernig þetta getur
tengst allt saman. Svona vakna
milljón spurningar.“
Milljón spurningar vakna
Guðmundur G. Þórarinsson ætlaði að gera stutta samantekt um uppruna Íslendinga til
heimabrúks Úr varð ríflega 400 síðna bók Ætlaði bara að taka saman nokkur atriði
Morgunblaðið/Ófeigur
Spurningar „Ég lenti í því, eins og börnin segja, að þegar ég fór yfir þetta allt saman, landnámið, Íslendingabók og
rit þessara miklu spekinga okkar í sagnfræði, endaði ég með því að ég varð hissari og hissari,“ segir Guðmundur.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 fimmtudaginn 22. desember
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
Í blaðinu verður
kynnt fullt af þeim
möguleikum sem
í boði eru fyrir þá
sem stefna á
heilsuátak og
bættan lífsstíl.
Heilsa& lífsstíll
fylgir Morgunblaðinu
mánudaginn 2. janúar 2017