Morgunblaðið - 14.12.2016, Side 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016
Fyrirsögnin vísar í
stefnu Evrópusam-
bandsins varðandi net-
öryggi. Á ensku hljóm-
ar þetta „Open, Safe
and Secure Cyber-
space“. Það er gott að
eiga sér stefnu, raunar
mikilvægt, því án
hennar er ekki vitað
hvert er stefnt.
Lítið fer á milli mála
að netheimar eru orðnir stór þáttur í
lífi hvers manns. Ólíkt raunheimum
eru engin landamæri, engin takmörk
á því hvert er hægt að fara á skot-
stundu, takmarkalausir möguleikar
á því sem hægt er að gera. Hin hliðin
er að það sem lendir inni á net-
heimum mun verða þar um aldur og
ævi, auðvelt er að sigla þar undir
fölsku flaggi og við vitum aldrei hver
er að hnýsast í okkar málum, nota
myndirnar okkar, kortleggja okkur
eða brjótast inn í tækið sem við not-
um til að tengjast netinu. Allt gerist
mun hraðar en í raunheimi, bæði á
leiðinni upp og á leiðinni niður.
Evrópusambandið hefur sent frá
sér tilskipun nr. 2016/1148 um ráð-
stafanir til að ná háu sameiginlegu
stigi öryggis, net- og upplýsinga-
kerfa innan sambandsins. Tilskip-
unin er gefin út vegna mikilvægis
netheima fyrir lykilinnviði sam-
félaga og að áreiðanleiki og öryggi
þeirra eru allt í einu orðin ómissandi
fyrir þessa lykilinnviði, en hún nær
eingöngu til þeirra. ESB er svo sem
ekki eitt um þetta, því Alþjóða-
greiðslubankinn hefur einnig nýlega
gefið út tilmæli til fjármálafyrir-
tækja, sem Seðlabankinn vakti at-
hygli á í ritinu Fjármálainnviðir. Og
ekki er langt síðan bankarnir þrír
sóttu um undanþágu til að leyfa net-
stjórum sínum að hafa með sér sam-
vinnuvettvang varðandi netöryggi.
Ég er mjög ánægður með að þessi
tilskipun sé orðin að veruleika. Hún
verður vonandi fyrr en seinna leidd í
lög á Íslandi. Ég hef lengi talað fyrir
því að mikilvægir innviðir landsins
væru skilgreindir og í framhaldi af
því farið í að kortleggja þarfir þeirra
fyrir upplýsingatækni- og upplýs-
ingaöryggi. Af þeim sökum átti ég
fund með fulltrúum innanríkis-
ráðuneytisins fyrir nokkrum árum,
þar sem við skiptumst á skoðunum
um hvað væri hægt að gera.
Tilskipun ESB gengur út á að
tryggja að stutt sé við netöryggi inn-
an sambandsins. Hún er sett vegna
þess að menn óttast að getan til að
verjast netógnum sé ekki til staðar.
Tilgangurinn er að koma með sam-
ræmdar ráðstafanir til að verja
neytendur og fyrirtæki.
Grunnkvöð tilskipunarinnar er að
kortleggja mikilvæga þjónustuinn-
viði/veitendur. Þessu skal lokið fyrir
9. nóvember 2018. Val þeirra skal
byggt á því að þeir séu mikilvægir
fyrir samfélagið, upplýsingatækni sé
þeim nauðsynleg og atvik gæti haft
verulega truflandi áhrif á veitingu
þjónustunnar. Viðkomandi aðilar
eiga að innleiða viðeigandi tækni-
legar og skipulagslegar ráðstafanir
til að stjórna áhættu sem net- og
upplýsingakerfi standa frammi
fyrir. Þeim ber að grípa til aðgerða
til að koma í veg fyrir eða draga úr
áhrifum atvika. Í stórum dráttum
eru kröfur tilskipunarinnar flestar
kunnuglegar þeim sem starfað hafa
við öryggismál í skemmri eða lengri
tíma. Kröfurnar eru hins vegar
sjaldnast vandamálið, heldur er það
hve góðar ráðstafanirnar eru.
Tilskipunin nær til
sjö geira.
1. Orka (rafmagn,
olía, gas)
2. Samgöngur (flug,
lesta, vatnsflutninga,
vega)
3. Bankar
4. Innviðir fjár-
málamarkaðar
5. Heilbrigðiskerfi
(opinbert, einka)
6. Vatnsveita
7. Netþjónusta
Reikna ég með því að
hitaveitur myndu falla undir lið 1,
Orka.
Tilskipunin á að vera orðin að lög-
um í aðildarríkjum EES í síðasta
lagi 9. maí 2018. Fram að þeim tíma
á þó að vera búið að hrinda
ákveðnum þáttum í framkvæmd,
sem þegar eru til staðar á Íslandi.
Ég veit af störfum mínum við ör-
yggisráðgjöf að margir innlendir að-
ilar eru komnir vel á veg með sín ör-
yggiskerfi. Þau eru hins vegar oft
rekin meira af vilja en getu, því ör-
yggismál eru allt of oft horn-
kerlingar. Þau kosta pening og þeg-
ar þau virka skilur enginn hvers
vegna er verið að eyða öllum þessum
peningi í þetta og þegar þau virka
ekki er því líka velt fyrir sér.
Ekkert í tilskipun ESB er nýtt.
Hér á landi er þegar búið að koma
upp hluta þess sem tilskipunin gerir
kröfu um, þ.e. netöryggissveit Póst-
og fjarskiptastofnunar. Flest fyrir-
tæki og stofnanir eru að vinna eftir
öryggisstaðli á borð við ISO 27001
eða eru að undirbúa innleiðingu
hans. Helst er að þau vanti þekkingu
á staðlinum og reynslu í notkun
hans. Fyrir þá sem ekki eru lagðir af
stað er ekki eftir neinu að bíða.
Fyrir þá sem eru byrjaðir ferlið er
um að gera að ljúka því sem fyrst.
Hvort sem tilskipun 2016/1148 verð-
ur að lögum fyrir 9. maí 2018 eða
ekki ættu allir að huga að kröfum
hennar.
Opnir, áhyggjulausir og öruggir netheimar
Eftir Marinó G.
Njálsson
Marinó G. Njálsson
»ESB hefur sett til-
skipun um netöryggi
fyrir mikilvæga þjón-
ustuinnviði ríkja til að
koma í veg fyrir eða
draga úr áhrifum at-
vika.
Höfundur er netöryggisráðgjafi hjá
Hewlett Packard Enterprise í Dan-
mörku.
- með morgunkaffinu