Morgunblaðið - 14.12.2016, Page 22

Morgunblaðið - 14.12.2016, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Demókratargeta ekkisætt sig við að Donald Trump hafi unnið forseta- kosningarnar. Svo sem skilj- anlegt, og fleiri en þeir eiga erf- itt. Vikurnar eftir kjördag hefur komið hvert útspilið af öðru til að sanna að Trump hafi alls ekki unnið. Hillary geti enn fengið gamla lykilinn sinn að Hvíta húsinu aftur. Í marga daga eftir kosningar voru skipulögð mótmæli í fjölda borga gegn úrslitunum. En þrátt fyrir að göngurnar hafi staðið furðu lengi, „sjálfboða- liðum“ verið greitt fyrir að taka þátt og hefðbundin skemmdar- verk unnin á bílum og búðum og almennum eignum, þá virtist niðurstaðan ekki ætla að breyt- ast. Þá áttuðu menn sig skyndi- lega á því að svokallað kjör- mannakerfi hefði tryggt Trump sigurinn með sama hætti og kjörmannakerfið var notað af George Bush til að hrifsa Hvíta húsið af Al Gore, þótt hann segð- ist hafa fundið upp internetið. Hillary fékk fleiri atkvæði á landsvísu en mun færri kjör- menn. Ekki væri hægt að una því að þetta fáránlega kerfi, sem virtist sérhannað fyrir Trump, réði niðurstöðunni. Umræðan logaði í nokkra daga en það sljákkaði í henni þegar bent var á að kerfið væri meira en þrisvar sinnum eldra en frú Clinton og í allar þessar aldir verið rætt í alvöru um að breyta því. Samt var gert til- hlaup á kjörmennina til að fá þá til að hlaupast undan merkjum. Það virtist ekki ætla að ganga. Þá áttuðu demókratar sig á því að í fjórum ríkjum Banda- ríkjanna hefði Trump unnið naumlega, svo sem í Pennsilv- aníu þar sem Trump hafði „að- eins“ unnið með 66 þúsund at- kvæða mun. Hófst nú mikill atgangur um að fá endurtaln- ingu. Forsetaframbjóðandinn og græninginn Stein, sem ekki hafði fengið mörg atkvæði í kosningunum, var fenginn til að gera kröfur um endurtalningu, studdur af demókrötum, með vísun í hversu mjótt var á mun- unum og að grunsemdir væru um svindl í kosningunum. Safn- aði Stein milljónum dollara í „baráttuna“ og mun það sem hún nær ekki að eyða renna í hennar eigin vasa. Stein krafðist endurtalningar í fjórum ríkjum þar sem litlu hafði munað. At- hygli vakti að hún bað ekki um endurtalningu í því ríki þar sem munurinn var minnstur. Ástæða þess hlýtur að vera önnur en sú að í því ríki fór Hillary með nauman sigur af hólmi. Ekki hafði Stein mikið upp úr krafsinu. Endurtalningu er lokið í Wisconsin og þar vann Trump í annað sinn og fékk nú 131 at- kvæði meira en í fyrri talningu! Þannig fór sú sjó- ferð. Næsta kenning sem fjölmiðlamenn um allan heim tóku þátt í að fabúlera um var nýja hættan. Falsfréttahættan, sem er óhugnanlegri en fuglaflensan. Fölsuðu fréttirnar tryggðu kjör Trumps. Ríkissnáðinn sem á Fésbók, ákafur stuðningsmaður demókrata, hefur lofað að hið mikla fyrirtæki hans muni taka fyrir falsfréttir. Við fyrstu sýn virðist öllum fréttaskýrendum heims bera saman um að fals- fréttirnar hafi nær allar komið frá stuðningsmönnum Trump. Lekarnir frá Wikileaks benda til annars, en munið að þeir komu frá Pútín. Fésbók boðar að stór- veldið muni úthýsa ósönnum fréttum. Þetta sé að sjálfsögðu ekki ritskoðun. Það mat getur verið rétt og má til dæmis minna á að Stalín, sem ekki var þó al- góður, lét aldrei eyða sönnum fréttum um Sovétríkin. Hann treysti þeim mönnum full- komlega sem fóru faglega yfir málið af hans hálfu. En svo var þetta fölskufréttatal orðið óbærilega hlægilegt líka. En þá hljóp á snærið hjá demókrötum, einmitt þegar þeir voru teknir að örvænta um að Trump kynni að hafa unnið for- setakosningarnar vestra. Wash- ington Post „lak“ skýslu frá CIA um að það hefðu verið hakkarar Wikileaks með kunn tengsl við Rússa sem hefðu hakkað sig inn í tölvupósta helstu forsprakka Demókrataflokksins og mark- mið aðgerðarinnar hefði verið að stuðla að því að Trump ynni en ekki Hillary. Það var sem sagt Pútín sem vann en ekki Trump og alls ekki hægt að halda því fram að Hillary hefði tapað. Vandinn er sá að CIA segir að engin ný gögn hafi komið fram heldur sé þetta nýtt mat, sem Alríkislögreglan FBI sé ekki sammála. Og það er ekki eini vandinn. Þegar Wikileaks tók að leka tölvupóstum innan úr kerfi demókrata neituðu þeir starfs- menn sem nafngreindir voru í skjölunum að staðfesta að tölvu- póstarnir væru frá þeim. Þeir freistuðust til að ýta undir kenn- ingar um að þetta væri hreinn skáldskapur. Þetta var skilj- anlegt, því póstarnir voru mjög óþægilegir fyrir þá. En þar með hófust engar rannsóknir á meintu hakki, fyrst þetta var bara gabb. Það er erfitt að horfast í augu við að hefðu tölvupóstar starfs- manna demókrata ekki verið svo fullir af óþægilegum undir- málum þá hefði ekkert gert til þótt einhver hefði hakkað sig inn í þá. En þessi dauðaleit demókrata að galdradrykk sem geri mönn- um fært með einum sopa að vinna kosningarnar sem þeir töpuðu er dálítið brjóstumkenn- anleg. Nýtt haldreipi keypt daglega}Geimverurnar einar eftir V estur í Bandaríkjunum valdi tíma- ritið Time Donald Trump, tilvon- andi forseta Bandaríkjanna, sem mann ársins. það kom varla á óvart, hann var vel að þeirri út- nefningu kominn. Trump sigraði nefnilega í forsetakosningunum vestan hafs þó að fæstir hafi gert því skóna – menn voru meira að segja sannfærðir um að hann myndi ekki einu sinni komast í gegnum prófkjör vestan hafs, enda annálaður hórkarl og svikahrappur, áráttulyg- ari sem kunnur er fyrir kvenfyrirlitningu og kynþáttahatur. Í kjölfar sigurs Trumps hafa ýmsir velt því fyrir sér hvernig Trump fór að því að vinna, því ekki er hann vinsæll vestan hafs – samkvæmt nýjustu tölum fékk Hillary Clinton 2,83 millj- ónum fleiri atkvæði (menn eru víst enn að telja vestan hafs). Sem stendur berast böndin að Rússum, enda bendir margt til þess að þeir hafi haft hönd í bagga, þó að ekki verði farið nánar út í þá sálma hér. Fyrir vikið finnst og mörgum að réttur handhafi titilsins „Maður ársins“ sé Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Margir hafa einmitt dálæti á Pútín, enda þykir hann vörpulegur og fastur fyrir. Austur í Rússíá er hann líka í metum, nýtur mikilla vinsælda, ef marka má skoðana- kannanir. Í því ljósi má kannski rýna í það hvernig honum farnast við að stjórna ríki sínu, þar sem hann er nánast alráður. Þú veist það kannski ekki, lesandi góður, en Rússland, sem eitt sinn taldist stórveldi, er í raun ámóta stórt og Spánn ef litið er til þjóðarframleiðslu á mann og minna en Suður-Kórea – þar eru Rússar í þrettánda sæti ríkja heims. Nærfellt fimmtungur þjóðarinnar lifir undir hungur- mörkum og íbúarnir eru almennt fátækari en íbúar Kasakstan til að mynda. Rússar eru í 119. sæti þjóða hvað varðar ungbarnadauða, næst fyrir neðan Srí Lanka. Meðal lífslíkur karla eru ekki nema 65 ár. Eitt af því sem skýrir það er að drykkja er almennari í Rússlandi en gengur og gerist: alkóhólistar eru fleiri þar en nokkurs staðar á byggðu bóli – drykkja hefur tvöfaldast á síðustu tuttugu árum. Hvað um framtíðina? Nú, svo vill til að Rússar eyða minna í menntun en flestar þjóðir heims, minna en Gambía til að mynda, svo ekki eiga þeir eftir að bæta við sig í menntun og tækni. Kannski er það skynsamlegt í ljósi þess hve Rúss- um fækkar. Það eina sem þeir eiga er vopn, já og flugvélar og sprengjur á við þær sem rignt hefur yfir almenna borg- ara í Aleppo undanfarnar vikur. Sem ég skrifa þetta rifast upp fyrir mér að í grein sem ég las í sumar var Rússlandi líkt við fulla fótboltabullu, ein- hvern sem orðið hefur undir í lífinu fyrir eigin aulagang, en er búinn að læra það að ef hann hefur nógu hátt, er nógu mikill hrotti þá taka allir eftir honum og sumir gera meira að segja eins og hann vill. Í þessa uppskrift vantar eiginlega bara setninguna: og lýgur nógu liðugt, til þess að maður sjái fyrir sér Rússland Pútíns. arnim@mbl.si Árni Matthíasson Pistill Fulla fótboltabullan STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Framlög ríkissjóðs ítengslum við breytingar álífeyrismálum opinberrastarfsmanna hækka veru- lega í nýju frumvarpi Bjarna Bene- diktssonar, fjármála- og efnahags- ráðherra, um lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna frá því sem var í fyrra frumvarpi, sem dagaði uppi á seinasta þingi. Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram á Alþingi í gær. Það er byggt á samkomulagi ríkisins, sveit- arfélaga og bandalaga opinberra starfsmanna frá í september sl. en félög opinberra starfsmanna gagn- rýndu hins vegar upphaflega frum- varpið í haust harðlega. Fram kom í máli Bjarna er hann mælti fyrir frumvarpinu í gær að í nýja frumvarpinu sé komið verulega til móts við þessi sjónarmið þó að niðurstaða hafi ekki legið fyrir í viðræðum við stéttarfélögin. Framlag ríkisins til sérstaks lífeyrisaukasjóðs er hækkað og rík- issjóður mun jafnframt greiða fram- lag til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins til að koma áfallinni stöðu sjóðsins í jafnvægi. Ábyrgist óbreytt réttindi Stéttarfélögin gagnrýndu að í upphaflega frumvarpinu hafi ein- göngu verið talað um að virkir greiðendur til A-deildar LSR ættu að njóta lífeyrisaukans, sem á að tryggja að enginn verði fyrir rétt- indaskerðingu við umsamdar breyt- ingar í lífeyrismálum. Samkomu- lagið hafi hins vegar gengið út á að allir núverandi sjóðsfélagar eigi rétt á þessum lífeyrisauka. Til að koma til móts við þessa gagnrýni er nú tekið fram í frumvarpinu að ríkis- sjóður ábyrgist óbreytt réttindi líf- eyrisþega og sjóðfélaga sem orðnir eru 60 ára fyrir gildistöku nýrra samþykkta með breyttum lögum. Nú er eins og fyrr segir áætlað að ríkið þurfi að leggja A-deildinni til 106,8 milljarða eingreiðslu (líf- eyrisauka) til að bæta upp rétt- indatapið við það að lífeyristöku- aldur hækkar úr 65 árum í 67, sem er 9,5 milljarða kr. hækkun frá eldra frumvarpinu. Í greinargerð nýja frumvarps- ins segir að í hækkun kostnaðar- matsins muni mest um að nú er gert ráð fyrir að framlag ríkisins tekur mið af áætluðum tryggingafræðileg- um forsendum fyrir framtíðar- skuldbindingum sjóðsins í árslok 2016 í stað þess að miðað var við árs- lok 2015 í fyrra frumvarpinu. Það er nú metið á um 106,8 milljarða kr. í stað 97,3 milljarða áður. „Skýrist það að mestu af frambúðaráhrifum á sjóðinn af miklum launahækkunum sem hafa átt sér stað á árinu 2016 í samræmi við kjarasamninga opin- berra starfsmanna. Í annan stað var staða þegar áfallinna skuldbindinga jákvæð um 6 [milljarða kr.] miðað við árslok 2015 samkvæmt fyrra mati. Staðan hefur nú snúist í að vera neikvæð sem nemur 10,4 [millj- örðum kr.] miðað við árslok 2016 samkvæmt endurskoðuðu mati og er gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi A-deild LSR til framlag sem því nemur. Þetta stafar að mestu leyti af því að ávöxtun á eignum LSR hef- ur verið slök á yfirstandandi ári, m.a. vegna virðisrýrnunar erlendra eigna í íslenskum krónum sem leiðir af mikilli styrkingu á gengi krón- unnar á árinu samhliða því að vaxta- kjör á erlendum fjármálamörkuðum hafa verið í sögulegu lágmarki. Samanlögð hækkun kostnaðarmats- ins vegna þessara tveggja þátta nemur því um 25,9 [milljörðum kr.] miðað við það frumvarp sem áður var lagt fram.“ Kostnaðurinn hækk- ar um 26 milljarða Morgunblaðið/Golli Atvinna Jafna á lífeyrisréttindi á öllum vinnumarkaðinum. Heildaráhrif þess fyrir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki þeirra eru um 165 milljarðar. Kennarasamband Íslands hefur ekki hvikað frá gagnrýni sinni á lífeyrisfrumvarpið í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í gær. Þar er bent á að skynsamlegra sé að fara þá leið að loka A-deildum LSR og Brúar (lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga) fyrir nýjum sjóðfélögum: Með því sé hægt að koma í veg fyrir að gengið sé á réttindi núverandi sjóðfélaga og inngreiðslur af svipaðri stærðargráðu og felst í samkomulaginu kæmu í veg fyr- ir að hækka þyrfti iðgjöld launa- greiðenda í sjóðina. Þetta sé raunhæf leið til þess að ljúka málinu fyrir áramót. Bjarni Benediktsson tók ekki undir þessa hugmynd um lokun deild- anna sjóðanna við umræður á Alþingi í gær og sagði að með því væri kerfinu viðhaldið eins og það er í dag og fæli það í sér ákvörðun um að jöfnun lífeyris- réttindanna ætti sér stað á næstu áratugum. Loka A-deild LSR og Brúar KÍ ÍTREKAR GAGNRÝNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.